Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 11
einmitt af því að þær eru að svo miklu leytí miðstöðvar stórveldadeilna. - Hveijum verður boðið til réttar- haldanna? — Þekktum mönnum viðsvegar að úr heiminum, þar á meðal nokkrum Nóbels- verðlaunahöfum. Ef svo fer sem ég vil, þá mun Tellford Taylor stjóma sjálfum yfir- heyrslunum. Hann var, svo sem kunnugt er, aðalákærandi við stríðsglæparéttarhöld- in í Niimberg. — Hafið þér reynslu af því, að slík réttarhöld hafi einhver áhrif? — Engin ríkisstjóm kærir sig um að vera dæmd af alþjóðlegum dómstóli. Það má taka Sovétríkin sem dæmi. Þegar efnt var til réttarhalda í Kaupmannahöfn út af Sakharov, svömðu sovézk stjómvöld með því að senda þriggja manna sendinefnd þangað, sem átti að sjá um, að önnur réttarT höld fæm fram til mótvægis. Að sjálfsögðu til að reyna að bjarga heiðri Sovétríkjanna. Við buðum þegar í stað sendinefndinni til Sakharov-réttarhaldanna, þar sem þeir hefðu fullt málfrelsi. Það sem við vonumst til að ná með réttarhöldunum í september er, að almenningsálitið í heiminum krefjist þess, að sett verði skilyrði fyrir stuðningi við önnur ríki. Það sé til dæmis ekkert að því, að Bandaríkin veiti Guatemala aðstoð, en það verði að krefjast þess, að mann- réttindi séu virt, og hið sama eigi að gilda varðandi aðstoð vinstrisinnaðra við Sandín- ista. Ef slík skilyrði væm sett og þeim fylgt eftir, væri mikið gert fyrir indíána. En hingað til hefur verið erfitt að fá menn til að gefa þessum málum gaum. Þess vegna er efnt til þessara réttarhalda, þar sem ítar- leg gögn verða lögð fram í málunum og allt gert, sem í okkar valdi stendur, til að leiða sannleikann í ljós og vekja athygli á honum. — Þar sem Wiesenthal er svo frægur gyðingur, hefur verið talið sennilegt, að hann gæti orðið fómariamb þeirrar hryðjuverkastarfsemi, sem beinzt hefur gegn gyðingum á undanfömum árum. Voru nokkrir, sem ráðlögðu honum að hætta við Noregsförina, þegar viðvaran- ir bárust nokkrum dögum áður? — Jú, vissulega fékk ég viðvörun. En ef ég hefði fylgt slíkum ráðum, hefði ég alveg eins getað lagt upp laupana. Þá gæti maður í símaklefa lamað allan heiminn. Hitt er vérra, að hryðjuverkamenn eiga skilningi að mæta hjá valdamiklum stjómmálamönn- um. Bruno Kreisky, kanslarí, hefur meira að segja sagt, að menn verði að skilja Gadhafi og afstöðu hans til vandamálanna. En hryðjuverk geta birzt í svo mörgum myndum, og í raun og vera hafa rannsóknir í þeim efnum verið alltof yfirborðskenndar. Hryðjuverkastarfsemi er eins og krabba- mein, og þar af leiðandi ætti sérstök stofnun í Harvard að rannsaka hana. Með hryðju- verkunum beijast Palestínumenn fyrir / útrýmingarbúðum í PóHandi 1941. Mynd eftir Janinu Jaworska úr bókinni „Art of the Holocaust“ — List úr helförinni, þar sem safnað hefur verið saman myndum, sem fangar í útrýmingarbúðum skildu eftir sig eða gátu smyglað út úr búðunum. ákveðinni hugsjón, og það er hægt að skilja það út af fyrir sig, þegar þau beinast að skotmörkum, sem hafa hemaðarlegt gildi. En hvað á að segja við því, þegar gömlum manni í hjólastól er varpað fyrir borð, og hvað á maður að halda um PLO, þegar talsmaður þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum dylgir um það opinberlega, að það hafi verið eiginkona fómarlambsins, sem hafi staðið að baki morðinu til að geta fengið líftrygg- ingaféð? — Þér sjáið sem sagt enga ástæðu tíl þess, að ísraelar taki upp viðræður við PLO? j — Annað hvort hefur Arafat stjóm á Palestínumönnum og ræður einhveiju um slíkar yfirlýsingar og gjörðir, eða svo er ekki, og þá er lítið vit í því að eiga viðræður I við Arafat. Sannleikurinn er sá, að það em um 130 flokksbrot, sem deila sín í milli, og friðarsamningur við Arafat myndi ekki binda enda á eitt né neitt. — Hvað um hryðjuverkastarfsemina í Evrópu? — Hún er öðmvísi og alveg óskiljanleg. Það em hryðjuverk hryðjuverkanna vegna! Hvorki Bader-Meinhof, Action Direct eða Rauða herdeildin hefðu getað bjargað sér stundinni lengur án stuðnings almennings. I Vestur-Þýzkalandi hjálpuðu um tíu þúsund manns hryðjuverkamönnunum að komast undan lögreglunni, þegar hryðjuverkin vom í hámarki. Sömu sögu var að segja f Ítalíu og Frakklandi. En annars lízt mér mjög vel á þróunina í Vestur-Þýzkalandi. Hin nýja kynslóð Þjóðveija lætur sér ekki nægja út- skýringar kynslóðar foreldranna, heldur hefur hún sjálf átt fmmkvæði að rækilegri úttekt á því, sem nazisminn lét eftir sig. Nú em gefnar út fleiri bækur um nazismann þar í landi en nokkurs staðar annars staðar. Alls em um 25.000 nýnazistar í Vestur- Þýzkalandi, og það er alls ekki ógnvekjandi fyöldi. Það em 20 milljónir annarra ungra Þjóðveija, sem hvorki vanhelga grafir eða mála slagorð gegn gyðingum á bænahús þeirra. Ég ber mikið traust til hinnar vest- ur-þýsku æsku, og það er gott að vita, að hugsanleg þriðja heimsstyijöld muni ekki hefjast þaðan, segir Simon Wiesenthal á einu hinna átta tungumála, sem hann hefur á valdi sínu. Og menn mega alls ekki halda vegna alvöm máls hans, að hann geti ekki brosað á öllum tungumálunum átta að við- bættu níunda málinu — skopteikningu. Hann tjáði sig á því máli þegar fyrir stríð í þjóðmálaumræðum. Og hann þekkir áhrifa- mátt skopmyndanna. Allir skilja skopmyndir — þær em alþýðlegar og miklu áhrifameiri en blaðagreinar, ef þær em notaðar kerfis- bundið. Og það er gert í Sovétríkjunum. Judith Vogt er búin að finna 50 dæmi um teikningar af gyðingum, sem stolið hefur verið beint úr tímaritum nazista. Við emm að undirbúa sýningu á þeim! — svá — úr „Farmand". Óþreytandi í leit að stríðsglæpa- mönnum vagnar óku inn í Mauthausen-fangabúð- imar í Austurríki 5. maí 1945 og vart fær um að fagna frelsinu. Hann lá ósjálf- bjarga í daunillum bragga, en til þessara búða hafði hann komið langan þjáninga- veg. En þrekið og lífsseiglan entist Wiesenthal þrátt fyrir allt, og eftir að hann náði heilsu á ný, hefur hann beint hinni einstöku lífsorku sinni að þrotlausri baráttu f þágu réttlætis í heiminum og til viðvömnar öllu mannkyni. Útrýming gyðinga var framkvæmd djöfullegrar áætlunar, sem var gerð á ráðstefnu háttsettra nazista í Wannsee snemma árs 1942. Var hún kölluð „end- anleg lausn gyðingavandamálsins". En framkvæmdinni var þó hagað með hlið- sjón af þörf Þriðja ríkisins á vinnuafli. Hin endanlega lausn táknaði dauða 89 manna úr fjölskyldum hjónanna Cylu og Simons Wiesenthal. Jafnskjótt og heilsa Wiesenthals leyfði eftir frelsunina, tók hann að safna gögn- um um grimmdarverk nazista fyrir stríðsglæpadeild bandaríska hersins. Sönnunargögn Wiesenthals vom lögð fram í réttarhöldum yfir stríðsglæpa- mönnum á hemámssvæði Bandaríkj- anna, en þegar störfum hans fyrir banda- ríska herinn lauk, 1947, stofnaði hann Hið sögulega heimildasafn gyðinga í Linz í því skyni að afla sönnunargagna fyrir væntanleg réttarhöld. í kalda stríð- inu dofnaði þó mjög áhugi beggja aðila á réttarhöldum gegn Þjóðveijum. Skjöl heimildarsafnsins í Linz vom síðar af- hent skjalasafni í ísrael — að undantekn- um gögnum varðandi Adolf Eichmann, hinn alræmda yfirmann gyðingadeildar Gestapo, en hann hafði yfimmsjón með framkvæmd áætlunarinnar um hina endanlegu lausn. Eins og kunnugt er, tókst Wiesenthal að finna dvalarstað Eichmanns í Argent- ínu og hafa hendur í hári hans með aðstoð ísrelskra njósnara. Hann var gripinn 1959, fluttur úr landi á laun og til ísraels, látinn standa þar reiknings- skap gerða sinna, dæmdur fyrir fjölda- morð og hengdur 1961. Ofarlega á lista þeirra, sem Wiesent- hal vildi finna, var yfirmaður fangabúð- anna í Treblinka og Sobibor í Póllandi, Fritz Stangl. Hann hafði uppi á honum í Brazilíu eftir þriggja ára þolinmæðis- vinnu á laun, og Stangl var framseldur til Vestur-Þýzkalands. Wiesenthal einsetti sér að finna Ge- stapo-foringjann, sem handtók Önnu Frank og fjölskyldu hennar, því að hol- lenzkum nýnazistum hafði tekizt að gera það tortryggilegt, að hún hefði sjálf skrifað dagbækurnar. Hann taldi það mikilvægt verkefni, þar sem saga Önnu Frank væri áhrifameiri en Niimberg- réttarhöldin, hvað almenning varðaði. ■ Honum tókst að finna manninn 1963, en hann reyndist vera lögreglumaður í Austurríki. Fyrir tilstilli Wiesenthals munu yfír 1100 manns hafa verið dæmdir fyrir stríðsglæpi. Meðal þeirra bóka, sem Wiesenthal hefur ritað, er „Morðingjamir á meðal vor“, sem kom út 1967 og hefur að geyma endurminningar hans. Á íslensku hefur komi út „Max og Helena — sönn saga úr helförinni miklu“ 1982. Wiesenthal telur það hafa verið mikil mistök hjá gyðingum að hafa í réttlætis- baráttu sinni eftir stríðið barizt aðeins í nafni hinna sex milljóna gyðinga, sem myrtar voru, í stað hinna ellefu milljóna óbreyttra borgara af „óæðri" kynþáttum, sem týndu lífi í ofsóknum nazista. í augum heimsins varð vandamálið því fyrst og fremst milli gyðinga og nazista, en er að sjálfsögðu miklu meira. Orðið „stríðsglæpamaður" sé einnig varhuga- vert að því leyti, að glæpir nazista hófust löngu áður en stríðið brauzt út. Fjölda- fangabúðir voru einnig tii fyrir daga nazista og era enn við lýði, búðir þrælk- unar, hungurs og auðmýkingar. Barátta Wiesenthals varðar samvizku heimsins og framtíð mannkynsins. En hvað er að frétta af Wiesenthal? Hátt á áttræðisaldri heldur hann ótrauð- ur áfram baráttunni. Hann var nýlega í Noregi ákveðinna erinda, eins og fram kemur í viðtali, sem haft var við hann fyrir vikuritið „Farmand“ og hér birtist í íslenzkri þýðingu. SVEINN ÁSGEIRSSON í l LESBOK MORGUNBLAÐSINS 22. MARZ 1986 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.