Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 4
Þríðji og fjórði bekkur Kvennaskólans veturínn 1899—1900. Hér er ekkert „óþjóð- legt marglæti", allar stúlkurnar í hinum hefðbundna, íslenzka búningi, peysufötum og með hið sjálfsagða slifsi. „Óþjóðlegt marglæti ef konur færu að taka upp evrópskan búning“ Á mynd úr Kvennaskólanum frá árinu 1901 örlar fyrir breytingu. Þar er ein úr hópnum í kjól. Á þessarí mynd af 4. bekk skólans veturinn 1908—09, sést að breyt- ingin er að festa rætur. Þijár eru í dönskum kjólum, en fjórar á peysufötum. Hluti úr ritgerð um Wæðnað kvenna á Íslandi eftir Önnu Berglindi Jóhannesdóttur. Munurinn á búningi alþýðukvenna og heldri kvenna mun enn hafa verið allmikill um aldamótin. 1900. Efnahagur hefur trúlega ráðið þar mestu um. Munurinn mun þó lík- lega ekki hafa verið svo ýkja mikill hvað snið búninganna snertir, heldur miklu frem- ur komið fram í því, að efnameiri konur klæddust flíkum úr dýrum erlendum efnum, en þær efnaminni notuðust við íslensku vaðmálin og einskeptudúkana í sín föt. Mismunurinn kom einnig glöggt fram í skreytingu fatanna og þeim skartgripum sem konur báru. Ríkar konur áttu t.d. mikið kvensilfur, sem erfðist svo kynslóð frá kynslóð. Þegar talað er um kvensilfur, þá er átt við hina ýmsu skartgripi er konur skreyttu búninga sína méð, svo sem millur, svuntuhnappa, síðar samfelluhnappa, beltis- pör, nælur, koffur, og hálsfestar svo eitthvað sé nefnt. Þær skreyttu treyjur sínar og kraga með gull- og silfurbaldýringum. Pilsin voru oft með knipplingum, ýmiskonar og flauels- og silkileggingum eða vönduðum útsaumi t.d. blómstursaumi. Efnaminni konur urðu að láta sér nægja ódýrari og færri skartgripi en þeim þótti líka oft á tíðum vænna um það Iitla sem þær áttu og fannst mikið til þess koma. Þær höfðu þó ekki síður áhuga á að klæðast fallega eins og gefur að skilja en þær höfðu yfírleitt ekki tækifæri til að búa sig upp nema við hátíðleg tækifæri vegna þess hve þær þurftu að vinna mikið. Oft var samt fárast yfír, að vinnukonur færu með kaupið sitt í óþarfa, svo sem dýra silkiklúta og fleira af því tagi, í stað þess að nota það í eitthvað skynsamlegt. VIII. ÞRIFNAÐUROG KLÆÐNAÐUR Þrifnaður íslendinga var ekki alltaf eins og best var á kosið um aldamótin. Á mörgum sveitabæjum landsins var mikill óþrifnaður, þó skömm sé frá að segja. Margir gerðu sér samt ljósa grein fyrir þessu og um aldamótin var mikið skrifað um þrifnað og klæðaburð í Kvennablaðinu, sem Bríet Bjamhéðinsdóttir ritstýrði. Þó svo að þessar greinar hafí opinberað óþrifnað íslendinga og almennan nirfílshátt í sambandi við klæðaburð, þá voru þær af hinu góða að því leyti, að þær hafa eflaust vakið almenn- ing til umhugsunar um þetta efni. Það er oft óþarfi að elta duttlunga tísk- unnar til að líta sómasamlega út. Þrifalegur klæðnaður er æ augnayndi en óhrein og illa löguð föt skerða oft fegurðartilfinningu manna. Árið 1897 skrifar Sigurður Sigurðsson grein um þetta efni í Kvennablaðið og kallar grein sína „klæðnaður húsmæðra". Hann bendir á það að húsfreyjur, sem ættu að vera best búnar af öllu heimilisfólkinu séu tíðast lakast til fara. Aðalorsökina fyrir þessu telur hann vera þá, að þær verði oft að ganga í að vinna lökustu og óþokkaleg- ustu kvenfólksverkin á heimilinu vegna þess að vinnukonurnar fást ekki til þess. Aðrar orsakir telur hann vera fátækt, óþrifnað, nirfilshátt og fleira. Fátækt finnst honum þó engin afsökun fyrir því að vera illa til fara, því ef húsfreyjur eru þrifnar og nýtnar þá geti þær auðveldiega klætt sig þokka- lega. „Oþrifnaður skartar fáum jafn illa sem konum", svo notuð séu orð Sigurðar og bendir hann á að það veki viðbjóð að sjá óþokkalega klæddar konur fara með mat og böm. Hann bendir samt einnig á að þrifnaður sé að fara í vöxt. Hvað nirfilskapnum viðkemur, þá finnst honum spamaðurinn ganga helst til langt, þegar fólk tímir ekki að fara í aimennilega flík. Margt fleira tínir Sigurður til en ég læt þetta nægja en hins vegar langar mig að vitna í aðra grein sem ónafngreindur maður skrifaði árið 1902, einnig í Kvennablaðið. Þar sem greinin er góð þá ætla ég að láta hana fylgja hér í fullri lengd sinni. „Margir hafa þá skoðun, að við vinnu eigi menn ætíð að vera illa klæddir, og um þetta em bæði karlar og konur oft sam- mála. Þeim finnst það einmitt eigi við, og má þar segja, að „það þurfi ekki að vanda skím handa fátækra manna bami“. Auðvitað er sú vinna til, sem það væri hrein og bein heimskuleg eyðsla að klæða sig við í góð föt. En mörg vinna er líka til, sem er svo þokkaleg, eða getur verið það, ef rétt og þrifalega er að henni farið, að föt þurfa ekki að skemmast við hana, nema af eðlilegu sliti. Tökum til dæmis heyvinnu á túnum eða á þurrlendi í góðu veðri, við hana er mjög leiðinlegt, og meiðir alla fegurðartilfinningu að sjá fólk sóðalega og illa klætt. Alveg er því eins farið að sjá stúlkur sitja inni við vinnu sína, í óhreinum fatagörmum. Þar eiga þær að vera þokkalega klæddar, þó ekki væri af öðru, en af virðingu fyrir hús- bændunum. Eldhúsverkin eru af mörgum kölluð „draslverk", enda em margar stúlkur líka fremur „draslara“legar við þau. En ekki er það viðkunnanlegt að stúlkan, sem er að búa til matinn handa heimilisfólkinu sé í svo óhreinum fötum, að ryk og óhreinka hristist af þeim ofan í hann, eða að menn megi vera hræddir við að það komi fyrir, að hár og hverskonar óhreinleiki fari í matinn í meðferðinni, eða að stúlkan matbúi með óhreinum höndum. Stúlkur þær, sem sóða- lega eru klæddar, gefa sjaldan um, að halda höndum og andliti sínu heldur hreinlegu. En það þarf ekki að fara saman, að vera þokkalega klæddur og viðhafa sundurgerð og eyðslusemi í fataburði. Flestum hús- mæðrum mun þykja skemmtilegra, að stúlk- ur þeirra gangi snoturlega til fara, en þær munu þó flestar óska þess, að þær nýti föt sín, og fari sparlega og þrifalega með þau. Állflestum ungum stúlkum þykir líka skemmtilegra, að vera laglega klæddar. Þótt þær séu í eldhúsi eða mjólki í íjósi, þá er þeim vorkunnarlaust, að vera í þokkalegum peisu- eða treyjufötum. Þær þurfa ekki annað, en klæða sig á morgnana þokkalega, greiða sér og setja upp húfuna. En til hlífðar fötum sínum við óhreinku og sliti, geta þær haft stóra hlífðarsvuntu, jafnsíða pilsinu úr striga, og lausar ermar upp fyrir olnboga, annaðhvort pijónaðar, eða úr einhveiju öðru óvönduðu efni. Innan undir eru þær þá hreinar og þokkalegar, og geta fleygt þess- um hlífðarfötum, þegar þær koma inn, eða hverfa frá óhreinkuverkunum. Margar stúikur þykjast ekki hafa eftii á, að klæða sig laglega hversdagslega, en kaupa sér í þess stað dýr spariföt, dýr sjöl, silkisvuntur, fín klæðispeysuföt o.s.frv. I þessum fötum eru þær einstöku sinnum, og þá mættu flestir halda, að þetta væru allt aðrar stúlkur en þær, sem koma til dyranna daginn áður fram úr eldhúsinu, eins og þær hefðu legið alla sína æfi í öskustó. En betra er minna og jaftiara. Ég fyrir mitt leyti gef miklu meira fyrir þá stúlku, sem ég sé jafnan þrifalega og laglega klædda rúmhelga dagana, þótt hún sé aldrei „fín“ f helgidög- unum, heldur en tilhalds jómfrúmar á klæð- isfötunum og silkisvuntunum á sunndögun-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.