Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1983, Blaðsíða 15
MILLER Frh. af bls. 3. lengi fylgt manninum og þrátt fyrir atómsprengjuna, þá höfum við nú lifað lengsta friðarskeið aldarinnar og það hlýtur að gera mann bjartsýnan á framtíðina. Ég held það hafi einmitt verið atómsprengjan sem haldið hefur heimsfriðinn frá seinna stríði. Ég er harður á því, að ef engin hefði verið atómbomban, þá hefði orðið stríð milli Banda- ríkjanna og Sovét snemma á 5. áratugnum. Miller hugsar sig um. En þá vaknar nútímamaður- inn náttúrlega upp við voðalegt vandamál: hvað á hann að gera við siðmenningu sína, nú þegar stórstyrjaldir eru kannski úr sögunni! Ég hef ekki trú á, að það verði stórastyrjöld. Samt gæti vonleysi kommúnistaríkja heimafyrir magnast svo, að þau teldu það borga sig að fara í stríð. Én ég efast um það. Eins og málin horfa nú, eru það Suð- austur-Asía og latneska Amríka sem eru suðupottar jarðar- kringiunnar — og líka náttúr- lega Mið-Austurlönd. En ég held að Evrópa skakklappist þetta áfram eins og hún hefur gert hingað til. Á leikskáldið að vera þjóð- félagsgagnrýnandi? Já. Ef leikhúsið á að lifa, þá verður að vera þjóðfélagsádeila í leikritum. Öll bestu leikskáld eru þjóðfélagsgagnrýnendur. Það er svo allt frá grísku meist- urunum: Allir voru þeir að skrifa heimildir um þjóðfélagið, en ekki einhverjar einkasam- ræður úti í horni. Hvað finnst þér um banda- rískt leikhúslíf á 9da áratugn- um? Það er erfitt að segja nokkuð um það. í heildina er það mjög súrrealískt, finnst mér: það er fullt af leik og stíllinn er háðsk- ur — og það er skemmtilegt. Margt ungt og efnilegt fólk er að ur manna riti undir sama nafni, einn í dag, annar á morgun og svo framvegis. Blaðamannafé- lagið ætti að bannfæra þetta háttalag, sem er stéttinni til skammar. Undirritaður er lítt skóla- genginn og menntagráðulaus. Slíkir menn eiga það alltaf á hættu að hlaupa á sig og verða sér til háðungar, ef þeir gæta sín ekki í vali umræðuefna. Og þó einkum ef þeir fullyrða meir en þeir vita. I pistli einum fyrir alllöngu fór ég nokkrum orðum um þýð- ingamálfar sjónvarpsins og setti mig all hressilega í dómarasæt- ið, eins og manni hættir til að gera. Ég taldi mig vita hvernig ætti að nota sögnina að spyrja. Samkvæmt minni vestfirsku málvenju átti boðháttur hennar að vera „spurðu", en ekki „spyrðu" eins og þýðendum sjón- varpsins þóknast að hafa það. Ég hafði þá í huga setningar eins og þessar: Ef þú ert í vanda þá spyrðu mömmu. Farðu bara og spurðu mömmu. Nú hringdi til mín málfræð- ingur, sem vinnur á vegum sjón- varpsins og fannst honum ég koma fram á sjónarsviðið og kannski fáum við að sjá eitthvað merkilegt næstu tíu árin eða svo. Annars er ég ekki svo mikið inní þessu orðið: ég get ekki um þetta dæmt, því ég sé ekki nema brot af því sem er að gerast. Það er mjög áberandi f þín- um leikritum: Maðurinn í glímu við lífið. Já, lífið fylgir manninum til grafar, það verður ekki undan því komist. Maðurinn stendur alltaf frammi fyrir þessari spurningu: Hvernig á ég að lifa lífinu og hvernig á ég að lifa því mannlega. Leikrit mín glíma flest við þennan vanda — og það segir dálítið um nútímann, að þau skuli aldrei hafa verið vin- sælli en einmitt nú. Ástæðan hlýtur að vera sú, að þau veki sömu spurningar með fólki og helst eru að vefjast fyrir því. Hvað um sjálfan þig — ert þú á flótta undan þínu eigin lífi? Nei, sem betur fer hef ég kom- ist nokkuð auðveldlega í sátt við lífið. En það búa, því miður, ekki allir við mínar aðstæður. Ég hef getað fengist við það sem hugur- inn stóð alltaf til og ég hef lifað athyglisverðu lífi. Samt er það nú svo, þegar allt kemur til alls, að lífið hefur verið mér lítið nema vinna. Ég hef unnið mikið um dagana og sannleikuritin er sá, að maðurinn finnur helst lífshamingjuna í vinnu sinni. Ég er sæll á meðan ég get unnið. Ég er alltaf að bisa við að klára húsið sem ég gróf fyrir ungur maður. En þeirri byggingu lýkur aldrei: ég er alltaf að skapa ný herbergi. Það er mitt líf. Það er kominn tími fyrir leikskáld að hitta útgefanda sinn. Á leiðinni út í mannhafið segir Arthur Miller: Ég finn iðulega til einangrun- ar gangandi um þessa borg, sem ég ann svo mjög, og það er langtum magnaðri einangrun en ég hef nokkru sinni fundið ein- samall í sveitinni. Einangrunin á rætur sínar í tilfinningalífinu — ekki landafræði. J.F.Á. r~~~---------------------- SKAK V- Reynslan færði Spassky efsta sætið Boris Spassky sigraði á stór- mótinu í Linares á Spáni um daginn og vann þar með einn sinn bezta mótasigur frá því hann glataði heimsmeistaratitl- inum til Fischers árið 1972. Und- anfarin ár hefur Spassky virst dala jafnt og þétt, og í fyrra mis- tókst honum að komast áfram í hóp hinna átta sem tefla um áskorunarréttinn á heimsmeist- arann. En í viðtali við Mbl. í haust er hann var staddur á ís- landi vegna einvígis við Friðrik Ólafsson hét hann því að reyna sitt ýtrasta til að ná fyrri styrk- leika og við það hefur hann stað- ið, því fyrir aftan hann í Linares urðu margir af sterkustu skák- mönnum heims, þ.ám. heims- meistarinn. Linares-mótið var svo sterkt að enginn Spánverji þótti þess verðugur að fá að vera með, en það varð þó ekki á meðal 10 öfl- ugustu móta sögunnar eins og mótshaldararnir höfðu vonað, því á síðustu stundu urðu breyt- ingar á þátttakendalistanum. Rússar sendu Geller í staðinn fyrir Tal og Sax kom í stað Húbners sem hætti við þátttöku á síðustu stundu. Þá veiktist Lujbojevic hastarlega og varð að hætta við þátttöku en hann er um þessar mundir þriðji stiga- hæsti skákmaður heims. í upphafi mótsins voru fleiri þátttakendur plagaðir af pestum og hefur það líklega haft sín áhrif til þess að mótið varð fremur friðsamt. Efsta sætinu náði Spassky með því að vinna þrjár skákir og gera sjö jafntefli og fyrir þá Karpov og Andersson dugðu tveir sigrar og átta jafn- tefli í annað sætið. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Spassky 6V2 v. af 10 mögulegum. 2.-3. Karpov og Andersson 6 v. 4.-6. Jusupov, Miles og Sax 5'A v. 7.-9. Geller, Hort og Timman 5 v. 10. Seiraw- an 3 v. 11. Larsen 2 v. Fyrir tvo neðstu menn móts- ins var það hrein martröð. Seir- awan komst ekki á réttan kjöl eftir að hafa tapað fjórum fyrstu skákunum, en Larsen hafði aftur á móti fengið tvo vinninga úr þremur fyrstu, en tapaði þá sjö síðustu! í skákinni sem hér fer á eftir sjáum við að það er ekki ýkja mikið sem skilur á milli botnsins og toppsins á slíkum mótum. Boris Spassky, sem hefur hvítt, gefur Yasser Seirawan kost á einu af uppáhaldsafbrigðum sín- um. Það hefur greinilega verið með ráðum gert því Spassky fer beint í stórsókn bar sem allt er lagt í sölurnar. Á úrslitaaugna- bliki finnur Seirawan réttu vörnina og virðist lengi vel úr taphættu, en í endatafli sættir hann sig ekki við jafntefli, tekur of# mikla áhættu og auðvitað grípur Spassky tækifærið: Hvítt: Spassky (Sovétríkjunum) Svart: Seirawan (Bandaríkjunum) Drottningar-indversk vörn 1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. d4 — b6, 4. Rc3 - Bb4, 5. Bg5 - Bb7, 6. e3 — h6, 7. Bh4 — Bxc3+, 8. bxc3 Nú er komið upp einskonar sambland af Drottningar- og Nimzo-indverskri vörn. Seiraw- an teflir framhaldið mjög rök- rétt, eftir að hafa skipt upp á svartreitabiskup sínum stillir hann peðum sínum upp á svört- um reitum. Þessi leikaðferð hef- ur yfirleitt reynst svörtum vel, því staða hans er mjög traust. 8. — d6, 9. Bd3 — Rbd7,10.0-0 — De7, 11. Rd2 — g5, 12. Bg3 — 0-0-0 I skákinni Borik-Speelman, Dortmund 1981, náði svartur undirtökunum eftir 12. — h5!?, 13. f3 - h4, 14. Bf2 - 0-0-0, 15. h3?! - Hdg8,16. Be2? - Rh5, en auðvitað gat hvítur teflt miklu hvassar. 13. c5! — dxc5, 14. Da4 — Kb8, 15. Habl — Rd5, 16. Hb3 — f5 hafa talað ógætilega. Hér hefði ég rangt fyrir mér, sagði hann. Mér kom dómur hans á óvart og sagðist einmitt hafa borið mál- kennd mína hvað þetta varðaði saman við skyn annarra, sem ég hefði talið mig geta treyst. Hann kvað mig nú samt hafa á röngu að standa. Ég lofaði að sjálfsögðu að at- huga málið betur og birta leið- réttingu við næsta tækifæri, ef ég sannfærðist um að ég hefði haft þýðendur sjónvarpsins fyrir rangri sök. Nú er svo komið að ég þykist hafa ástæð.u til að biðja það ágæta fólk afsökunar á frum- hlaupi mínu og geri það hérmeð. Um þetta mun ráða ein af þeim málfræðireglum, sem vafist get- ur fyrir ólærðum að skilja, en allir verða víst að beygja sig fyrir. Ég lofa að vera enn gætn- ari í framtíðinni en ég þóttist þó vera, er ég tók til umræðu hin margflóknu efni fræðimann- anna. En þótt ég lofi hér öllu fögru og stilli mig um að senda sjón- varpinu nýtt skeyti, á meðan það sár sem ég veitti starfsmönnum þess af fávisku völdum, er að gróa, kallar þessi ofanritaða hugleiðing á nokkur viðbótarorð um vandkvæði þeirra, sem starfa við fjölmiðlana og áhyggjur málvöndunarsinjia vegna margskonar mállýta, sem við þykjumst reka okkur á dag- lega. Það eru vissulega gaman að sjá hve oft koma fram á sviðið nýir ungir og frjósamir þjón- ustuandar tungunnar. En því miður er full ástæða til að hafa miklar áhyggjur, einmitt vegna þeirra manna, sem manni finnst að ættu að vera fæddir, sjálf- kjörnir og menntaðir til þess að halda vörð um fjöregg íslenskrar menningar. Þar á ég við rithöf- unda, blaðamenn og kennara. Ég set aila fjölmiðlamenn í flokk blaðamannanna, en auð- vitað mætti bæta fleira fólki við þessa upptalningu t.d. leikurum og öllum kennimönnum, sem hafa verða orðið í þjónustu sinni. Og raunar mætti þá eins nefna blessaða stjórnmálamenn- ina og forkólfa félagasamtaka, er láta ljós sitt skína í fjölmiðl- um daglega. Jón úr Vör. Eins og oft þegar hrókað er á sitthvorum vængnum er barátt- an orðin geysilega spennandi. Nú fórnar Spassky manni til að missa ekki frumkvæðið: 17. Ba6! — cxd4, 18. exd4 — f4, 19. Rc4 Ekki strax 19. Bxb7 — Kxb7, 20. Rc4 vegna 20. — Rb8! Nú er þetta hins vegar orðið hótun. 19. — Ba8, 20. Bb5! — c6! Bezta vörnin. Eftir 20. — fxg3? er hvorki 21. Ra5? — bxa5, 22. Bxd7+ - Rb6, 23. Bc6 - Bb7! né 21. Bc6 — Bxc6, 22. Dxc6 — Kc8! sérlega vænlegt til árang- urs, en hvítur leikur 21. Ha3! — a5, 22. Rxa5! — bxa5,23. Dxa5 og svartur er kominn í stökustu vandræði. 21. Bxc6 — Bxc6, 22. Dxc6 — Hc8, 23. Ra5! — Hxc6 Eftir 23. - R7f6? 24. c4 á svarta drottningin engan góðan reit. Með tvo riddara fyrir hrók hefur svartur líka litla ástæðu til að hræðast endatafl. 24. Rxc6+ — Kc7, 25. Rxe7 — Rxe7, 26. c4 Það er hvítum lífsnauðsyn að opna línur fyrir hrókana áður en áhrifamáttur svörtu riddaranna 26. - Rc6, 27. Bxf4+ - gxf4, 28. Hdl - Hf8, 29. Hh3 - Hf6, 30. Hh5 — e5, 31. dxe5 — Rdxe5, 32. Hd5! — He6 Eftir þetta verða svörtu mennirnir bundnir við að vald* hver annan, en 32. — Rxc4, 33. Hdf5! var lakara. 33. h4 — f3, 34. gxf3 - Rxf3+ 35. Kg2 — R3e5, 36. c5! b5?? Nauðsynlegt var 36. — bxc5. Eftir hrókakaupin sem nú fylgja í kjölfarið ráða skrefstuttir ridd- arar ekki við hvítu frípeðin. 37. Hd6! — Hxd6, 38. cxd6+ — Kxd6, 39. Hxh6+ — Kd5, 40. h5 — a5, 41. Hf6 — Rd8, 42. h6 — R5f7, 43. h7 — a4, 44. Kg3 — Rh8, 45. Hb6 — Kc4, 46. a3 — Rdf7, 47. Kf4 — Kc5, 48. Hb8 — Kd6, 49. Hxb5 - Ke6, 50. Ha5 - Rg6+ 51. Ke3 — Kf6, 52. Hxa4 — Kg7, 53. Ha7 og svartur gafst upp. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.