Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1983, Blaðsíða 4
Michael Dal Raunsæ þjóðfélags- rýni — skáldlegt innsæi Bráðlega verður á fjölunum í Iðnó nýjasta leikrit sœnska rithöfundarins Per Olov En- quists, sem heitir í þýðingunni „Úr lífi ánamaðkanna“. í tilefni þess segir hér frá helztu verkum Enquists, en hann hefur getið sér gott orð bœði sem skáldsagna- og leikrita- höfundur Enquist fæddist áriö 1934 í Norður-Svíþjóð, nánar tiltekið í Vasterbotten. Fyrsta bók hans „Krystalöjet“ kom út árið 1961 skömmu eftir að hann lauk námi við Háskóiann í Stokkhólmi. Það verk vakti ekki sérstaka athygli. Reyndar höföu komið út eftir hann þrjár skáldsögur, nefnilega „Fárdvágen“ (1963), „Brödrene Casey“ (1964) og „Magnetisörens femta vidne“ (1964) áður en nafn hans varð þekkt á Norðurlöndum. Það var með útkomu skáldsög- unnar „Legionárerne“ árið 1968. Ari síðar hlaut hann bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir það verk. Verðlaunaveitingin byggðist á því að mati dómnefndar að þarna hefði höfundinum tekist að flétta saman á listrænan hátt raunverulega atburðarás þannig að sagan birtist í nýju ljósi án þess að staðreyndum væri hállað. Enquist gerir að söguefni ör- lög 146 flóttamanna frá baltn- esku löndunum (Eistlandi, Lettlandi og Lithauen) sem flúið höfðu til Svíþjóðar á stríðsárun- um en Svíar sendu aftur til Sov- étríkjanna 25. janúar 1946. Þessi atburður varð endahnútur á ein- hverjum átakamesta harmleik eftirstríðsáranna og ákvörðun sænskra stjórnvalda um heim- sendinguna hefur verið talinn „svartur blettur" í sænskri stjórnmálasögu. I „Legionárerne" reynir En- quist að kryfja til mergjar sann- leikann að baki munnmælasög- um sem spunnust út frá þessum atburðum. En það sem einkenn- ir tök Enquist á efninu er hversu nákvæmlega hann þræð- ir staðreyndir í málinu. I bók- inni birtast feiknin öll af skráð- um heimildum, bréfum sem ráðamenn hafa skrifað í einka- bréfum sín á milli og upplýsing- um úr opinberum gögnum er raðað andspænis ummælum flóttafólksins sjálfs og afstöðu þess. Úr þessum myndbrotum skapar Enquist sína eigin túlk- un á atburðarásinni, og beinir augum manna að þeim stjórn- málalega vanda sem stöðugt kemur upp á yfirborðið þegar einstaklingur stendur gagnvart því að þurfa að verja lýðræðis- leg réttindi sín gegn valdhöfum. „Legionárerna“ er heimilda- skáldsaga sem lýsir því sem í raun og sannleika gerðist en þó með skáldsögulegu ívafi. Hann rekur ekki aðeins atburðina eins og fréttamaður en túlkar einnig staðreyndir á sína vísu. Enquist velur gögnin sem tiltæk eru. Hann kynnir þau á sinn máta og lýsir atburðum. Sagan birtist okkur úr hans hendi og fyrir skáldlegt innsæi hans án þess að lögmál hins sanna séu brotin. Enquist gerir sér vel Ijósa þessa tvískiptingu höfundarins, nefnilega hlutverk skoðandans og skáldsins og notar hana til að varpa ljósi á andhverfu sögu- sagnanna um það hvernig stjórnvöld réðu hörmulegum ör- lögum þessa flóttamannahóps. í öðru verki „Musikanternes udtog" sem út kom árið 1978 notar hann einnig aðferð heim- ildaskáldsögunnar. Hann byggir á skýrslum um óháð verkalýðs- félag í Vásterbotten frá árunum 1903—1910 og viðtölum sínum við gamlan mann, Nicanor, sem þar átti hlut að máli. Þar er lýst kjörum fólks í þessu norðlæga og afskekkta héraði Svíþjóðar. í byrjun aldarinnar byggðu menn þar afkomu sína á búhokri á litl- um leigubýlum og árstíma- bundnu skógarhöggi, og hugarró sína á innilegum og staðföstum guðsótta. í sveitina kemur sósíaldemó- kratískur áróðursmaður, Elmblad að nafni. Út frá sjón- armiði drengsins Nicanors og fjölskyldu hans kynnast lesend- ur því, hvernig áróðursmaður- inn má þola pyntingar og mis- þyrmingar skógarhöggsmanna, sem eru gersamlega andvígir boðskap hans. Nokkrum árum síðar verður Nicanor vitni að því hvernig móðurbróðir hans er bókstaf- lega limlestur af sömu verka- mönnum vegna þess að hann hefur ratað í það ólán að njósna fyrir vinnuveitendann. Nicanor grípur til þess ráðs að skrifa Elmblad og biðja hann að koma aftur. Áróðursmaðurinn verður við bóninni þótt með hálfum hug sé, því í raun er hann heig- ull. Hann fer ásamt Nicanor, sem þá er 14 ára, inn í skógana til að ljúka erindi sínu við skóg- arhöggsmennina. Þeim fundi lýkur með því að Elmblad fær enn ráðningu og drengurinn Nicanor er limlestur. Þannig verður ofbeldi, ofstæki örþrifaráð heimamanna til þess að fá að viðhalda því lífs- mynstri og hugmyndakerfi sem þeir telja sitt haldreipi. Þraut- seigja þessa fólks er allt í senn aðdáunarverð og ógnvekjandi en skotur á heildaryfirsýn alger. í lok bókarinnar verður því þó hughvarf, en ekki fyrr en ráðist hefur verið að viðkvæmasta eðl- isþætti þess — ærunni. Auð- mjúkir, sannkristnir verka- mennirnir sem umbera aumlegt mannlíf fyrir væntanlega himn- eska sælu, rísa þá upp gegn verksmiðjustjórninni sem löng- um hefur kúgað þá. En þá hafa hörmulegir atburðir og niður- læging orðið þess valdandi að fjölskyldur hafa flust burt og sumir jafnvel framið sjálfs- morð. „Musikanternes Udtog" er harmsaga fjölda manna og kvenna sem verða fórnardýr oftrúar á þjóðfélagsskipan sem er tímaskekkja. í raun er mannlíf í þessu samfélagi von- laust. Flestir ákveða að umbera vonleysið, aðrir velja flótta eða grípa til þess ráðs sem ekki verður endurskoðað — að svifta sig lífi. Bókarheitið felur í sér þetta vonleysi. Það er fengið úr gömlu þýsku ævintýri um van- rækt og illa á sig komin dýr, sem ákveða að halda til Bremen og gerast hljóðfæraleikarar. Það er þeirra úrslitakostur því „allt er betra en dauðinn" er þeirra einkunnarorð. „Musikanternes udtog“ var þörf endurnýjun í flokki heim- ildabókanna sem sáu dagsins ljós á áttunda áratugnum. Það sem skilur á milli Enquists og annarra rithöfunda sem fást við slíka skáldsögugerð er það, að hann byggir sögutúlkun sína og afstöðu til þjóðfélagsins á per- sónulegri innlifun, jafnt hvað varðar frásögn af atburðum og persónusköpun þeirra sem við sögu koma. „Við verðum að fylla í götin," segir hann sjálfur, „því þar er fólgin hin eiginlega saga.“ Það gerir Enquist. Hann fyllir í götin í hinum rituðu heimildum, víkkar frásagnarsviðið og túlkar á sinn máta. Hann lýsir á sann- færandi hátt mótsagnakenndri afstöðu manna hverra til ann- arra, hinum ytri aðstæðum, verksmiðjunum í nútímastíl, hraðbrautum um sveitir lands- ins og ísilögðum Bottneska fló- anum á fyrri öldum, prömmun- um, skóginum í litskrúði hausts- ins, nauðgunum, óþrifalegum útikömrum og svo mætti lengi telia. I bókinni er aragrúi frásögu- þátta í dæmisögustíl sem ýmist höfða til siðgæðis, eru klúrir eða blátt áfram skoplegir. Sögu- þráðurinn er margslunginn. At- burðir rekjast ekki í réttri tíma- röð en eru látnir í heild lúta líf- rænu lögmáli mannshugans. Að því leyti á „Musikanternes udtog“ skylt við suðuramerískar bókmenntir eins og þær birtast í verkum Manuel Scorza og Gabriel Garcia Marques þar sem innsæið er látið ráða á kostnað rökfastrar hugsunar. í „Legionárerne" og „Musik- anternes udtog“ eru heimildirn- ar kveikjan. Þær notar Enquist til að sýna fram á hvernig stjórnarfar og atvinnuskilyrði í þjóðfélaginu eru ráðandi þáttur í lífi einstaklingsins og fjöl- skyldunnar og reyndar líka öfugt. Hann gerir sér far um að sýna þetta samhengi og um leið að ómögulegt er að skilja ein- staka þætti stundur eða einstök viðbrögð án þess að horfa á þessa heild. Að hluta fjallar hann um sama grunnþema í þremur öðr- um verkum sem út komu frá hans hendi á áttunda áratugn- um: „Sekundanten" (1971), „Katedralen í Múnchen" (1972) og „Det kvalte opörs tid“ (1974). Þessar bækur flokkast allar undir þjóðfélágslega heimilda- skáldsögugerð þar sem lýst er ákveðnu sögulegu vandamáli. Með leikritinu „Tribadernas nat“ (Nótt ástmeyjanna) sem út kom 1975 fer Per Olov Enquist inn á nýjar brautir á rithöf- undaferli sínum. Þar velur hann leikritsformið og viðfangsefnið er sálræns eðlis. Leikritið var á fjölum Þjóðleikhússins hér fyrir nokkrum árum og er hluti af þríleik. Hin tvö leikritin eru „Till Fedra" og „Frán regnorm- arnas liv“ (Ur lífi ánamaðk- anna). í þríleiknum eru dregnar upp myndir af fjölskyldulífi og fjallað um ástina af listilegu innsæi, hversu vonlaust fyrir- brigði hún er en þó öllum ómiss- andi. í Nótt ástmeyjanna hittum við fyrir August Strindberg og konu hans Siri von Essen Strindberg kvöld nokkurt í Dagmarleikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Það er árið 1889 og verið er að æfa nýtt leikrit eftir Strindberg, sem heitir því kaldhæðnislega nafni „Sá sterkasti". Siri von Essen á að fara með aðalhlutverkið og við fáum að vita að hjónin standa í skilnaði. Enquist byggir upp magnaðan þríhyrning og lýsir eyðileggjandi mætti ástarinnar og óútkljáðum tilfinningum þeirra hjóna. Hann kann einnig þá list að skapa spennu í verkinu. Sérhvert smáatriði leiðir í átt að eyðileggingu, þar til að lokum það kemur í ljós að frumsýningin næsta dag varð gersamlega misheppnuð. „Sá sterkasti" var aðeins sýnt einu sinni. Strindberg hélt eftir þetta til Svíþjóðar og skilnaðurinn varð að veruleika. í flestum verkum sínum flett- ir Strindberg miskunnarlaust ofan af forsendum hinnar borg- aralegu fjölskyldu og lýsir því hvernig persónur brotna og verða að engu. En Strindberg var flókin manngerð. Enda þótt hann vildi fjölskyldu-mynstrið feigt, mat hann það þó öllu ofar. Enquist gerir þessa ást/hatur afstöðu Strindbergs að við- fangsefni í Nótt ástmeyjanna og dregur fram hvernig Strindberg verður gripinn „ógnarskelfingu gagnvart því tómi sem verður eftir syndaflóðið," eins og En- quist segir. í Nótt ástmeyjanna gerir Enquist tilraun til að skilgreina mótsagnakennda persónu. Með því að nota frægt fólk í aðal- hlutverkin verður leikritið áhrifameira. Mönnum er í sjálfsvald sett að upplifa það sem fortíð bundna hugsunar- hætti fólks um aldamótin eða menn geta leitað mótsagnarinn- ar í eigin brjósti. Því hver mun ekki kannst við fyrirbærið ást/hatur gagnvart sínum nán- ustu? Líklega fæstir. Þessi sam- mannlegi breyskleiki er túlkað- ur í einni persónu og áhorfendur geta hitt sjálfa sig fyrir í sálar- flækjum sögupersónanna. í leikritinu „Frán regnorm- arnas liv“ (Úr lífi ánamaðk- anna“) velur Enquist einnig frægar sögupersónur í aðalhlut- verkin. Það hefst með því að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.