Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 7
kringum vörubílinn, þegar ég kom akandi þar að, svo ég viðhafði ýtrustu aðgát, líka þegar ég bakkaði. Ég hafði sett vel á mig, hvar bömin stóðu, og þegar ég bakkaði, horfði ég vitanlega gegnum afturrúðuna á bílnum. Ég er á Ford-sendiferðabíl með glugga á afturhurðinni. Ég hafði stöðvað bílinn og var í þann veginn að snúa lyklinum til þess að drepa á vélinni, þegar mér verður litið út gangstéttarmegin og sá, að ég hafði stöðvað bílinn rétt við brunahana. Það tæki mig að vísu bara nokkrar mínútur að skreppa upp í búðina og koma svo niður aftur; en ég kunni samt ekki við þetta, steig á bensínið og bakkaði einn metra í viðbót og allt virtist líka vera í lagi. Það var þá, sem það gerðist. Þetta í draumnum á ég við. Alveg eins og í draumn- um. Ég fann, að bíllinn fór yfir eitthvað, og þar sem ég bakkaði í einni lotu var ekki hægt að stanza. Samtímis heyrði ég vein í barni. Það var veinið í draumnum. Það var vein í bami, sem finnur til sámstu kvala, og það breyttist í ægilcgt langdregið snörl. Nú veit ég ekki, á hvem hátt ég á að lýsa tilfinningum mínum. Ef til vill væri það næst sanni, að ég hafi orðið að ísstólpa, því ég gat mig ekki hreyft í nokkurn tíma. Ég hafði klossbremsað um leið og aftur- hjólið rann yfir líkamann, en þó ekki nægi- lega fljótt til að stöðva hjólið, áður en það var komið niður aftur hinum megin. Ég sat þarna og gat ekki lyft fætinum af brems- unni, né heldur losað hendurnar af stýris- hjólinu. En þótt ég væri sem lamaður, var ég lifandi innvortis. Það var eins og ég sykki niður í hyldýpi, þar sem ég ekki gat hugsað og aðhafst eitthvað samtímis. Ég veit ein- ungis, að ég sat þarna altekinn skelfilegri tilfinningu um allan líkamann. Ég hugsaði um það, að ég hefði ekið yfir einhvern, vissi hvernig það liti út, vissi um þjáningarnar. Ég gerði mér grein fyrir því, hvað þetta þýddi fyrir mig, fýrir atvinnubílstjóra, sem gott orð fór af og hafði alla ævi gætt þess til hins ýtrasta að láta ekki neitt slíkt ger- ast. Ég sá fýrir hugskotssjónum mínum aksturinn til sjúkrahússins, sá sjálfan mig sitja og bíða frammi á ganginum á meðan bamið væri til læknismeðferðar þama fyrir innan, og ég sá fyrir mér yfirheyrslurnar hjá lögreglunni. Ég sá fyrir mér útförina, sá kistuna og sá augu foreldranna og mér varð víst líka eitt andartak hugsað til Kvik- myndastofnunarinnar, sem ekki myndi get- að tekið þessa fréttamynd sína þann daginn, og svo um vinnuna mína. Ég veit ekki, hve lengi ég sat svona, algjörlega dofinn eins og allur máttur væri úr mér dreginn. Ef þú hefur nokkum tíma fallið í yfirlið, herra dómari, þá veiztu, hvers konar andstyggðartilfinningu maður fær í allan skrokkinn og í munninn, þegar maður kemur til sjálfs sín aftur. Um það bil þannig varð mér við, því ég sat svona með lokuð augu og leit niður í hið ægilegasta víti, sem nokkur getur hugs- að sér, það er að segja, þegar hann hefur einmitt orðið saklausu barni að bana. Því núna gat ég næstum ekki heyrt stunumar þarna fýrir utan lengur. Ég sat ef til vill svona í heila mínútu, kannski vom það aðeins örfáar sekúndur. Ég veit það ekki. Ég veit einungis, að þegar ég loksins fékk máttinn til athafna aftur, þá reif ég upp hurðina og hljóp út. Ég er viss um, að ég var snjóhvítur í framan við tilhugsunina um það, sem ég neyddist til að draga fram undan bílnum. Þú hefur heyrt þetta áður, herra dómari, en gagnvart kviðdómnum vil ég gjaman segja aftur frá því, hvað það var, sem ég fann. í staðinn fyrir illa útleikinn barnslík- ama lá strigapoki með einhveiju í undir afturhjólinu. Síðar komst ég að því, að pokinn var fullur af gömlum dagblöðum. Auðvitað trúði ég í fyrstu ekki mínum eigin augum og sú þakklætistilfmning, sem steymdi um mig, þegar ég gerði mér ljóst, að ég hafði ekki neitt mannslíf á samvisk- unni var alveg ólýsanleg. Mér létti svo mjög, að það lá við að ég kastaði upp. Én ég var heldur ekki lengi að átta mig á hvernig í öllu þessu lá. Ofurlítið íjær á gangstéttinni stóð lítill hópur bama, en þau horfðu öll yfir götuna; og þegar ég sneri mér við sá ég þrjá stráka á aidrinum tíu til tólf ára, sem stoðu við innganginn á húsaporti og brostu. Einn þeirra veifaði til min og sagði ö-bö! Að vísu veit ég það ekki, herra dómari, en ég held að ég myndi ekki hafa staðið hér í dag, ef strákarnir hefðu ekki hlegið og gefið mér langt nef. Því það var þá, sem eitthvað gerðist hið innra með mér. Kannski kom það af því, að ég hafði rétt áður verið morðingi í huganum, að ég hafði banað manni, að mér fannst, að ég hefði blóði drifnar hendur. Og maður hlær ekki að dauðanum. Ég man bara, að hið innra með mér kviknaði æðisgengin og blind ofsareiði, svo mögnuð, að mér sortnaði fyrir augum. En ég man ennþá, að ég sagði við sjálfan mig, þegar ég hljóp yfir götuna án þess að líta i kringum mig, að þetta væri í fyrsta skipti í tuttugu ár sem ég hefði farið yfir götu, án þess að horfa til hægri né vinstri. Undir venjulegum kringumstæðum hefði strákunum víst tekist að hlaupa mig af sér, því maður verður ekki beinlínis spretthlaup- ari af því að vera bílstjóri. Ég kom til þeirra á þvílíkum ofsaspretti, var svo frávita af reiði og svo óhvikull, að ég náði þeim áður en þeir voru komnir gegnum portið og inn í húsagarðinn. Ég náði í tvo þeirra, barði hausunum á þeim saman og þeytti þeim í vegginn í portinu svo að þeir láku þar niður og fóru að gráta. Ég ætlaði að fara að snara þeim aftur á fætuma til þess að lúskra þeim enn betur, þá mundi ég eftir þeim þriðja, einmitt þeim, sem hafði glott svo gleiðgosalega. Ég sá til hans langt inni í húsagarðinum; hann var kominn upp á svona hallandi þakskyggni, sem ruslatunnur standa undir, og var í þann veginn að klöngrast yfír girðingu. Þá hefði ég misst af honum. Ég man að ég hljóp yfír húsagarðinn og snarðist upp á skyggnið yfír sorptunnunum, þótt mér mistækist í fyrsta tilhlaupi og dytti niður. En mér tókst nú samt að ná taki um annan fótinn á stráknum og tosa hann niður. Og þar sem við stóðum þama uppi á þessum þakbleðli hélt ég í hnakka- drambið á stráknum og kýldi hann af ölium kröftum. Eins og þið sjáið er ég engin heyvisk. Fyrst sló ég vindhögg, af því að hann vék sér undan, en í annað skiptið missti ég hans ekki, og það högg hitti svo vel í mark, að það bergmálaði í húsagarðin- um. Eftir það hrakti ég strákinn niður af skyggninu, hélt honum föstum alllengi og hristi hann til, en ég barði ekki meira. Hins vegar æpti ég víst nokkuð hátt að honum, hvort hann gerði sér ekki grein fyrir því, hvers konar óþakkabragð hann hafi tekið þátt í að fremja. Og þá fóm kvenmenn að koma út í gluggana og nokkrar þeirra komu út á tröppumar óg tóku að hafa í hótunum við mig af því að ég færi svona illa með drenginn. En þá fór ég, því að karlmaður stendur ekki inni í húsagarði og reynir að fara út í einhveijar umræður við fimm eða sex æstar kerlingar. Það er alveg fráleitt. Það er svo miklu verra en að vera leiddur fyrir rétt, herra dómari. Ég var allan daginn í uppnámi yfír því, sem gerst hafði, og ég gat ekki ýtt þessu frá mér. Mér þótti líka svolítið miður, að ég skyldi láta reiðina hlaupa svona með mig í gönur. Eftir á verður maður svolítið skömm- ustulegur og uppburðarlaus. Það á að minnsta kosti við mig, því ég er annars mjög rólyndur að eðlisfari. En við vorum að vinna við kvikmyndatökur úti við allan seinni hluta þessa dags og framá kvöld, og ég hafði hreinlega ekki uppburði í mér til að spyijast fyrir um strákana. Konan mín sagði mér, að það hefði verið æsingur í fólki yfír í hinu fjölbýlishúsinu og að sumir hefðu haft í hótunum með að kæra mig fyrir lögreglunni. Hún hafði heyrt þetta hjá stelpunum, sem höfðu komið í afmælisboðið til dóttur minnar. En ég var uppgefinn og miður mín, vildi ekki tala um málið það kvöld, og ekki vildi ég heldur fara og leita uppi foreldra drengs- ins. Það yrði að bíða. En daginn eftir kom sem sagt tilkynning- in um að ég ætti að hafa samband við lögregluna og þú þekkir til málsatvika eftir það, herra dómari. Jæja, meira hefi ég ekki að segja. Núna er liðinn einn mánuður frá því að þetta með pokann og strákana gerðist. Ef það væri á mínu valdi að gera eitthvað á annan veg, þá myndi ég núna óska þess, að ég hefði varast að beija drengina. En þegar ég hef beint huganum einmitt að þeirri andrá, þegar allt gerðist, þá veit ég, að ég gæti ekki brugðist öðru vísi við. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá áfellist ég ekki nú orðið drengina svo mjög. Það sem þeir aðhöfðust fór að vísu ef til vill út fyrir þau mörk, sem við setjum svokallaðri gáskafullri hegðun. En það er svo sem ekkert athugavert við það, þótt börn séu að stríða fullorðnu fólki, leggi gildrur fyrir það og skemmti sér fram úr hófí, þegar hinir fullorðnu ganga beint í þær. Við höfum öll tekið þátt í einhveiju þess háttar sem börn. Það er ekki svo auðvelt fyrir böm að skera úr um, hvað sé meinlaust gaman og hvað ekki. Það, sem þessir strákar voru að gera, var í þeirra augum ef til vill ekkert alvarlegra en að kasta snjókúlum á veturna. En eins og ég sagði, herra dómari, get ég heldur ekki litið svo á, að mér beri að sæta refsingu. Strákamir frömdu þetta uppátæki sitt í einhveiju gáskafullu kasti, ég var aftur á móti knúinn áfram af svo öflugu tilfínningaróti, að það var ekki hægt að halda aftur af mér. Það er hægt að segja, að menn eigi að hafa taumhald á ástríðum sínum til þess að geta lifað í samfélagi hver með öðmm. Og því er ég sammála. En stöku sinnum myndast þannig kringumstæður, að ástríð- umar taka af manni ráðin og viljinn skiptir ekki lengur neinu máli. Er þá hægt að iíta svo á, að einhver maður hafí brotið einhver lög, þegar hann lendir í þannig aðstöðu að hafa ekki lengur neinn viljakraft? Ég á við: úr því að alls ekki var unnt að komast hjá því að gera það, sem ég gerði. Það var í rauninni bara um þetta, sem ég ætlaði að spyija, herra dómari. Og nú er það víst hlutverk kviðdómsins að svara. Takk fyrir.“ Agnar Mykle er norskur rithöfundur, fæddur 1915. Hann er fyrst og fremst kunnur fyrir skáldsögur sínar, t.d. Den röde rubin sem þýdd hefur veriö á islenzku og þótti heldur í djarfara lagi á sínum tima. Hann hefur einnig skrifaö smásögur. LESBOKMORGUNBLAÐSINS 22. MARZ1986 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.