Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Síða 14
í
V
u
R
KULDARNIR
í EVRÓPU
EFTIR TRAUSTA
JÓNSSON
K
uldarnir í Evrópu nú í janúar hafa verið al-
gengt fréttaefni fjölmiðla. Hér á eftir verður
leitast við að skýra þá að nokkru. Hiti lækk-
ar frá hitabeltinu til pólanna. Hitafall þetta
er þó ekki jafnt, heldur eru svæði í tempruðu
beltunum þar sem hiti fellur tiltölulega mik-
ið á mjóu belti. Þetta belti kallast meginskil.
Meginskilin breytast frá degi til dags og
hlykkjast um norðurhvelið. Dæmi um þetta
má sjá á mynd 1, sem sýnir legu megin-
skila dag einn í nóvember fyrir nokkrum
árum. í raunveruleikanum eru þó alltaf
nokkur svæði þar sem skilin eru fremur
óljós. Á meginskilunum, sem sjá má á mynd-
inni, er vindátt alls staðar vestlæg. Hringur-
inn kringum heimskautið er engan veginn
jafn, heldur eru á honum bylgjur. Hegðan
þessara bylgja er háð ýmsu sem ekki er
hægt að taka hér til umfjöllunar, en í stuttu
máli má segja að þær berast gjaman frá
vestri til austurs, rísa og hníga. Einnig eru
bylgjumar á hringnum mismargar. Alloft
gerist það að bylgja rís mjög og jafnvel svo
að hún slitnar frá meginskilunum. Dæmi
um þetta má sjá á mynd 2.
Fyrirstöður
Á myndinni má í fyrsta lagi sjá hvemig
hlýtt loft getur myndað hlýjan hól inni í
kalda loftinu (a) og sömuleiðis hvemig kalt
loft getur lokast inni í því hlýja (b). Hlýju
hólamir koma fram sem hæðir á hálofta-
kortum og nefnast þessar hæðir fyrirstöður.
Ástæða nafnsins er sú að hæðir þessar
hindra eðlilegan gang hæða og lægða við
jörð austur á bóginn. Fyrirstöðuhæðir kom
mjög við sögu tíðarfars hérlendis og raunar
um bæði tempmðu og heimskautabeltin.
Köldu svæðin sem lenda inni í þeim hlýju
eru gjaman kölluð kuldapollar eða afskom-
ar lægðir, því lægðir fylgja þeim í háloftun-
Á brautarstöðvum neðanjarðarlestanna
íParís leitaði fjöldi af útigangsmönnum
og húsnæðislausu fólki skjóls, - en einn-
ig þar var vitaskuld grimmdarkuldi.
um. (Kuldapollar myndast einnig oft inni í
kalda loftinu, en það er önnur saga.) Eigin-
legar afskomar lægðir eru ekki algengar
hérlendis.
Meðan vestanáttin hlykkjast fyrirstöðu-
laust helst veðurfar nokkuð í eðlilegum
skorðum, en um leið og bylgjur fara að fest-
ast á óvenjulegum stöðum gerist veðurlag
afbrigðilegt á einn eða annan hátt, jafnvel
þótt um eiginlega fyrirstöðu sé ekki að
ræða. Nú er það svo að fjallgarðar hafa
áhrif á vestanáttina í háloftunum auk þess
sem lönd og höf skiptast á. Þetta veldur
því að fyrirstöður eru misalgengar á leið
vestanáttarinnar.
Fyrirstöðumar eru misstórar, en mjög
gjaman ná þær yfir t.d. alla Skandinavíu.
Líftími þeirra er misjafn, stundum aðeins
3—4 dagar, en stöku sinnum lifa þær í hálf-
an mánuð eða meira. Þær geta þannig
viðhaldið óvenjulegum loftstraumum í all-
langan tíma.
Veður í fyrirstöðum
Lítum nú á veður í kringum fyrirstöðu
og lítum á mynd 2. Þar má sjá línu sem
merkt er V-Á (vestur-austur) og nokkra
punkta á henni, sem merktir eru tölustöfum.
Punktur 1 er talsvert vestan við fyrirstöð-
una, þar er vindur þó suðlægur í háloftunum,
en punkturinn er í kalda loftinu. Sé haf
undir hitar það loftið upp að neðan og það
verður mjög óstöðugt. Lægðir ganga þarna
til norðurs hver á fætur annarri. í punkti
sem merktur er með tölstafnum 2 er hins
vegar hlýtt loft yfir. Stundum getur kalt
loft þó komist undir, en allt er þetta loft
komið að sunnan, lægðagangur alllangt
vestur undan og suðlæg hlý átt ríkjandi
með því hæglátara veðri sem nær dregur
miðju fyrirstöðunnar. í punkti 3 er fyrirstað-
an hins vegar farin að draga að loft úr
norðri. Þetta loft er tiltölulega þurrt og stöð-
ugt og veður því oftast bjart og útgeislun
a i kalt ii kalt f \ vJ -h á... \.A / Wýtt \ iii (E) k —" "" hl"
b • k h ' II V h iii k
Mynd 1. Dæmigerðlega meginskila á norðurhveli.
Mynd 2.
Riss af myndun fyrirstöðuhæðar (efri
myndröð) og afskorinnar lægðar (neðri
myndröð). Orvarnar sýna stefnu loft-
strauma. Norður er upp á myndunum.
14