Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Blaðsíða 19
siðmenningar og mentunar, og má því
telja ina lituðu menn (Mongóla, Malaya,
Indvetja og Svertingja) óæðri mannkyn-
stegundir, þótt talsverður og enda mikill
munur virðist vera þeirra á milli...
Að framansögðu liggur nokkuð ljóst fyrir
að jafnréttishugmyndin sem Jón hélt hvað
mest á loft nokkrum árum fyrr er nær ein-
göngu bundin við norðlægar þjóðir eða öllu
heldur hinn hvíta kynstofn. Þessar hug-
myndir Jóns eru e.t.v. ekki svo þverstæðu-
kenndar ef tekið er tillit til þess sem hann
hafði skrifað áður um það sem hann kallaði
stefnu anda mannsins og hér hefur verið
fjallað um. Auk þess eru hugmyndir nokkuð
samhljóða öðrum kenningum tengdum land-
fræðilegri löghyggju og ber þar að sjálf-
sögðu hæst rit Montesquieu og rit hans
Esprit de lois. En í þessu sambandi vitnar
Jón einnig í aðrar heimildir máii sínu til
stuðnings eins og Buckle og rit hans History
of Civilization og Erskin May og rit hans
Democracy in Europe. Þessir höfundar
héldu því fram að sagan sýndi að harð-
stjóm og þrældómur þrifist jafnan best í
hitabeltislöndunum en frelsi og sjálfsstjóm
hins vegar best í tempraðum beltum heims-
ins. Að vísu gat þróast lærdómur, skáldskap-
ur, listir og heimspeki í hinum austlægu
löndum að áliti Jóns, en þar hafí samt aldr-
ei getað átt sér stað framfarir, hvorki í
skipun samfélagshátta né stjómarháttum.
Hér er því aftur komið að kjamaatriðinu
um framfarir hinna vestlægu þjóða sem
stafar af fyrmefndum gmndvallarmun þjóð-
anna, en röksemdimar er nú að fínna í
landfræðilegum skýringum. Vinnu manns-
ins í tempraða beltinu segir hann vera mun
dýrmætari, og torveldara að fullnægja þar
öllum lágmarkskröfum. Þar áttu sál manna
og líkami að styrkjast við loftslagið og
áreynsluna og menn áttu fljótt að fínna að
þar bæri starfsemi og atorka þeirra ávöxt.
En þetta knýr menn til hugvits og fram-
Árásin á Bastilluna lá.júlí 1789. Jón
taldi frönsku byltinguna hafa haft úr-
slitaáhrif á vestræna menningu.
fara. Undir þessum lífsskilyrðum hvetjast
menn til að veita allri áþján mótspymu og
verða hæfari til frelsis.
Af þessu má ljóst vera að hugmyndir
Jóns um jafnrétti, framfarir og frelsi
skírskota til ákveðinna kenninga um eðlis-
lægan gmndvallarmun ólíkra kynþátta. Það
sem úrslitum ræður em ákveðnir yfírburðir
sem koma sjálfkrafa fram við erfíð lífsskil-
yrði.
Hugmyndir og kenningar í ætt við þess-
ar, em svo aftur nátengdar ýmsum atriðum
þróunarkenningarinnar, eða öllu heldur hin-
um félagslega Darwinisma, en um þróunar-
kenninguna fjallaði Jón talsvert bæði í
blöðum og tímaritum. Munurinn er hins
vegar sá, að þær blandast ákveðnum hug-
myndum um stjómmál og alheimspólitík.
Það kemur t.d. vel í ljós þegar hann fjallar
um þær þjóðir sem hann áleit vera að stefna
að heimsyfirráðum á þessum tíma, þ.e.
Breta eða hinn engilsaxneska kynstofn ann-
ars vegar og Rússa hins vegar. Með tilliti
til þróunarkenningarinnar er þó ekki vafi
hvor muni bera sigur úr býtum því hinar
engilsaxnesku þjóðir:
... eru nú að komast í skilning um það,
að forlög þeirra og framtíð í heiminum
falli saman, og að samheldni þeirra (og
að líkindum samruni þeirra í eitt veldi
með tímanum, ef til vill fyr en flesta
varir nú) sé skilyrðið fyrir, að þær geti
orðið það, sem þeim sýnist ætlað að
verða, sú alvalda yfírþjóð heimsins, er
ráðið fái lögum og lofum á þessum hnetti.
í ljós kemur að röksemdir þróunarkenn-
ingarinnar og hins félagslega Darwinisma
valda þeirri viðhorfsbreytingu hjá Jóni að
hann missir trúna á gildi þjóðríkjahugmynd-
arinnar sem var þó grundvöllurinn að hinni
gömlu stjómfrelsisbaráttu. Hann segir að
þeir menn sem upp séu að vaxa verði að
læra að líta þjóðemishugmyndina sem fagra
og hugðnæma hjátrú. Þetta stafar að öllum
líkindum af kynnum hans af hinni svoköll-
uðu „afskiptaleysisfíjálshyggju" (laissez-
faire liberalism), enda segir hann á einum
stað að breytiþróunarlögmálið komi vel í
ljós á þessum tímum, bæði í þjóðlífínu og
viðskiptum þjóðanna. Þetta em greinileg
áhrif frá Herbert Spencer, en hann var einn
helsti talsmaður afskiptaleysisftjálshyggj-
unnar, og mun hafa sýnt fram á náin tengsl
hennar við þróunarkenninguna.
En vantrú Jóns á gildi þjóðríkjafyrirkomu-
lagsins stafar af fleiri ástæðum. Örar
framfarir á öllum sviðum þjóðfélagsins
stuðli beinlínis að afmáun landamæra og
þjóðerna. Þá sé komið fram á sjónarsviðið
nýtt afl en það er samtakamáttur félags-
skaparins, en sá máttur komi skýrast fram
þegar hafðar eru í huga þær miklu fram-
farir sem samgöngumál heimsins hafí leitt
í Ijós. Inn í þetta blandast svo hugmyndir
í anda þróunarkenningar og félagslegs Dar-
winisma en hann lítur svo á, að smáþjóðimar
geti ekki haldið velli sem sjálfstæðar og
óháðar. Niðurstaða hans er því sú að:
In skyldu þjóðemin, in smærri, verða að
hverfa saman í stærri heildir, efþjóðirnar
eiga að geta haldið velli í tilverubarátt-
unni. Smáríkin verða að hverfa sem ftjáls
sambandsliður inn í stærri ríkin, ef þau
eiga ekki að verða öðrum óskyldarí að
bráð og herfangi.
Lokaorð
Hér hefur nú verið reynt að gera grein
fyrir hugmyndafræði og söguskoðun Jóns
Olafssonar og reynt hefur verið að rekja
þær hugmyndir sem ætla má að skoðanir
hans byggi á að meira eða minna leyti.
Markmið þessa verkefnis var fyrst og fremst
að reyna að greina ákveðna texta sem eftir
Jón liggja og tengjast beint stjómamála-
hugsun hans, söguskoðun, þjóðfélagshug-
myndum og hugmyndafræði yfírleitt, og
skoða þetta í samhengi við klassískar hug-
myndir og kenningar eins og þær birtast í
evrópsku samhengi. Auðvitað má segja, að
hér hafí stundum verið seilst of langt í því
að eigna Jóni hlutdeild í ýmsum hugmynda-
stefnum og kenningum út frá takmörkuðum
heimildum, en þó er ljóst að hann hefur
fylgst vel með því sem var að eiga sér stað
í Evrópu, einkum Englandi á þessum tíma.
Hér hefur verið komið inn á hugtök og
kenningar sem hugmyndir Jóns byggjast á
að meira eða minna leyti. Hugtökin vísindi,
framfarir og freisi virðast nátengd í stjóm-
málahugsun hans og söguskoðun svo og
skynsemi og jafnrétti. Þjóðfélagshugmyndir
hans taka einnig mið af þessum hugtökum
en eru þó bundnari af kenningum tengdum
landafræði löghyggju og þróunarkenningu
eða öllu heldur félagslegum Darwinsima.
Það sem fyrst og fremst einkennir hug-
myndafræði Jóns Ólafssonar er trú á
framfarir í anda upplýsingar og fijálslyndis-
stefnu, en þar gegna vísindin lykilhlutverki.
í söguspeki hans er það frelsisástin eða
frelsishugsjónin sem verður að nokkurs kon-
ar hreyfíafli sögunnar en það telur hann
eitt megineinkenni hinna vestrænu þjóða.
Þannig verður upphaf nýaldar og vísinda-
byltingin að nokkurs konar vendipunkti í
sögu mannsins og frelsishugsjónin fer að
ná sér á strik. í þessu sambandi var reynt
að sýna fram á að Jón lítur svo á að hinar
austrænu þjóðir séu ekki fijálsar í sjálfu sér
enda reynir hann víða að færa rök fyrir því
sem hann kallar grundvallarmun austlægra
og vestlægra þjóða. Þessar hugmyndir verða
svo mun meira afgerandi þegar kemur að
skoðunum hans varðandi þróunarkenning-
una og hina landfræðilegu löghyggju, en
þá leitast hann enn frekar við að sýna fram
á það sem hann kallar grundvallarmun kyn-
þáttanna.
Ljóst er eftir lestur þessarar ritgerðar að
víða gætir þversagna í málflutningi Jóns.
Nægir þar að benda á kristilegt viðhorf
Jóns í tengslum við frelsishugsjónina annars
vegar og svo kenningar hans um óæðri
mannkynstegundir hins vegar. Einnig má
benda á hugmyndir hans um ágæti norð-
lægra þjóða og svo tilverubaráttu einstakra
þjóða (t.d. Rússa og Breta). Hér koma að
vísu inn í myndina pólitísk sjónarmið en þau
breyta ekki svo miklu f heildarmyndinni.
Hætt er við að margar þessara hugmynda
og kenninga þættu nokkuð öfgafullar nú á
tímum. Þó má fullyrða að Jón sé nokkuð
dæmigerður fulltrúi þeirra stjómmála- og
fræðimanna sem reyndu að tileinka sér
nýjar hugmyndir og kenningar sem voru
að ryðja sér til rúms á þessum tíma. Þess
vegna má spyija að hve miklu leyti leyfilegt
er að leggja mat á hugmyndaheim fyrri tíma
með nútíma mælikvarða? Ekki verður hér
reynt að fella dóma, heldur aðeins minnt á
aldarfarið og ofurtrú á vísindalegar tilgatur
og framfarir.
Höfundurinn er sagnfræðingur.
Steinunn Þ. Guðmundsdóttir:
Einbúinn
Hann lifír einn
í litlu koti
við ljósið smátt
í gluggaskoti
sáttur er við sérhvern mann.
Hann gleymir tíma
við glóðareldinn
gætinn leggst hann
undir feldinn
vakir, hlustar á veðragný.
Oft er kalt
I koti smáu
kuldinn bylur
á þaki lágu
heyrist hvína við hurðarstaf
veltist báran
vonskuþrungin;
við veðurbarða
strönd er sunginn
hörkukórsins huldutónn.
En vetur líður.
Vorið bjarta
vermir hugann,
engin skarta
— björkin, lyngið, birkihlíð.
Lifna grös á grænum bala
glaðir lækir fossa og hjala
senn er komin sumartfð.
Þá skal hirða
hey og draga
hlú að búi
vinna og laga
veita litlum lömbum hjálp
því kindur spakar
koma úr hlíðum.
Hann kallar á þær rómnum blíðum.
Vinir koma í varpann hans.
Og kurlið undir katli brennur
kaffíð heitt í bolla rennur
eina lífsins yndið hans.
Hlýnar bijóst og hýmar lundin
hljóðlátt líður dagsins stundin
í undarlegan ævisjóð.
í koti eru öngvir kostagripir
kaldir veggir, skuggasvipir
standa á haus við staf og þil.
Gamalt orgel við glugga stendur
gætnar spila lúnar hendur
hljómar berast hjartans til.
Aðspurður, það er ansi skrýtið
áttu bara svona lítið?
Fólkið spyr með fróman svip:
Leiðist þér?
Ég læt það vera,
list er að hafa nóg að gera,
svarar hann og segir fátt.
Því fannst það vera furðulegast
fjarska skrýtið og undarlegast
að vilja bara vera hér.
Vitið hélt það væri flúið
því við mig sýndist allt svo snúið.
En hér á ég frið.
Ég fagna því.
Hann lærði að spila
létt var lundin
Ijúfur draumur
við æsku bundinn:
að fara burt í fjarlæg lönd.
Heiminn kanna
hugur vildi,
en hjartans þrána enginn skildi
því gaf hann heit
— það gildir enn.
Við brekku lága er bjartur runni
blómsins skarti og trjánum unni
er hríslan kól mót hlýrri sól.
Oft liggur þráður lífsins falinn
ljúfur bemsku draumur kalinn.
Svo líða dagar, líða ár...
Höfundurinn lézt i des. 1985. Ljóöiö er um þann fræga einbúa Gísla á Uppsöl-
um, sem lézt síðan réttu ári á eftir Steinunni. Hún bjó í Reykjavík og gaf út
Ijóðabók, tvær skáldsögur og smásagnabók.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. FEBRÚAR 1987 19