Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 12
Dr. Gunnar Kristjánsson Fótmál fyrir fótmál Um Passíusálmana og nútímann 1. INNGANGUR Þótt sr. Hallgrímur hafí ort Passíusálma sína fyrir sautjándu aldar fólk hefur hann þó átt erindi við fólk á öllum tímum eins og dæmin sýna. Einnig á tuttugustu öld. En hvemig er stöðu þeirra háttað nú? Hvemig verður bil þriggja alda brúað, hvaða þættir í sálmunum eiga erindi til samtímans og hveijir ekki? Þótt margar forsendur til skilnings hafi breytzt hafa Passíusálmamir lifað. Þeir eru vissulega sígilt verk, ekki aðeins hvað ytra form snertir heldur einnig innihald. En í hverju felst gildi þeirra á tuttugustu öld hvað innihald áhrærir? Hvemig er unnt að aðlaga hin guðfræðilegu viðhorf þeirra samtímanum? Hvar skarast trúarvitund Hallgríms og guðfræði seinni hluta tuttug- ustu aldar? Um þær spumingar verður fjall- að í þessari grein. 2. Hallgrímur Og Gudda Ekki verður þó svo um Passíusálmana Qall- að, að ekki sé fyrst vikið fáeinum orðum að höfundi þeirra og ritunartíma — kannski fyrst og fremst til upprifjunar. Sú mynd, sem dregin hefur verið upp af Hallgrími í tímans rás, styðst bæði við traustar heimild- irogmunnmæli. Síra Hallgrímur Pétursson fæddist í Gröf á Höfðaströnd árið 1614 og andaðist á Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd 27. október árið 1674. Það tímabil, sem ævi hans spann- ar, er oft skilgreint sem eitthvert ömurleg- asta tímabii í sögu þjóðarinnar. Þetta er öld mikilla harðinda, einokunarkaupmanna og miskunnarleysis í stjómmálum: aldrei hefur ofríki valdsmanna eða yfírvalda verið meira en einmitt á öld sr. Hallgríms og Passíusálm- anna. Og úti í heimi geisa styijaldir í upp- hafí aldarinnar, þijátíu ára stríðið, sem „Ein meginástæðan fyrir vinsældum sálmanna meðal almennings er áreiðanlega — auk skáld- skaparlistarinnar sjálfrar — hin einlæga þrá Hall- grims að líkjast Jesú: samlíðunin eða sam- kenndin, þar sem þjáning Jesú og þjáning manns- ins verður eitt.“ Danaveldi dróst inn í að nokkm leyti. Sjó- ræningjar heija á kaupför Dana og loks_ á Ísland sjálft árið 1627 og ræna tugum ís- lendinga og flytja í þrældóm til Alsír í Afríku. Hallgrímur Pétursson hverfur af sjónar- sviðinu í nokkur ár, þegar hann er unglingur 13-15 ára og fréttist fyrst af honum erlendis í Gluckstad rétt við Hamborg. En sú borg var þá einn helzti verzlunarstaður Dana og fóm öll verzlunarviðskipti við ísland um hana. í Gluckstad mun Hallgrímur hafa starfað við jámsmíðar og kolasölu eftir því sem munnmælin herma. Síðan heldur frami hans áfram og er hann næst að fínna í Kaupmannahöfn, þar sem hann er orðinn lærlingur hjá jámsmíðameistara og hafði illa vist og stranga. Sagan segir, að meistari Brynjólfur Sveinsson síðar biskup í Skálholti hafí rekizt á hann þar og tekið hann að sér og komið honum í skóla: Vorfrúarskóla, sem var góður og kröfuharður skóli, átta bekkir. Hallgrímur settist í annan bekk og var þar í á fímmta ár og er þá þegar kominn í efsta bekk og átti skammt eftir til brottfarar- prófs. En það ár, 1636, kemur skip frá Alsír með hina endurleystu íslenzku þræla, sem koma til Kaupmannahafnar síðla sum- ars og meðal þeirra er Guðríður Símonar- dóttir frá Vestmannaeyjum. Hallgrímur var fenginn til þess að kenna fóikinu um veturinn eða þar til næsta ferð yrði til íslands. Þennan vetur dregur til tíð- inda með þeim Hallgrími og Guðríði og þegar leið á veturinn fór það ekki fram hjá neinum, að Guðríður Símonardóttir fór ekki einsömul. En þessi saga er þekktari en svo, að hana þurfí að endursegja í smáatriðum. Hallgrímur og Guðríður giftust eftir heim- komuna til íslands og eignuðust mörg böm saman þótt aðeins þijú þeirra kæmust upp. Guðríður hefur hlotið slæm eftirmæli í munnmælunum, var talin múslími, en nú er talið farri lagi að svo hafí verið í raun. Hún var 16 árum eldri en Hallgrímur og hefur sá aldursmunur vafalaust valdið ein- hveijum erfíðleikum í sambúð þeirra. Sverrir Kristjánsson segir svo: „Þessi kona, sem hafði verið virt til ríflega 60 kýrverða suð- urí Algeirsborg þótti ekki mikil að dýrleika í þeim kalda og veðrasama og eldbmnna útskaga, gift staðfestulausum öreiga og búsetumanni. Rógurinn íslenzki elti þessa konu við hvert fótmál og festist í munn- mælum." Þegar Hallgrímur snýr aftur til íslands er hann aðeins 22ja eða 23ja ára að aldri. Þau búa fyrst í stað við þröngan kost á Suðumesjum til ársins 1644 er ættingi hans og vinur, Brynjólfur biskup, vígir hann til prestsembættis að Hvalsnesi. Sverrir Krist- jánsson dregur vissan lærdóm af þessum erfíðu ámm Hallgríms á Suðumesjum áður en hann vígðist: „Kynni hans af mannlífinu, svo sem það birtist honum í hinni miklu verstöð Suðurnesja, fátæktin, sein hann mátti þola, hroki og steigurlæti hinna ríku og voldugu, urðu uppsprettuiind skáldskap- ar hans, andlegum og veraldlegum." Vorið 1651 losnaði Saurbær á Hvalfjarð- arströnd og með búferlaflutningi þeirra Guðríðar og Hallgríms hefst sá kafli ævinn- ar, sem alþjóð er í fersku minni, þá er hann aðeins 37 ára. Sem kunnugt er var sr. Hallgrímur afkastamikið skáld, sem orti ljóð af ýmsu tagi, gamankvæði og kersknivísur auk sálma, erfíljóða og svo orti hann nátt- úrulega Passíusálmana, sem lengst hafa haldið nafni hans á lofti. En jafnvel þótt hann hefði aldrei ort Passíusálmana, þá telur Sigurður Nordal, að nafn hans væri samt sem áður stórt í bókmenntasögu þjóð- arinnar. 3. Öld Hallgríms Öld Hallgríms lýsir Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur þannig: „Öldin, sem ól og fóstraði Hallgrím Pétursson, var hin óblíð- asta i sögu Islands. Þá voru vetur kaldir og langir. Og hin orðhaga þjóð gaf hveijum þeirra nafn, sem var í ætt við nauð og frera. Fyrsti vetur aldarinnar var kallaður lurkur eða þjófur. Sá þriðji píningsvetur, sá fímmti eymdarár. Veturinn 1625 var gefíð nafnið svellavetur, en árið 1630 hét jökulvet- ur. Hinn hvíti vetur var nafngift ársins 1633, en glerungsvetur ársins 1648, rollu- vetur öðru nafni. Árið 1699 var óblítt búpen- ingi. Það hét hestbani á máli annálanna. Á því ári, er Hallgrímur Pétursson andaðist, 1674, var mikill fjárfellir og manndauði, hafísinn lá við land frá góu til alþingis- stefnu, og_ klaki fór ekki úr jörð á því sumri ... í sama mund og veturinn tróð hið holdimma organ aldarinnar, spúðu fjöllin eldi. Hekla gaus í tvígang, árið 1619 og 1693. Katla brauzt um í tvö skipti, á árunum 1625 og 1659. Og mannfólkið hrynur niður og hlýðir hljómsprota náttúruhamfaranna: Á tveim árum falla níu þúsundir manna úr hor og sóttum, einkum er mikill fellir með förumönnum, og á einni vertíð fara 400 manns í sjóinn. Plágur geisa um landið eins og stórhríðar: blóðsótt, megrunarsótt, bólu- sótt, taugaveiki. Þetta er land dauðans, þetta er öld dauðans." (Mannlífsmyndir, bls 185f). 4. ÞJÁNINGIN Þjáning Jesú, sem er megininntak Passíu- sálmanna, hefur orðið ótal listamönnum að yrkisefni á öllum öldum. í þjáningum Jesú hafa þeir endurspeglað eigin þjáningar eða þær þjáningar mannanna, sem þeir þekktu af afspurn. Þar er um að ræða óþijótandi viðfangsefni. Og þótt Sverrir Kristjánsson hafí kallað sautjándu öldina „öld dauðans" gildir það vissulega í margra augum í ein- hveijum skilningi um allar aldir. Tuttugusta öldin er vissulega öld þjáningar og dauða: tvær heimsstyijaldir, nýlendustyijaldir, hungur, kjarnorkuvá. Þjáningin heimsækir fólk einnig í persónulegra samhengi. Þján- ingin er því ekki einkamál sautjándu aldar og fátt, sem bendir til að sautjándu aldar menn hafí þjáðst meira en fólk á öðrum öldum (ekki má gleyma gamanvísum Hall- gríms!). Hallgrími er lýst þannig í elztu lýs- ingu, sem er af honum, að hann hafí verið „glaðsinnaður og skemmtinn". Það ber að hafa í huga. Líf manna á sautjándu öld hefur því ekki snúist eingöngu um þjáning- una. Munnmælin herma, að Hallgrímur hafí ort Passíusálmana eftir að hann var orðinn holdsveikur og því liggi hans eigin reynsla af hyldýpi mannlegrar þjáningar á sérstakan hátt til grundvallar. Hins vegar er ekkert vitað með vissu um það, hvenær Hallgrímur hóf að yrkja sálmana. Um það hafa margir fjallað. Flest virðist þó hníga að því, að sr. Hallgrímur hafí ekki fengið holdsveikina fyrr en hann var byijaður að yrkja sálmana og hafi jafnvel lokið þeim áður en sjúk- dómurinn gerði vart við sig. Ástæða þess, að sr. Hallgrímur hóf að yrkja Passíusálmana er því óviss. Menn hefur löngum fýst að vita, hvort einhver sérstök ástæða liggi til þess að hann orti þessa sálma og kannski ekki sízt vegna þess, að svo virðist sem höfundur hafi kannað þjáninguna til hins ítrasta — svo djúp og einlæg er samsömun hans með þján- ingum Jesú. Halldór Laxness hefur komizt svo að orði um þetta atriði í ritgerð sinni Inngángi að Passíusálmum (1932/42): „Höfundurinn blandar sér sjálfum óaflátan- lega samanvið sögu Jesú, og orsökin til þess að þetta verður aldrei ósmekklegt né hjákátlegt er sú, að hann gerir það hvorki með einkanlegum né sjálfúðugum hætti heldur ævinlega á almennan hátt, svo að sérhver maður, sem hefur skoðanir 17. aldar á mannfélagi og máttarvöldum fínnur að hann getur tekið undir með skáldinu." 5. Lútherski Rétt- TRÚNAÐURINN Passíusálmamir sýna viss áhrif frá nokkr- um þekktum guðsorðabókum 16. og 17. aldarinnar. Árið 1599 þýddi síra Amgrímur Jónsson lærði verkið „Eintal sálarinnar" eftir Martin Moller, samið 1587, og er þar að fínna svipaða uppbyggingu og á Passíu- sálmunum. Hér er það sálin, sem skáldið ávarpar. „Upp, upp mín sál...“ Þess má geta, að sögur herma, að Pétur, faðir síra Hallgríms, hafi verið að lesa „Eintal sálar- innar" er hann andaðist. Þá er önnur bók, sem talið er að hafí haft áhrif á síra Hall- grím og það eru „Hugvekjur" eftir þýzka guðfræðinginn Johann Gerhard (1582- 1637). Þá bók þýddi Þorlákur Skúlason biskup árið 1630 og eiga þau áhrif einkum við um hinn guðfræðilega skilning á þján- ingu Jesú, en Johann Gerhard var einn helsti guðfræðingur lútherska rétttrúnaðar- ins. Um iútherska rétttrúnaðinn segir þýzki kirkjusögufræðingurinn Johannes Wall- mann í nýlegri kirkjusögu sinni: „Lúthersku rétttrúnaðarguðfræðingamir sýndu mikinn lærdóm og skarpskyggni en um leið algjöran skort á sögulegu innsæi og þeir bám ekki gæfu til að greina á milli trúar og kenning- ar. Trú fólst að þeirra viti í því að skrifa undir kenningar kirkjunnar, sem hafði í för með sér skort á umburðarlyndi gagnvart þeim sem hugsuðu á annan hátt. Hinn þröngsýni og stríðsglaði rétttrúnaður sýndi fullkominn skort á þeirri hugsjón, sem kom fram í þijátíu ára stríðinu (1618-1648): „eining í því sem er nauðsynlegt, frelsi í því sem ekki er nauðsynlegt, kærleikur í öllu“. Það er forvitnilegt að bera orð Sigurðar Nordal saman við það sem sagt hefur verið um lútherska rétttrúnaðinn á 17. öld, en hann segir: „ .. .öld hins lútherska rétttrún- aðar verður að teljast mesta blómaskeið ís- lenzkrar kristni fyrr og síðar". Þrátt fyrir allt verða þessi orð ekki auðhrakin. En hvað einkenndi guðfræði lútherska rétttrúnaðarins? Meðal annars hin svo- nefnda friðþægingarkenning, sem felur í sér helztu einkenni rétttrúnaðartímabilsins. En henni tengjast mörg hugtök, sem að mörgu ieyti einkanna guðfræði sautjándu aldar hér á landi — eins og annars staðar í hinum lútherska heimi — og þá um leið guðfræði Passíusálmanna. í greininni Inngángur að Passíusálmum ræðst Halldór á friðþægingarkenninguna — það höfðu reyndar margir guðfræðingar gert löngu á undan honum alít frá tímum Lessings um miða 18. öld. En um hvað snýsthún? Friðþægingarkenningin fjallar um túlkun á dauða Jesú. Rætur hennar er að fínna í Nýja testamentinu og hjá kirkjufeðrunum. í Nýja testamentinu og öðrum ritum frum- kirkjunnar er að fínna ýmsar túlkanir á lífi og dauða Jesú. Notað er tungutak guðs- þjónustunnar: Jesús deyr sem staðgengill

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.