Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Page 3
MATTHÍAS JOCHUMSSON
mamg
@ ® 11 @ [0 0 H B H [1 Sl |U ® ®
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvetj.:
Harakfur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð-
arritstjðri: Bjöm Bjarnason. Ritstjómarfulltr.:
Gísli Sigurðsson. Augtýsingar: Baklvin Jóns-
son. Ritstjóm: Aðalstrœti 6. Simi 691100.
Grjótaþorpið
og Aðalstræti hafa sést á æði mörgum teikningum arki-
tekta og orðið einskonar sandkassi, sem sífellt er leikið sér
í, en hugmyndimar hafa ekki náð lengra en á pappírinn.
Myndir og hugleiðingar í tilefni bókar, sem fjallar um skipu-
lag Reykjavíkur frá upphafí.
Forsíðan
er grafíkmynd eftir Lisu K. Guðjónsdóttur og heitir hún
Landnemar. Þetta er æting og myndefnið er í hæsta máta
þjóðlegt. En það er fleira í þessari mynd en það sem sést
í fljótu bragði. Myndefni Lisu eru gjaman úr umhverfínu,
en nánari kynning á henni er á bls 21.
Kuldarnir
í Evrópu og víðar hafa að vonum vakið ýmsar spumingar
á sama tíma og hér og á báðum heimskautunum er óvenju
hlýtt. Þessu valda fyrirstöðuhæðir svonefndar, sem verða
til við sérstök skilyrði og um þetta efni skrifar Trausti
Jónsson veðurfræðingur grein.
Leiðsla
Ogandinn mighreifupp á háfjallatind,
og ég horfði sem örn yfir fold,
og mín sál var lík ís-tærri, svalandi lind,
og ég sá ekki duft eða mold.
Mér þótti sem ég hefði gengið upp gil
fullt með grjótflug og hræfugla-Ijóð,
fullt með þokur og töfrandi
tröllheima-spil,
unz á tindinum hæsta ég stóð.
Mér þótti sem hefði ég þolað allt stríð,
allt, sem þola má skjálfandi reyr,
og mér fannst sem ég þekkti’ ekki háska
né hríð,
og að hjarta mitt bifðist ei meir.
Ég andaði himinsins helgasta blæ
og minn hugur svalg voðalegt þor,
og öll hjarta míns dulin og deyjandi fræ
urðu dýrðleg sem Ijómandi vor.
En mín sál var þó kyrr, því að
kraftanna flug
eins og kyrrasta jafnvægi stóð,
og mér söng einhver fylling í svellandi
hug
eins og samhljóða gullhörpu-Ijóð.
Eins og heilög guðs rítning lá hauður
og sær,
allt var himnesku gull-Ietrí skráð,
meðan dagstjarnan kvaddi svo
dásemdar-skær
eins og deyjandi guðs-sonar náð.
Matthías Jochumsson, f. 1835, d. 1920, ætti að
vera óþarft að kynna, en hann er eitt helzta trúar-
skáld íslendinga, höfundur þjóðsöngsins, frumherji
í leikritagerð og þýddi mörg meistaraverk heims-
bókmenntanna á islenzku.
Veröld sem var
Liðið var á kvöld þar sem
ég sat í þægilega stólnum
mínum_ undir ljósaskerm-
inum. Ég var einn og naut
vindilsins frá honum
Castró, þessa eina sem ég
stelst til að reykja á kvöld-
in. Á borðinu hjá mér stóð
reyndar líka í þetta sinn svolítið staup með
Benedictine til að hressa upp á tilveruna
og er ekki bannað þó að kransæðamar séu
dálítið í skralli. Allt þetta gerði mig víst
svolítið rómantískan, því ég greip næstum
ósjálfrátt ofan úr hillu bók, sem ég hafði
ekki opnað í áratugi, en mér fannst nú vera
í takt við þann hugblæ sem umlék mig.
Á titilblaði bókarinnar stendur:
„Knut Hamsun, Victoria, en Kjærlighets
Historie"
Þessi bók er talin vera síðasta æskuverk
höfundar og kom út í Kristíaníu (Oslo) um
aldamótin og var síðan prentuð í hundruð
þúsunda eintaka í heimalandinu einu. Skrýt-
in ástarsaga þetta, mundi fólki nú þykja,
þar sem aldrei er farið upp í rúm, ekki svo
mikið sem faðmast í fullum klæðum, aðeins
einn lauslegur koss í miðri bók. En mikið
var nú samt grátið ofan í þessa bók á æsku-
árum mínum. — Fallega, prúða Victoría, sem
fékk ekki þann sem hún vildi og vildi ekki
þann sem hún fékk.
Victoría er skilgetið afkvæmi Viktoríu-
tímans sem að sjálfsögðu á ekkert skyldi
við nafnið á bókinni, heldur er tímabilið eins
og allir vita kennt við Victoríu Bretadrottn-
ingu, sem enn var við völd um aldamótin
síðustu og hafði þá ríkt í meira en 60 ár.
Victoría drottning var valdamikill og
stjórnsamur þjóðhöfðingi. Líklega hefur hún
líka verið dálítið rómantísk, því í öllu vafstr-
inu við að stjóma heimsveldi lét hún sig
ekki muna um að eiga níu böm með sínum
heittelskaða Albert prins. Auk þessa gaf
hún sér tima til að setja svipmót sitt á alla
menningu Vesturlanda í nærri heila öld.
Einkum var það siðferðið sem hún hafði svo
mikil áhrif á að jaðraði við dauðhreinsun
og átti þetta að sjálfsögðu fyrst og fremst
við heima á Bretlandseyjum.
Ég bjó í London í þijú ár á miðjum þriðja
áratug aldarinnar. Ég kynntist vel fjölda
miðstéttarfólks, bæði vegna vinnu minnar
og einkum í félagsskap. Enn mátti þá finna
fyrir áhrifum frá Viktoríutímanum og vom
þessi áhrif oft mjög greinileg og stundum
allfurðuleg, að mér þótti. Ég geymi í minn-
um fáein sérstæð lítil atvik, sem bera þessu
vitni:
Góður kunningi minn trúlofaðist fallegri
og greindri stúlku, sem ég var vel kunnug-
ur, lék m.a. oft við hana tennis. Vinur minn
skozkur, sem ég deildi með herbergi í gisti-
heimili í Highgate í nærri tvö ár, trúði mér
fyrir því að þegar fyrmefndur kunningi
okkar beggja hefði kysst kærustuna í fyrsta
sinn hafi hún fallið í ómegin.
Önnur lítil frásaga: Vinur minn einn, sem
bjó með mér í herbergi í Hampstead fyrsta
ár mitt í London, kom heim eitt kvöldið
dálítið lúðulakalegur og sagði farir sínar
ekki sléttar. Hann hafði í fyrsta sinn á
ævinni mannað sig upp í að fá stelpugálu,
sem hann rakst á í Primrose Hill, til fylgi-
lags. En þegar þau höfðu komið sér fyrir
var þetta meira en vinurinn gat þolað og
öllu var Iokið áður en þessi fyrsta reynsla
yrði að veruleika. Þessar frásagnir báðar
heyra sjálfsagt til undantekninga, en segja
samt sína sögu og þar á meðal að líklega
geti verið hollt að einnig sé nokkurt hóf í
hófseminni.
Ég hirði ekki um að tíunda fleiri svona
dæmi um ófullnægðar hvatir þó að tiltæk
séu, en það er til marks um hve siðferðið
enn var óvægið á þessum árum að leikritið
„White Cargo", sem var á fjölunum í Lon-
don á þessum tíma, þótti í meira lagi
„djarft", svo fólk reyndi jafnvel að láta lítið
á því bera að það sækti þessar sýningar.
Þetta leikrit var síðar sýnt í Reykjavík, ef
ég man rétt undir nafninu „Tondeleyó" og
fóru engar sögur af því að það þætti ósiðlegt.
Áhrifa Viktoríutímans gætti að sjálfsögðu
ekki á íslandi í sama mæli og í heimal-
andinu. Þó var aldarandinn að nokkru sá
sami og gat þá stöku sinnum birst i dálítið
fáránlegum myndum og verður hér rifjuð
upp þess háttar frásögn til gamans: Aldrað
fólk minntist kannski sögunnar fleygu af
þokkadömunni íturvöxnu og stjómlyndu
sem var kennari að atvinnu. Hún var heit-
bundin ungum lögfræðingi í Reykjavík.
Sagan segir að þegar kærastinn einhveiju
sinni vildi kyssa eða gæla eitthvað við sína
heittelskuðu var svörunin stuttaraleg: „Ekk-
ert svínarí fyrr en við erum gift.“ Þessi
stúlka var víst á sinn hátt að fullnægja
kröfu aldarinnar um dyggðugt lífemi, en
rómantíkin eitthvað vant við látin, enda
varð víst minna úr giftingunni.
Með síðari heimsstyijöldinni hurfu síðustu
áhrif Viktoríutímans og við tóku tímar
sívaxandi ofbeldis og allskyns lausungar um
öll lönd.
Við, sem lifað höfum öll árin sem af em
þessari öld, undmmst mörg hver, þegar við
lítum til baka, hve skemmtilegt var að vera
til á fyrstu áratugum okkar aldar. Þó gleym-
ist ekki hve kjör fólks vom almennt
bágborin; varla fimmtungur þess sem nú
er, og atvinna stopul.
En hvers vegna vomm við svona ham-
ingjusöm á þessum ámm, hvers vegna var
svo ótrúlega gaman þó við hefðum úr litlu
að spila? Það hljómar undarlega, en líklega
var það vegna þess hve mikið þurfti að
hafa fyrir því litla sem mögulegt var að
veita sér, hve það var margt sem ekki lá á
lausu og aðdragandi alls er notið var var
langur og tilhlökkunin því langvarandi. Allt
þetta Ieiddi til þeirrar hófsemi sem er
ófrávíkjanlegt skilyrði þess að njóta. —
Hvers konar óhóf og offarir vekja hinsvegar
aðeins ólyst og leiða. — Það er ekki bara í
hagfræðinni, sem það lögmál gildir að hið
torfengna sé jafnan eftirsóknarverðast og
dýrmætast, en það auðsóttasta veiti litla
ánægju og fullnægingu. Þetta á ekki aðeins
við um mat og drykk og önnur hversdags-
leg gæði, heldur enn frekar um kenndir
manna og allt það sem varðar mestu um
hamingju og óhamingju. Á þessum ámm
hófs og trúmennsku fylgdi nánustu kynnum
karls og konu oftar skuldbinding tryggðar
og trúnaðar, en hættir stóðsins ekki komnir
til.
Fyrir þessa „veröld sem var“ skrifaði
Hamsun Viktoríu sína og það er eingöngu
til að spilla ekki listrænni byggingu sögunn-
ar að skáldið gat ekki þóknast lesandanum
og leyft prúðu, göfuglyndu Viktoríu að lifa
og njóta launa dyggðarinnar.
björn steffensen
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. FEBRÚAR 1987 3