Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Side 6
Sýningarbrúða á peysufötum. Hún er með skotthúfu, fjóst sHkislifsi ogíbrún- leitri sitkisvuntu. Þetta er sígildur bún- ingur, sem virðist klæða vel ungarkonur jafntsem fuliorðnar. sem með bert höfuð úti á götu, í hvaða roki sem er og brunafrosti. Er það þá synd gagnvart þjóðbúningi vorum, þó bætt væri við hann, þegar út er farið, lítilli léttri húfu /.../ ein eins og skotthúfan er nú orðin á öllu yngra kvenfólki / . . ./ lítill svartur depill aftan á hnakkanum, svo allt höfuðið er bert að framan / .../ þá sýnist ekki vanþörf á að kvenfólk hugsi sér einhver ráð til að bæta úr þessu og gangi ekki á götum og strætum með hárið út í allar áttir, eins og siður er /.../ og væri munur að hafa á höfðinu húfu með teygjubandi, og við hafa aðeins möttla eða kápur með ermum sem væru jafn síðar möttlinum, og hlífðu forklæðunum, en brúka sem sjaldnast sjalið, þetta afskræmda við ís- lenska peysubúninginn, sem er alt of fallegur til þess að setja þá druslu um herðamar, hvort sem heitir „fínt sumar- sjal“, eða silkisjal, eða „hrokkið sjal“!! Þær sem peysufötin brúka eru víst ekki þeim mun kulvísari, en hinar sem nota útlenda búninginn, að þær þurfí á öllum ársins tímum að halda dauðahaldi í sjölin ýmist um herðamar eða höfuð, sem auðvitað stafar af því, að enginn hefur þorað að stinga upp á neinni breyt- ingu á þessu, ýmist af ótta við að nálgast eitthvað „útlent" snið, eða álitið það brot gegn þjóðbúningnum. / .. ./ Sem betur fer hafa margar, sem þjóðbúninginn nota sézt leyfa sér að ganga í síðum regnkáp- um / .../ Af einhveijum ástæðum fækka þeim óðum, sem peysuföt brúka, og mun það eitt með öðra stafa af því, hvað óþægileg þau era. / .../ Ýmsu má breyta til batnaðar í búningi voram, ef við reyn- um með félagsskap að komast að ein- hverri niðurstöðu." Gömul sveitakona skrifar í ársbyijun 1907. „ ... líka hefur mér dottið það í hug, þegar ég kem til „höfuðstaðarins" / .../ að nú sé íslenska kvenfólkið farið að skammast sín fyrir þjóðbúninginn sinn, því ár frá ári sýnist mér þeim fjölga, sem ganga á útlendum búningi, /.../ með allavega uppstrokið hár undir hattgor- kúlu, — nei, það er nú orðið of gamal- dags, að vera í peysufötum með skott- húfuna, - svona gengur nú hégómaskap- urinn langt". Og sama ár flytur Kvennablaðið mynd af fallegum nýtísku-útbúningi kvenna. Hin svokallaða „spanska" treyja og „beltis“-pils. Uppfrá þessu var þróunin ör og í kaup- stöðum fór klæðnaður fyrr að verða líkari því sem gerðist erlendis á þessum tíma, þ.e. ódýr skjóllítill verksmiðjuframleiddur fatnaður úr bómullarefni og vann hann á meðal annars vegna þess hve ullin var dýr. Með þessari þróun í átt frá íslenska búningn- um magnast deilur og óánægja aðallega meðal eldra fólks sem vildi varðveita ís- lenska búninginn. Anna Berglind Jóhannesdóttir er stúdent frá Laugarvatni og hyggst leggja stund á fatahönn- un. ÓHAPPIÐ Smásaga eftir Agnar Mykle Sveinn Ásgeirsson þýddi Jú, hæstvirti dómarL Ég játa mig sekan um sakar- giftir í ákærunni. Ég lúbarði reyndar þessa þrjá stráka; lúskraði þeim svo að þeir flumbruðust þegar ég skellti þeim kylliflötum; og úr því að sagt er í læknaskýrslunni, að sá þriðji hafi orðið „Ég fann að bíllinn fór yfir eitthvað, og þar sem ég bakkaði í einni lotu, var ekki hægt að stanza. Samtímis heyrði ég vein í barni. Það var veinið í draumnum. Það var vein í bami sem finnur til sámstu kvala, og það breyttist í ægilegt lang- dregið snörl“. að fara á sjúkrahús og hafi hlotið varanlega skerta heym á öðra eyra af högginu, sem ég greiddi honum, þá liggur það alveg í augum uppi, að ég efast ekki um, að það sé rétt með farið í skýrslunni. Og mig tekur það mjög sárt, að ég skuii hafa barið tíu ára strák til óbóta. Ef það væri á mínu færi myndi ég borga kostnaðinn af því að senda hann til sérfræð- ings, ef það gæti leitt til þess, að hann fengi ef til vill heymina aftur. En eins og þið vitið er ég maður með tekjur í rétt svona meðallagi og það er því vafasamt, að ég geti hjálpað honum. En það liggja vissar ástæður til þess, að ég skuli samt sem áður álíta, að mér beri ekki refsing, hæstvirti dómari. Ég er áður búinn að nefna þessar ástæður, bæði við þig og við veijanda minn, en ég vil samt gjaman minnast á þær aftur, svo að kvið- dómsmenn geti heyrt þær. Það era nú einu sinni kviðdómendur, sem eiga að ákveða, hvort mér beri að sæta refsingu eða ekki. Og ég ætla ekki aðeins að segja, að mér beri ekki refsing; ég sé mig tilneyddan til að segja, að ef ég lenti einhvem tíma í sams konar kringumstæðum síðar á ævinni, þá er ég hræddur um, að ég myndi bregðast aftur við á nákvæmlega sama hátt! Ég veit, að þetta hljómar furðulega af vörum manns, sem er fyrir rétti og hefur nýlega fengið vitneskju um, að hann hafí valdið litlum dreng heilsutjóni. Þess vegna ætla ég að segja sögu mína eins og hún gerðist og hún orkaði á mig. Því að þetta, hæstvirti dómari, er saga um tilfínningar, og ég er ekki alveg viss um, að þeir sem sömdu refsilöggjöfína í Noregi, hafí alltaf gert sér að fullu ljóst, hve erfitt, já ómögu- legt, það er að hugsa skýrt, þegar tilfínning- amar ná yfírtökunum. Eg hefi hugsað mikið um þetta síðastliðinn mánuð eftir að þetta gerðist, af því að ég hef aldrei orðið fyrir slíku áður. Og ég held, að í öllum lögum verði að vera ákvæði, sem heimili að menn skuli lausir undan refsiábyrgð fyrir van- hugsaðar gjörðir, framdar í æðsta tilfínn- ingaróti. Og ég held líka, að það ætti að vera til ákvæði um, að það sé samfélagið í heild, skattgreiðendur, ef menn vilja svo vera láta, sem eigi að taka á sig að bæta það tjón, sem verður í slíkum tilvikum, þegar hvoragur aðilanna vildi, að til þessa kæmi, heldur gerðust atvikin eins og skriða, sem enginn fær stöðvað. Það var sjötta maí núna í ár. Ég man vel eftir mánaðardeginum, af því að það var afmælisdagur elstu dóttur minnar. Eg ætl- aði að koma við heima til þess að ná í fá- eina rafkapla, sem ég hafði skilið eftir. Eins og ykkur er kunnugt um, er ég bílstjóri hjá Kvikmyndastofnuninni, og þennan dag ætluðu nokkrir menn að fara upp á Bislett og taka fréttamyndir af einhveijum Amer- íkönum, sem staddir vora í borginni. Á leið- inni keypti ég pappaöskju af ijómaís til að taka heim með mér; það var svona íspakkn- ing, sem fæst í bakaríunum, og kemur sér sko vel í gestaboðum og svoleiðis. Ég ætlaði að fara með ísinn niður í kjallara. Það er hægt að geyma ísinn í svona pappaöskjum í marga klukkutíma, þó maður hafi ekki ísskáp. Þetta var góðviðrisdagur, það man ég, sólskin á götunum, og ég var í góðu skapi, af því að ég hafði látið mér detta þetta í hug með ijómaísinn. Nú, auðvitað, en í til- vikum sem þessum er ekki svo auðvelt að vera gagnorður, herra dómari. Ef við forð- umst alla útúrdúra og höldum okkur einung- is við það, sem kallast staðreyndir, þá hefi ég misþyrmt þessum dreng með barsmíð og í Noregi mega menn það ekki og þá ber mér að sæta refsingu. En nóg um það. Tilgangurinn með öllum smáatriðunum í frásögn minni er að lýsa tilfinningum mínum og tilfínningar era alveg eins þýðingarmikl- ar fyrir mig og mitt mál og það sem þið kallið staðreyndir. Nú, ég var sem sagt í góðu skapi og ég sat víst og raulaði við stýrið. Það er svo skrýtið, að þegar maður er atvinnubílstjóri, þá gleðst maður yfír hverri minnstu sólar- glætu í þessu landi og sleppur þá við að hugsa um, að bíllinn kunni að renna til á malbikinu eða að maður verði að snara sér út og fara að bjástra við það sem verra er, nefnilega snjókeðjumar. Og þegar sólskin er, þá verður mér líka hugsað til kvikmynda- tökumannanna okkar. Það er ekki alltaf, sem það gengur svo vel hjá þeim heldur. Þegar ég kom heim og beygði inn í Sten- strap-götu, þá var klukkan víst eitthvað í kringum hálf tvö, held ég. Ég veit ekki, hvort þú þekkir Stenstrap- götu, herra dómari? Hún er frekar löng og múrsteinshús meðfram henni endilangri og svo er hún nú frekar þröng. í húsinu, þar sem ég bý, er matvöraverzlun á jarðhæð. Þegar ég kom þar að stóð vörabíll fyrir framan búðina, svo að ég varð að keyra svolítið fram fyrir hann til þess að geta lagt bílnum mínum. Ég þurfti að bakka um það bil tvo metra til þess að komast almenni- lega upp að gangstéttinni. En nú era það tvö atriði, sem ég verð að segja frá. I fyrsta lagi þá úir og grúir af krökkum í Stenstrapsgötu. Þau era alltaf að leika sér þama, bæði uppi á gangstéttinni og úti á akbrautinni. Það er nú víst ekkert óskaplega hættulegt fyrir þau, af því að gatan er þröng eins og ég var nýbúinn að segja og flestir bílarnir aka ósköp hægt þama um. Erfiðast verður þetta að teljast fyrir bílstjórana, sem stöðugt verða að flauta á krakkana, þegar þeir era að sparka fót- bolta mitt úti á akbrautinni. Hitt atriðið er það, að ég er alltaf með hugann við þessa krakka úti á akbrautinni — það er víst eins um alla atvinnubílstjóra. Þetta er orðið rótgróið í eðli mínu, herra dómari. Þegar ég ek um götumar í borg- inni, ekki í miðbænum heldur í úthverfunum, þar sem böm era ein úti við, þá er eins og ég hafí alveg sérstakt auga, sem skyggnist um götuna og segi mér, hvar ég þurfí að fara með gát, svo að smákrakki komi ekki allt í einu æðandi fram með kyrrstæðum bíl, fram undan tré eða frá sjoppu og beint út á götuna. Krakkar era nefnilega alveg eins óg smáfroskar, maður veit aldrei hvar þeir halda sig og hvert þeir era að æða. Jafnvel þótt gatan sé breið, en ég sjái þó til smákrakka uppi á gangstéttinni, þá dreg ég samt úr ferðinni. Maður getur aldrei vitað. Og ég held að allir atvinnubílstjórar — jafnvel þótt þeir hafi verið við akstur í möðrg ár — sjí oft í vondum draumi eitthvað koma þjótandi í loftinu fram fyrir húddið og lenda undir hjólunum, áður en ráðrúm vinnst til að stíga á bremsuna. Eitt atriðið í þessum draumi, herra dómari, er ofur daufur dynkur, þegar bíllinn ekur yfir lík- amann. En það er veinið, sem er verst. Ég held, að þeir séu margir bílstjóramir, sem í leynd- um og í skelfingarofboði hafa beðið þess í mörg, mörg ár að þurfa að heyra þetta vein. Þeir geta aldrei alveg losnað við það úr huga sér. Að sýna gætni gagnvart börnum er at- vinnubílstjóram jafnt í blóð borið eins og það að sýna aðgát í meðferð áfengis. Ég afþakka ekki snafs, en það er þó eitthvað aðvöranarkerfi aftan til í heilanum á mér, sem segir mér alltaf til um, hvenær ég megi drekka einn snafs og hvenær ekki. Þetta aðvöranarkerfí er alveg sjálfvirkt og vafalítið er þessu líka þannig varið með flesta bílstjóra. í atvinnu. En ég er á sama máli og dómarinn, að það sé annað mál. Jæja. Það er svo sem ekki miklu við þetta að bæta. Það vora heilmarkir krakkar í I 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.