Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Page 21
'
Sólarljóð á sænsku
Lýsingar eftir Roj Friberg
Hvárskis þeir gáðu
fyr þá hvítu mey
leiks né Ijósra daga:
öngvan hlut
máttu þeir annan muna
en það Ijósa lík
Helgir englar
kómu ór himnum ofan
og tóku sál hans til sín;
í hreinu lífí
hon skal æ lifa
með almátkum Guði.
Friberg heimfærir efni þessarar fornu
bókmenntaperlu uppá nútímann með mynd-
um af því sem nútíminn skelfist mest
Á síðustu haustsýningu Félags
íslenzkra myndlistarmanna, sem
stóð á Kjarvalsstöðum í október,
voru tveir sænskir listamenn
gestir: Myndlistarmaðurinn Roj
Friberg og ljóðaskáldið Gunnar
D. Hansson. Myndir Roj Friberg
skáru sig talsvert úr öðru, sem
þar var sýnt; í þeim var óútskýrð
hrollvekja sem ekki bar þó mikið
á við fyrstu sýn. Var hér verið að
fjalla um heimsendi — hugsan-
legar afleiðingar hins endanlega
báls af völdum kjarnorkunnar?
Ekki er það ljóst, en myndirnar
eru eftirminnilegar og gerðar af
kunnáttu.
Gunnar D. Hansson hefur aft-
ur á móti þýtt Sólarljóðin okkar
á móðurmál sitt, sænsku, en
forníslenzkur smáleturstexti
fylgir neðst á hverri blaðsíðu.
Hansson þýðir Sólarljóð á þá
sænsku sem töluð er nú á dögum,
en fylgir orðalagi, myndhugsun
og túlkun á þeim sérstaka
draumheimi, sem einkennir
þessa bókmenntaperlu. í eftir-
mála rekur hann sögulegan
skilning fræðimanna á kvæðinu,
bregður ljósi á svið þess tímabils
þegar höfundur þess var uppi,
blandi goðsagna heiðni og
kristni eru glögg skil gjörð, — og
endurómi gömlu eddukvæðanna,
sem tengjast hinum nýja átrún-
aði, sem hófst með því að Þor-
geir lagðist undir feld á Þing-
völlum fyrir brátt tíu öldum.
Roj Friberg hefur myndlýst
þessa sænsku útgáfu af Sólar-
ljóðum; þar má greina öfl Helj-
ar, en helgir englar svífa um
sviðið, en líkt og á myndunum á
sýningunni á Kjarvalsstöðum, er
hrollverkja og heimsendaspá í
myndunum — sú myndsýn, sem
kvikmyndir hafa birt okkur um
lifandi fólk sem brennur upp
eins og fífukveikur við ofurhita
atómsprengingar. Þannig heim-
færir Roj Friberg Sólarljóð uppá
brýnustu spurningu okkar tíma
— en Sólarljóð fjalla annars um
dauða manns og för hans inní
aðra tilveru. Það er veikleiki á
þessari myndlýsingu Fribergs,
að myndirnar eru ekki alveg í
sama stíl og vaknar óneitanlega
grunur um, að hann hafi ekki
gjört lýsingarnar sérstaklega við
Sólarljóð , heldur hafi hann tínt
til myndir sem gátu að hans
mati fallið að efninu. Sjálfur
neitar hann því í eftirmála;
kveðst hafa lesið Sólarljóð sér-
staklega til að myndlýsa. Hann
segir þar: „Sólarljóð fjalla um
meðvitaða og ómeðvitaða
reynslu allra tíma varðandi líf
og dauða. — Skáld 13. aldar lýsir
dauða sínum sem dæi hann í
dag. Þær myndir lifði ég í ljóði
hans; þær dvöldu innra með mér,
en myndmenning okkar tíma
heimtar nýjungar."
Heljar reip
kómu harðliga
sveigð að síðum mér;
slíta ek vilda,
en þau seig váru;
létt er lauss að fara.
i
21