Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 2
Lífið Kvennabúr Tyrkjasoldáns var ekki staðursem teiknarar áttu innangengtí, ogþess vegna er lítið um myndiraf lífinu þar. Hér fylgir hinsvegar mynd af frægu máiverki Ingres, sem var franskur 19. aldarmálari. Það heitir Tyrkneska baðið oghefur verið leitt getum aðþví, að þetta væru haremskonur. kvennaburi soldánsins að eru ekki nema röskir sjö áratugir síðan soldánsdæmið í Tyrklandi var lagt niður og seinasti soldáninn, Múhameð sjötti, varð að víkja úr hásæti, og gerður útlægur. Þegar dymar að haremi, eða kvennabúri, 1 Haremið þar sem Tyrkjasoldán skemmti sér við konur var staður sem einkenndist af ruddaskap fremur en ást. Við höldum að þetta fyrirbæri heyri til liðinni tíð, en hitt mun þó staðreynd, að ennþá eru ambáttir í kvennabúrum Austurlanda. hans voru opnaðar, fundust þar inni bak við læstar hurðir níu hundruð og fímmtíu konur af ýmsu þjóðemi og á mismunandi aldri — allar vom þær ambáttir, og líf þeirra og líkamar voru eign hins alvalda soldáns. Meðal ungu ambáttanna voru dætur yfír- stéttarmanna í Istanbúl. Þeim hafði verið blátt áfram rænt af handbendum soldánsins og horfið síðan bak við þykka múra kvenna- búrsins. í stað þess að annast og láta fara vel um þessar vesalings konur, var þeim hent út á götuna af nýjum valdhöfum, hálfnökt- um, allslausum. Enginn vildi skipta sér af þessum harems-konum, og karlmenn litu á þær sem óhrein dýr og lömdu þær. Þær þoldu háð og spott. Þeim var dreift í allar áttir og lentu í hóruhúsum eða urðu götu- eða vændisdrósir. Leiðin til kvennabúrsins hófst á markað- storginu, þar sem kaupendur soldánsins að ungum ambáttum voru til staðar að skoða vörumar, sem arabískir þrælasalar frá Austurlöndum höfðu meðferðis. „Kaupið konumar mínar! Litlu fegurðardísimar mín- ar eru gullsekkja virði!" Að baki þessum löglegu sölumönnum stóðu oft Evrópumenn — rússneskir, franskir og ítalskir kaupmenn frá Feneyjum, sem ferðuðust um Sýrland og Palestínu og þó einkum í Kákasus, en þar þóttu stúlkumar fallegastar. Þeir keyptu smátelpur sem fluttar voru til Feneyja og voru þar vel aidar, þar eð tyrkneskir kaup- endur kunnu vel að meta feitar konur. „Feit kona er eins og ofh — hún gefur hita!“ Kvennabúrið eða haremið stendur á smá- skaga: ein hlíðin veit að Bosporus (Sæviðar- sund), önnur að marmarahafí og sú þriðja að Gullna hominu. „Seralj" þýðir höll, en var í raun og veru ósigrandi virki, innan múra þess voru minni háttar skógar, þar sem mikið var um villi- bráð og mörg hús voru þar, götur og torg. Á staðnum voru líka geysistór hesthús fyrir gæðinga soldánsins og fjölmenn riddara- sveit. í sjálfu virkinu myndaði haremið ásamt höllum sínum, öðrum byggingum og mo- skum fjórða hlutann af búrinu. „Harem" þýðir á tymesku „bannað", þ.e.a.s. bannveldi. Haremsbyggingamar voru alveg aðskildar öðram byggingum og soldáninn hafði fullkominn einkarétt á þeim. Kvennafangelsisins var stranglega gætt af hermönnum og geldingum. Otal þrælar og ambáttir þjónuðu konunum í Hareminu. Haremsbyggingin sjálf var margar hæðir. Nýkomnar konur urðu að búa á neðstu hæð til að byrja með, en unnu sig upp í það að komast á aðra hæð. Ef þær snyrtu sig vel og geðjuðust húsbónda sínum, vora þær fluttar upp uns þær náðu efstu hæð, en þar bjó uppáhaldskona soldánsins. Hún var kölluð „móðir drottnarans" og ásamt geld- ingunum var það hún sem stjómaði harem- inu og réð yfír hundraðum kvenna. Soldánamir í ósmannska ríkinu vora einvaldsdrottnarar — grimmir harðstjórar, útþjóraðir, nautnasjúkir einræðisherrar, sem drógu sér fé úr ríkisfjárhirslunni til þess að svala með því gimdum sfnum. Gagnvart haremskonunum voru þeir ruddamenni. Við minnstu yfírsjón var konunum hegnt með pyntingum og dauða. Suleiman soldán, sem kallaður var „úrv- alssoldáninn", lét höggva fætur af einni af amþáttum sínum, af því að hún hafði hrasað í myrkum ganginum. I hareminu var soldáninn smásmuguleg- ur. Kvöldathöfnin var allaf ein og hin sama. Fyrst heimsótti hann uppáhaidskonu sína áamt sonum þeirra. Því næst gekk hann til skrautlegra salarkynna, þar sem tugur haremsstúlkna beið hans og gekk taktfast fram og aftur rétt fyrir framan hann. Ef hann kastaði vasaklút sínum fyrir fætur einnar af þeim, var hún útvaiið leikfang hans fyrir nóttina. Hún var afklædd og leidd burt til baðherbergis af tveimur geldingum og böðuð í vatni sem ilmaði. Hár af líkama hennar vora rökuð, þá var hún nudduð og smurð hátt og lágt með angandi olíum. Neglur og hendur vora litaðar með blöndu úr sítrónu og grafíti. Er öllu þessu var lokið, var henni fylgt til sængur soldánsins. Eftir ástarnóttina, er soldáninn hafði sent súlkuna frá sér, kom hirðmaður eða „alman- aks-haldari“ og skrifaði upp nafn hennar, aldur og samræðisnóttina. Hún var leidd til herbergis síns. Venjulega sá hún ekki hús- bónda sinn framar. Þó að Kóraninn banni stranglega áfengi- snotkun, vora nægar vínbirgðir innan veggja. Margir af soldánunum voru mestu drykkjusvelgir, sem nutu þess að drekka sig fulla. Selim soldán II. er sagður hafa lagt Kýpur undir sig eftir að hann hafði heyrt, að þar væra afbragðsvín. „Vín er sætara en koss ungrar konu,“ var hann vanur að segja. Til þess að sýna einni uppáhaldsambátt sinni, hve mikið hann þyldi, tæmdi hann fulla flösku af Kýpursvíni í einum teyg, en hneig þá niður steindauður. Múhameð III. byrjaði soldánsstarfíð með því að láta myrða allar haremskonur föður síns. Hann vildi ekki skemmta sér við óhrein- ar konur, eins og hann hafði á orði. Til þess að losna við þær, lét hann sauma leður- sekki utan um þær og varpa þeim í Bospor- us. Sömu hræðilegu örlög hlutu fjórtán hálf- bræður hans. Múhameð kærði sig ekki um keppinauta um hásætið. Abdul Asis soldán geymdi tólf hundrað ambáttir í kvennabúri sínu. Yfír þeim vöktu þijú þúsund geldingar, hermenn og svartir Súdanþærlar. Þessi grimmi drottnari var átvagl og vínsvelgur og var kunnur í sög- unni fyrir ólifnað og svallveisluhald. Kvöld- máltíð hans hófst alltaf með eggjaköku, sem í vora tuttugu egg, en á eftir vora framreidd- ir ótal réttir, gerðir úr kinda- og fuglakjöti. Abdul átti geysistórt hænsnabú, sem hann lét sérlærða menn sjá um. Um hálsinn á bestu varphæununum hengdi hann æðstu heiðursmerki og um fæturna á veslings hönunum þungar gullkeðjur. Þessi harðstjóri var mesti eyðsluseggur sinnar samtíðar. Hann var vandræðamaður landi sínu.Á fáum stjómaráram kostaði kvennabúr hans og hirðlíf meira en tvö hundrað milljónir tyrkneskra gullpunda — fíma mikið fé á þessum dögum. Ibrahim soldan fékk að reyna einstakan atburð. Vel haldið kvennabúr hans gerði verkfall og orsökin var sú að því er konumar héldu fram að þær væra útslitnar og þyldu of mikið vinnuálag. Soldáninn brást fljótt og harkalega við. Hann lét taka tvö hundrað þeirra af lífí, en hinar beygðu sig. Þessi sálsjúki einvaldsherra hafði það að tómstundagamni að láta haremskonumar skokka naktar um salina eins og þær væra kúahópur. Sjálfur var hann líkastur grað- neyti og elti „kýmar" sínar með písk í hendi. Eitt sinn varð hann svo hrifinn af safala- skinni, að hann skipaði öllum í kvennabúrinu að klæðast því. Ekki aðeins haremskonun- um, heldur líka geldingunum. Hermenn og þrælar vora færðir í skinn, jafnvel allur kattaskarinn var klæddur safalakápum. Það vora ekki aðeins konur sem soldán- amir sóttust eftir. Sumir þeirra vora kyn- villingar og í kvennabúrinu vora fómarlömb- in mörg til að fullnægja losta þeirra — fallegir smádrengir. Soldáninn fékk þá að gjöf frá stórhöfð- ingjum víðsvegar um ríkið. Auk árlegra skatta í gulli áttu kristnir menn í ósmannska ríkinu að senda honum dálítinn hóp drengja til einkaþarfa. Þessir sveinar allir bára bló- manöfn, vora sendlar og hlupu milli eldhúsa og svefnherbergja með vín, mat, ávexti og sælgæti. Siðir og hættir Austurlanda hafa ekki breyst svo mikið frá dögum soldánanna. Þrátt fyrir að ytra útlit hefur breyst, er enn að fínna mörg kvennabúr og fjölda ambátta í mörgum löndum Mið-Áusturlanda og Afríku. Konur eru seldar á uppboðum á eynni Zansibar. Þær lenda síðan smámsam- an í „nýtískubúram Araba". Konur er fluttar nauðungarflutningi frá Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku Að baki þessum flutningum standa glæpahringir sem hafa sérþjálfað sig í alþjóðlegri kvennasölu. Þýtt úr Hufudstadsbladed

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.