Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1982, Blaðsíða 11
Zf Hvað yitl segja þýskir um Mazda 929 Samantekt úr bílablaðinu Auto Motor und Sport Japanska fyrirtækið Toyo legustu stöðu fyrir sig við stýrið Kogyo í Hiroshima hefur lagt sig mjög í líma við að láta beztu gerðina af bílaframleiðslu sinni, Mazda 929, ganga ennþá betur í augu manna og gera hana meira aðlaðandi á allan hátt. Á fimm árum hafa þrisvar sinnum verið gerðar útlitsbreytingar á þess- ari rúmgóðu fólksbifreið frá Austurlöndum fjær. Með algjörlega nýjum Mazda 929 vonast Japanir núna fast- lega eftir betri viðtökum hjá evrópskum kaupendum. í ytra útliti Mazda 929 er ekkert, sem minnir lengur á útflúr og þung; lamalegar línur fyrri gerða. í stað barok-línunnar, sem meira var sniðin að smekk banda- rískra kaupenda, eru það nú mjúkir, einfaldir drættir og lát- leysi í formi línunnar, sem ein- kennir nýju Mazda-gerðina. Til að sjá er 929 orðin einkar evr- ópsk útlits með stórum glerflöt- um, lægra settum miðjulista og ofurlítið uppsveigðu skotti. Nýja Mazda-gerðin er því ekki aðeins orðin mun nýtízkulegri útlits en fyrri útgáfurnar, heldur hefur hún einnig miklu minni loft- mótstöðu í akstri. Við mælingar tæknimanna Toyo Kogyo reynd- ist hún hafa vindstuðulinn 0,39, sem verður að teljast mjög hag- stæð útkoma. Nýja gerðin af Mazda 929 er tíu millimetrum lengri og tíu millimetrum hærri en fyrri gerðir. Pjarlægðin milli hjól- anna og breidd yfirvagnsins er aftur á móti svo til óbreytt. Rýmið svarar alveg til þess, sem er í öðrum sambærilegum teg- undum í flokki meðalstórra bif- reiða: Þar er nægilegt rými fyrir 5 manna fjölskyldu. Það er sömuleiðis nægilegt pláss fyrir farangurinn, því far- angursgeymslan er 379 lítrar. Framsætin, klædd góðu áklæði, reynast lika einkar þægileg’; þegar bíllinn tekur krappar beygjur, kemur m.a. í ljós, að sætin hafa rétta lögun og veita stuðning. Þá ber að nefna enn einn kostinn: Öku- maðurinn getur stillt sæti sitt á alls 8 mismunandi vegu. Þar sem stýrið sjálft er stillanlegt í öllum Mazda 929-bílum, getur ökumaðurinn fundið þægi- — en að vísu ekki fyrr en eftir allmargar tilraunastillingar. Vélin er svo til alveg óbreytt frá fyrri gerðum Mazda 929, að örfáum minniháttar breyting- um þó undanskildum, og einnig að því er varðar þyngd vélarinn- ar sjálfrar, en hún er núna orðin tíu kílóum léttari en áður. Tveggja lítra — fjögurra strokka vélin í Mazda 929, sem einnig er að finna í Mazda 626 coupé, er mjög nýtízkulega hönnuð, en í reynd er þessi vél, sem nær 90 hestafla hámarks- afköstum við 5000/mín þó ekki beinlínis bezta útgáfan af bílvél. Hún virkar tiltölulega dræm og heldur treg í snúningi; þegar hún hefur náð hámarkssnún- ingshraða verður hún svo há- vær, að ökumaðurinn kýs heldur að halda henni á lægri snún- ingshraða til lengdar. Gang- setning og sjálfur gangur vélar- innar í köldu veðri uppfyllir heldur ekki strangar kröfur. Þegar mjög kalt er í veðri, krefst gangsetning vélarinnar bæði alllangs tíma og nákvæmr- ar stillingar á innsoginu. Sparneytni er heldur ekki sterkasta hlið vélarinnar í Mazda 929, því á mesta hraða notar hún 12,8 lítra á 100 km. Með tilliti til ökuhæfninnar, sem ekki getur talizt neitt sér- stök (viðbragð í 100 km/klst er nákvæmlega 14,1 sekúnda, en hámarkshraðinn verður 162,2 km/klst), er benzínnotkunin al- veg greinilega of mikil. Ástæðan fyrir því, að Mazda 929 skortir nokkuð skerpu eru þau hlutföll sem Japanirnir hafa á gírunum. Þetta hefur í för með sér, að í hraðakstri neyðist ökumaður Mazda 929 oft á tíðum að skipta upp í þriðja gír til þess að komast greitt áfram. Gírskiptingar eru hins- vegar liprari. Gírstöngin gengur auðveldlega og nákvæmlega í rásina, nema í 5. gír. Japönsku bílasmiðirnir hafa lagt mjög mikið upp úr breyt- ingum á undirvagninum. Fyrir- komulagi hjólafestinga og fyrir- komulagi á festingum kúlunnar hefur verið breytt og auk þess eiga diskahemlar á afturhjólum að sjá um betri og jafnari heml- Nýtt útlít, sem einkennist af einfðldum Ifnum: Snotur bíll. Kflformið enn einu sinni: Skottið sveigist upp, er þykkara en áður og farangursrými því meira. Afskaplega japanskt mælaborö, en engu að siöur vel hannað. Mazda 929 er það stór, að rými er sæmilega gott, bæði að framan og aftan. Mazda - 929 Útbúnaður • styrkt framrúða • litskyggning á rúöum • halogen-framljós • útispeglar, hægra og vinstra megin, stillan- legir að innan • hægt aö stilla hæö stýr- isins • miðstýrð læsing á dyrum • check-control • mælir f. aksturslengd • klukka • aðvörunarbjalla, sem hringir, þegar bílnum hefur verið lagt en gleymzt að slökkva öku- Ijósin. • hitun á afturrúðu • ökuijós fyrir akstur aftur á bak • þokubakljós • farangursrými og loku yfir bensínstút er hægt að opna aö innan Kostir • einföld yfirbygging og nóg rými • mikið af búnaði fylgir í kaupunum • hagstætt verð Ókostir • getur verið vara- samur í beygjum • heldur ónákvæmur í stýri • fjöðrun ekki sérlega þýð • hemlun of rykkjótt • er frekur á benzíniö un. En þrátt fyrir ýmsar meiri- háttar breytingar á undirvagn- inum, er raunar heldur lítið jákvætt um þær að segja. Það má í því sambandi nefna, að frammistaða Mazda 929 í svig- akstri er eiginlega helzt til þess fallin að skjóta ökumanni skelk í bringu. Bíllinn hefur nefnilega ríka tilhneygingu til að rása út undan sér í beygjum, og alveg sérstaklega, þegar hann er hlað- inn. Sá sem grípur til þess ráðs að sleppa benzininu í beygjum, verður um leið að snúa stýrinu af festu til þess að ná valdi á aftari hluta bílsins, sem vill skrika út, miðað við aksturs- stefnuna. Ekki er heldur hægt að hrósa því, að Mazda 929 sé sérlega þýður bíll í akstri, því hann virðist skorta nokkuð á fullt samræmi milli fjöðrunar og höggdeyfa. Bíllinn stendur fremur vel af sér hristinginn af lengri og ávalari ójöfnum á veg- inum, en á þvottabrettum kemst hristingurinn og aksturinn næstum alveg órofinn í gegn. Þýzka bílablaðið Auto Motor und Sport endar þessa gagnrýni á Mazda 929 með því að undir- strika, að þrátt fyrir allt sé verðið einkar hagstætt, þegar haft sé í huga, hversu ríkulega bíllinn er búinn. Og þá er rétt að bæta því við til upplýsingar fyrir íslenzka lesendur, að verð- ið hefur einnig verið mjög hag- stætt hér, miðað við aðra bíla sambærilega. Fyrir gengisfell- inguna var lægsta verð 150 þús- und, en eins og fram kemur í greininni er um margskonar aukabúnað að ræða og var hann með sjálfskiptingunni einni saman á 161 þúsund en með öll- um þeim aukabúnaði, sem völ er á, kostaði Mazda 929 192 þús- und.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.