Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 3
J taunri Msii i Ufj t)£ vd b; ,rrur:>. t'irjiJrdmi 1 i 1 E [F] N 1 i.ianx-g HlaHaliaHuiSHSBSlöHailllHllll Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoö- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 10100. Forsíðan Hver sýningin rekur nú aðra á Kjarvalsstöð- um og næstur er Valtýr Pétursson. Hann opnar sýningu sína í dag og þar er að sjá m.a. myndina sem hér er prentuð á forsíðu og er frá Þingvöllum. Kvenklæðnaður til notkunar á hátíðum og tyllidögum var hér um aldamótin bundinn við íslenzkan búning, sem svo var nefndur, upphlut og peysuföt. Þá fóru sumar konur að láta sjá sig í evr- ópskum fötum, pilsi og blússu eða kjólum, en það var kallað „óþjóðlegt marglæti" og litið illu auga í fyrstu. Frá því segir Anna Berglind Jóhannesdóttir. Páskarnir eru í nánd og af því tilefni skrifar séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum ritgerð sína um Hallgrím Pétursson, sem „vill ekki aðeins þakka lausnara sínum heldur líkjast honum: verða eins og hann, fylgja honum lífið á enda fótmál fyrir fótmál". Halldór Björn Runólfsson er listfræðingur og hefur skrifað myndlistargagnrýni í Þjóðviljann. Hann ætl- aði sér í upphafi að verða myndlistarmaður og segir frá því í viðtali við Illuga Jökulsson. Hann gaf þann draum heldur aldrei frá sér og nú heldur hann sýningu í Nýlistasafninu og „leggst á höggstokkinn" eins og hann segir sjálfur. JÓN HELGASON Á Rauðsgili Enn ég um Fellaflóann geng, fínn eins og titríng ígömlum streng, hugann grunar hjá grassins rót gamalt spor eftir lítinn fót. Hugrökk teygist á háum legg hvönnin fram yfirgljúfravegg, dumbrauðu höfði um dægrin Ijós drúpirhin vota engjarós. Löngum íæsku ég undi við angandi hvamminn oggilsins nið, ómuraffossum og flugastraum fléttaðist síðan viðhvern minn draum. Mjaðarjurt, hvaðþú ert mild ogskær, mjög er ég feginn, systir kær, afturaðhitta þigeina stund; atvikin banna þó langan fund: Handan við Okið er hafið grátt, heiðarfugl stefnir í suðurátt, langt mun hans flug áður dagur dvín, drýgri erþó spölurinn heim til mín. Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn fæddist á Rauðsgili i Borgar- firði 1899 og er nýlátinn eins og öllum er í fersku minni. Hann var forstöðumaöur stofnunar Árna Magnússonar í Höfn og allan sinn langa starfsferil bjó hann þar. Ljóðabók hans, Úr landsuðri, sem út kom 1939, skipaði honum á bekk með öndvegisskáldum. Yrkisefni Jóns eru mjög tengd landi og sögu, en í Ijóöinu sem hér birtist, víkur hann að eigin rótum og uppruna. Inýlegri samantekt um sóðaskap íslendinga á öldinni sem leið og í upphafi þessarar, komst undir- ritaður að þeirri niðurstöðu, að hann heyrði til liðinni tíð og að það væri mesta og merkasta menningarátak, sem þessi þjóð hefði gert. Ég sé nú að ég hefði átt að slá nokkra vamagla. Borið saman við lýsingar á illa þefjandi híbýlum og þann ósið að hrækja á gólfin heima hjá sér jafnt sem annars staðar, erum við ugglaust kattþrifin. En allt er afstætt. Hin endanlega niðurstaða hlýtur að fara eftir því, hvaða viðmiðun er höfð í huga og sé litið til Svissara og Austur- ríkismanna til dæmis, má augljóst vera, að víða vantar uppá. Síðan ég gerði þessa samantekt og birti í Lesbók á þorra, hefur komið í ljós, að tannhirða Islendinga er vægast sagt afleit og tannskemmdir þar af leiðandi með mesta móti. Hjá þjóð sem setur heimsmet í sykur- og sælgætisáti er vitaskuld afdrifaríkt að hafa ekki tannhirðu í lagi^ en mig grunar að víðar sé pottur brotinn en hér, þótt ekki afsaki það neitt. í sumar kom ég til dæmis inn í frægan bjórkjallara í Miinchen í Þýzka- landi og aldrei hef ég séð annað eins tann- leysi og hjá stórum hópi þar. Nútfma sóðar Síðan greinarnar birtust um sóðaskap íslendinga hefur það og gerst, að Ómar Ragnarsson hefur vakið rækilega athygli á því í sjónvarpinu, hvernig sumir umgangast landið sitt, þegar þeir bregða sér í bíl- eða vélsleðaferðir um hálendið að vetrarlagi. Engir aðrir en erkisóðar láta sér sæma að skilja eftir dósir og hyrnur í slóð sinni. Það er aðeins stigsmunur á því og að hrækja á gólfín. Ég minnist þess einnig frá Þingvöll- um, að maður stöðvaði bíl sinn og fleygði nokkrum brotnum flöskum aftur fyrir hann, en bakkaði síðan yfir hrúguna, svo brotin þeyttust í allar áttir. Bílsóðar eru alveg sérstök tegund af sóðum og verstir eru þeir sem ráðast á landið í bókstaflegum skilningi og tætast á jeppum yfir viðkvæman öræfa- gróður. Slíka menn ætti að taka fasta, ef þeir nást, og dæma til þeirrar refsingar að græða upp það sem þeir hafa skemmt. Drykkjuskapur sá, sem viðgengst í vélsleða- ferðum og þau Hveravallahjón lýstu í áður nefndum sjónvarpsþætti, er áreiðanlega ekki til að bæta umgengnina. Ekki hef ég á móti hóflega drukknu víni, þar sem það á við, en ég get ekki ímyndað mér að hægt sé að njóta öræfanna í vélsleðaferð með því að vera annaðhvort fullur eða timbraður. En það er önnur saga. Ur því verið er að rifja upp eitt og annað um nútíma sóðaskap, er ekki úr vegi að minnast fáeinum orðum á reykingasóðana, sem eru mestir sóðar í nútímanum og þar að auki æði margir. Einhver árangur hefur náðst í að bæta andrúmsloft á vinnustöðum eftir að reykingar þar áttu að heita bannað- ar. En frekja og tillitsleysi reykingafólks er svo yfírgengileg, að margir virða alls ekki þetta boð og halda áfram að spúa eiturfýlunni yfir samstarfsmenn sína. Nú hefur komið í ljós og þykir vera sannað, að þeir sem ekki reykja eru í stórfelldri hættu gagnvart lungnakrabbameini, séu þeir daglega innan um reykingafólk. Sumir vísindamenn hafa haldið því fram, að þær breytingar verði á reyknum þegar hann berst út í loftið, að hann verði í rauninni enn hættulegri en sá reykur sem reykinga- maðurinn sjálfur fær ofan í sig. Þetta er ekki lengur spurning um sóðaskap, eða til- litssemi við þá sem gjaman vilja halda heilsu, heldur um rétt hvers sem er á óm- enguðu andrúmslofti. Sá réttur hlýtur að vera grundvallaratriði í lífinu eftir því sem við verður komið í nútímanum. Loftmengun af völdum iðnaðar er víða svo mikil, að fólk á engan kost á hreinu andrúmslofti. Hér er því sem betur fer öðruvísi farið og þeir sem meta heilsufar sitt einhvers hafa verið alltof umburðarlyndir við reykingasóðana. Margt væri að lokum hægt að segja um málsóðana, sem ata tunguna auri ef svo mætti segja og eru svo hundflatir fyrir öllu útlendu, að skyndibitastaðir þeirra verða að heita Southérn Fried, Kentucky Fried, Texas Snack Bar og annað álíka. Tuskubúðir sem lifna og deyja í senn, verða helzt að hafa enskar nafngiftir, en gleðileg vakning er í dægurlagabransanum, þar sem nú þykir vænlegra með tilliti til vinsældalistans að raula á íslenzku. Menntamálaráðherrann hefur nýlega bannað erlenda íþróttaþætti, nema kjaftað sé inná þá. Það var næsta óþarft og nánast algert klaufaspark. Nær væri að setja einhverjar skorður gagnvart sóðaskapnum í nafngiftunum. Því miður; ég verð víst að draga í land og viðurkenna, að þrátt fyrir allt, sem áunnizt hefur, eru íslendingar enn sóðar á ýmsum sviðum. GfSLI SlGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. MARZ 1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.