Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 14
Eg horfí á þig sofa. Þú ert fímm ára og falleg. Þegar þú sefur gleymir þú óhamingju þinni. Manst ekki eftir löngum þreytandi dög- um á leikskólanum, ótal ókunnugum andlitum sem gæta þín á kvöld- in, skömminni þegar þú pissar undir... svona stór stelpa. Dreymir þig ef til vill að þú eigir enn pabba? Að hann hafí aldrei farið frá þér og mömmu, til hinnar konunnar. Þú brosir. Ég veit að draumamir þínir eru rauðir og hlýir, í draumheimi átt þú athygli allra. Þú komst til mín í morgun, úfín óhrein og illa klædd. Þú hélst fast í hönd leður- klæddrar móður þinnar. Hún afsakaði út- ganginn á þér. Það er aldrei hægt að hafa steipuna almennilega til fara, sagði hún, hún Katla er subba og pissar í öll föt sem ég set hana í. Þú fórst hjá þér, ég líka. Hvemig var hægt að vera svona miskunnarlaus. Hún mátti ekki vera að því að stoppa, kyssti okkur snöggt á kinnina, og var þotin. í augum þínum engin tár, aðeins tóm og vonbrigði. Ég tók í hönd þína, við fórum saman í bað, og ég klippti toppinn frá sorgmæddu augunum þínum. Á morgun sauma ég á þig kjól, það er orðinn árviss viðburður, sem ég veit að þú hlakkar til. Þú verður hjá mér í tvær vikur. Á leikskól- anum er sumarleyfí og hjá mömmu þinni getur þú ekki verið. Hún þarf að vinna. Saumaklúbbur. Andstyggilegt fyrirbæri. Samt sem áður hluti af lífínu, ef ég á að halda í vinkonumar. Fastir liðir eins og venjulega . . . tertumar era afbragð Guðrún, er uppskriftin leyndar- mál? .. .Siggi er að taka tennur, ég hef ekki sofíð heila nótt í margar vikur.. lttu mig vita það elskan, Gulli er búinn að vera með Smásaga eftir Sigríði Pétursdóttur '85 nefndin á Akureyri sem vann að því að minnast loka Kvennaáratug- ar Sameinuðu Þjóðanna, efndi m.a. til smásagna- og ljóðakeppni norð- ienskra kvenna. Barst efni frá um 30 konum í keppnina, en verðlaun voru veitt á Kvennafrídaginn 24. október sl. Fyrir besta Ijóðið hlaut Guðbjörg Þórðardóttir verðlaun og Sigríður Pétursdóttir, fyrir bestu smásöguna, „Kviku“, sem hér er birt. „Það er endalaust búið að segja frá þreyttum húsmæðrum og mæðrum í íslenskum bókmenntum og kominn tími til að gera annað, “ segir höfundurinn, 24 ára gamall Hús- víkingur, kennari ogleikkona hjá leikfélagi Akureyrar. flensu síðan við fluttum f nýja húsið, ég hef ekki sofíð lengi. ... Já, vel á minnst Dolla, ertu búin að kaupa gardínur fyrir eldhúsgluggana? Ég keypti mér svartar í „Hreiðrinu" um daginn, alyeg stórkpstlegar, að vísu dýrar, en þær eru vjrkilegífeign. Þessar umræður leiði ég hjá mér, en kvíði ósjálfrátt fyrir því sem ég veit að þær taka næst fyrir. í þetta skipti er það móðir Kötlu sem byijar. Má ekki bjóða þér konfektköku Nína, þú ert kannski að passa línumar? Ætlarðu ekkert að fara að ná þér í mann og eignast böm? Þær flissa spenntar. Ég brosi og reyni að koma fyrir tón umburðarlyndis í röddinni. Málverkin era mín afkvæmi, þeim þarf ég ekki að koma fyrir á dagheimili. Vandræðaleg þögn. Úr augnaráði þeirra les ég öfund og fyrirlitningu. í þetta skipti vann ég. Á morgun kemur móðir þín og sækir þig. Ég get ekki sofnað. Horfí á lítið andlit, sem nú er orðið útitek- ið. í kvöld sagði ég þér ótal sögur og ævin- týri, þú neitaðir að sofna af því að þetta var síðasta kvöldið okkar. Mig langar til að vera hjá þér alltaf, sagðir þú, ég vil ekki fara til mömmu og nýja mannsins. Skeggið stingur, þegar hann kyssir mig. Hvemig átti ég að svara þér? Hvað var ég búin að gera? Eyðileggja samband móður og bams, heilagar tilfínningar. Ég reyndi aðeins að láta þér líða vel. Ég þurfti lítið að hafa fyrir þér, þegar þú varðst leið á fíðrildaveiðunum, komst þú hlaupandi inn í vinnustofuna til mín og baðst um blað og liti. Ég ætla að verða málarakona eins og þú Nína mín, sagðir þú, og hófst handa. Eitt sinn komst þú til mín rjóð í kinnum með blaðið fyrir aftan bak. Ég mála ekki eins fallega og þú Nína, en sjáðu ég málaði okkur. Þú ert drottningin og ég er litla prinsessan þín, við sitjum í rauðum sófa. Þar ætlum við að sitja allan daginn og borða súkkulaði. Ég reyndi að fela tárin, og sagði þér að myndin væri falleg. Þú ljómaðir, og gafst mér hana. Móðir þín er komin, hún er að flýta sér. Var hún hræðileg, spyr hún, tekur í hönd þér og segir óþolinmóðum rómi... Kveddu nú Nínu ogþakkaðu fyrir þig. Þú tekur utan um hálsinn á mér, augu þín geyma nú aftur tóm og vonbrigði. Ég rejmdi að brosa, þegar ég horfí á eftir þér, þar sem þú gengur smáum skrefum út í þjóðfélag sem ekki gerir ráð fyrir börnum. átt í því að móta þessa guðfræði var Þjóð- veijinn Dietrich Bonhoeffer (1906-1945). Hann var ekki aðeins afkastamikill og frá- bær guðfræðingur heldur vegur fordæmi hans ekki minna. Bonhoeffer tók mikinn þátt í andspymuhreyfíngunni og einnig tók hann þátt í samsærinu gegn Hitler 20. júlí 1944 og var tekinn af lífí í fangabúðum nazista í Flossenburg í Suður-Þýzkalandi 9. apríl 1945 fáeinum dögum áður en búðim- ar vora frelsaðar. Bonhoeffer hefur haft veraleg áhrif á guðfræði aldarinnar og hafa rit hans og fordæmi átt sinn þátt í að vekja nýjar guðfræðistefnur til lífs. Eitt megin- hugtak í hugsun hans er einmitt hugtakið imitatio eða eftirfylgd. Titill á einu þekkt- asta verki Bonhoeffers, útleggingu hans á Fjallræðunni, er Nachfolge (eftirfylgd). Sú bók hefur komið út á 15 tungumálum. Sama hugtak gæti einmitt verið megin- hugtak Passíusálmanna. Píslarsagan sýnir — og á það leggur Hallgrímur áherzlu — að trúin á Jesúm sé krefjandi og kunni jafnvel að kosta þjáningu. Trúin rétt eins og ástin tekur þá þjáningu með í reikning- inn. Þessi vitund var sterk í frumkirkjunni, að trúa er að feta í fótspor Jesú — „fótmál fyrir fótmál" — og líkjast honum í stað þess að trúa á einhveija ákveðna kenningu um hann. Á þessu er vissulega reginmunur. Okkar tímar eiga ekkert passíusálma- skáld á borð við sr. Hallgrím þótt þjáningin sé á einn eða annan hátt sígilt viðfangsefni skálda og listamanna. En forvitnilegt væri að gera sér í hugarlund, hvernig guðfræði slíkra sálma yrði borin saman við Passíu- sáimana út frá því sem sagt hefur verið. Svo virðist sem. þetta kæmi á daginn: Reiði Guðs er ekki þáttur í skilgreiningu þjáningarinnar eins og á sautjándu öld. Þá yrði hjálpræðisverkið ekki túlkað í lög- fræðilegum hugtökum í sama mæli og sr. Hallgrímur gerir: dauði Jesú er ekki skilinn sem fullnæging refsingar eins og á tímum lútherska rétttrúnaðarins. Það sem óbreytt stæði væri trúin sjálf: traustið á athvarf mannsins hjá Guði: „Við þennan branninn þyrstur dvel ég/þar mun ég nýja krafta fá“. Og enn fremur kallið til eftirfylgdar eða samsemdar (imitatio). 8. Krossinn Og Valdið Gagnrýni Halldórs er ekki gagnrýni á boðskapinn sjálfan heldur misbeitingu hans og eða misskilning hans. Það er forvitnilegt að láta söguna skera úr um það, hvort boðskapurinn um hinn krossfesta Jesúm Krist hefur verið kúgunartæki eða hið gagnstæða. Þegar maður blaðar í sögu undanfarinna áratuga og nöfn eins og Martin Luther King, Oscar Romero, Desm- ond Tutu eða Lech Walesa koma fyrir augu þá þarf enginn að efast um það, að þessi sami boðskapur er í nútímanum og hefur raunar alltaf verið á einn eða annan hátt kraftur til að beijast gegn kúgun og órétt- látu valdi. Sama verður upp á teningnum þegar áhrifamiklar guðfræðistefnur í nútím- anum eru skoðaðar (eins og frelsunarguð- fræðin, kvennaguðfræðin og svarta guð- fræðin). Allt ber að sama brunni: boðskapurinn um hinn krossfesta er þess megnugur að hrinda af stað frelsishreyfingum og efla menn til þess að bijóta af sér ok óréttláts valds. Enda var það skilningur Lúthers, að kristinn maður hefði ekki einungis hlýðnis- skyldu við réttlátt yfírvald heldur einnig óhlýðnisskyldu við óréttlátt yfírvald. Boð- skapur krossins er í eðli sínu ekki „óminnis- lyf“ til þess að deyfa vitund manna um óréttlæti og vonzku heldur hið gagnstæða: krafa um breytni eftir Kristi, að stíga skref- ið ekki til hálfs heldur til fulls í réttlæti og mennsku. En gagniýnin á eftir sem áður fullan rétt á sér vegna þeirrar hættu, sem sagan sýnir, að búin sé þessum boðskap lendi hann í höndum þeirra, sem vilja misnota hann í þágu valdsins. Á sautjándu öldinni hefur sú misnotkun vafalaust verið fyrir hendi í stórum stíl. En hvað um Hallgrím, var hann glámskyggn, nytsamur sakleysingi? Slíkum spurningum er torvelt að svara og nánast ókleift. I fyrsta lagi vegna þess, að þjáningar aldarinnar vora af ýmsum toga. Harðindin voru ekki af mannlegum toga. En margt í þjáningum sautjándu aldar mannsins var af ástæðum, sem rekja má til stjómarhátta. Þjáningarskilningurinn fer þá fyrst út af sporinu þegar mannleg kvöl og kröm er lofsungin. Þjáningin er af hinu illa. Því ber að rísa gegn henni. En hún kann hins vegar að vera óhjákvæmileg af einhveijum orsök- um. Hún er óhjákvæmilega þáttur í allri lífs- skoðun og í persónulegum samskiptum manna svo framarlega sem þeir eru reiðu- búnir til þess að leggja eitthvað í sölurnar fyrir lífsviðhorf sín eða annað fólk, t.d sína nánustu. Enginn hefur til þessa haldið því fram — að því ég bezt fæ séð — að þjáning- arskilningur Hallgríms Péturssonar eins og hann birtist í Passíusálmunum færi út af sporinu í þessum skilningi. Píslarsagan gefur næg tilefni til hugleið- inga um réttlátt og óréttlátt vald. Jesús stóð frammi fyrir Pílatusi og Heródesi, hann var leiddur fram fyrir æðsta prestinn og síðast en ekki sízt stóð hann andspænis hinu mikla valdi lýðsins, sem hrópaði hina endanlegu hvatningu til yfírvaldsins: „kross- festu". Hallgrímur vill, að yfírvaldið læri af þessu: „Guð gefí, að yfírvöldin vór/varist þau dæmin glæpa stór“ (Ps. 28,3). í Passíu- sálmum númer 27 og 28 gefur hann yfír- völdum áminningu, svo ekki verður um villzt. í þessum hugleiðingum skín hin lúth- erska afstaða skýrt í gegn: hlýðni við rétt- látt yfírvald, óhlýðni við óréttlátt vald. Guð er hið æðsta yfirvaid, fyrir því valdi blikna hin veraldlegu völd. Honum ber að hlýða. Ein meginástæðan fyrir vinsældum sálm- anna meðal almennings er áreiðanlega — auk skáldskaparlistarinnar sjálfrar — hin einlæga þrá Hallgríms til að líkjast Jesú: samlíðunin eða samkenndin, þar sem þján- ing Jesú og þjáning mannsins verður eitt. íhugun hans er þrangin einlægni og þakk- læti þar sem hann horfir á sinn „Ijúfa lausn- ara“ á vegi þjáningarinnar. Allt var þetta gert fyrir „mig“. Þjáning Jesú sýnir, að hann „leitaði ekki síns eigin“. Af því leiðir einnig krafan um eftirfylgd eða samlíkingu. Hallgrímur vill ekki aðeins þakka lausnara sínum heldur líkjast honum; verða eins og hann, fylgja honum lífíð á enda, fótmál fyrir fótmál. Séra Gunnar Kristjánsson er sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.