Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1986, Page 13
Þessi mynd gefur til kynna hvernig menn sneru aftur á miðöldum til hugmyndarinn-
ar um flatajörð og bókstafstúlkunnar á kristalskúlum himnanna. Hinn hugumdjarfi
og forvitni „athugandi“ er að virða fyrir sér gangverk kúlnanna, sem er mjög í
anda Aristótelesar.
Þessi mynd er stundum sögð sýna heimsmynd Aristótelesar, en kirkjan á ekki síður
sinn hlut í henni en forngrískir spekingar. Innst sjáum við jarðríki með frumefnun-
um fjórum, jörð, vatni, lofti og eldi. Síðan taka við kristalshvel föruhnattanna sjö:
tungls, Merkúríusar, Venusar, sólar, Mars, Júpíters og Satúrnusar, sem er „í sjö-
unda hirnni".
hugmynd fornaldar um eisuna má ekki rugla
alfarið saman við „ljósvaka" síðari alda sem
heitir að vísu sama nafni á erlendum málum
en var ætlað allt annað hlutverk, sem sé
að bera ljós og aðrar rafsegulbylgjur um
heim allan. Það var einmitt með þetta hlut-
verk í huga sem Jónas Hallgrímsson gaf
„eter“ nýaldar nafnið „Ijósvaki" og aðrir
íslenskir höfundar á nítjándu öld tóku það
orð eftir honum. Þar sem „eter“ Aristóteles-
ar er ljósinu óviðkomandi, væri villandi að
kalla hann sama nafni.
Það er lykilatriði í heildarmynd Aristótel-
esar að á himnum gildi allt önnur lögmál en
í hinum jarðneska heimi. í upphæðum ríkir
hin eilífa regla hringhreyfinganna en hér á
jörðu niðri sannast í sífellu hið fomkveðna
að allt er í heiminum hverfult: Kynslóðir
koma og fara, árstíðir skiptast á, veður em
síbrigðul, hlutir verða til og eyðast, falla
og stíga á víxl og svo framvegis. Og það
er svo sannarlega enginn hægðarleikur að
koma auga á einhvetja reglu í óreglunni.
Hreyfing Og Kraftar
Aristóteles gerði skýran greinarmun á
eðlilegri hreyfingu og þvingaðri hreyfingu
sem hann kallaði svo. Eðlileg hreyfing himn-
eskra hluta er samsett úr eilífum hring-
hreyfingum og hefur þegar verið lýst einni
tegund slíkrar samsetningar í sammiðja
kúlum Evdoxosar, en fjallað verður um aðra
tegund í undirkafla 4.4. Eðlileg hreyfíng
jarðneskra hluta er upp eða niður eftir
beinni línu. Þeir leita þá hver til heimkynna
sinna samkvæmt framansögðu: Þungir hlut-
ir falla til jarðar og reykur og gufa stíga
til hæða. Þvinguð hreyfing gerist á hinn
bóginn til að mynda þegar við köstum steini
upp í loftið. Hann losar sig þá smám saman
við þessa hreyfingu og fellur síðan með
„eðlilegri hrcyfingu" aftur til jarðar. Þetta
er auðvitað sáraeinfalt og sannfærandi —
ekki satt?
Annað mikilsvert atriði í eðlisfræði Ar-
istótelesar varðar samhengi krafta og
hreyfmgar. Eðlilegt hreyfiástand hluta til
lengdar samkvæmt kenningu hans er hrein-
lega kyrrstaða, og þá á þeim stað sem þeim
er eðlilegur hveijum um sig. Hlutir sem
enginn kraftur verkar á eru því kyrrir og
á hinn bóginn þarf kraft til að hlutur hreyf-
ist úr stað. Dæmi um þess konar hreyfingu
er asni sem dregur kerru, og er talið að
Aristótelesi hafi ef til vill verið það dæmi
hugleiknara en hollt var.
Þeim mun meiri krafti sem beitt er á
hlut, því meiri verður hraði hans samkvæmt
Aristótelesi, ef miðað er til dæmis við að
hreyfíngin gerist í ákveðnu efni sem hefur
ætíð sömu mótstöðu gegn hreyfingunni.
Hluturinn hættir hins vegar að hreyfast ef
enginn kraftur er til að halda hreyfmgunni
við.
Ef við látum kúlu renna eftir hálu láréttu
gólfi, segjum við nú á dögum að á hana
verki nánast enginn nettókraftur og hún
hreyfist því meðjöfnum hraða. Ef hún stöðv-
ast að lokum, sé það vegna þess að á hana
hafi þrátt fyrir allt verkað svolítill núnings-
kraftur frá gólfinu og ef til vill frá loftinu
sem hún fer um. Aristóteles segir aftur á
móti að kúlan leiti einfaldlega í það ástand
sem henni er eðlilegt. Hún muni því stöðv-
ast að lokum, enda verki enginn kraftur á
hana. — Lesandinn sér væntanlega í hendi
sér að hér er um gerólíkar lýsingar að ræða,
en hvor um sig getur engu að síður verið
sjálfri sér samkvæm.
Þessu tengd er sú niðurstaða Aristóteles-
ar að tómarúm geti ekki verið til því að þá
mundi mótstaðan gegn hreyfingu hverfa.
Með því að Aristóteles taldi hraðann fara
vaxandi með minnkandi mótstöðu efnisins
sem hluturinn fór um, þá ætti hraðinn að
geta vaxið upp úr öllu valdi ef tómarúm
væri til. Þess vegna lentu hugmyndir atóm-
sinnanna í mótsögn við hið yfirgripsmikla
kerfi Aristótelesar, og áttu sér því ekki við-
reisnar von. Annars er þetta eitt dæmið um
það, hvemig eitt atriðið er öðru tengt í hinni
yfirgripsmiklu og snjöllu heimsmynd sem
átti eftir að vaxa og þróast í tvö þúsund
ár þannig að stundum er erfitt að greina
hvað hafi komið frá upphafsmanninum sjálf-
um. Mér þykir Trausti Einarsson prófessor
lýsa heimsmynd Aristótelesar bæði
skemmtilega og af miklu sögulegu innsæi
og víðsýni í eftirfarandi orðum, þótt að vísu
sé ekki fullljóst hvaða þróunarstig hug-
myndanna þau eiga við ef grannt er skoðað:
Grikkjum var Ijóst að jörðin er kúla,
... og þar eð þungir hlutir falla niður,
í átt til jarðmiðju, var þar miðja al-
heimsins. Þessi kenning um eðli þyngd-
arinnar og kenningin um himnana, sem
umlykja jörðina, bar að sama brunni um
það, að heimurinn ergerður út frá vissri
miðju, og nærri miðju er mannheimur.
Og enn dýpra var hægt að skyggnast
inn í tilveruna. Maðurinn er bæði líkami
og sál. Líkaminn er af eðli jarðar og
hann breytir ekki þyngd sinni, þótt sálin
yfirgefi hann. Sálin hlýtur því að vera
mjög létt eða þyngdarlaus, og hvar
mundi þá vera hennar rétta heimkynni,
þegar hún er laus við líkamann? Bersýni-
lega á hæsta himni. Sálin stígur upp til
himins.
Þessi heimsmynd fól allt í sér, hún
veitti fullkominn skilning á allri tilver-
unni. Hún er svo rökföst og gjörhugsuð
að hún hefur hlotið að virðast óhaggan-
leg um aldur og ævi, enda varð sú raunin
á, að það liðu 1500—2000 ár, þar til
veilurnar komu í Ijós og þetta meistara-
verk hrundi til grunna.
Það er vel þekkt, að kristnin varð
fyrir miklum áhrifum af grískum hug-
myndum og í þessu sambandi er vert
að athuga, að kenning kristninnar um
að sálirnar stígi upp til himins fellur
eðlilega inn ígrísku heimsmyndina. Þeg-
ar þetta og fleira af líkum toga er
athugað, er það skiljanlegra en ella,
hvers vegna miðaldakirkjan barðist hinni
grimmu baráttu gegn öllum tilraunum
til þess að leiðrétta og breyta þeirri
heimsmynd.
Fylgismenn á
HÁLUM ÍS
Nú er rétt að bæta því við, glöggum og
nákvæmum mönnum til hugarhægðar og
varnaðar, að þeir munu finna ýmiss konar
ósamræmi milli einstakra lýsinga á heims-
mynd Aristótelesar. Það stafar meðal
annars af því að hún tók þrátt fyrir allt
nokkrum breytingum í aldanna rás, ekki
síst fyrir áhrif kristninnar en einnig vegna
nýrra athugana. Er raunar engan veginn
trygf?t að gamla manninum hefði hugnast
allt það sem sagt hefur verið og gert í hans
nafni.
Aristóteles er því einn af þeim aðalpersón-
um hugmyndasögunnar sem hafa mátt bylta
sér óþyrmilega í gröfinni vegna þess sem
sporgöngumenn hafa gert, sumpart með
nafn frumheijans á vörunum. Er hann að
því leyti í félagsskap bæði með höfundum
trúarbragða, vísindakenninga og stjórn-
málakenninga, svo sem þeim Kristi, Darwin
og Marx. Eins og oft vill verða, gekk þetta
svo langt að þeir sem áttu í höggi við sjálf-
skipaða lærisveina eða málsvara Aristótel-
esar, eins og til dæmis Galíleó (sjá síðara
bindið), héldu því fram að þeir stæðu sjálfir
nær hugsanagangi meistarans en hinir sem
vildu þjóna honum í orði.
Að lokum vil ég enn einu sinni undir-
strika að hugmyndakerfið sem kennt er við
Aristóteles myndaði eina samfellda heild
sem féll ágætlega að reynslu hins daglega
lífs og annarri þekkingu sem þá var mönn-
um tiltæk. Auk þess var ekki að finna í því
neinar verulegar innbyrðis mótsagnir, enda
var Aristóteles manna best að sér um rök-
fræði og talinn upphafsmaður þeirrar
greinar. Þetta mikla kerfi spannaði nánast
öll svið veruleika og mannlífs, allt frá himin-
tunglum til frækorna, frá stjórnmálum til
trúarbragða og frá rökfræði til siðfræði.
Ef menn vildu hrófla við einstökum atriðum
í þessu þéttriðna kerfi mátti búast við að
fram kæmi ósamræmi annars staðar. Það
var því engan veginn heiglum hent að raska
slíkum vef að einhveiju marki.
Jónas Friðgeir Elíasson
Ergelsi
Þegar ég verð gramur,
hleypur í mig ólund
og það er ekki þægilegt.
Þá verð ég argur
og andstyggilegvr
sem er ekkert hlægilegt
en að vita ekki heldur
hver fjárinn því veldur,
er alveg hreint ægilegt.
Efi
Ég efast
og ég efast um
að ég eigi að yrkja
um það sem ég efast um
og ég efast um
að ég eigi nokkuð
að halda áfram með þetta
þó ég efist nú um
að ég efíst um það
annars veit maður aldrei
hvað maður á að halda
nema sönsum.
Höfundurinn hefur gefiö út nokkrar Ijóöabæk-
ur. Hann er nú nemi i lönskólanum.
Sigurjón Guðjónsson
Snemma
vetrarmorguns
Guð hefur breitt lín sitt á jörðina,
yfir fjöll og dal,
og hengt það upp í trén ígarðinum.
Allt er svo hljótt og kyrrt,
eins og í árdaga.
— Enginn á ferli
Borgin sefur.
Sofendur sjá ekki hvita línið,
gleyma því að Guð er að starfi.
Og þegar þeir vakna,
er línið horfíð.
Allt verður óhreint á ný.
Heyrirðu til mín, góði Guð,
sál mín er flekkuð grómi,
geturðu ekki gert hana hvíta,
eins og lín þitt á jörðinni.
Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í
Saurbæ á Hvalfjaróarströnd.
Ásdís Jenna Ástráðsdóttir
Elska . . .
Ég elska fuglana
fuglarnir geta flogið
ég get ekki flogið
fuglamir geta sungið
ég get sungið
fuglamir syngja með mér.
Ég elska mennina
mennimir geta gengið
ég get ekki gengið
mennimir geta sungið
ég get sungið
mennimir syngja ekki með mér.
Höfundur er 16 ára Reykjavíkurstúlka.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. DESEMBER 1986 13