Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1985, Síða 7
stjóri jarlsins í sex ár, fékk sanngjarna
upphæð, 75 pund. Þetta var sætt af þér,
gamli minn, hugsaði Gerald. Nægir fyrir
miða til Parísar á fyrsta farrými, svo
sannarlega. Burt frá þessum kvenvargi
mínum.
Meginhluti auðæfanna, 400 þúsund
pund, og Murfee-óðalið að auki, rann til
rannsókna og lækningastofunnar vegna
flogaveiki, þar sem jarlinn hafði þjáðst af
þessum sjúkdómi í mörg herrans ár.
Lloyds-maðurinn fékk fyrirmæli um að af-
henda Dover Bank-manninum tryggingafé
jarlsins, sem aftur var gert að skipta arf-
inum milli erfingjanna.
„Erfðaskráin skipar svo fyrir að loka
læknisrannsókn skuli farafram ájarlinum
áður en grafhvelfingin er innsigluð," sagði
lögfræðingurinn. „Ef þér vilduð gjöra svo
vel læknir." Læknirinn færði sig að lík-
börunum með hlustunarpípu og lagði hana
að brjósti jarlsins. Því næst tók hann um
úlnlið líksins með þumal- og vísifingri. Að
lokum hélt hann litlum spegli upp að að-
skildum vörunum í nokkrar sekúndur. „Ég
finn hvorki hjartslátt né púls,“ mælti
hann.“ Og engin móða myndast á glerinu.
Ég lýsi því hér með enn yfir að Sir Tyron
Murfee, jarl af Sheel, er látinn."
„Þá ætti öllum formsatriðum að vera
fullnægt," sagði lögmaðurinn. „Ef þið vilj-
uð gjöra svo vel að koma út fyrir og vera
vitni að innsiglun grafhýssins."
Lögfræðingurinn með skjalatöskuna í
annarri hendi og autt skartgripaskrínið í
hinni setti öxlina í hurð grafhýssins og
lokaði henni að viðstöddum fulltrúunum
og þjónustufólkinu. Hann átti í basli með
lykiíinn að grafhýsinu með fangið fullt og
þá steig Gerald Stander fram enn á ný.
„Ég skal rétta þér hendi, herra,“ mælti
hann brosandi. Hann tók þungan lykilinn
úr hönd lögfræðingsins, stakk honum í
skrána og snéri honum heilan hring. Hár
hvellur heyrðist þegar hurðin small í lás.
Stander fjarlægði lykilinn, stóð þétt upp
að hurðinni og lagðist á slána til að reyna
lásinn. Hurðarlokan haggaðist ekki. Stand-
er rétti úr sér, þandi ánægður brjóstið og
snéri aftur að lögmanninum.
„Ójá,“ svaraði hann, „innsiglað er það.“
„Gott og vel. Þessari athöfn er þar með
lokið. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir
nærveru ykkar.“
Samkoman leystist smam saman upp en
Finch, ásamt Gerald Stander, dokaði við
rétt hjá dyrum hvelfingarinnar, tróð rólega
í pípu sina og hleraði óáreittur samræður
læjknisins og lögfræðingsins.
„Hvaða vesen var þetta með loka læknis-
rannsókn?" heyrði Finch lögfræðinginn
segja. „Varkárni held ég,“ ansaði læknir-
inn. „Sá gamli var flogaveikur i mörg ár
eins og þú veist. Einhversstaðar heyrði
hann gróusögur um kviksetningu fólks sem
virtist vera dáið en var það ekki. Sagan
segir að eftir 12 til 15 klst. vakni líkaminn
sprellifandi úr dáinu. Að sjálfsögðu skelfa
svona kjaftasögur flogaveikissjúkling."
„Já, mig skal ekki undra," mælti lög-
maðurinn. Hann leit aftur á innsiglaðar
dyrnar. „Þú... hérna... þú ert alveg viss
í þinni sök, er það ekki?“
„Nei, heyrðu nú, málafærslumaður góð-
ur,“ mótmælti læknirinn móðgaður.
„Hvernig fyndist þér að ég færi að efast
um réttmæti erfðaskrárinnar?"
„Já ég sé hvað þú átt við,“ sagði lög-
maðurinn. „Afsakaðu. Jæja, ég verð að
fara að drífa mig ef ég á að ná síðustu
lest til London." „Mér væri sönn ánægja
að aka yður, herra," mælti Gerald Stander.
„Ég er með óðalsbílinn hérna rétt hjá.“
„Fallega gert,“ sagði lögfræðingurinn.
Finch horfði á þá fara. Þegar þeir voru
komnir úr augsýn flýtti hann sér áhyggju-
fullur að kofanum sinum, að göngunum
sínum.
Göngin, sem lágu frá varðmannskofan-
um að Murfee hvelfingunni, voru rétt
mátulega stór að ummáli til að Finch gæti
skriðið á fjórum fótum alla leið. Finch
hafði grafið síðustu þrjá metrana þennan
sama dag og hafði rétt nýlokið verkinu
þegar komið var með kistu jarlsins frá
Óðalinu. Göngin voru þétt og vel byggð,
skorðuð upp til hliðanna og styrkt í loftinu
meö samskonar timbri og notað var til að
taka grafir í úrhellisrigningu. Jafnvel lík-
vagn beint yfir þeim hefði ekki skemmt
göngin hið minnsta.
Klukkustundu eftir a hvelfingin hafði
verið innsigluð sat Finch við tréborð í
nöturlega, litla kofanum, drakk úr stíru
Whiskey-glasi og starði án afláts á opið í
gólfinu fyrir framan hann, innganginn að
göngunum sem hafði tekið hálft ár að
grafa. Honum rann kalt vatn milli skinns
og hörunds við tilhugsunina um það sem
hafði farið inn um göngin, eða það sem enn
viðbjóðslegra var, það sem hafði komið út
úr þeim. Neðanjarðarmokstur í mold og
leðju var svo sem nógu slæmur, en þegar
moldin Qg leðjan voru blönduð leifum...
Finch hryllti sig og hvolfdi í sig Whi-
skeyinu. Skiptir engu, hugsaði hann. Nú
er allt búið, allt nema gullmoksturinn
sjálfur. Hann stóð upp og leit á vasaúrið.
Lögfræðingurinn væri nú í þann mund að
stíga upp í lestina. Eftir hálftíma yrði
kirkjugarðurinn almyrkur. Það var eins
gott að ljúka því af.
vörðurinn skellti skóflu og klaufjárni yfir
öxlina, hengdi ljósker um hálsin og lét sig
síga niður í holuna. Síðan teygði hann sig
í tréfleka og skorðaði hann vel yfir gangna-
opið svo engin ummerki sáust. finch fékk
yfirleitt ekki gesti en í kvöld var ástæðu-
laust að taka nokkra óþarfa áhættu. Hler-
inn leyndi göngunum fullkomlega.
Eins og vanalega voru göngin dimm og
rök en í þessari siðustu ferð sinni stóð
Finch nokkurn veginn á sama þótt væntan
smygi upp eftir buxna skálmunum, þótt
hann rifi sig á stöku steinnibbu, jafnvel
þótt hann rækist á úldnar líkamsleifar á
miðri leið, því þessa stund hafði hann þráð
og dreymt um á löngum, einmanalegum
kvöldum. í kvöld mundi hann hefja nýtt
og betra líf. Hann skreið áfram með skóf 1-
una og klaufjárnið á öxlinni. Hann skreið
þótt ólin á ljóskerinu særði hann illilega
á hálsinum. Áfram skreið hann þótt flón-
elsbuxurnar væru orðnar gegnblautar, þótt
ýlduþefurinn fyllti vitin, þrátt fyrir loftley-
sið í göngunum. Hann skreið og hann
skreið og hann skreið.
Að lokum hjó hann hressilega upp á við
og braut sér leið gegnum síðasta metrann
inn í grafhýsi jarlsins af Sheel. Finch vóg
sig upp, móður og másandi, og hallaði sér
upp að veggnum. Hann brá upp ljóskerinu
þar til hann kom auga á hálffullan olíu-
lampa sem hafði verið skilinn eftir í jarða-
förinni fyrr um daginn. Hann kveikti á
eldspýtu og bar hana að kveiknum. Lamp-
inn sendi daufa birtu um grafhýsið og
Finch slökkti á ljóskerinu. Hljóður i bragði
virti hann fyrir sér þetta herbergi dauðans.
Hárin risu á höfði hans, hann kingdi í
sífellu. Best að hugsa ekki um þá dauðu,
sagði hann við sjálfan sig. Hugsaðu um
þá sem lifa, hugsaðu um sjálfan þig maður.
Finch lagði klaufjárnið upp að einni
kistunni og gekk yfir að opinni kistu jarls-
ins. Hann hóf að safna saman djásnum
þeim sem lögfræðingurinn hafði dreift
umn kistuna. Hann týndi þau varfærnis-
lega upp hvert á fætur öðru með vísi- og
þumalfingri, stakk þeim í jakkavasa sinn
og taldi þau jafnóðum í huganum.
Skyndilega fraus blóðið í æðum hans og
hann stirðnaði af skelfingu. Snöggur smell-
ur heyrðist frá hurðinni. Einhver var að
koma inn í hvelfinguna.
Hurðalokunni var ljrft hljóðlega. Finch
komst aftur nægilega til sjálfs sín til að
hraða sér út í dimmt hornið. Augnabliki
síðar steig Gerald Stander inn og lokaði
þungri hurðinni varlega á eftir sér. Ungi
bílstjórinn hikaði andartak, skelkaður
vegna ósandi olíulampans. Síðan áttaði
hann sig, ákvað að lampinn hefði verið
skilinn eftir fyrr um daginn og hraðaði sér
að kostunni tilað taka þá skertgripi sem
Finch hafði ekki heppnast að taka með sér.
Finch fylgdist með honum, varð ævareiður.
Hann færði sig inn í birtuna, krímugt
andlit hans fölt af reiði.
„Hættu þessu, þú viðurstyggilegi líkræn-
ingi“, argaöi hann án þess að gera sér grein
fyrir sinni eigin aðstöðu.
Stander lá við yfiriiði af ótta er hann
heyrði þessa ógnandi rödd. Hann staulaðist
frávita frá börnunum. „Hvernig gastu
opnað dyrnar?" heimtaði Finch. „Ég... ég
lét lögmanninn fá rangan lykil".
„Þýðir það,“ sagði rödd Finch varð há
og skræk af réttlátri reiði, „að ég ég hafi
þrælað og púlað í göngunum í heilt ár og
þú... þú hefur bara stolið lyklinum?"
„Grófstu þér leið hingað?“ spurði Stand-
er vantrúa. Bílstjórinn, sem var óðum að
ná sér leit i kring um sig og rak augun í
skófluna rétt við gangnaopið. „Grófstu
göng alla leið frá háinu í gegnum allar...
allar grafirnar? Hverniggastu það?“
Allt í einu gerði hann sér grein fyrir
veru Finch í hvelfingunni, hnykkti aftur
höfðinu og skellihló. „Fíflið þitt,“ hreytti
hann út úr sér. „Þú vesæla, heimska fífl.
Mér tókst að afreka það á tveimur sekúnd-
um sem þú hamaðist við í heilt ár. Það er
engin furða þótt þú sért grafarvörður, þú
ert alltof heimskur til að búa í heimi lif-
enda.“
Andlit Finch afmyndaðist. Hann kreppti
hnefana, kastaði sér á Stander og gaf
honum svo vel ótillátið högg að hann
endasentist að kistunni.
„Þú skítuga svín,“ orgaði Stander og
þurrkaði blóðtaum úr öðru munnvikinu.
„Ég skal drepa þig.“
Finch hörfaði og varð snögglega gripinn
ótta þegar bílstjórinn bjó sig undir að ráð-
ast á hann. Hann hrasaði um kistuna eg
ungur, sterkur handleggur Standers læst-
ist um háls hans svo Finch lá við köfnum,
Úr honum dró allan mátt. Þeir féllu á gólf-
ið við hlið kistunnar og Finch var þess
fullviss að sín síðasta stund væri upprunn-
in. Þá varð fyrir honum klaufjárnið sem
stóð upp við kistuna og hann fylltist aukn-
um þrótti. Finch kreppti höndina um jár-
nið, hóf það upp og barði því af öllu afli
í hnakka Standers. Bílstjórinn greip um
höfuðið og riðaði. Finch barði hann aftur,
í þetta sinn ofan á hvirfilinn. Stander
hneig á gólfið og lá þar hreyfingarlaus.
Finch greip um ljóskerið og reiddi upp
klaufjárnið fyrir þriðja höggið. Ljósið féll
á opinn munn og brostin augu dauða
mannsins. Finch steig aftur á bak másandi
og blásandi. Hann lagði járnið og ljóskerið
frá sér og néri auman hálsinn eftir fingur
Standers. Fjandans fíflið var nærri búið
að drepa mig, svei mér þá. Finch svipaðist
um í grafhýsinu og barðist við að ná andan-
um. Eg hreinsa bara úr kistu jarlsins,
hugsaði hann taugaóstyrkur. Ég læt hinar
eiga sig. Hann gekk nötrandi að kistu
Tyron Murfee. I snatri lauk hann ætlunar-
verkinu, greip hring hér, armband þar,
silfurúr, gullsignet. Gimsteinadjásn She-
el-ættarinnar lá í skrautlegri umgjörð við
vinstri öxl jarlsins. Finch hrökk í kút og
starði opinmynntur á andlit Tyron Mur-
fees. Hann er með opin augu, hugsaði hann
viti sínu fjær af hræðslu. Voru þau opin
áður? Hann reyndi af alefli að rifja það
upp. Já, auðvitað voru þau það. Nei...
bíddu við, augu Standers voru opin. Stand-
er sem lá dauður bak við aðra kistu, en
jarlinn, hafði hann ekki verið með lokuð
augun?
Kaldur angistarsviti spratt út á Finch,
hann fór að skjálfa. Hvað var læknirinn
að tala um að flogaveiki gæti haft þau
áhrif að fólk virtist dautt? Finch kippti
að sér hendinni og hörfaði. Nú er nóg
komið, hugsaði hann æstur. Éger farinn
héðan áður en ég missi vitið. Hann greip
ljóskerið og kveikti á því í skyndi. Hann
kastaði handfylli af mold á olíulampann
til að slökkva á honum. Svo þreif hann
klaufjárnið og skófluna og kastaði þeim
niður í opið. Er hann var í þann mund að
stíga niður í tómið, datt honum annað i
hug og stansaði. Dyrnar! Stander hafði
opnað hurðina. Það var engin ástæða til
að fara göngin, hann gæti sem best notað
hurðina. Nei, bíddu við, hugsaði hann.
Hvað ef einhver sér mig? Það er nú ekki
líklegt en það eru alltaf einhverjir snuðrar-
ar á ferli. Betra að vera varkár þó það
kosti það að ég verði að fara helvítis göngin
aftur. En dyrnar, ég get ekki skilið þær
eftir ólæstar. Finch hraðaði sér yfir að
likinu á gólfinu og fiskaði lykilinn upp úr
vasa Standers. Hann gekk í humátt að
hurðinni með ljóskerið í hendinni. Birtan
féll á andlit Tyron Murfee og Finch fékk
áfall þegar hann sá að augu jarlsins voru
lokuð. Þau voru þó opin áðan, var það ekki?
Hann hugsaði hratt í örvæntingu sinni.
Eða voru það kannski augu Standers?.
Bíddu, augu Standers voru opin og augu
jarlsins voru lokuð. Já, þannig var það. Ég
verð brjálaður ef ég kemst ekki út héðan
í hvelli.
Finch slökkti á ljóskerinu við dyrnar og
lagði það frá sér. Hann opnaði smá rifu á
þunga hurðina og gægðist út. Fullur mán-
inn baðaði kirkjugarðinn silfurskini. Finch
lagði við hlustir en heyrði ekkert. Hljóð-
lega opnaði hann hurðina nægilega til þess
að smeygja hendinni út að lokunni og setja
hana niður. Síðan teygði hann sig í lásinn,
stakk lyklinum í og snéri. Svona, hugsaði
hann. Ef ég get svo lokað hurðinni að
innanverðu er grafhýsið innsiglað aftur.
Finch lagðist með öllum þunga sínum á
hurðina. Hún small aftur og var rammlæst.
Og þá er leiðin greið, hugsaði Finch. Með
lykilinn inni í grafhýsinu yrði það aldrei
opnað aftur. Hann tók upp ljóskerið og
stefndi á göngin. Hann gat ekki varist
þeirri hugsun hvort augu jarlsins væru
opin eða lokuð. Um leið og hann gekk
framhjá gjóaði hann augunum að líkinu.
Finch varð máttvana af hryllingi og ótta,
hann fann æðaslátt í höfðinu og munnur
hans skrælþornaði.
Líkkista Tyron Murfee, hinsta jarlsins
af Sheel, var auð!!
„Nei,“ hvíslaði Finch, titrandi röddu.
„Nei, nei, nei, nei.“
„Ljóskerið féll úr hendi hans, ljósglamp-
inn flögraði um grafhýsið þar til það hafn-
aði á gólfinu milli Finch og gangnanna.
Ljósið féll á opið i jörðinni, nú, einu leiðina
út úr hvelfingunni.
Og í holunni barðist risavaxinn búkur
Tyron Murfee á hæl og hnakka, andlit
hans afskræmt af hræðslu, því hann var
gjörsamlega, endanlega, pittfastur.
Finch með gagnslausan lykilinn í hend-
inni... veinaði...
Fyrir utan lagðist þögnin yfir kirkju-
garðinn og hjúpaði hann ásýnd dauðans.
Ragna Þorvaldsdóttir þýddi
SVAVAR JÓNSSON
Bara
augun
ein
Augun þín, svo ómæld djúp,
undurskær, íblárrifirð,
sveipastnúna helgum hjúp,
hátign, dýrð og stríðri kyrrð.
Þau mérflytja lítið ljóð,
ljúfan söng og klökkvan brag,
dapurtkvæði, dýrðaróð,
dægurvísu, sorgarlag.
íþeim speglast alvaldstign,
öskurbrim ogþungurfoss,
þýður blærinn, lindin lygn,
lítið blóm og heitur koss.
íþeim sé ég brostinn barm,
þar blasir við mér fátækt mín,
leika stef um heimsins harm,
heiðu, litlu augun þín.
Þar er líka brosið blítt,
brosið eina, kærtoghlýtt,
saklaust, máttugt, miltogþýtt,
mikilfenglegt, sættogfrítt.
A ugnalok aðh vörm um höll,
hljóðna válegfólskuköll,
þagnar kliður, kafna sköll,
kvæðið búið, sagan öll.
Snemm-
búið
vor
Erleikurum varir bernskubros
og blíðfætt ergengið um freðinn svörð
og bærast í vindi vöknuð strá
og vorið er tekið ísátt á jörð
þá brennur í mínu brjósti þrá
að bræða aðglæða að elska ogfá.
Höndum vermiéghrím ogkul,
það hýrgast í breðanum máttur nýr,
það leika í vindi vöknuð blóm.
Vetur við mannheimum baki snýr.
Það leggur af blænum hlýjan hljóm,
það hlær við mér iífið með gleðiróm.
Svavar Jónsson er nemandi I guölræðideild HásKóla
Islands.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 12. OKTÖBER 1985