Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 8
Halldór Bjöm Runólfason L«sbók/Ami Sæberg Halldór Björn Runólfsson hefur í rúman hálfan áratug verið einn afkastamesti myndlistar- gagnrýnandi landsins og jafnframt látið tölu- vert til sín taka í almennri menningarum- ræðu. Nú haslar hann sér völl á nýjum vett- Halldór Björn Runólfs- son leggur frá sér penna gagnrýnandans en hef- ur tekið sér pensil list- málarans í hönd og heldur sýningu, sem opnuð verður í dag í Nýlistasafninu. vangi; hann er að opna fyrstu málverkasýn- ingu sína og verður hún í Nýlistasafninu. Stundum er sagt að flestallir bókmennta- gagnrýnendur séu misheppnuð skáld eða þeir gangi að minnsta kosti með skáld í maganum. Skyldi þetta eiga við um mynd- listargagnrýnandann Halldór Bjöm? Ekki vildi hann beinlínis taka undir það. „Ég held að málarinn hafi komið á undan listfræðingnum í mínu tilfelli. Það var eigin- lega fyrir slysni að ég fór að læra listfræði. Mig langaði út í heim og þá bauðst mér franskur styrkur til listfræðináms og ég gat ekki annað en þegið hann. En jafnframt hinu raunverulega námi var ég að dunda í myndlistarskóla, svona til að halda mér við. Þegar ég kom heim frá Frakklandi ’79 hellti ég mér út í vinnu og húsnæðiskaup svo myndlistin sat á hakanum enn um sinn. 1982 fór ég aftur að fást við myndgerð og hef aukið það jafnt og þétt síðan." Við skuium ekki fara geyst. Segðu mér frá þvi hveraig þú lentir í mynd- listinni. „Nú, ég er fæddur í Reykjavík og allar mínar rætur aftur í þriðja ættlið eru hér á mölinni. Ég mun víst hafa verið síteiknandi þegar ég var lítill en þegar ég óx úr grasi færðist áhuginn yfir á aðrar listgreinar. Á tímabili ætlaði ég mér að verða skáld og tónlist spilaði líka stóra rullu í mínu lífi — og gerir enn. Pabbi var og er mikill áhuga- maður um klassíska tónlist og þannig lærði ég að meta hana. Að ég skyldi á endanum hafa kosið myndlistina var kannski tilviljun, fremur en nokkuð annað, og ég sæki mikið inspírasjón bæði í bókmenntir og tónlist. En þannig var að þegar ég fermdist fékk ég svolitlar málaragræjur að gjöf og það kveikti aftur hjá mér áhugann. Þá hafði ég sáralítið teiknað í þó nokkur ár. Nú fór ég að fikra mig áfram, byijaði ósköp pent enda voru græjumar ekki merkilegar í sjálfu sér, og fór um leið að viða að mér alskonar fróð- leik um myndlist. Ég datt niður á bók Irving Stone um líf Van Gogh og í upphafi voru myndimar mínar líklega undir töluverðum áhrifum frá Van Gogh og impressjónistun- um. Svo þegar ég kom í menntaskóla magnaðist myndlistaráhuginn um allan helming." HEITT í kolunum á Spáni Hvers vegna? „Ja, það er ekki gott að segja en skóla- yfirvöldin voru altént mjög hliðholl listum. Ég var í fyrsta árgangi Hamrahlíðarskólans; það vom engar hefðir í skólanum og á brattann að sækja gagnvart MR en andinn sem ríkti innan veggja skóians gaf listum byr undir báða vængi. Þama í skólanum staðfestist áhugi minn á myndlist, ef svo má segja. Ég orti að vísu dálítið af ljóðum og skrifaði fáeinar smásögur en eftir stúd- entspróf fór ég til Spánar til að læra mynd- list, til Barcelona." Þetta var veturinn 1970—71, er ekki svo? Þá ku hafa verið miklar róstur á Spáni og ekki síst í skólum landsins. „Já, enda fór svo að það varð minna úr námi en efni stóðu til. Éftir að tíu Baskar voru dæmdir til dauða fyrir að drepa lög- reglustjóra einn var mjög heitt í kolunum ogyfirvöldin hikuðu ekki við að loka skólum þegar þeim bauð svo við að horfa. Ég kom þess vegna heim eftir fyrsta veturinn og settist næsta haust í Myndlista- og handíða- skóla íslands." Hvaða deild valdirðu þér þar? „Ég var í svokallaðri fijálsri myndlist en lauk aldrei námi. Eftir tvo vetur bauðst mér þessi styrkur sem ég minntist á áðan og ég ákvað að þiggja hann. Kannski var það axarskaft, ég veit það ekki, og heid varla. I Prakklandi kynntist ég mikill nýsköpun í listum og lærði það sem mér þykir nú einna mikilvægast í sköpunarstarfi: að það þýðir sjaldnast að ætla sér að ganga hreint og beint til verks. Maður verður að hafa þekk- ingu á því sem maður vill gera og því sem baki býr.“ Menntunarskortur Akkilesarhæll ÍSLENSKRA Myndlistarmanna Þú heldur ekki að listfræðinámið hafi gert þig of gagnrýninn á eigin list- sköpun — þú hugsir svo mikið um hvað þú ert að gera að það verði þving- andi? „Það má vera; vissulega er þessi hætta fyrir hendi. En ég geri mér grein fyrir henni og berst meðvitað á móti. Þegar á heildina er litið tel ég að mér takist að spoma við þeim óheillavænlegu áhrifum sem listfræði- námið hefði hugsanlega geta valdið. Hins vegar," segir Halldór Bjöm með áherslu, „hefur listfræðin að sjálfsögðu mjög vítt gildi fyrir mig sem myndlistarmann. Eg hef farið í saumana á svo til allri list þó nútíma- listin hafi að vísu verið mitt sérsvið úti í Frakklandi. Um það leyti sem ég var í Frakklandi, ’73—’79, voru mjög í deiglunni tengsl milli myndlistar og bókmennta — ekki síst fyrir áhrif frá þeim bókmennta- mönnum sem nefndir vom „nýju krítíkeram- ir“, það er að segja strúktúralistamir. Sú umræða öll hafði mjög hvetjandi áhrif á mig og ég held að hún hafi gert mig — sem myndlistarmann — óragari við að fara út í þá hluti sem standa mér næst. Þekkingin sem ég aflaði mér þama úti hefur að mínu mati frelsað mig undan því að eltast um of við strauma og stefnur." Þú talaðir líka um þekkinguna hér rétt áðan. Hvað áttu við? „Ja, ég held til að mynda að Akkilesar- hæll íslenskrar myndlistar — og nú tala ég ekki sem gagnrýnandi! — sé... hvað á ég að kalla það: viss menntunarskortur. Þá á ég við alhliða menntun, menntun í menn- ingu. Við Myndlistaskólann hér er áherslan aðeins lögð á verklega kennslu en teórían, og menningin, sem myndlistin er sprottin úr, verður útundan. Þessi Akkilesarhæll verður því meira áberandi ef maður ber myndlist hér saman við list þeirra þjóða sem hvað best eru verseraðar í bókmenntum, tónlist og svo framvegis. Latnesku þjóðimar standa á gömlum merg að þessu leyti og ég hef tekið eftir því að Guðbergur Bergsson, sem verið hefur langdvölum á Spáni, er einn fárra sem taka undir þetta með menntunar- skortinn. Margir virðast ekki vita almenni- lega hvað ég er að fara með þessu og halda jafnvel að þetta sé bara hrokagikksháttur." „ÁVARP“ Þú hefur fjallað um þessa hluti hvað eftir annað í gagnrýni þinni... „Jaá... Sjáðu til, þegar ég kom hingað heim og fór að skrifa gagnrýni vissi ég 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.