Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Side 2
L I FSVENJUR Daður í svitabaði Um sexleytið fyilist hinn mjög svo fíni og afar dýri „Vertical Ciub“ á Upper East Side af ungum og efnilegum mönnum úr viðskiptalífínu, sem allir eiga sér sama markmið: Að klifra metorðastiga fyrirtækisins eins lóðrétt og hægt er. Það er því líkast að upparnir telji, að þeim mun stæltari sem skrokkurinn sé, þeim mun stærri verði inneignin á banka. Ungar konur mæta til leiks í nærskomum samfestingum, skærbláum eða hárauðum og allir em í geysilega góðu formi. eftir JAN HOFFMAN Eróbikk í hinum fína „Vertícal Ciub“. Klúbburinn er ein af 300 líkamsræktarstöðvum, sem er í eigu Bally Manufacturing, framleiðanda „peningakassa“-leiktækja, „einhentu ræningjanna". Manhattan kl. 6 síðdegis. Skrifstofutíminn er liðinn, en þá er bara vinnudagurinn stilltur á hraðari gang. Á egglaga hlaupabraut líkamsræktarklúbbsins míns er umferðin afar mikil, þétt og stríð. Karlmennirnir og við konumar, sem sýnum litlu minni hörku og einbeitni, beijumst um rásir á brautinni með pústrum og hrindingum, olnbogaskotum og skömmum og jafnvel með því að bregða fæti fyrir keppninautinn, ef nauðsyn krefur. Þetta er stutt braut, það þarf 20 hringi í míluna, og við hljótum að vera ósköp kjánaleg að sjá, þar sem við hlaupum í stöðuga hringi eins og iðandi, tamdar mýs. Nærri því hver og einn hleypur eftir sínu eigin hljóðfalli, sem honum berst um heymartæki frá vasaútvarpi. Tveir ungir og stæltir lögfræðingar, sem eru með Bruce Stringsteen í eyrunum, æða áfram og fara fram úr hópi slappra framkvæmdastjóra á miðlungslaunum, sem brokka með Brahms í sínum eyrum. Hjá hlaupabrautinni bíður löng röð af fólki eftir að komast að hinum sex rammföstu reiðhjólum, sem notendumir stiga af slíkri ákefð, að tækin hristast öll. Og sumir framkalla vélbyssuhljóð með dagblöðunum, sem þeim hefur ekki gefizt tími til að lesa þann daginn. Þar sem svæðið innan hlaupabrautarinnar er opið, getum við skokkaramir fylgst með því sem gerist að venju i öngþveitinu þar. Karlmenn leika körfubolta af hörku — æpandi, bölvandi og hrindandi. Hjá leikvellinum er biðröð einnig stöðugt að lengjast, þar sem æ fleiri félagsmenn streyma að og bíða eftir því að fá að vera með. En þeir eru þó fáir, sem bíða aðgerðarlausir — flestir fremja staðæfmgar, sippa eða beija æfingapoka. Ef lesandinn hefur ekki áttað sig á því þegar, er þetta New York-afbrigði af tómstundaiðkunum til hressingar og upplyftingar. Stöðvar Fyrir Líkamlegar PÍSLIR Á Manhattan eru 250 líkamsræktar- klúbbar. Á undanfömum fimm árum hafa þeir orðið æ ríkari þáttur i lífi okkar. Og satt að segja emm við orðin svo bundin þeim, að það hefur skapast viss andstaða gegn þeim einmitt af þeim sökum. Sú þýðing, sem þessar stöðvar líkamlegra písla hafa fyrir okkur, segir heilmikið um okkur. Við New York-búar lifum fyrst og fremst til að vinna og nær allt sem við gerum snýst eingöngu um það. Og þar af leiðandi einnig það á hvem hátt við leitum hressingar og upplyftingar. Við New York-búar erum önnum kafið fólk. Við höfum engan tíma til að njóta fagurs landslags eða þægilegs umhverfís eða að skemmta okkur með elskulegum nágrönnum. Og þess vegna er það bara af hinu góða, að slík fyrirbæri eru nær óþekkt hér um slóðir, því þau myndu aðeins tefja okkur. „Ef þú gimist fánýti og hégóma," segir New York-búinn stór upp á sig, „skaltu koma þér til Los Angeles". Vinur minn, sem býr í Utah, sagði eitt sinn, að það væri aðeins í New York, sem menn einbeittu sér að sem torveldustum verkefnum til að drepa tímann. En reyndar er það ástríða okkar að skipuieggja hveija einustu mínútu. En það táknar ekki, að dagleg viðkoma á líkamsræktarklúbbi, sem skotið er inn í dagskrána, jafngildi sjálfsafneitun. Þvert á móti, því sjálf ferðin þangað er svitabað í mestu umferðinni og á því við okkur, sem sækjumst eftir erfíðum viðfangsefnum. Við New York-búar krunkum okkur gjama saman í ákveðna hópa. Á líkamsræktarstöðinni „Executive Fitness Center" — langt fyrir ofan „Vista Intemational Hotel" í World Trade Center — er til dæmis aragrúi af mönnum á uppleið í þjóðfélaginu um sjöleytið á morgnana til að hita sig upp og liðka sig fyrir vinnudaginn, og þaðan geta þeir horft niður af 22. hæð á heiminn, sem þeir ætla sér að sigra. í laugum og leikfímisölum „Manhattan Plaza" við 43. stræti er fullt af undurfögrum og nánast fullkomnum líkömum upp úr hádeginu. Flestir félagar klúbbsins em fyrirsætur og leikarar eða öllu heldur ungt fólk, sem vill vera það. Og líkamsrækt þeirra tilheyrir ekki aðeins starfí þeirra, heldur er / líkamsræktarklúbbnum Manhattan Plaza er fjöldinn allur af fyrirsætum og leikurum, þegar þau hafa ekki annað að gera. En það tilheyrir að sjálfsögðu starfinu, hvernig sem atvinnuástandið er, að ástunda líkamsrækt. hún einnig notaleg dægrastytting fyrir alla þá, sem þegar era atvinnulausir. Uppar í Hörku Keppni Sjálf tilheyri ég líkamsræktarklúbbi, sem lætur lítið yfír sér — það er að segja: Hann er gamall, húsnæðið farið að láta á sjá, en hann er ódýr, er í nágrenninu og starfar á vegum KFUM. Milli okkar, sem hittumst þar upp úr miðjum degi að jafnaði til að komast í svitabað, ríkir vinsamlegur kunningsskapur eins og á milli utanveltumanna. Við vitum öll, að við ættum að gegna venjulegum störfum milli 9 og 5. En við eram bara ekkert venjuleg. Um 6-leytið fyllist hinn mjög svo fíni og afar dýri „Vertical Club“ á Upper East Side af ungum og efnilegum mönnum úr viðskiptalífínu, sem allir eiga sér sama markmið: Að klifra metorðastiga fyrirtækisins eins lóðrétt og hægt er. Þama ríkir mikill keppnisandi meðal uppanna, svo að það er líkast því, sem sú regla gildi í raun og vera í lifinu, að þeim mun stæltari og þjálfaðri sem skrokkurinn er, þeim mun stærri verður inneignin á banka. Alls staðar hefur verið komið fyrir speglum, sem auka enn á metinginn og metnaðinn. Að vísu er meiningin með þeim sú, að menn geti fylgst sem best með sjálfum sér við líkamsæfíngamar, en mönnum verður þó tíðlitið til annarra, sem þeir sjá í speglinum, til að sjá hvemig keppinautunum gengur — því þótt maður geti ekki verið bestur vill maður þó að minnsta kosti fullvissa sig um, að maður sé ekki verstur. Og náttúralega ýta speglamir undir sjálfsdýrkun New York-búans. Þekktasta spuming borgarstjóra vors er: „Jæja, hvemig stend ég mig?" Og það er spuming, sem kjósendur hans spyija sjálfa sig einnig oft og tíðum í fyllstu alvöra og feimnilaust. FÉLAGSSKAPUR ÁN ÁHÆTTU Við New York-búar hneigjumst einnig til þess að finnast við vera einmana. Vinnuástríðan veldur því að lokum, að við höldum okkur á skrifstofunni á kvöldin og um helgar. Annars höldum við okkur eins og hægt er á kunnum og troðnum slóðum, sem leiða okkur alltaf til sömu vinanna aftur. Og þó að ég sé einnig þeirrar skoðunar, að við New York-búar getum verið meðal atorkusamasta, áhugaverðasta og hjartahlýjasta fólks í heimi, ef menn kynnast okkur að einhveiju marki, þá er hitt vafalaust rétt, að það sé óskaplega erfítt að ná sambandi við okkur. Vegna stærðar borgar okkar, glæpatíðni og þeirrar orku, sem hver dagur krefst, tökum við vemdar- og vamarkerfi okkar ógjama úr sambandi. Það má segja, að tortryggni sé hluti af þjálfun okkar í lífsbaráttunni. Þess vegna göngum við líka í líkamsræktarklúbba til að komast í félagsskap og umgangast fólk án áhættu og mikilla útgjalda. Þessi klúbbar era okkar nýjustu „makalausu" barir. Og þess vegna hafa margir þeirra samkvæmissali, sameiginlega þjálfunartíma fyrir karla og konur, verslanir, sem hafa á boðstólum snotran og þægilegan fatnað til að vera í eftir æfíngar, og veitingastaði, þar sem hægt er að sitja í makindum eftir trimmið, hitta fólk og spjalla saman. Og þá er það einnig kjörið að krælqa sér í einhvem til að skemmta sér með á klúbbunum. Þar sem klúbburinn er hvort eða er á stundaskrá dagsins, getur maður slegið tvær flugur í einu höggi á þessum dýram mínútum. Matur getur virt nákvæmlega fyrir sér vöxt og útlit einhvers annars eins og á bar, og ef manni verður hafnað, þá hefur maður ágætar aðstæður til að sparka úr sér ólundinni og svitna ærlega. Ef einhver vildi spyija að því núna, hvor hvötin væri sterkari hjá New York-búanum, kynhvötin eða vinnuástríðan, þá verð ég að segja, að svarið ætti að vera ljóst nú þegar. Á Bbesta Pörunartíma Nýlega fór ég að trimma um sex-leytið eða sem sagt á besta pöranartíma. Klúbburinn minn var eins og alltaf, troðfullur, og það var mikið um að vera. Samkeppni kvennanna um hina myndarlegu menn stóð sem hæst. Margar starfssystra minna vora í nærskomum samfestingum, skærbláum eða hárauðum, og virtust^ í prýðilegu formi, mér til sárrar gremju. Ég var í gömlum, tjásulegum stuttermabol — komin beint úr vinnunni, með nafnið á blaði mínu á honum — og með miklu minni andlitsfarða en þær. En ég hljóp þó að minnsta kosti hraðar en allar hinar. Meðan ég hljóp mína hringi, fylgdist einn maður greinilega með mér. Hann hafði varla af mér augun. Ég virti hann fyrir mér í laumi. Það var enginn vafí á því, að hann var hinn myndarlegasti — vel vaxinn og fríður. Hann var með nikkelgleraugu, svo ég gerði ráð fyrir, að hann væri kennari, lögfræðingur eða blaðamaður. Þegar ég var að rétta úr mér eftir hlaupin, kom hann til mín og gaf sig á tal við mig. Ég var alsæl. Hann reyndist vera atvinnumaður í tennis og félagi í fínum klúbbi. Hann sagðist hafa séð mig hlaupa og spurði hvort ég vildi verða sér samferða á hlaupunum. Þótt ég væri móð ennþá og rennsveitt, féllst ég á það. Við hlupum 20 hringi. „Þarf maður sem kona virkilega að gera þetta nú á dögum," spurði ég sjálfa mig. Seinna lét hann þess getið, að hann viidi gjama bjóða mér upp á glas á eftir. Ég var lafmóð, þegar ég svo þáði það. „Svo er mál með vexti,“ sagði hann, „að ég skipulegg tennismót fyrir stjómmálamenn og kaupsýslumenn. Og ég sá á bolnum þínum, að þú vinnur hjá dagblaði. Nú, en ég þarf á auglýsingu að halda fyrir starfsemina, svo mér datt í hug, hvort þú gætir kannski verið mér innan handar í þeim efnum.“ Ég sneri mér burt hið bráðasta og hljóp mína leið. Ég var móðguð. Ef hann ætlar að hafa eitthvað upp úr daðri á hlaupabraut, gæti ég alveg eins gert það líka. Úr þessum fundi okkar hef ég nú búið til sögu um líkamsræktarklúbba. Því eins og ég hef áður sagt: Hvað sem New York-búinn gerir, er það alltaf einhvers konar vinna. Sv.Ásg. þýddi úr „GEO".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.