Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Page 18
VANTRÚ
Á ÞJÓÐRÍKIÐ
Um JÓN ÓLAFSSON ritstjóra í tilefni 70. ártíðar hans.
fyrri grein var vikið að æviágripum Jóns Ólafsson-
ar og fyrstu hugmyndum hans um stjómskipunar-
mál. Þá var einnig reynt að skilgreina hvernig hann
notaði frelsishugtakið í stjómmálahugsun sinni og
hvemig frelsi og framfarir mótuðu söguspeki hans
Það sem fyrst og fremst
einkennir hugmynda-
fræði Jóns Ólafssonar er
trú á framfarir í anda
upplýsingar og frjáls-
lyndisstefnu, en þar
gegna vísindin lykilhlut-
verki. í söguspeki hans
er það frelsisástin eða
frelsishugsjónin sem
verður að nokkurskonar
hreyfiafli sögunnar en
það telur hann eitt megin-
einkenni hinna vestrænu
þjóða.
EFTIR ÞORVALD
BRAGASON.
SÍÐARI HLUTI.
og söguskilning. Þar var reynt að sýna fram
á hvemig Jón reynir að skýra og túlka sög-
una út frá þeim viðmiðum sem mest
einkenndu samtíð hans (að því er honum
fannst) þ.e. lýðræði, frelsi og mannréttindi.
Þannig var samtíminn mjög mikilvægur til
skilnings á fortíðinni svipað og hugmynda-
fræðingar Whigga-flokksins enska höfðu
gert á undan honum.
Ekki er það þó svo að Jón Iíti á samtím-
ann sem eitthvert fullkomið ástand þó hann
sé á margan hátt ánægður með hann. Þró-
unin í samtímanum stefnir á æðra stig eins
og á öllum öðrum tímabilum sögunnar. Þau
stig sem fram undan eru að hans áliti er í
fyrsta lagi skynsemin, eða öllu heldur réttur
skynseminnar sem hann svo vill nefna, og
í öðru lagi krafan um almenn mannréttindi.
HUGTÖKIN SKYNSEMIOG
JAFNRÉTTINNOTUÐ TIL
PÓLITÍSKRAR GREININGAR
Það gæti verið flókið mál að átta sig á
því hvað Jón á nákvæmlega við þegar hann
talar um rétt skynseminnar. Einna helst
virðist sem hann sé í anda upplýsingarinnar
að leggja áherslu á að frjáls hugsun fái að
njóta sín þar sem hún sé forsenda allra fram-
fara. Hann bendir t.d. á Galileo Galilei sem
dæmi, þar sem fijáls hugsun var bundin á
klafa vegna ákveðinna skoðana ráðandi afla.
Hann vill þó sýna fram á að réttur skynsem-
innar eigi að vera eitt grundvallaratriði
samtímans, en sá réttur á einkum að mið-
ast við málaflokka sem tengjast vísindum
og trú. Auk þess minnir hann á mannrétt-
indi í þessu sambandi og vill að þau verði
viðurkennd og hefur þá einkum í huga kven-
frelsi og að auki félagslegt og pólitískt frelsi.
Mannréttindasjónarmiðið kemur svo aftur
fyrir síðar í riti hans Jafnræði og þekking
en þá leggur hann mesta áherslu á að sýna
fram á að þekkingin sé eitt grundvallarat-
riði hvað snertir mannréttindi.
Sú aðferð hans að tengja saman þekkingu
og mannréttindi er fyllilega í anda upplýs-
ingar og fijálslyndisstefnu. Hugtökin
skynsemi, þekking og mannréttindi eru þess
vegna pólitísk baráttutæki en eru einnig
afgerandi þáttur til skilnings á þeirri fram-
faratrú sem einkenndi Jón. Trúin á skynsemi
og framfarir var auðvitað nátengd þeim
hugmyndum sem verið höfðu að getjast
meðal helstu hugsuða 19. aldar. Þeir höfðu
hins vegar frekar beint athyglinni að barátt-
unni milli hjátrúar og skynsemi og reynt
að beina hugum manna frá guðfræðilegum
og frumspekilegum skýringum á tilverunni
í átt til pósitívískra og reynslulegra skýr-
inga.
Trú Jóns á skynsemi og mannréttindi
kemur skýrt fram í blaði hans Göngu-
Hrólfi en þar skírskotar hann til sögunnar
og telur frönsku stjómarbyltinguna hafa
haft úrslitaáhrif fyrir vestræna menningu.
Mikilvægi byltingarinnar komi t.d. í ljós
þegar það sé haft í huga að þar hafi verið
lagður grunnurinn að þeim stjómarskrám
sem vestrænar þjóðir búi við, auk þess sem
menn hafi þá í fyrsta skipti reynt að skil-
greina og ákvarða sjálfa sig innan þjóð-
félagsins. í þessu sambandi ber að
sjálfsögðu að hafa í huga pólitískan tilgang
Jóns, en umijöllun hans er að meira eða
minna leyti tengd ástandinu hér innan-
lands. Til dæmis vill hann sýna fram á
fáránleik kosningalöggjafar þeirrar sem á
íslandi ríkti á þessum tíma. Jafn réttur til
þess að fá að kjósa er því í raun það sem
Jón er að beijast fyrir, en um leið vill hann
beita sagnfræðilegum skýringum á þann
hátt að vankantar íslenskra stjómmála og
stjómarfars komi berlega í ljós. En hveijar
eru þá hugmyndir Jóns um jafnrétti og
hvaða skilning leggur hann í jafnréttis-
hugtakið?
Mikilvægi jafnréttishugtaksins telur hann
augljóst þar sem það muni vera skráð í
upphafi allra mannréttinda- og stjómar-
skráa og flest allir þeir sem barist hafí fyrir
frelsi og jafnrétti hafí lagt mikla áherslu á
hugtak þetta. En samt sem áður telur hann
að upp hafí komið ýmis vandamál meðal
manna og hafí þau verið þess eðlis að þeir
hafí mglað saman því að vera jafnir fyrir
Guði og mönnum annars vegar, og svo hins
vegar því að vera jafnir að hæfileikum. Til
þess að hæfileikar manna njóti sín sem
best telur hann það frumskilyrði að til komi
rétt uppeldi og uppfræðsla strax í byijun
enda sé það grundvallarskilyrði í samfélagi
þar sem mannréttindi em höfð að leiðar-
ljósi. Einnig leggi slíkt sitt af mörkum til
að opna mönnum möguleika til ákveðins
jafnræðis sem þeir hafí ekki haft með-
fædda. M.ö.o. fer ekkert á milli mála að
hans áliti að ákveðinn ójöfnuður er fyrir
hendi í ríki náttúmnnar, en hins vegar á
mönnum að vera það í Iófa lagið að reyna
að bæta úr þessum ójöfnuði með ákveðnu
uppeldi og menntun.
I þessari umfjöllun Jóns er rétt að taka
það fram að hann setur þessi viðhorf sín
fram til höfuðs einveldissinnum (aftur-
haldssinnum) þ.e. því viðhorfí þeirra að hinir
betur menntuðu og vitra ættu að stjóma,
og er ekkert nema gott eitt um hinn pólitíska
tilgang að segja. Hins vegar er Ijóst eftir
lestur fleiri heimilda sem eftir Jón liggja
að vissrar þversagnar gætir í málflutningi
hans varðandi jafnréttissjónarmiðið. Hér er
átt við skoðun hans á því sem hann myndi
kalla gmndvallarmun hins austræna og
vestræna heims. Þannig er hægt að lesa
Uppeldi og uppfræðsla taldi Jóa að væru grundvallarskilyrði í samfélagi, þar sem mannréttindi eru höfð að leiðarljósi.
Myndin er af menntagyðjum grísku goðafræðinnar.
Jón Ólafsson ritstjóri
út úr umfjöllun hans um þessi mál að að-
eins muni vera um að ræða ákveðin svæði
á hnettinum eða hluta fólks þar sem jafn-
rétti kemurtil greina. M.ö.o. gildir jafnréttið
ekki fyrir alla menn eða mannkynið í heild.
Uppeldi, uppfræðsla og menntun virðast því
einungis geta komið til greina á þeim svæð-
um sem hann hefur áður gert sér ákveðnar
fyrirframhugmyndir um og þar á eini mögu-
leikinn að vera fyrir hendi að jafnrétti nái
fram að ganga, en það er í hinum vestræna
„menntaða" heimi.
Þjóðfélagshugmyndir Og
Kenningar Um Yfirburði
Þjóða Og Kynflokka
Hér er því komið að þeim punkti í sögu-
skoðun Jóns og þjóðfélagsviðhorfum sem
tengjast all náið því sem kallað hefur verið
landfræðileg löghyggja og þróunarkenning,
en þessar kenningar birtast með skýmm
hætti í mörgu af því sem hann skrifaði.
Ef athugaður er t.d. bæklingur sá sem
Jón gaf út eftir Alaskaferð sína 1875 kem-
ur sú tilhneiging vel í ljós hjá honum, að
um yfírburði sé að ræða hjá hvíta kynstofn-
inum eða öllu heldur hinna norðlægu þjóða
gagnvart suðlægum þjóðum og kynstofnum.
Þar talar hann um að sagan og mannfræð-
in sýni að norðlægar þjóðir séu hinir eigin-
legu erfíngjar jarðríkisins. Til þess að
rökstyðja mál sitt nefnir hann þijár ástæður:
I fyrsta lagi verða hinar norðlægu þjóðir
duglegri, forsjálli, harðsnúnari og heilbrigð-
ari en suðlægar þjóðir vegna þeirrar sífelldu
baráttu sem þær eiga í við náttúmöflin.
Hinar þjóðimar úrættast hins vegar og
veiklast, vegna þess að allt er lagt upp í
hendumar á þeim. í ljósi þessa telur hann
að öll veraldarsagan sé saga um innhlaup
frá norðri. í öðm lagi telur hann að benda
megi á, að hinar norðlægu þjóðir séu á
margan hátt fijósamari en hinar og fjölgi
sér þar af leiðandi örar. Þetta á að stafa
af ytri aðstæðum svo sem einfaldri og nær-
andi fæðu og svölu, hreinu og köldu lofts-
lagi. í þriðja lagi telur hann að draumur
manna fyrir betra og fyrirhafnarminna lífi,
reki þá jafnt og þétt frá norðri til suðurs
og sé þetta ráðstöfun og regla guðlegrar
forsjónar.2 í ljósi þessa reynir hann síðan
að færa haldgóð rök fyrir máli sínu og segir:
í inum siðferðislega heimi eða andans
ríki svarar þetta til innhlaups skilnings-
ins eða skynseminnar í viljans ríki.
Skilningurinn eða skynsemin kemr og
leggr viljann undir sig; þar við sefast
og kælast ástríðumar, og maðrinn verðr
settari og íhugunarsamari í eftirsókn
sinni að uppfylla óskir sínar. Því inar
norðlægu þjóðir hafa meira af skynsemi
eðr íhugun í eðlisfari sínu; og inar suð-
rænu þjóðir hafa meira af vilja eða gimd
í sínu eðli.
í tímaritinu Skírni 1903 koma þessar
hugmyndir enn skýrar í ljós þar sem hann
fjallar um þessi atriði en þar skírskotar
hann einnig til þess sem hann telur vera
mismunandi eðlishætti ólíkra kynstofna.
Munurinn er þó sá að þar vitnar hann í
nöfn fræðimanna og koma þá fyrir nöfn
eins og Gervinus, Curtius, Treeman, Motley
og Taine, en þessir menn áttu að hafa full-
yrt að munur kynstofnanna fælist í því sem
mest einkenndi hinar einstöku þjóðir svo sem
trúarbrögðum, stjómarháttum, bókmennt-
um og listum. Þetta segir Jón þó ekki
fullrannsakað en:
... öll reynsla virðist þó staðfesta, að
inir hvítu mannkynsflokkar (Aríar og
Semítar) virðast einir alhæfír til fullrar