Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1983, Side 14
Jl
Rabelais
Kristinn
Magnússon
1
BOMBAN {
Það er
keyrt á fullu
í tilraunastofum
stórveldanna
svo tilgangurinn
helgi hvellinn
sem heyrast mun
um heimsbyggðina
ogfær
mannkynið
til að rísa uppá
afturlappir
nýrra árdaga
í sátt við
steinöxina
sem var kveikjan
að bombunni.
i
Ef heppnin er með
og mannvitsbrekkur
rísa úr
öskunni
verður framhaldsfundur
í öryggisráðinu.
FÓTSPOR
Svartklæddi
sjen tilmaðurinn
í Austurstræti
var svo
óskiljanlega
útskeifur
og afslappaður
að þeir sem vóru
stressaðir
og innskeifir
sáu ekkert
stefnumarkandi
í fótsporum hans.
En svartklædda
konan
niðrí skó
seldi
Herópið
í takt við
fótatak þeirra
sem spígsporuðu
Austurstræti.
(^argantúí
Ilin stór-hrikalegu ceviscigti
Gargantúa hins niiklci
föður Pantagrúls
forðum sett saman af meistara Alkófrýbasi
Fhnmtí hluti Þýðandi: Erlingur E. Halldórsson
Tíundi
kapítuli
Hvað litirnir hvítt og
blátt tákna.
HVÍTT táknar því gleði, hugg-
un og fögnuð, og þetta er enginn
uppspuni heldur er það stutt
traustum rétti og góðum heim-
ildum, eins og þið fáið að
sannprófa ef þið leggið hleypi-
dómana til hliðar og hlustið á
það sem ég ætla nú að útskýra.
Aristóteles segir, að ef teknir
eru tveir hlutir sem eru í eðli
sínu andstæðir, svo sem gott og
illt, dyggð og löstur, kalt og
heitt, hvítt og svart, sæla og
kvöl, gleði og sorg, og svo fram-
vegis, og þeim skipað þannig að
fyrri liður einnar gagnstæðunn-
ar sé í röklegu samhengi við
sama lið annarrar, þá leiðir af
því að síðari liður einnar gagn-
stæðunnar samsvarar sama lið
annarrar. Dæmi: dyggð og löstur
eru í eðli sínu samstæður, svo er
og gott og illt. Ef annar liður
fyrri gagnstæðunnar samsvarar
sama lið hinnar síðari, svo sem
dyggð og gott — en það er al-
kunna að dyggð er góð — þá
munu hinir liðirnir tveir — illt
og löstur — gera það líka því að
löstur er illur.
Þegar þið hafið skilið þessa
rökréttu reglu, takið þá andheit-
in gleði og sorg; og síðan, hvítt og
svart en þetta eru lífeðlislegar
andstæður; ef svart merkir sorg,
þá merkir hvítt réttilega gleði.
Ekki er þessi merking ein-
göngu byggð á mannlegum
skilningi. Hún er studd því alls-
herjar samkomulagi sem heim-
spekingar nefna jus gentium, al-
heimslög, og gildir um allar
jarðir.
Eins og ykkur er vel kunnugt
þá er það háttur allra þjóða,
hverrar tungu sem er og hvar
sem er í heiminum — ég undan-
skil íbúa Sýrakúsu hinnar fornu
og nokkra Argverja sem voru
haldnir óeðli — að ef menn vilja
sýna hryggð sína hið ytra þá
klæðast þeir svörtum búningi,
og harmur er ávallt tjáður með
svörtu. Þessi almenna siðvenja
mundi ekki gilda nema fyrir þá
sök að Náttúran leiðir að henni
rök og styður hana, sem allir
geta samstundis skilið af sjálfs-
dáðum án frekari upplýsinga frá
einum né neinum, — en þetta er
það sem við köllum Náttúrurétt.
Menn hafa því litið svo á, af
sömu náttúrlegu hvötum, að
hvítt merkti gleði, ánægju,
huggun, fögnuð og velsælu.
Fyrr á tímum auðkenndu
Þrakverjar og Kríteyingar
gleði- og happadaga með hvítum
steinum, dapra og gæfusnauða
daga með svörtum.
Er ekki nóttin hryggileg, döp-
ur og þungbúin? Hún er svört og
myrk af skorti. Gerir ekki ljósið
gervalla Náttúruna glaða? Það
er hvítara en nokkuð annað hér
í heimi. Sem sönnun þess get ég
komið með tilvitnun úr bók Lár-
usar Valla gegn Bartolusi. En
vitnisburður úr guðspjöllunum
mun fullnægja ykkur. í Matteusi
xvii segir við ummyndun vors
herra, vestimenta eius facta sunt
alba sicut lux, klæði hans urðu
hvít eins og ljós, — en með þess-
ari hvítu birtu brá hann upp
fyrir lærisveinunum ímynd og
veru hinnar eilífu sælu. Við ljós
gleðjast allir menn, og því til
staðfestingar hafið þið orð gam-
allar konu sem átti ekki annað
eftir nema eina tönn í munnin-
um, en sagði þó: Bona lux —
Blessað ljósið. Og þegar Tobit
(v. kap.) hafði misst sjónina
svaraði hann kveðju Rakelar:
Hvernig má ég gleðjast sem sé
ekki ljós himinsins? — Með
þessum sama lit vitna englarnir
um gleði allsherjar við upprisu
frelsarans (Jóhannes xx) og
himnaferð (Post. 1). Og slíkum
búningi sá heilagur Jóhannes
guðspjallamaður (Op. iv og vii)
hina trúuðu klædda í fögnuði
hinnar himnesku og blessuðu
Jerúsalem.
Lesið fornu sögurnar, jafnt
Grikkja sem Rómverja. Þið
munið komast að því að Alba-
borg (fyrsti vísir Rómar) var
valinn staður og nafn gefið
vegna hvítrar gyltu sem fannst
þar. Þið munið komast að því, að
ef manni sem hafði borið sigur-
orð af óvininum væri veitt leyfi
með dómi til að efna til
fagnaðargöngu inn í Rómaborg,
þá ók hann í vagni sem hvítir
hestar drógu; og það gerði líka
sá sem fékk hyllingu; því ekkert
tákn eða litur lýsti betur gleði
heimkomunnar en sá hvíti. Þið
munið komast að því að Peri-
RABELAIS
1494—1553
Krukkan
Jules Michelet, sem leit fyrstur
svo á að endurreisnin væri sjálf-
stæður sögulegur kafli á vegferð
mannanna, skipaði Rabelais með
Cervantes, Shakespeare, Calvin og
Luther, og öðrum uppihalds-
mönnum tímanna, en þessi skoðun
hans hvúdi meira á skáldlegu inn-
sæi en traustri þekkingu. Allt fram
á 19. öld var Rabelais að heita má
óþekkt nafn, líf hans og verk voru
hulin móðu. Goðsagan blómstraði,
og það var ekki fyrr en í byrjun 20.
aldar að hafín var skipulögð rann-
sókn undir leiðsögn Abel Lefrancs.
Árið 1903 stofnaði hann „Societé
des Études Rabelaisiennes“ og fór
að gefa út tímarit í nafni þess fé-
lags: „Revue des Études Rabelaisi-
ennes“. Með markvissum rannsókn-
um, sagnfræðilegum og málvísinda-
legum, tókst Lefranc og samstarfs-
mönnum hans (tam. Jean Platt-
ard) að draga upp furðu nákvæma
mynd af þessum brattsækna rithöf-
undi, lífí hans og starfí. Árið 1912
birtist fyrsta bindið af hinni
vísindalegu útgáfu á verkum Rab-
elais, og það sjötta og síðasta kom
út 1955. Aðdáendur bóka hans
þurftu ekki lendur að velkjast i vafa
um rithöfundinn sinn.
En hvernig skyldi þessi frækni
maður hafa litið út í eigin augum?
Fáir eru þeir rithöfundar sem skilja
ekki eftir mynd af sjálfum sér í
verkum sínum, ef grannt er skoðað.
Sá sem hefur lesið og lifað skáld-
sögur Rabelais allt frá Gargantúa
til Fjórðu bókar, er trauðla í nokkr-
um vafa Formálinn að Gargantúa
hefst á tilkomumiklu ávarpi: ,JTá-
göfugu vínsvelgir, og þið velæru-
verðu siffar!" Síðan fer Rabelais að
rifja upp kafla íSamrædum Platons,
þar sem Alkibíades líkir Sókratesi,
fursta heimspekinga, við silenus:
„En silenus varforðum tíðlít-
il krukka af sama tagi og við
sjáum nú í lyfjabúðum, máluð
utan skýtnum og skemmtilegum
fígúrum, svo sem harpíum,
satýrum, beisluðum gæsum,
hymdum hérum, söðluðum önd-
um, vængjuðum geitum, her-
tygjuðum hjörtum, og öðrum
ámóta fyrirbærum uppfundnum
ígríni til að skemmta náungan-
um (svo sem var Silenus sjálfur,
meistari hins mæta Bakkusar);
en í krukkum þessum voru
geymd fágæt lyf, svo sem bals-
am, kardimommur, moskus, sí-
vet, dýrir steinar og aðrir verð-
mætir hlutir.
Einmitt þannig krukka var
Sókrates, eftir orðum Platóns.
Hver sem hefði dæmt hann eftir
útlitinu hefði ekki gefíð lauk-
tætlu fyrir hann, svo óásjálegur
var hann og afkáralegur í vexti;
nefíð oddhvasst, augnaráðið
nautslegt og svipurinn fá-
ráðlingslegur; hann var einfald-
ur í háttum og búralegur í
klæðaburði, efnalítíll og illa
kvæntur, og ófær um hvers kon-
ar stjómarstörf; síhlæjandi og
sídrekkandi hvað sem var með
hverjum sem var, með eilíf fífla-
læti, og yfirhylmandi hina guð-
legu visku sína En ef krukkan
var opnuð máttí finna í henni
óviðjafnanleg himnesk lyf:
ofurmannlegan skilning, und-
ursamlegar dyggðir, óbilandi
hugrekki, einstaka hófsemi,
óbrigðult jafnaðargeð, fullkomið
traust, og skefjalausa fyrirlitn-
ingu á öllu því sem menn hafa í
hávegum, keppa eftir, vinna
fyrir, sækja um höf og berjast
tiL“
14