Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Qupperneq 9
\~ Rætur harmleikains — akrylmynd 1985. varla hvað ég var að fara út í. Enda var sjálf dagblaðagagnrýnin ekki endilega það sem ég stefndi að. Ég stefndi fyrst og fremst að því að verða virkur í einhvers konar starfí að nútímalistum og mér líkaði það ekki of vel þegar æ stærri hluti minnar vinnu fór að felast í gagnrýni. Vitaskuld er blaða- gagnrýni þarfleg og líklega kæmumst við ekki af án hennar, en ein sér hefur hún takmarkað gildi. Hún festist iðulega í ákveðnu fari og til þess að efla umræðuna þurfum við umfram allt tímarit. Skrýtinn þessi skortur á hvers konar listatímaritum hér á landi. Við eigum að vísu fáein bók- menntatímarit en það sárvantar tímarit um myndlist, tónlist og fleiri greinar. Ég held að fyrr eða síðar verði myndlistin að eignast sitt eigið málgagn. Útvarp og sjónvarp geta líka gert miklu meira til þess að efla listir f landinu og ég hef áður bent á þá skyldu ríkisfjölmiðlanna að ráða til sín sérstaka menningarfréttamenn — rétt eins og íþrótta- fréttamenn þykja sjálfsagðir. Dæmi sem stundum er nefnt í þessu sambandi og ýmsir kannast við er þátturinn Apostrophe í franska sjónvarpinu. Apostrophe — sem þýðir „Ávarp" — er einn vinsælasti þáttur sjónvarpsins úti en hann fjallar ekki um íþróttir heldur um bókmenntir. Þangað koma rithöfundar, gagnrýnendur og aðrir bókmenntamenn og ræða um það sem efst er á baugi. Stundum rífast þeir eins og hundar og kettir og allt fer í háaloft og það er auðvitað voðalega skemmtilegt en fyrst og fremst er þetta fræðandi og upplýsandi þáttur. Ég er ekki í vafa um að slíkur þátt- ur hér yrði jafn vinsæil og úti í Frakklandi — og þá einnig álíka þættir um myndlist, tónlist og fleira. Svona þættir verða að byggjast upp á þátttöku og umræðum lista- mannanna sjálfra — og svo leikmanna.“ Obbinn Af Íslendingum ÁKAFIÍ 19.ÓLDINNI Hveiju gæti slíkur þáttur um myndlist til dæmis komið til leiðar, heldurðu? „Ja, eins og ég vék að áðan þegar ég talaði um menntunarskortinn, þá vantar okkur svo mikið undirstöðu hér á íslandi. Okkur gengur, svo dæmi sé tekið, ótrúlega illa að skilja grundvallaratriði módemismans af því að við höfum ekki þekkingu til þess; við emm utanveltu í kúltúmum. Enda skilst mér að obbinn af fslensku þjóðinni sé enn á kafi í nítjándu öldinni — rómantík og raunsæi. Þetta er ergilegt." Má ég spyrja þig hvað þér finnst, sem gagnrýnanda, um stöðu íslenskrar myndUstar nú? — þó ég viti að spurn- ingin sé fáránleg. „Já, þú segir nokkuð! Ég held að íslend- ingar hafi mikinn kraft innra með sér, ein- hvem fmmkraft, og ég er ekki einn um þá skoðun. Margir útlendingar sem hingað koma minnast á þetta sama. Afköstin em ekkert smáræði og ég held að fjölmargir myndlistarmenn hafi flest það til bmnns að bera sem þarf til að þeir geti orðið góðir. Enn og aftur kem ég að menntunarskortin- um — af hans völdum lenda nefnilega alltof margir góðir menn í einfóldum eftiröpunum þess sem aðrir hafa gert, þeir taka hráa hluti frá öðmm án þess að hugur fylgi máli. Ekki endilega meðvitað heldur vegna þess að fræðilegur gmndvöllur er ekki fyrir hendi. Þar af leiðandi em þeir of sjónrænir, þó það kunni að virðast mótsagnakennt. Þetta á ekki við um alla; ég er þeirrar skoðunar að við eigum fimm til tíu afburða myndlistarmenn af yngri kynslóð og þeir bera af einmitt vegna þess að þeir em þenkjandi manneskjur. Sjáðu til. Eftir kon- sept-listina geta myndlistarmenn með engu móti verið bara handverksmenn — þeir verða að vera hugsandi manneskjur, jaftivel heim- spekingar. Þeir sem hafa náð lengst, það em þeir sem hafa gert sér grein fyrir hugmyndalegum bakgmnni þess sem þeir em að fást við. Menn verða að átta sig á því að sá tími er liðinn að myndlist var eingöngu veisla fyrir augað." AF Hverju Eigum VIÐ ENGA SÚRREALISTA? En hún er veisla samt, eða hvað? „Jújú, vitaskuld er myndlist eftir sem áður veisla, skárra væri nú. Það má heldur ekki taka þetta of alvarlega. Ástæðan fyrir því að konsept-listin lagði upp laupana var jú sú að menn komust að því að hugmyndin ein var ekki nóg. Það varð að finna ein- hveija málamiðlun, menn komast aldrei hjá handverkinu, og þetta er meginorsök þess hversu mikinn kipp málverkið tók fyrir fáum ámm. Ég held raunar að við lifum á skemmtilegumt tímum í málaralist. Ýmsir dogmar módemismans em liðnir undir lok og það er sprenging í myndlistinni. Menn geta í rauninni gert hvað sem þeim sýnist en þá ríður auðvitað á að þeir séu um leið afar gagnrýnir á sjálfa sig. Svona tímar held ég að séu nýlunda á íslandi. Hér hefur ein stefna oftastnær ráðið ríkjum og kýlt niður eiginlega allt annað, svo að ótal lista- menn hafa neyðst til þess að vinna gegn eigin sannfæringu — til þess hreinlega að hljóta náð almennings og jafnvel kollega sinna. Það er hætt við að svona fari í litlum þjóðfélögum, að það reynist erfitt að halda úti plúralisma. Það er til að mynda merkilegt að hér hefur aldrei verið einn einasti súrreal- isti — nema i mesta lagi Erró, rétt í upphafi ferils síns. Milli stríða var þessi stefna alls- ráðandi úti í heimi en hér sigldi hún hjá ströndu og þannig hefur farið fyrir fleiri stefnum. Þetta gerir menningu okkar óneit- anlega fátækari en ella.“ Að Lesa MÁLVERK EinsOgBók Við skulum þá víkja að sýningunni þinni í Nýlistasafninu. Hvað sýnirðu þar? „Ég er með töluvert af smámyndum sem ég hef málað með þekjulitum og svo nokkur stór olíu- og akrýlmálverk. Hvemig ætti ég nú að lýsa þeim svo aö eitthvert vit verði í?“ Halldór Bjöm þarf raunar ekki að hugsa sig lengi um: „Umfram allt held ég að ég sé fígúratifur. Maðurinn er alltaf nálægur í myndum mínum og ef til vill er það ég sjálfur. Ég álít líka að myndimar séu sviðs- kenndar, ef svo má að orði komast; ég byggi á alls konar goðsögum sem eg heimfæri síðan upp á eigin veruleika. Áhrifin koma úr öllum áttum, allt frá Hómer til James Joyce. Ég hef mikinn áhuga á ýmiss konar frumstæðum trúarbrögðum og sögnum og slíkt hnígur ótrúlega oft í svipaðan farveg — við höfum völundarhúsið, Odysseifsferð- ina, vefinn, vef Penelópu — og einhvem veginn finnur þetta sér stað í myndum mín- um. íslendingasögumar hafa að sjálfsögðu líka haft mikil áhrif á minn hugmyndaheim en úr honum em myndimar sprottnar. Tón- list sömuleiðis og þá kannski fyrst og fremst óperar Wagners. Ég er ekki frá því að þær hafi átt sinn þátt í því að ég fór að fást við myndlist aftur." Geturðu lýst því hvernig ein listgrein getur orðið inspírasjón að annarri? „Það er miklum erfiðleikum háð — því þó ég tali um að bókmenntir hafi haft áhrif á myndir mínar þá á ég raunar ekki við að ég sé að myndskreyta eða mála upp ein- hvetjar sögur. Ég reyni að skoða hvert verk fyrir sig og vinna síðan myndverk eftir svipuðum nótum. Þetta er náttúrlega ekki ólíkt því sem symbólistamir vora að gera á sínum tíma. Ég hef líka mikið kynnt mér grísk-rómverska málverkið og síðast en ekki síst miðaldalist og mig langar að gera eitthvað svipað og myndlistarmenn vora að gera á miðöldum. Þeir litu nefnilega ekki á myndverkið sem heillsteypta sýn eins og endurreisnarmennimir fóra að gera. Endur- reisnarmennimir máluðu einhvem atburð eitt gefíð augnablik en miðaldamennimir vora miklu lausari í reipunum. Það má lesa verk þeirra eins og bók, jafnvel frá vinstri til hægri, og eins og í bókum er alltaf eitt- hvað milli línanna. Eg hef áhuga á að nálg- ast þetta — að menn líti ekki á myndimar mínar, segi: Aha, svona er nú þessi, og labbi svo í burtu." Set Mig Undir Fallöxina Nýja málverkið, margfrægt. Hefurðu orðið fyrir áhrifum af því? „Já, vissulega hef ég orðið fyrir áhrif- um frá því en mest kannski á þann hátt að ég fann að það var aftur geriegt að mála málverk. Ég hef reynt að forðast ýmsar þær klisjur sem ganga ljósum logum í nýja málverkinu og kannski helst því þýska. Ég er miklu hrifnari af ítölun- um enda byggja þeir á þessari hefð sem ég var að tala um og þeir gera mikið af því að mála mítur. Vandamálið hér á ís- landi er það að það er erfitt að finna farveg fyrir táknræna list; það er erfitt að fínna sér módel. íslendingasögumar era kannski eina módelið sem við eigum — þar birtast þessar alþjóðlegu goðsögur í okkar umhverfi og okkar arfleifð. Þessi skortur á módelum hefur alltaf staðið myndlistarmönnum á íslandi fyrir þrifum og stundum verða þeir að svíkja svolítið sína föðurleifð." Ertu taugaóstyrkur fyrir opnun sýn- ingarinnar? „Nei,“ svarar Halldór Bjöm hiklítið, „ég held ég sé aðallega spenntur. Ég er búinn að brynja mig fyrir allri gagnrýni enda get ég varla vænst þess að hún verði sérstaklega góð. Ég veit líka að það koma kannski einhveijir þeirra sem eiga um sárt að binda af mínum völdum og hlakka yfir því hvað ég sé lélegur. En það tjóir ekki að hafa áhyggjur af því,“ hlær hann, „ég er búinn að setja mig undir fallöxina. Eða eins og ég hef orðað það; af því sýningin verður opnuð 27. mars sem er föstudagurinn langi — þá get ég eins búist við því að verða kross- festur á minn hátt!“ LESBOK MORGUNBLAÐSINS 22. MARZ 1986 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.