Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Page 9
mr~íTT7!Tr |»fff ÍfflKI íl Cf f f tf III iiiiiiii'' '"TÖlKIirTT Ráöhúsið í Portland innan um venjuleg nútfma háhýsi, sem enga athygli vekja. Húsiö er bara kassi og bara klætt steinsteypu, keramikflísum og gleri — en það er eins og fyrri daginn, aö öllu máli skiptir hvernig þetta er gert. beinlínis hættulegt, ef aðrir arkitektar fetuðu í fótspor Graves. Sjálfur er Michael Graves ekki nándar nærri eins litríkur og húsin sem hann teiknar — en það er einmitt teikning, sem er ástríða hans. Hann er afburða teiknari; teiknar allt mögulegt og byrjaði kornungur að kúra yfir teikningum til þess að þurfa ekki að æfa sig á fiðlu, sem hon- um leiddist. Arkitektúr nam hann svo í fyllingu tímans við Princeton-háskóla og við Har- vard. Honum var beint inná hefðbundnar brautir og það varð sem einhverskonar endur- fæðing fyrir Graves að komast á vegum skólans til Rómar, þar sem hann dvaldist í tvö ár. Einkum vár það ítalski endur- reisnar-arkitektúrinn, sem djúptæk áhrif hafði á hann og nú fór Graves að hugsa um byggingar sem umhverfi og um- gjörð fyrir lifandi fólk. Hann starfaði um stutt skeið eftir það í New York, en háskólalífið átti meiri ítök í honum og því tók hann boði um að kenna við Princeton. Graves er tvíkvæntur og tvískilinn, en býr nú með þeirri þriðju í furðulegu húsi við Princeton-háskólann, sem var áður vörugeymsla og hann gerði upp. Það er svona blanda af am- erísku iðnaðarhúsi og bóndabæ úr Toscana-héraði á Italíu, hef- ur einhver glöggur gestur sagt. Þar má sjá þessa mjúku jarðliti, sem orðið hafa einskonar vöru- merki Graves og eiga rót sína að rekja til áhrifa frá litanotkun endurreisnarmanna á Ítalíu. Þessi litaáherzla hófst uppúr 1970 og jafnframt henni fór Graves að leita eftir klassískum byggingarformum. Segja má, að stundum vinni hann samkvæmt aðferð samklippunnar í mynd- list; kúnstin er fólgin í að raða vel saman því sem klippt er út hér og þar. í New York Times Magazine var því haldið fram, að Graves sé ekki umfram allt sá arkitekt, sem leitast við að skapa rými; það myndræna sé honum ofar í huga. Að því leyti er hann skyldur þeim arkitekt- um hér fyrr meir, sem litu á útlit húss sem aðalatriði og byrjuðu ævinlega á að teikna ytra útlitið. Mér skilst að Guð- jón heitinn Samúelsson hafi heyrt til þeim skóla, og að það sjónarmið hafi verið alls ráð- andi, þegar hann var við nám. Með fúnksjónalismanum átti það síðan eftir að breytast. Or því verður ekki skorið í bráð, hvort Portlandshúsið markar tímamót, svo sem það hefur gert persónulega fyrir Michael Graves. Þrátt fyrir af- skaplega einfalt ytra form, er augljóslega eitthvað nýtt á ferð- inni þar og Graves er einn ör- fárra nútíma arkitekta, sem tekst að teikna hús, sem ekki minnir sérstaklega á neitt ann- að. Það út af fyrir sig vitnar um frumleika og sköpunarmátt. ^á er og nefnt til dæmis um hæfileika Graves, að tilraunir minni spámanna til að stæla hann hafi til þessa viljað mis- takast. Oísli SigurÖsson List- ránið mikla frá Afríku British Museum og fleiri söfn í Bret- landi og fleiri Evr- ópulöndum hafa yfir sér virðuleika- blæ og státa af dýrgripum frá frumstœðum þjóð- um. Hitt er svo annað mál, að þessum gripum hefur oft hreinlega verið rænt Að heimta „handritin heim“ virðist öllu erfíðara þegar Bretar eru annars vegar en Danir. Að minnsta kosti hafa Bretar ekki Ijáð máls á að sb’la þjóðlegum listaverkum, sem þeir rændu í Afríku og hafa komið fyrir í British Museum og fleiri söfnum. Þar á meðal er þessi stytta, sem telst dæmigerð afríkulist og hafði trúarlegt gildi fyrir jórúba-ættflokkinn. Það er Nígería sem gengur harðast þjóða fram í því að endurheimta þá listafjársjóði sem safnað var úr þriðja heiminum, en hafa nú dreifst um víða veröld í söfn og einkaeign. Oft var um hreint rán að ræða, sem ekki verður sett í samband við áhuga á sögu og þjóðfræðum. Evrópumenn höfðu burt með sér allt sem þeir komust yfir. Meira en helmingur menningararfsins í mynd listaverka og smíðisgripa er nú utan Afríku. En hvar er afrísku listafjársjóðina að finna? Með vissu ekki í Afríku. — Úrval þeirra er í British Museum, í Louvre í París, í Kongosafninu í Briissel, eða þá í ýmsum þjóðminjasöfnum öðrum og einkasöfnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Afríkuríkin eru sem óðast að hefja baráttu fyrir sínum eigin arfi. Þegar árið 1970 kom fram tillaga í Unesco þess efnis, að sögulegum og menningarlegum verðmætum yrði skilað til síns heima. En þar skiptust skoðan- ir. Gömlu evrópsku nýlendu- veldin voru annars vegar og hins vegar hin ungu sjálfstæðu ríki í þriðja heiminum. Aðeins tvö ríki Vesturlanda, Kanada og ít- alía, fylgdu Afríkumönnum að málum. Önnur þögðu þunnu hljóði. Hvers vegna? Dr. Ekpo Eyo, yfirþjóðminja- vörður í Nígeríu og skipuleggj- andi farandsýningar á nígersk- um listmunum, sem stóð yfir fyrir skömmu í Royal Academy of Arts í Lundúnum, var beiskur í blaðaviðtölum eftir sýninguna: „Nígería hefur glatað meira en helmingi af þjóðlegum menn- ingararfi sínum eftir að fram- andi trúarbrögð bárust til landsins og valdræningjar brut- ust þar inn,“ segir hann. Tíu gripir af níutíu þúsund Hvað er það þá sem Nígeríu- menn gera kröfu til? Vikuritið Afríka svarar því: Það eru níu- tíu þúsund gripir frá Nígeríu í í British Museum. Hingað til hef- ur landið aðeins fengið tíu af þeim til baka. Beiðni um lán á þeim hefur verið harðneitað. Þannig fór til dæmis um fíla- beinsgrímuna frá Benin, sem Bretar neituðu að lána til stór- sýningar (Festac) er þá var merkasti menningarviðburður- inn í allri Afríku á árinu 1977. Það eru einkum munirnir frá Benin, sem vakið hafa eftirsjá og sára gremju í brjóstum Afr- íkumanna. Benin er nígersk borg, röska 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.