Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Page 17
eigandinn gátum varla dulið gleði okkar
vegna þessara umskipta en það einkennileg-
asta var að hann virtist ekki taka eftir
lífgjafa sínum. Hann þakkaði honum ekki
fyrir og leit aldrei í átt til hans. Það var
eins og hann vissi ekki af honum. Mér
fannst þetta vanþakklæti óskiljanlegt því
ég þekkti meistara minn að engu öðru en
göfugmennsku. Hélt ég, sannast sagna, að
þetta kæmi af því hvað fiðluleikarinn væri
afskræmdur og sámaði mér það og bauð
honum, með samþykki húsráðanda, að dvelj-
ast um hríð með okkur á setrinu. Næstu
daga höfðum við gaman af að láta hinn
vanskapaða snilling leika fyrir okkur en
aldrei var meistarinn þar nærri. Hann sneri
sér að vinnu sinni, fór einförum og lokaði
sig inni í herbergi sínu langtímum saman.
Fiðluleikarinn lét aldrei í ljós undrun eða
óánægju með hegðun meistarans. Hvorugur
þeirra virtist vilja vita af hinum en þó kom
ég einu sinni að litla manninum þar sem
hann tvísté fyrir utan dymar á vinnuher-
bergi meistarans eins og hann væri að hugsa
um að kveðja dyra. Öðm sinni er meistarinn
fór hjá þar sem við sátum og hlýddum á
fiðluleikinn þá gaut hann snöggvast til okk-
ar auga og mér fannst þá sem þeir þekktust.
Ég spurði fiðluleikarann um það og hann
sagðist alltaf hafa verið meðal þeirra lægstu,
og þar með var það útrætt mál. Hvað um
það, þá vom það hinar mestu ánægjustund-
ir þegar hann lék á fiðluna og sérstaklega
á kvöldin þegar við lögðum stundum fyrir
hann ýmsar gildrur eða erfið stef til úrlausn-
ar. Allt lék það í öfugsnúnum höndum hans
og ætluðum við seint að skilja hæfni þessa
óþekkta manns. Á kvöldum þessum sat
meistarinn og hlustaði þögull uns hann
kvaddi og bauð góða nótt. Annað fór okkur
ekki í milli og létum við það ekki angra
okkur því þessi var oft háttur hans þegar
hann var að semja. Eitt sinn að loknum ljúf-
fengfum kvöldverði urðum við ærslafyllri en
venjulega. Þá glóðu vín á skálum en hin
kynlega stemmning sem ríkti þetta kvöld
átti sér þó upptök í leik hins undarlega
manns. Hann virtist í undarlegum ham,
drakk ótæpilega og samdi um leið og hann
lék tónlist, sem var seiðandi, full af fram-
andi hljómfalli og skerandi tónum sem
hleyptu út gæsahúð og ísköldum dásamleg-
um hrolli niður bakið. Það logaði glatt í
aminum stóra og fjöldi kerta brann á ljósa-
stikum en þegar leið á kvöldið fómm við
að hafa orð á því að dimmdi í augum þar
inni. Óðalseigandinn lét þá bera inn fleiri
kerti og birti þá eilítið en fiðluleikarinn
kynngimagnaði hélt áfram leik sínum og
hvöttum við hann og fylltum glas hans jafn-
ótt og hann drakk. Nú fóru augu hans að
loga eins og hann léti sína eigin tónlist
kalla fram í sér bijálæði snilligáfunnar.
Brátt ómaði leikur hans úr öllum áttum líkt
og fleiri fiðlur tækju undir, innimúraðar í
veggjum og grafnar undir gólfí. Ég fann
að líkami minn spenntist, hver vöðvi eins
og þanin fjöður en þó óhreyfanlegur. Fiðlu-
leikarinn fór að skjótast fram og aftur um
stofuna og lék æ hraðar. Strengimir í fíðl-
unni glóðu líkt og kviknað hefði í þeim og
fjórstrengja bjarmi þeirra flögraði fyrir aug-
um mínum. Fiðluleikarinn bar ótt fyrir sig
fætuma og litlu munaði að hann steyptist
á höfuðið í hveiju spori. Hann virtist frá
sér numinn og um hann eldhringur. Hann
staðnæmdist fyrir framan tónskáldið, meist-
ara minn, og tónar hans mnnu saman í
nístandi kvalaöskur. Þá stóð meistarinn á
fætur, þungur á brún, rétti út handlegginn
og sagði einhver orð sem ég skildi ekki.
Fiðluleikarinn hrökk saman og féll í gólfíð
og starði í furðu upp á meistarann en skrapp
til dyra skjótur eins og mús áður en nokkur
okkar gat stöðvað hann. Við leituðum hans
um nóttina í kringum húsið og í þorpinu
daginn eftir því meistaranum var mjög í
mun að við næðum honum en það var eins
og hann hefði horfíð ofan í jörðina.
Nú sjö árum síðar þegar við læknirinn
stóðum við rúmið og horfðum á magurt
andlitið, fölt eins og sængurlínið, þá fundum
við til hrolls. Hann opnaði augun, ég sagði
honum hvar hann væri en það var eins og
hann hefði ekki heyrt til mín. Nokkur stund
leið og þá heyrðum við að gengið var niður
stigann og sjúklingurinn leit snöggvast á
okkur og virtist vakna við. Það var hið
mikla tónskáld sem kom í dymar, hár og
skarpleitur. Hann hélt á fíðlu og boga, það
kom óttasvipur á litla manninn. Meistarinn
gekk að rúminu, risastór skuggi hans féll
á veggi og loft að baki honum. Andlits-
drætt.imir dýpkuðu í blaktandi kertaljósinu
við höfðalagið. Hann lagði fíðluna undir
vangann. Það sá í hvítuna allt um kring í
skelfíngaraugum vanskaplingsins.
Höfundurinn er líffræðingur og býr í Kópavogi.
Kristín Jónsdóttir
Morgunsár
Það er svo gott að fá að sjá þig sofa,
að sjá þitt andlit laust við dagsins grímu.
Rísa upp við dogg í daufri morgunskímu,
— sjá daginn gægjast milli skýjanofa.
Að fá að fara vörum um þinn vanga,
vita að hjartað slær í bijósti þínu,
Snna það beijast fast að eyra mínu
fumlausum slögum — slík er lífsins ganga.
Kannski þú vaknar hægt og hönd þín leitar
hlý og svo mjúk að nöktum bijóstum mínum.
Við öllu sé ég svör í augum þínum.
— Segja ekki orð en geta ekki elskað heitar.
Við höfum sært hvort annað ótal sinnum
óvart en sárt í hversdeginum gráum,
hann færir okkur fátt það sem við þráum
— friðlaus við leitum margs en lítið Srmum.
Á eftir verður aiit svo hljótt, svo hljótt
og enginn vegur nema sá að vakna
til fábreytts lí& sem fráleitt er að sakna.
— Og fyrsti snjórinn féU, hann féU í nótt
Höfundur er bóndi í Hlíð i Lóni.
ji
Ll S L E N S K 1 R
G R íaI F w 1 K L 1 S T A M E N N
LISA K.
GUÐJÓNS-
DÓTTIR
Kynning Lesbókar á íslenzkum grafiklistamönnum heldur áfram og liggja
margir óbættir hjá garði ennþá. Eins og í öðrum þáttum myndlistar er mikil
viðkoma í grafikinni; á hveiju ári útskrifast ungt fólk, sem leggur út á þessa
braut.
I þetta sinn kynnum við Lisu K. Guð-
jónsdóttur, sem er höfundur myndarinn-
ar á forsíðu. Lisa er fædd í Reykjavík
1949, af reykvíkskum og dönskum uppr-
una. Hún stundaði myndlistamám í
Myndlista- og handíðaskóla ísiands og
útskrifaðist úr grafíkdeild 1976. Síðan
hefur hún verið kennari við Myndlistar-
skólann; kennt þar teikningu, en unnið
jaftiframt við afgreiðslustörf í Pennan-
um, en er nú hætt þar. Sem húsmóðir
með bam hefur hún nægum störfum að
sinna heima hjá sér í Síðuseli 3. Hún
vinnur að grafíkmyndum sínum þar og
í vinnustofu, sem hún deilir með Ingunni
Eydal í Vogaseli 9.
Sem stendur vinnur Lisa eingöngu í
sinni grafík fyrir utan húsmóðurstörfín,
- og eingöngu í ætingu. Málverk stundar
hún ekki, en teiknar mikið og allar henn-
ar myndir eru byggðar á vandlegri
forvinnu með skissum.
Myndefni Lisu em margvísleg, en
mest ber þó á hugleiðingum um eitt og
annað úr umhverfínu, en allt mjög
stílfært. Og fólk notar hún ekki í þessar
umhverfísmjmdir sínar. Hver mynd á sér
langan þróunarferil og það getur tekið
mánuð að teikna og skissa inn á plötu
og taka prufuþrykk. Upplagið hefur hún
aldrei meira en 30 eintök.
Lisa hefur haldið tvær einkasýningar
í bókásöfnum og tekið þátt í öllum sam-
sýningum félagsins íslenzk grafík síðan
1979. Eins og sakir standa, er hún gjald-
keri félagsins.
V w 1 S u R
Kristján Jónsson f. 1842
í Kelduhverfi í N.Þ.-
sýslu d. 1869 var
alþýðupýtur, sem braust
til mennta, varð óreglu
að bráð, þjóðfrægur fyr-
ir ljóð sín, þótt starfsæv-
in yrði skömm. Oft er sagt: Oþarfí að vera
að birta í vísnaþáttum efni eftir fræg skáld.
En svo er ekki. Alltaf koma nýir lesendur
til sögunnar. Enginn veit hvar ungmenni,
jafnvel fullorðinn lesandi, sér í fyrsta sinn
eða veitir athygli, velkveðinni stöku.
Hér koma þijár vísur K.J., sem kannski
hafa farið framhjá þén
Eitt sinn einn ég gekk um grund
í grimmu vetrarfrosti.
A mig starði hringahrund
og hæðilega brosti.
Svo mér gerðist gramt í lund
að gætni ég alla missti.
Greip því hvíta meyjarmund
og mjúkar varir kyssti.
Öðra greinir ekki frá
endir sögu minnar.
En sæll ég reyndi sjálfur þá
sætleik hefiidarinnar.
En hvort þetta hefur aðeins gerst í
huga skáldsins eða í veruleika vitum við
ekki. — Kveðjum svo skáld tregans með
þessari haustvísu:
Fölnar rós og bliknar blað
á birkigreinum.
Húmar eins og haustar að
í hjartans leynum.
Á sumarpinginu 1931 voru þeir Vil-
mundur Jónsson og Guðbrandur Isberg
nýir á þingi og fluttu þar báðir fyrstu
ræður sínar, sem jafnan eru kallaðar jóm-
frúrræður. Þá var eftirfarandi vísa ort.
En hver er höfundurinn? Umræðuefnið
var síldin.
Hál er veröld Vilmundi,
valt hann um með Guðbrandi.
En það er ekkert einsdæmi
að afmeyjast í síldinni.
Þegar þetta er ritað er nýlátinn Andrés
Eyjólfsson á Síðumúla í Borgarfírði f.
1886, d. 1986. Þá tæplega aldargamall.
Hann var um skeið alþingismaður fyrir
Framsóknarflokkinn. I eftirmælum í blöð-
um ritar fyrrv. ráðherra eftirfarandi:
Þegar hann hafði frétt af veislusiðum
þeim, sem Vilhjálmur Hjálmarsson ætlaði
sér að hafa sem ráðherra, sendi Andrés
honum þessa vísu:
Valdaferill verði þinn
vorri þjóð til nytja.
En veislur þínar, vinur minn,
vil ég ekki sitja.
Einn dropi breytir veig heillar skálar,
segir Einar Benediktsson í einu af sínum
snjöllu kvæðum. Og einn bókstafur gerir
þýðingarmikið orð að prentvillu, ef hann
er settur á rangan stað. Þetta gerðist í
meitlaðri vísu eftir Stefán frá Hvítadal
hjá okkur nýlega. Rétt er hún svona:
Vora tekur. Ária er.
Æskan rekur gullna þræði.
Sólin vekur, gegnum gier,
geislum þekur reklguklæði.
Fólk frá sama vinnustað fór saman í
bílferðalag og áði í skógi einum og gisti.
Ekki var ferðalagið alveg vínlaust og
nokkrar heimsóknir á milli tjalda. Tvær
stúlkur voru saman í tjaldi og tveir piltar
í öðru skammt frá. Nú fór svo, eins og
oft vill verða, að piltar og stúlkur drógu
sig saman, næturstaður varð annar en
upphaflega var fyrirhugaður. Hagyrðing-
ur var með í ferðinni og fór hann seint
að hátta, komst því ekki hjá því að heyra
fleira en honum var ætlað. Og hér gerir
hann lífsreyndri stúlku upp orðin, eða
rímar það, sem honum virtist hún vilja
segja:
Við skulum ekki vera að
vefjast þetta lengur.
Góði reyndu að gera það,
sem guð hefur kennt þér, drengur.
Þessi vísa er eftir Mörtu Stefánsdóttur
húsfreyju á Rauðasandi f. 1858 d. 1939.
Hún mun vera um kunnan hagyrðing og
gáfumann á Barðaströnd, sem þótti í
meira lagi kvenhollur.
Gengur slunginn gæðasmár
gimdum þrunginn púki.
Spmndin ungu flekar flár
flagarinn tungumjúki.
J.G.J.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. FEBRÚAR 1987 17