Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Page 16
íjfBi'í tirosfriGÍv'yifft) ó<J ns luööpí rnm;<J 30 I igjIjío ifiofy fiilub gIibv muiify nnibnB'gio I GOTIMESK SMÁSAGA Fiðluleikarinn var engu líkur sem ég hafði áður séð. Líkami hans var ungur og þriflegur en á hann hafði verið sett höfuð gamalmennis, húðin strekkt og þornuð utan á beinum höfuðs- ins, og hendur stórar svo fíngurnir voru jafn langir og handleggurinn að oln- boga. EFTIR HAFLIÐA JÓHANN ÁSGRÍMSSON að var eitt sinn að kvöld- lagi að vagn minn átti leið um veiri hverfi borg- arinnar. Ég sat inni í honum í þungum þönkum og hlustaði á hófatak hestsins og skrölt hjól- anna á steinlögðu strætinu. Það var hrá- slagalegt veður þetta kvöld, kalt, og þoka byrgði mjóar týrur götuljósa. Mér bárust þá til eyma fiðlutónar út úr röku myrkrinu sem ég hafði heyrt einhversstaðar áður og vagninn hafði ekki farið langt eftir strætinu þegar ég mundi hvar og hvenær. Ég stöðv- aði hann, bað ekilinn bíða og gekk á vit höktandi fíðlunnar sem hljómaði út úr skuggalegri krá í hliðargötu. Þegar ég opn- aði þar dyr, sló á móti mér reykjarsvælu og lykt af bjór og þvagi. Háreisti þar inni, karlar og konur veltust um í blíðu eða slags- málum en fyir enda veitingasalarins hékk mannkerti á einskonar sviði, bogið og álútt, íklætt fáránlegum, skitugum og rifnum fíflsbúningi og gegnum org karla og skræki kvenna bárust mér tónar fíðlunnar hans leiknir óstyrkri hendi. Skyndilega missti hann fótanna, drukkinn, og skall fram á sviðsbrúnina svo fíðlan brotnaði að endi- löngu. Þetta vakti ekki athygli neins af kráargestum utan eins sem sendi bjórkönu á vængjum blótsyrða í höfuð fíflinu. Ég braust upp að sviðinu, lyfti meðvitundarlaus- um fíðluleikaranum og bar hann út á götu. Að baki mér kváðu við hróp og formæling- ar en ég skeytti því engu og var rétt kominn út úr dyrum þessa óværðargrenis þegar gripið var í öxl mína. Það var hinn djöful- legi gestgjafí þessa staðar sem heimtaði alla þá peninga sem ég hafði og úrið mitt að auki. Kom ég loks hinum rænulausa manni fyrir í vagninum og hélt heimleiðis. Ég bjó þá í húsum hins mikla tónskálds, sem nánasti aðstoðarmaður hans og vissi ég að honum þætti nokkuð til þess koma sem ég flutti heim. Það kom glampi í augun og svipur hans harðnaði þegar hann sá fíðlu- leikarann og sendi hann þegar eftir lækni sínum. Lækninum brá nokkuð þegar hann sá sjúkling sinn en skoðaði hann og sagði um leið og hann leit til okkar þungt hugs- andi að tvísýnt væri hvort hann lifði af nóttina. Það var sjö árum áður, þegar tónskáldið hafði lokið við að semja og setja upp eitt stórvirkja sinna og lagt svo hart að sér við breytingar á verki sínu fram á síðustu stund að hann var örmagna eftir. Hvöttum við, læknir hans og helstu samstarfsmenn, hann til að taka sér hvíld og fór hann burt úr borginni og dvaldi þá um sumarið á setri aðalsmanns, sem var mikill tónlistarunn- andi, og fylgdu honum læknirinn og ég, sem var ungur nemandi hans. Reyndum við af fremsta megni að létta honum lífið en sökum hugarangurs síns vildi hann sem minnst af okkur vita og sat, vafínn í ábreiður, inni í herbergi sínu við arineld og horfði daufum augum framfyrir sig eins og í móki. Líkam- lega var hann ekki hraustur, og þegar sóttu á hann þunglyndi og þreyta hjálpaðist allt við að buga hinn mikla lífsþrótt hans. Vanheilsa meistarans fékk á mig og reyndi ég að leita mér afþreyingar í fögru umhverfínu og á löngum reiðtúrum um stór- brotið landslag fjallanna. í litlu fallegu þorpi skammt frá setrinu var ævagömul krá þar sem ég settist nokkrum sinnum inn og fann hvíld undir sótugum röftum og mölétnum hausum veiðidýra. Gestir þama sátu í hefð- bundnum klæðnaði héraðsins eins og þeir höfðu setið kynslóð fram af kynslóð. Þeir Iitu mig forvitnisaugum og kinkuðu kolli til mín þegar ég kom inn en enginn þeirra gaf sig nokkru sinni á tal við mig. Hefur þeim þótt klæðnaður minn og málfar framandlegt og ég því fengið að vera einn og ótniflaður við borð mitt við ölkönnu og pípu. Ég dáð- ist að inngrónu stolti þeirra og alþýðlegri reisn og fékk ég þá hugdettu að safna þama þjóðlögum og spurði ég gestgjafann hvort byggi í þorpinu eða nágrenni þess einhver tónlistarmaður. Hann misskildi mig fyrst og nefndi eitthvert kvenfólk, konur embætt- ismanna héraðsins en ég frábað mér viðkynningu við þær frúr. Tónlist fólksins sagði ég. Andlit hans lýsti ekki stolti þegar hann minntist þess að þar í þorpinu byggi reyndar einn maður sem léki á fíðlu og væri aðkomumaður, enginn vissi hvaðan, og þætti sumum koma hans boða illt en því yrði þó ekki neitað að hann geymdi dásam- lega tónlist í fíðluboga sínum. Ég bað hann að sýna mér þennan mann og hann kallaði á ungan pilt sem fýlgdi mér að níddu húsi sem hallaðist yfír götu þar skammt frá. Fiðluleikarinn var engu líkur sem ég hafði áður séð. Líkami hans var ungur og þrifleg- ur en á hann hafði verið sett höfuð gamal- mennis, húðin strekkt og þomuð utan á beinum höfuðsins og hendur stórar svo fíng- umir vom jafnlangir og handleggurinn að olnboga. Það var engu líkara en hann hefði verið settur saman í flaustri því það merki- legasta var það að hann hafði vinstri hönd á hægri handlegg og þá hægri á þeim vinstri. Aldrei hef ég heyrt um slíkt og þvílíkt hvorki fyrr né síðar. Hann vildi strax spjalla og komst ég brátt að því að ég tal- aði við mann sem farið hafði víða. Hann bauðst til að leika á fíðluna fyrir mig ef ég gæfí sér fyrir málsverði næsta dags. Ég féllst á þetta og hann lék stef eftir meist- ara minn mér til mikillar undrunar því ég hafði ekkert minnst á hann, og svo eigin tilbrigði af fíngrum fram. Hann gat leikið allt sem ég óskaði eftir að heyra og fyrir þessa smáaura fékk ég að heyra hina feg- urstu tónlist. Ég sat þama það sem eftir lifði kvölds og þegar ég gekk heimleiðis um kyrrlátan skógarstíg, einn undir stjömun- um, var sála mín meðal guðanna. Næsta dag þegar ég sá meistara minn sitjandi í stól sínum við eldinn kom mér í hug að láta hinn furðulega tónlistarmann ieika fyrir hann. Ég sá ekki að meistarinn yrði okkar var þegar við komum inn í her- bergi hans en um leið og hinn hóf að leika á fíðlu sína þá kviknaði neisti í augum hins mædda tónskálds. Brátt svipti hann af sér ábreiðunum og bað að sér væri fært vín og undir kvöld var hann orðinn ijóður í kinnum og augun skínandi. Við læknirinn og óðals- 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.