Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Side 12
Langir eru dagarnir Frh. af bls. 3. raka. Það var hrein vanvirða fyrir þau öll að henni skyldi ekki sýndur meiri sómi. Sjálf- ur hafði hann ekki treyst sér til að slá hana eins og hann gerði meðan hann og gamla konan átti hér húsum að ráða. Hugsaði sem svo að ungu hjónin teldu það óþarfa íhlut- un um þeirra heimilishagi. Nú fannst honum að við svo búið mætti ekki standa. Hann yrði að gera eitthvað þrátt fyrir veilu sína til að rétta hlut þessa heimilis í augum hinna húsanna í kauptúninu og þeirra sem fóru þar um götur. Gamli maðurinn átti orf og ljá í kjallaranum. Konan hafði bannað honum að handfjalla þá hluti eftir að hann kenndi þessa lítilleika fyrir hjarta. Nú var best að boð og bönn færu lönd og leið og reyna til hvers hann dygði. Hann klæddi sig í þunna peysu og rölti hægt niður kjallara- tröppurnar, fann orfið, ljáinn og brýnið og bar það út á lóð- ina. Blessaður sunnanandvar- inn lék mildilega um tekna vanga hans. Þetta fríska loft gerði honum léttara fyrir brjósti og fyllti hjarta hans fögnuði og sigurgleði að vera nú að hefja hér störf á ný. Kannski kæmist hann í tölu vinnandi fólks. Æfðum hönd- um sló hann ljáinn í orfið og brýndi vandlega og byrjaði að slá. Konan með garðsláttuvélina horfði furðu lostin á aðfarirn- ar. Ég held honum segi fyrir, hugsaði hún. Hvað var þessi gamli maður, veill og hrumur að vilja með orf og ljá út á blett eftir margra ára aðgerð- arleysi og innisetur. Það kynni varla góðri lukku að stýra að finna upp á slikum glanna- skap eins og heilsan stóð, hvað sem ræki á eftir. Ég fer með garðsláttuvélina yfir til hans á eftir og slæ fyrir hann lóð- ina, það er góðverk eins og á stendur. Ég hefði átt að gera það fyrir löngu. Auðvitað leið- ist honum, gamla manninum að sjá blettinn í sinu. Ég skil hann vel, hugsaði hún. Hún átti fáa hringi eftir og lauk þeim á nokkrum mínútum. Þá leit hún yfir til gamla mannsins. En hvað var þar að ske. Eitthvað hafði komið fyrir. Hann var lagstur á blettinn. Hann lá á grúfu með orfið liggjandi á ská fyrir framan sig og ljáinn vísandi upp. Þannig lagði enginn frá sér orf væri honum sjálfrátt og gamli maðurinn sist af öll- um. Eitthvað óvænt og voveif- Iegt hlaut að hafa hent á með- an hún lauk við blettinn. Nú varð að hafa hraðan á. Hún klofaði yfir grindverkið, sem skildi í sundur lóðirnar og kraup niður við hlið hins fallna. Hún nefndi nafn hans 12 en fékk ekkert svar. Hún hlustaði eftir andardrætti mannsins án þess að gera sér ljóst, hvort hann var lífs eða liðinn. Þá reis konan á fætur og hljóp til baka, heim í sím- ann. Hún náði fyrst í lækni og síðan í hjónin þar sem þau voru að vinna og bað þau að koma strax. Hvarf síðan aftur út til gamla mannsins. Þau bar að á sama andartaki og lækninn. — Hvað er að þessum manni? spurði læknirinn og snéri honum á bakið. Hann bjóst víst ekki við svari en hneppti frá sjúklingn- um að ofan, hlustaði hann og handfjallaði eitthvað frekar. Byrjaði síðan á hjartahnoði. Hjónin og grannkonan biðu milli vonar og ótta, hvort líf færðist aftur í þennan hreyf- ingarlausa líkama. Var gamli maðurinn horfinn þeim að ei- lífu eða í yfirliði, sem hann raknaði senn úr. Það varð ekk- ert lesið af svip læknisins. — Er hann dáinn, spurði sonurinn loks með beygðu höfði. Læknirinn svaraði ekki. Þögn. — Ég hefði þurft að ná af honum tali, hélt sonurinn áfram. Nágrannakonan leit spyrj- andi á manninn. Hvað var svona brátt? hugsaði hún með andúð í svipnum. —Hann ætlaði að gefa okkur eftir sig húsið og pen- ingana en kom því aldrei í verk. Og nú tapar maður elli- styrknum. — Vonandi er þetta ekki al- varlegt, sagði grannkonan. — Ég var að hugsa um erfðafjárskattinn, sagði son- urinn fúll. — Já. Það er ekki til verri blóðsuga en ríkið, sagði kona hans esp. Læknirinn reis á fætur. — Hringið á sjúkrabíl, sagði hann snöggt. — Ég skal fara, sagði ná- grannakonan, fegin að komast burtu. — Ætlarðu ekki að reyna meira, spurði sonurinn. — Nei. — Hann hlýtur að eiga rétt til að lifa eins og við. — Hann á líka rétt á að deyja, svaraði læknirinn að bragði. Sjúkrabíllinn kom eftir litla stund. Karfan var tekin út. Þau hjálpuðust að við að búa þar um hann og koma henni aftur upp í bílinn. — Hvert ætlarðu með hann, spurði sonurinn. — í líkhúsið, svaraði lækn- irinn. Enn varð annarleg þögn, uns konan spurði og leit um leið til læknisins. — Er ekki gott fyrir gamla og slitna menn að fara svona fljótt? — Ég veit það ekki, svaraði hann. Ég hef aldrei dáið. Síðan var ekið á brott með gamla manninn en amboðið lá eftir í grasinu, og ljárinn vís- aði uppi. BÍLAR ' ÁRGERÐ . Meðal þess sem um er aö velja frá Japan og Evrópu: Efst: Mazda 929, 4 dyra, rúmgóöur fjölskyldubfll og ódýr miðað við búnað. Vel teiknaður bfll og með sinn eigin svip. Næst- efst: Sá nýi Citroen BX 16 TRX, sem ekki er enn farið að selja hér, en kemur bráðlega. ítölsk hönnun, en tæknileg ágæti frá Citroen. Næst- neðst: Opel Rekord frá General Motors-útibúinu í Þýzkalandi, vand- aður fjölskyldubfll og hefur tekið á sig svip af vönduðum, þýzkum bfl- um. Neðst: Nissan Leopard TR-X, ein af stærri gerðunum frá Japan og dæmi um þá áherzlu, sem Japanir leggja nú á stærri bfla en áður. Betri bílar og Svíþjóð Sænska bílaiðnaðinum hefur tekizt með ágætum sú list að koma með nýja bílgerð á mark- aðinn og dunda sér svo við sí- felldar endurbætur á sömu gerð- inni, fullkomna hana ár eftir ár og gefa henni smátt og smátt nýtízkulegra yfirbragð í takt við kröfur tímans. En þetta tekur sænsku bílaframleiðendurna þvílíkan óratíma, að það fer nánast hrollur um aðra fram- leiðendur í heiminum við til- hugsunina um þennan sænska seinagang. En þetta tekst Sví- um, án þess að nokkuð dragi úr sölu bifreiða þeirra. Þetta á jafnt við um dýrari og vandaðri gerðirnar af Volvo og Saab. Volvo 200-gerðirnar, sem upp- haflega komu á markaðinn 1967 og 1968, hafa verið á markaðn- um æ síðan. Saab-bílarnir eiga sér einnig álíka langa sögu að baki. Það var svo í fyrra sem hin nýja sænska glæsibifreið, Volvo 760, leit loksins dagsins ljós á stærstu bifreiðamörkuðum heims. Við fyrstu sýn gæti manni auðveldlega virzt, að þessi bíll kæmi beint frá Detroit í Bandaríkjunum: langt húdd og snubbóttur en hár afturendi. Volvo 760 er í raun og veru nauðalíkur meðalstórum amer- ískum fólksbíl í ytra útliti eins og þeir voru hannaðir fyrir tveimur til þremur árum. Þótt þetta útlit Volvo-bílanna kunni að koma Evrópubúum dálítið undarlega fyrir sjónir, þá eiga þessar línur að þjóna ákveðnum tilgangi: Bandaríski bílamark- aðurinn er nefnilega langsam- lega arðvænlegastur fyrir Volvo-verksmiðjurnar. Volvo 760-gerðin, sem er miklu öflugri og hraðskreiðari en 200-gerðin, er knúin 2,85 lítra mótor, en það er sama „co-op“- vélin og notuð er í Renault og Peugeot. 760-gerðin frá Volvo er svo gjörólík hinni kubbslegu 200-gerð, að sumir bílfróðir menn álíta þennan nýja Volvo skæðan keppinaut rennilegustu sportbíla annarra framleiðenda. Saab-framleiðslan er öll smá í sniðum; jafnvel á hinum fremur þrönga markaði fyrir dýrari bíla af vönduðustu gerðum er hlut- deild Saab-bílanna heldur lítil. Fyrirtækið framleiðir ekki nema um 80.000 bíla árlega, og hefur alveg eins og Volvo-verk- smiðjurnar lagt höfuðáherzlu á jafna en hægfara tækniþróun í smiði og ætíð haldið sig við fáar gerðir í framleiðslu sinni. Hinn 2-lítra Saab 99 og Saab 900 (sem er bara lengd útgáfa af 99) hafa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.