Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1986, Blaðsíða 10
Til að festa grímmdina í minni heiður, hinn óttalausi nazistaskelfir, og sjálfur ber hann ekki bumbur í baráttu sinni gegn svívirðu og ósóma meðal jarðarbúa. Það skiptir þó ef til vill meira máli, að maðurinn er þrátt fyrir allt laus við ofstæki og þráhyggju. Hann var þó fjögur ár í fangabúðum og fjöldi ættingja hans lét lífið í helförinni. Meðan sumir báðu og aðrir hötuðu, einbeitti þessi pólski teiknari af gyðingaættum huganum að því að muna. Og meðan enn rauk úr rústunum eftir stríðs- lok og Wiesenthal lá á sjúkrahúsi, gerði hann skrá yfir meira en 50 böðla með nöfn- um og nákvæmum lýsingum. En hann er ekki haldinn þráhyggju, hann heldur fram málstað fómarlambanna og ekki aðeins gyðinga, sem enginn hefði þó getað láð honum. Og hann kemur ekki til Noregs til að hijá gamla nazista. Ekki að þessu sinni. Nú á að fjalla um önnur og nýrri fómarlömb, um Misquito-indíána í Nicaragua og hina smáðu nágranna þeirra í frumskógum Braz- ilíu. — Indíánamir þurfa líka að fá að vita, að þeim hafí ekki verið gleymt. í fangabúð- unum vom þeir margir, sem frömdu sjálfs- morð, af því að þeim fannst, að heimurinn þarfnaðist þeirra ekki — þeir iifðu og þjáðust til einskis. Það er nauðsynlegt fyrir hina kúguðu að fá að heyra, að þjáningar þeirra séu ekki virtar að vettugi, því að ella dvín viðnámsþrótturinn, segir Wiesenthal. — Táknar þetta, að þér séuð hættir að eltast við stríðsglæpamenn? — Nei, engan veginn. En það em liðin 40 ár, síðan stríðinu lauk, og margir þeirra glæpamanna, sem ekki hafa náðst, em dauðir. Það skiptir jafnmiklu máli, að vitnin hafa látizt líka. Það er því eðlilegt, að menn beini athyglinni að fómarlömbum nútímans í framhaldi af hinni fyrri baráttu. Þetta em tvær hliðar á sama máli. Tilgangurinn með því að draga gamla stríðsglæpamenn fyrir rétt var einmitt að festa heiminum í minni grimmdina og níðingsháttinn og dæma hina ábyrgu morðingjum samtímans til viðvö- mnar. Þar að auki er ekki hægt á neinn annan hátt að gera þjáningar fómarlamba nazista einhvers virði en með því að beijast gegn því, að villimennskan endurtaki sig, með því sem sagt að halda fram málstað fómarlambanna á hveijum tíma og kveða upp dóm yfir böðlum nútíðar og fortíðar. — Og fómarlömb vorra daga eru indíánarnir? — Ifyrir skömmu vom mér sýndar nokkrar teikningar sem indíánaböm höfðu gert í flóttamannabúðum í Mexíkó. Þær vom furðulega líkar teikningum, sem til em eftir böm í fangabúðunum í Theresenstadt. Fréttimar tala einnig ským máli. í gær var sagt frá því, að tugir indíána hefðu verið drepnir í frumskógum Brazilíu. Þeir vom drepnir, af því að þeir neituðu að láta af hendi dýrmæta jörð, sem þeir áttu sjálfír. Hver veit, hversu mörg dráp það era, sem við fréttum aldrei af? Samgöngumar em ekki á háu stigi þama. Tveir indíánskir pró- fessorar, sem ég hef haft samband við, hafa í mörg ár verið að safna heimildum um stöðu indíána í Brazilíu og Nicaragua og safn þeirra er orðið gagnmerkt. Það verður gert opinbert við fyrstu réttarhöldin eða yfirheyrslumar í Osló, sem væntanlega fara fram í september nk. — Af hveiju Osló? Hún er ekki beint nafli heimsins. — Nansen og Noregur tengjast einn í hugum flestra einhveiju góðu og réttlátu. Fáir geta ímyndað sér, hve Nansen-vega- bréfin urðu þeim mikils virði, sem fengu þau. Þegar efnt er til réttarhalda af þessu tagi, varðar það mjög miklu, að valinn sé staður, sem skapar hin réttu hugmynda- tengsl. Moskva og Washington em dæmi um borgir, sem væm með öllu óheppilegar, Simon Wiesenthal Simon Wiesenthal fædd- ist 30. desember 1908 í Buchach í Úkraínu, sem tilheyrði Austurríki- Ungveijalandi. Hann lauk námi í húsagerðar- list við háskólann í Prag 1932 og setti á fót teiknistofu í Lem- berg, sem þá tilheyrði Póllandi. Fyrir- tækið varð að hætta starfsemi sinni 1939, þegar Sovétmenn höfðu hemumið þennan hluta af Póllandi samkvæmt samningi Stalíns og Hitlers. „Hreinsan- ir“ Sovétmanna kostuðu stjúpföður hans og hálfbróður lífíð. Síðan tóku nazistar við af kommúnistum, og Simon Wiesent- hal var í þrælkunarbúðum Þjóðverja frá 1941 til 1945 að fáum mánuðum undan- teknum, en þá hafði honum tekizt að flýja, en náðist aftur. Hann var nær dauða en lífi, þegar bandarískir bryn- Viðtal við Simon Wiesenthal egar hann var ungur, hélt hann, að það nægði að teikna skopmyndir af hinum illu og ofstæk- isfullu og láta svo heiminn um að halda sína löngu þroskabraut. En nú er hann gamall og vitur og ber ör eftur tuttugustu öld, öld, sem lejrfði honum ekki að lifa í friði og sem hann þess vegna taldi sig knúinn til að rannsaka og refsa. Fráleitt verkefni? Vissu- lega, en engu að síður nauðsynlegt og í lífs- ins þágu, ef svo má að orði komast. Simon Wiesenthal hefur haft áhrif á samtíð sína, og Guð gefí, að þau áhrif nái einnig til eftirkomendanna, því ekki mun af veita, þegar villimennskan hefur háþróaða tækni í þjónustu sinni. En hér skal öllum lofsyrðum sleppt, þau hefur hann hlotið í ríkum mæli og margan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.