Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Page 11
 Leipzig var í rústum. Samt var verið að kenna við háskólann, en fornt harmsefni um Guðrúnu Gjúkadóttur virtist ekki ná eyrum ungu stúlkn- anna. Nærtækara harmsefni tók huga þeirra allan. MINNISSTÆÐ KENNSLUSTUND EFTIR MATTHÍAS JÓNASSON DR. PHIL. indrunarlaust rann sporvagninn síðasta spölinn inn á Ágústustorgið í Leipzig. Við tróðumst gegnum þröngina til að komast út, síðan skjögraði hver í átt til vinnustað- ar síns, flestir konur og aldurhnignir karl- ar. Hrásvalur næðingur lék við drungalega morgunskímuna. Umhverfis torgið gnæfðu við himin svartar brunarústir. Ég gekk fram hjá rústum háskólabygg- ingarinnar og mér fannst sótsvartir múr- arnir stara á mig dauðum augnatóttum. Svipular eru frægð og vegsemd. Hér háðu Marteinn Lúther og Jóhannes Eck hinar sögufrægu kappræður árið 1519. Háskól- inn var þá rúmlega aldar gamall. Margir vísindafrömuðir hafa síðan aukið hróður hans. Nú var allt brunnið, sem eld gat á fest, rannsóknarstofnanir ásamt bókum sínum og öllum búnaði, brostin voru steinloftin milli hæða, en víða héngu þau á járnbindingum og bærðust eins og surta- þvottur fyrir gjóstinum með ýlfrandi hvin. Ég fann þetta fremur en ég skynjaði, um leið og ég beygði frá Schillerstræti til hægri inn í brunarústirnar. Leið mín lá fyrst yfir múrbrotaklúngur þangað til ég kom að tröppum, sem höfðu verið hreins- aðar og lágu niður í djúpan kjallara undir hinum mikla byggingaklasa, sem tengdur hafði verið aðalbyggingunni. Pramundan voru löng göng undir röð af steinhvelfing- um, sem staðist höfðu bæði eld og sprengjuregn. Langt inni, undir einni slíkri hvelfingu, hafði germanistiska stofnunin fengið neyðarskýli. Þangað lá mín leið. Ég sá rétt til vegar í dauflega lýstum göngunum og þurfti að gæta þess vel að villast ekki inn í hliðargöng, sem opnuðust ýmist til hægri eða vinstri. Graf- arþögn ríkti, aðeins rofin af fótataki mínu. Allt í einu var kallað dimmri skipandi röddu. „Hvað viljið þér hér?“ Ég nam staðar á augabragði eins og vel þjálfaður dáti. í hálfrökkrinu sá ég dökkklæddan mann, sem benti mér valdsmannslega að koma nær. Ég hreyfði mig ekki, enda grunaði mig að hann væri vopnaður, eins og svarti búningurinn benti raunar til. Hvað sem því leið, vildi ég sýna að ég væri í fullum rétti, þar sem ég stóð. Þá gekk hann til mín með stappandi skref- um, líkt og S.A.-maður í götumarsi. „Hvað eruð þér að vilja hér?“ Hann leit tortryggnislega á slitnu bókatöskuna mína. „Ich dociere hier,“ svaraði ég, „og er á leið í germanistisku stofnunina." Svipur hans gerbreyttist og hann baðst afsökunar á afskiptum sínum. Hann hefði umsjón með þessum rústum. Hingað slæddist misjafn lýður, sem í engu mætti treysta. Ég mætti ekki misvirða fram- komu hans. Og það gerði ég vitanlega ekki. Hann var að gegna skyldu sinni eins og ég minni. Samt þótti mér þessi byrjun dagsins ill- ur fyrirboði. Albjart var orðið, þegar ég kom aftur út í Schillerstræti og hélt sem leið liggur fram hjá Nýja ráðhúsi og vestur Karl Tauchnitz-stræti alla leið niður að Kaiser Wilhjálmsstræti, en þar átti ég að kenna. Húsnæðið var gamall skóli, sem stóð nokk- uð heillegur, að því frátöldu að gluggar og hurðir höfðu fokið úr í sprengjuárás, sem hafði raunar breytt tónlistarhverfinu öllu í hrikalega afskræmingu Ódáðahrauns. Háskólabókasafnið og tónlistarhöllin Gewandhaus, er ljómuðu áður sem perlur hverfisins, gnæfðu nú eins og svartir drangar yfir hraunbreiðunni. Stúdentahópur minn var ekki stór, LESBOK MORGUNBLAÐSINS 17. MARZ 1984 .11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.