Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 13
meir en þijár aldir séu liðnar frá því hann var ortur. Paul Gerhard var eins og Hall- grímur, maður mikillar þjáningar, missti öll sín böm og síðar konu sína í pestum, sem þráfaldlega gengu yfir Wittenberg, þar sem hann bjó. Sálmar hans minna mjög á sálma Hallgríms hvað einlægni og andagift snertir enda eru þeir mikið sungnir í þýzkum kirkj- um á okkar tímum. Halldór Laxness reyndi meir en margur annar, sem um Passíusálmana hefur fjallað, að skiigreina baksvið þeirra. Beitir hann til þess kenningunni um „víxiláhrif skáldskap- ar og þjóðhags", sem oft er kennd við marxíska bókmenntarannsókn. Hann reynir að skilgeina tengsl Kristsmyndarinnar, guðs-hugmyndarinnar og mannskilningsins annars vagar og þjóðfélagsgerðarinnar hins vegar. Hann sýnir fram á greinilega sam- svöiun þar á milli bæði í samtímaskáldskap Passíusálmanna og í þeim sjálfum. Halldór dregur upp hina kunnuglegu mynd af 17. öldi'nni, sem tæpt var á hér að framan. En hann telur, að valdsmennimir eigi verulega sök á þjáningum fólksins, þeir hafi haldið alþýðu manna niðri og notað í því skyni guðsímyndina og Jesúímyndina, þar sem þeir kenna fólki að líkjast Jesú, sem tekur þjáningunni með þolinmæði og æðru- leysi. Hann beygir sig undir hina voldugu hönd almættisins í þögulli undirgefni í stað þess að hrinda af sér oki hins óréttláta valds. Halldór segir: „Maðurinn á að þola sitt ok bljúgur í takmarkalausri hollustu við vilja guðs, hinna þursalegu máttarvalda sem ráða þjáningum hans. Undir þrældómsokinu er hann bólusettur með hinni austurlenzku goðsögn um Jesú, þolandann alfullkomna sem er í eðli sínu frummynd og samnefnari hins fótumtroðna svívirta manns. Þessu austræna óminnislyfi heldur lénsskipulagið að sárum lýðsins um alla álfuna þótt höfuð- stoðir þess séu aðall og konungur..." Og hann heldur áfram: „Frumhugtak tímanna er refsingin, svipan. Lýðurinn skal um fram allt auðmýkjast, hann skal búa undir svip- unni... Réttlátur er guðinn mikli einn, faðirinn, drottinn, reiðiþrungin karlvera, sem án afláts fullnægir réttlæti sínu með harðleiknustu meðulum á jarðneskum mönn- um.“ Þetta er vel að merkja ekki útlistun á guðfræði Hallgríms Péturssonar í Passíu- sálmunum heldur á guðfræði aldarinnar almennt talað studd ýmsum dæmum úr kveðskap annarra en Hallgríms að mestu leyti. Sannleikurinn er nefnilega sá, að Hallgrímur er hér ekki dæmigerður fúlltrúi eins og sjá má af Passíusálmunum sjálfum. (fóm). Úr fjármálaheiminum: dauði Jesú er lausnargjald fyrir fanga. Og loks er mynd- mál úr herfræðinni: dauði Jesú er barátta við ill öfl tilverunnar. Þama er um að ræða túlkun í lögfræðilegum stíl, kennd við Anselmus frá Kantaraborg á 11. öld (d. 1109). En óhætt er að segja, að engin samstæð kenning hafi verið til í kirkjunni um það hvemig túlka skyldi dauða Jesú áður en Anselmus tók sig til. í kenningu hans sameinast guðfræði og kanónískur réttur lögfræðin er tekin í þjónustu guðfræðinnar. Hin lögfræðilega guðfræði Anselmusar varð ofan á í vesturkirkjunni, bæði þeirri kaþ- ólsku og mótmælendakirkjunum, jafnvel þótt Lúther sjálfur hafi ekki aðhyllzt hana heldur notað aðra foma skýringu, meir í anda austurkirkjunnar. En hvemig vildi Anselmus þá útskýra þjáningu Jesú og dauða? Hann lítur svo á, að Guð sé réttlátur og þoli ekki synd manns- ins. En hann sé líka góður og vilji laga þetta ástand og gera manninum kleift að réttlætast svo hann geti orðið hólpinn bæði um tíma og eilífð. En heiður hans (Guðs) er í veði. Heiður hans og sjálfsvirðing leyfir það ekki, að hann einfaldlega gefi mönnun- um upp allar syndir þeirra og láti eins og ekkert sé. Þess vegna krefst hann þess, að syndir mannanna séu borgaðar til fulls. En það er aðeins hægt af einhveijum, sem er án syndar, réttlátur. En enginn maður er réttlátur í þeim skilningi. Því sendi Guð son sinn til mannanna. Jesúm, sem er einmitt án syndar og því réttlátur. Honum er fómað og þar með er refsingunni fullnægt. Þar með hefur Guð fundið leið til að réttlæta manninn án þess að glata heiðri sínum og sjálfsvirðingu. Megin fylgihugtök friðþægingarkenning- arinnar eru: Iögmál, synd, sekt, refsing, laun, yfirbót, lausnargjald, fullnæging refs- ingar, sáttargjörð o.fl. Og þar með þokar tungutak Nýja testamentisins um náð, miskunnsemi ogumhyggjusemi Guðs. Þótt kenning þessi megi virðast bamaleg og fomfáleg að gerð varð hún þó lífseig og hefur mótað hugsanir kristinna manna fram á þennan dag í þesu efni. Hún náði þó aðeins áhrifum í vesturkirkjunni, ekki í austurkirkjunni (m.a. grísk-orþódoxu kirkj- unni) svo sem fyrr segir. Þar eystra er það ekki hugtakaparið sekt og fyrirgefning sem hæst ber heldur líf og dauði. Af því leiðir kristindóm vemlega annarrar gerðar. I frumkirkjunni vom áhrifamestu guðfræð- ingamir úr austurhluta rómverska ríkisins og því vom áhrif þeirra meiri og áherzlan um leið minni á sekt mannsins en síðar varð í vesturkirkjunni. Friðþægingarkenningin er takmörkuð að því leyti, að hún gerir dauða Jesú að megin- atriði og oft nánast að eina atriði Jesú- atburðarins, sem máli skiptir. Bæði fyrr og síðar hefur kirkjan litið á Jesú-atburðinn sem eina heild: fæðingu, líf og starf Jesú, kenningu hans, þjáningu, fordæmi, kross- dauðaogupprisu. Syndarhugtak rétttrúnaðarins einkennist nánast eingöngu af lögfræðilegum skilningi á hugtakinu synd: synd er glæpur gegn Guði, maðurinn er sífellt sekur í Guðs augum. Friðþægingin er brotttekning sekt- arinnar — að þessu lífí loknu. Hallgrímur yrkir vissulega í anda þessarar kenningar, t.d. segir hann í 25. sálmi: „ .. . blóðskuld og bölvan mína/burt tók Guðs sonar pína. Dýrð sé þér drottinn minn“. Nú á tímum er syndin skilgreind — og þetta er líka biblíuleg og fmmkirkjuleg kenning — sem ástand, sem maðurinn fæðist inn í en er ekki ábyrgur fyrir: firring mannsins, útlegð hans, lífskreppa, tilgangs- leysi. Hjálpræðið felst því í lækningu, frels- un, fótfestu, tilgangi o.s.frv. Ef menn smíð- uðu kenningar í nútímanum þá snerist hjálp- ræðiskenning samtímans um slík hugtök. Og þar nálgumst við austur-kirlquna og um leið ævafoma kirkjulega hefð. Friðarþægingarkenningin er vissulega hluti af hinni kirkjulegu hefð þótt það sé ekki sú kenning, sem ræður ferðinni í kirkju samtímans. Hún er til staðar í hefðinni, í gömlum sálmum, tungutaki, bænum og kirkjulist jafnvel, hún er í textum hinna miklu tónverka föstunnar, passíunum. Hún er með í farangrinum, en ekki virk, boðun kirkjunnar snýst um annað en friðþægingar- kenninguna á okkar tímum. Við verðum að lifa með henni i sátt og samlyndi eins og ýmsu öðru úr hinni kirkjulegu hefð, sem ekki hefur lengur raunhæfu hlutverki að gegna. Allt hefur sinn tíma, tákn og kenn- ingar líka. Þessar staðreyndir hljóta að blasa við hveijum þeim, sem tekur sér fyrir hendur á lesa Passíusálmana í nútímanum. En þar með er ekki öll sagan sögð. 6. Gagnrýni Halldórs Laxness Halidór Laxness ræðst harkalega á frið- þægingarkenninguna í grein sinni Inngángi að Passíusálmum og tekur skýrt fram, að hann telji þá kenningu ekki í miklu samræmi við Nýja testamentið og þar hefur hann lög að mæla eins og fram hefur komið. En hann bendir líka á annan valkost, sem vísar til okkar tíma og felur í sér skírskotun, sem er í fullu gildi: imitatione christi, gamalt hugtak, sem lagt hefur verið út sem breytni eftir Kristi og síðar verður vikið nánar að. Fyrst verður vikið að gagntýni Halldórs. Við fyrstu sýn er ekki erfítt að vera nokkum veginn sammmála Halldóri Lax- ness þegar hann segir: „Margt hið sorgleg- asta í íslenzkum bókmenntum á rót sína að rekja til áhrifa frá Páli og Jóhanni Ger- hardt". Að vísu setur skáldið — að því er virðist — þá Johann og Paul Gerhard undir einn hatt, sem er rangt. Paul Gerhard var uppi litlu síðar en Johann eða 1607-1675 og var innblásið og elskað sálmaskáld. Eftir hann er meðal annars sálmurinn A hendur fel þú honum, og ekki er að sjá, að íslend- ingar hafí haft andúð á þeim sálmi þótt 7. Breytni Nú á tuttugustu öld, einkum eftir seinni heimsstyijöldina, væri kannski ekki flarri lagi að segja, að hugtakið „eftirfylgd" (imit- atio) hafí tekið við af ýmsum öðrum megin- hugtökum í guðfræði og kirkju. Og athyglis- vert er, að Halldór Laxness víkur að þessu undir lok greinar sinnan „Einsog á er vikið í upphafí þessa máls er erfítt að sjá hvar Jesús endar og Hallgrímur byijar í Passíu- sálmum, svo mjótt er bilið milli skálds og skáldskapar. Sagan er fyrst og fremst af því hvernig Hallgrímur fylgir Jesú fótmál fyrir fótmál í kvöl hans, út úr kvöldmáltíðarhúsinu, yfír lækinn Kedron, út í grasgarðinn ...“ (leturbr. undirr.) Hér er því um að ræða eins konar imitatio Christi eða samsömun með Kristi. Halldór Laxness teflir imitatio-hugmynd- inni fram gegn friðþægingarkenningunni í lok greinar sinnar. Sjálfur mun hann ungur að árum hafa orðið fyrir sterkum áhrifum af bókinni Imitatio Christi eftir Thomas frá Kempen (d. 1471), sem er eitt af höfuðritum kirkjusögunnar. Hefur sú bók ekki aðeins haft áhrif á trúarskilning hans heldur og á mörg skáidverk hans, þar sem eftirfylgdin (imitatio) liggur greinilega til grundvallar. Grein Halldórs er því jákvætt innlegg í umræðu um Passíusálmana og tilraun til þess að skilja þá á öðrum forsendum en hinum upphaflegu. Trúin felst að þessum skilningi í samsöm- un: imitatío Christí. Að trúa felst í því að líkjast eða samsamast Kristi. Með öðrum orðum: trúin fjallar um að vera, hún kallar á ákveðin lífsstíl, lífsviðhorf. Hún er með öðrum orðum ekki kenning; kenningar eru mannanna verk, gerðar m.a. til þess að samræma boðskapinn og auð- velda mönnum að skilja hann á hveijum tíma. En þær eru ekki óforgengilegar. Til- hneigingu til að gera kenningar óforgengi- legar mætti líkja við skurðgoðadýrkun: mannanna verk eru sett í öndvegi. Hugtakið imitatio hefur skotið upp kollin- um í guðfræði tuttugustu aldar heldur betur. í margra augum er það eins konar lykil- hugtak fyrir guðfræði og kirkjuskilning frá því á árunum fyrir seinni heimsstyijöldina. Sá guðfræðingur, sem mestan þátt hefur LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. MARZ 1986 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.