Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Page 8
Haraldur Helgason arkitekt — Saga byggingarlistar I Rúmlega 230 milljón ára gamlar sandsteinsmyndanir f Ástralíu. Vefarar eru samfélagsverur og byggja sér sambýlishreiður. Það má til sanns vegar færa, að byggingar hafi verið á jörð- unni áður en líf kviknaði á henni, því að frumkraftar mót- uðu landið upphaflega á grófan hátt, sem síðar tók á sig ný form, þegar vindar og vatn surfu það til. Þess vegna hefur því margoft verið haldið fram, að Drottinn, skapari vor, væri mest- ur arkitekt allra tíma. Með byggingu er þó yfirleitt átt við afleiðingu verknaðar einhverrar lifandi veru, framinn í þeim til- gangi að aðlaga umhverfið betur að þörfum hennar. Fuilvíst má telja, að elztu tegundir manna hafi leitað vars í skjóli náttúr- unnar fyrir veðri og rándýrum, sem þeim stóð hætta af. Löngu áður en maðurinn komst á það þroskastig að hann gat farið að reisa sér eigin byggingar, voru á jörðinni margir ágætir byggjend- ur, sem stóðu manninum marg- falt framar á því sviði. Allar helztu dýrategundir, sem lifa á jörðinni í dag, voru komnar fram mörg hundruð öldum á undan manninum, sumar mörg- um milljónum ára á undan hon- um. Örfáar tegundir hafa reynd- ar horfið af sjónarsviðinu eftir að jökultíminn hófst fyrir líkiega þremur milljónum ára, og enn færri hafa bætzt við. Dýr eru mis- góðir byggjendur Nútíma maður getur notfært sér hugsun og rökvísi til að reisa sér byggingar, sem mæta kröf- um hans. Við upphaf byggingar- framkvæmda útbýr arkitektinn verkáætlun og leitast við að finna beztu lausnina, sem full- nægir kröfum notanda bygging- arinnar. Önnur vanþróaðri dýr þurfa ekki á slíku að halda. Þau ráða að vísu yfir sáralitlum vitsmunum, en sum þeirra reisa sér afar flóknar byggingar, sem svara kröfum þeirra aðdáanlega vel. Byggingarstarfsemi þeirra er hins vegar eingöngu stjórnað af eðlishvötum þeirra en ekki meðvitaðri hugsun, og er þess vegna ekki hægt að telja byggingarafrek þeirra til snilld- arverka listamanna. Dýrin eru ákaflega misgóðir byggjendur og mörg þeirra bera hreinlega ekki við að byggja neitt, jafnvel ekki síður þau, sem lengra eru komin áleiðis á þróunarbraut- inni. Þau, sem byggja, nota til þess margvísleg efni, sem bæði eru innaná og utan við líkama þeirra, og þau beita mjög ólíkum aðferðum við gerð bygginga sinna. Sum þeirra beita sambærilegri tækni og við þekkjum hjá mönnum, þau stunda múrverk, vefnað, fléttun og gröft og nota til þess ýmsa líkamshluta, en einkum þó munn, tennur, nef og fætur. Það er næstum óþekkt að dýr noti utanaðkomandi áhöld við bygg- ingarframkvæmdir sínar. Bygg- ingarstarfsemi langflestra dýra miðar að því að skapa þeim og fjölskyldum þeirra skýli, eink- um þó ungum, ósjálfbjarga af- kvæmum þeirra. En ekki eru all- ar byggingaframkvæmdir dýra einskorðaðar við híbýli, heldur útbúa ýmis veiðidýr gildrur til að fanga bráð sína í. Algengasta aðferð dýra er að grafa holur inn í náttúruleg efni, eða þá að aðlaga holur, sem víða finnast í náttúrunni, að þörfum sínum með ýmiskonar úrbótum. Menn bjuggu líka í hellum áður en þeir fóru að reisa sér sérstakar byggingar, en þannig byggingar höfðu þá ýmis dýr reist í langan tíma, og er alls ekki útilokað, að maðurinn — með einhvern vott af vitsmunum — hafi lært ein- hverjar byggingaraðferðir af dýrunum. Dýrin hafa hins vegar ekki breytt byggingarháttum sínum þann tíma, sem maðurinn hefur dvalið hér á jörðinni, en með því að leiða fram í dagsljós- ið helztu byggingameistara þeirra dýrategunda, er nú byggja jörðina, má benda á hugsanlegar fyrirmyndir sem forfeður mannsins höfðu fyrir augum sér, áður en hann fór að huga að híbýlagerð. I hryggdýrafylkingunni eru helztu stórafrek á byggingar- sviðinu að finna hjá nagdýrum. Hjá flestum öðrum spendýrum er lítið um byggingar. Yfirleitt er um mjög náin tengsl móður og afkvæma að ræða hjá spen- dýrum, og eru afkvæmin undir móðurvernd allt þar til þau verða sjálfbjarga. Oftast eru þau svo burðug, að þau geta staðið á eigin fótum strax eftir fæðingu, og er því engin raun- veruleg þörf á föstum samastað. Bjarndýr og nokkrar aðrar spendýrategundir á norðlægum slóðum leggjast í vetrarhýði í klettaskúta eða holur, en gera litlar eða engar breytingar á þeim vistarverum. Ýmis önnur smáspendýr búa í klettasprung- Býflugnabú. um, hellum eða trjáholum, en einnig þau gera næstum engar breytingar á sköpunarverki náttúrunnar. Apar tjalda til einnar nætur Lítið er um byggingafram- kvæmdir hjá nánustu frændum okkar, öpunum. Heimkynni þeirra eru á suðlægum slóðum, þar sem veðrátta er hagstæð, og þurfa þeir því ekki að klæða af sér veður, en Ieita sér hælis í skjóli trjáa og kletta, þegar veð- ur eru óblíð. Apar búa sér til einföld náttból og tjalda flestir einungis til einnar nætur. Eng- lendingurinn Jane Goodall gerði eftirtektarverðar rannsóknir á simpönsum við Tanganyika- vatn um tíu ára skeið, eins og ýmsir íslenzkir sjónvarpsáhorf- endur muna sjálfsagt eftir. Velja simpansar sér traust- vekjandi stað í krónu hárra trjáa, uppi við stofninn eða á mótum tveggja greina. Trjá- greinarnar binda þeir saman með tágum og setja vel laufgað-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.