Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Side 5
Tizkaa hefur borizt seint til íslands á fyrstu áratugum aldarinnar. Á árunum um og eftir 1920 örlar til dæmis lítið á hinni frægu og byltingarkenndu tízku utan úr heimi, sem kennd er viðþriðja áratuginn. Á mynd af 2. bekk Kvennaskólans veturinn 1928—29má þó sjá, aðþessi tizka hefur orðið ráðandi. Þessar stúlkur virðast bafa lagt peysufötin af sem sparifatnað. Síðar fóru Kvennaskólastúlkur aftur að klæðast peysufötum við sérstök tækifæri, t.d. þegar bekkjarmynd var tekin. Þegar aldaraf mæli Kvennaskólans var minnst 1974, varþcssi mynd tekin af 4. bekk og birtist húnhértil gamans tilað sýna, h versu gagnger breyting hefur orðið á klæðnaði kvenna á íslandi. A.m.k. allar í fremri röðinni eru núí síðbuxum. um, sem ganga alla hina dagana í götóttum sokkum með skötubörðin á pilsunum og svo óhreinar svuntur, að enginn getur séð til hvaða lit þær hafa einhvern tíma haft.“ XI. Erlend áhrif Og „Danskur BÚNINGUR“ Svo virðist sem svokallaður danskur bún- ingur hafi verið notaður af konum í hærri stéttum þjóðfélagsins og þá helst í nokkrum kaupstöðum landsins. Um aldamótin varð það stöðugt algengara að konur klæddu sig á danskan máta í Reykjavík. Þær konur sem vildu tolla í tískunni urðu sér út um erlend tískubliið t.d. „Nordisk Mönstertiderne" og „Paríser Chic“ svo eitthvað sé nefnt. I þessum blöðum voru myndir af ýmsum fatnaði og úr „Nordiske Mönstertiderne" var einnig hægt að panta snið af fatnaðin- um. Erlend snið fengust líka oft í hannyrða- verslunum. Þá bárust einnig hingað til lands um aldamótin verðlistar sem hægt var að panta upp úr fatnað og fleira. Það gefur að skilja, að þeir sem höfðu efni á, notfærðu sér þessa þjónustu, þó ekki hafi það verið í stórum stíl. Um 1914 hættu þessir pöntun- arlistar að koma af einhverjum ástæðum en tískublöðin héldu hins vegar áfram að koma hingað. Almenningur hafði yfirleitt ekki efni á að kaupa þessi blöð. Það voru aðallega efnameiri konur og saumakonur sem keyptu þau. Til sveita sáust þessi blöð varla og aðeins ein og ein sveitakona gat veitt sér þann munað að eignast slík blöð, en í þessum blöðum voru einnig leiðbeining- ar um fagrar hannyrðir. Slíkt freistaði auðvitað margra lista- og hagleikskvenna, sem bjuggu ekki síður til sveita en í kaup- stöðum. Islendingar hafa alltaf verið þjóðernis- sinnaðir og fremur íhaldssamir á allar venjur og siði. Allt fram til ársins 1918 var sú stúlka stundum litin hornauga í sveitum landsins, sem fór í vist í kaupstaðinn, tók upp danskan búning í stað íslenska þjóð- búningsins (peysufatanna) og kom síðan á þessum óþjóðlega búningi heim til sín aftur. Fólk þurfti auðvitað að hafa eitthvað til að hneykslast á og slúðra um í þá daga engu að síður en nú á dögum. Þetta þótti tíðindum sæta og vanvirðing gagnvart peysufötunum, eiginlega hálfgerð svik við þjóðernið. „Hvað er þetta, er hún Stína komin á danska dragt?" í Kvennablaðinu 1897 hverfur einn grein- arhöfundurinn að notkun peysufatanna og hallmælir danska búningnum á þessa leið: „ ... enda mundi það ekki mælast vel fyrir hjá sveitakonum, ef einhverjar þeirra færu að taka upp evrópskan búning. Það mundi talið óþjóðlegt marglæti; og mundu fáar konur vilja vinna til að fá það orð, enda þótt þeim kynni að þykja í sínu hjarta sá búningur bæði fallegri og þægilegri. — Peysufötin eru líka full- laglegur búningur, og fara vel laglegum stúlkum, einkum bjarthærðum, ef þær eru laglegar í vexti. Enda mætti líka segja að „skíni á gull, þótt í skrani lægi“. En sjalið okkar er ekki fallegt, og gjörir okkur sannarlega ekki fengri eða göfug- legri að velli en við erum.“ Þær konur sem efni höfðu á því að fá sér fallega kjóla, notuðu þá líka við viðeig- andi tækifæri þó svo að þær ættu hinn ís- lenska hátíðabúning. Ekki frnn ég þeim það til foráttu enda ólíkt þægilegra að klæðast léttum kjól en níðþungu skarti. En aðrir tímar, aðrir siðir. Þetta voru breytingatímar og mikið var ritað um peysufötin og danska búninginn á þessum tíma. Skiptar skoðanir voru á þessu máli eins og öllum öðrum málum og ætla ég að láta fylgja hér nokkrar glefsur úr Kvennablaðinu á þessum tíma. Kona nokkur, sem hefur þýtt úr erlendu blaði það sem var efst á baugi í barna- og karlmannatísku hefur þetta að segja um kvenfatatískuna 1895 í móðbrgfi sínu: „ ... Þar á móti er ekkert í blaðinu um kvenbúninga eða tísku, sem kvenfólk hjer á landi þarf heldur ekki á að halda". Þ.Á. Björnsdóttir skrifar eftirfarandi árið 1898 og kallar grein sína „Hugvekjur fyrir konurnar": „Ekki get jeg ímyndað mjer íslenzkar sveitakonur svo bamalegar, að fara í — eltingaleik við tízkuna — fremur fyrir það, þó þær tækju upp kjóla til daglegra nota (hversdagsbrúks). Þær eru vanar sundurlausum búningi, og geta kjólamir verið eins og pils og peisubúningurinn. En svo skynsamar geri jeg ráð fyrir að þær sjeu flestar, að þýðast þær umbætur, sem þær geta gert án nokkurs kostnaðar, ef þeim aðeins er bent á það, og þær vita, að slíkt er eigi virt þeim til vanza, eða þarf ekki að gera. Kjólar eru hentugri mislitir, þó einkum dökklitir. Sniðið á þeim getur verið mjög einfalt, en þó þægilegt, t.d.: Bakið að mitti eins og á venjulegri reiðtreyju. Stallinn, sem kemur á stykkin við að klippa út fyrir baksaumnum, má hafa í lokufall aftan á kjólnum. Síðustykkin eru höfð uppsneidd, og sniðið á þeim efst eins og á samskonar stykkjum í reið- treýju. Að framan er brjóststykkið látið ná niður á bijóstin, og framstykkin rykkt eða feld upp í það. Leyniþráður liggur frá hliðarsaumnum fram yfír, og má með honum draga framstykkin saman og sundur eftir þörfum. Ermamar eins og á venjulegri hversdagstreyju. Nokkur hægð væri að því fyrir konur, sem daglega ganga pilsbúnar, að hafa ljetta eða uppihöld í pilsunum, er festa má í bolfalið (millibolinn eða treyjuna)". Og úr sama blaði: „Margir álíta smekklegan og fallegan búning vera merki þess að sá sem klæðist honum sé hégómlegur og yfirlætissamur. Fatnaðurinn á að vera til skjóls og slits, segja þeir, og því hlýr og sterkur, en fallegleikinn er alveg óþarfur, og bara hégómlegur, nema ef vera skyldi á spari- fötum. Að láta sér ekki standa á sama um hversdagsfötin er bara andhælisskap- ur og tilgerð. En það er sitt hvað, góður smekkur, bæði í klæðaburði og öðru, og tilgerð. Og það er ekki einskisverð gáfa, að vera gæddur góðum smekk og næmri fegurð- artilfínningu. Einkanlega er sú gáfa mikilsverð fyrir kvenfólkið. — Enginn gerir vítt eða sítt úr engu —, .. . en sú kona, sem nýtin er og praktísk ... hún getur oft gert vítt og sítt úr litlu. /.../. Engum sem ekki er alveg varnað allrar fegurðartilfínningar, getur fundist sá búningur smekklegur, sem nú sýnist vera mest í móð hér á landi fyrir hversdags- búning kvenna, einkum upp til sveitanna. Þetta svarta sífelda peysupils, allavega mislit treyja, með allavega sniði og út- flúri, alveg eins og treyja við kjóla, stór og breið peysusvunta, og svo til að kóróna allt saman — skotthúfa á höfðinu. Það er sannkallaður smekkleysisbúningur. Annaðhvort ættum við að hafa okkar sérstaka búning, pilsið, peysuna og húf- una, eða þá sleppa henni alveg og taka upp kjólana, en ekki þetta sambland eða þennan afkárahátt, að neðsti hlutinn og efsti hlutinn sé íslenzkur; en miðhlutinn útlenzkur. /.../. En annaðhvort ættum við að gera, vera jafnan á peysufötum við alla þokkalega innivinnu, en úti við, eða við þá vinnu, sem við þættumst ekki geta brúkað þau við, mætti taka upp mislitan kyrtil / .../ og hafa einhveija laglega húfu á höfðinu. Til dæmis mætti búa til mjög laglega húfu í líkingu við garðhúfuna á Fomgripasafn- inu, en léttari og ef til vill lægri, — ellegar leggja alveg niður þennan sérstaka bún- ing okkar peysuna og húfuna.“ Móðskraf frá 1899: „Kvenfötin okkar íslensku eru sem menn vita alltaf að mestu leyti eins... Reið- fötin eru að breytast. Pilsin heldur að styttast og nærskomu treyjumar að hverfa, en í stað þeirra em jakkar að koma upp svipaðir „sportjökkum" karl- manna, með belti yfír — þykja þægilegri en þröngar treyjur, og betra að vera í bol eða ptjónuðu lífstykki innanundir. Þó er þessi móður enn þá naumast kominn hingað til Reykjavíkur, en kemur vonandi aðsumri". Og í öðm móðbréfi frá 1904 er aðallega fjallað um barnafatnað en um kvenfatnað hefur greinarhöfundur þetta að segja: „Um klæðnað fullorðnu stúlknanna ætla ég ekkert að segja þér. Þær eru ekki enn farnar að sýna sig í sumarfötunum, og svo þurfið þið í sveitinni lítið á þeim að halda. En útlit er fyrir að þeir muni vera svipaðir og í fyrra“. Og 1905 skrifar norðlensk sveitakona á þessa leið: „Af öllu því sem kyrt stendur og þó mætti breyta til batnaðar og þæginda, er víst ekkert eins bargfast og sú venja, að kvenfólk á peysufötum gangi svo gott LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 22. MARZ 1986 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.