Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 5
1 ■■■■■' MYND 2: ORKUNOTKUN ÞJÓÐANNA 1972 1982 MYND 4: SKIPTING ORKUNOTKUNAR í LANDBÚNAÐI 'i starfsmann í landbúnaði hins vegar 3.294 kg olíu eða ígildis hennar árin 1982; var með öðrum orðum liðlega þrjátíu sinnum meiri en í þróunarlöndum. Þetta segir mikið um þann mismun, sem er á tækni- stigi þjóðanna. Þar sem landbúnaðurinn er tæknivædd- astur, er orkunotkun hans reiknuð á hvem starfsmann orðin meiri en öll orkunotkun meðalíbúa viðkomandi landsvæða (t.a.m. Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu). Þjóðir þessara svæða hafa gengið lengst í því að leysa mannshönd og land af hólmi með mikilli orkunotkun í landbúnaði sínum. í Hvað Fer Öll Þessi Orka? Sé litið til allrar veraldar er það fram- leiðsla og rekstur búvélanna, er krefst mestrar orkunnar sem til landbúnaðarins fer. Næstur í röðinni er tilbúni áburðurinn, síðan vökvunartæknin og ýmis lyf vegna ræktunar gegn itlgresi, skordýrum o.fl. Nánar má sjá þetta á 4. mynd, en hún sýn- ir einnig þær breytingar sem urðu á orkunotkuninni á áratugnum 1972—1982. í þróunarlöndum er hlutur orku vegna áburðarvinnslu tiltölulega mestur. Hlutur vélanna er á hinn bóginn fremur smár, enda leggja menn og dráttardýr til meginhluta dráttaraflsins þar. Talið er, að 2 kg olíuígilda orku þurfí til framleiðslu hvers kflós í þunga búvélanna. Hvert kg af köfnunarefni krefst 1,85 kg olíuígilda til framleiðslu, pökkunar, flutn- ings og dreifíngar. Vinnsla annars áburðar, svo sem fosfórs og kalís, þarfnast mun minni orku. Hins vegar fer meira til fram- leiðslu ýmissa efna til eyðingar illgresis og skordýra. Þar þarf að meðaltali 2,3 kg olíu- ígilda fyrir hvert kg lyfja. Á vegum FAO hefur verið rejmt að meta nýtingu orkunnar í landbúnaði hinna ýmsu heimssvæða. í þróunarlöndum skilaði land- búnaðurinn liðlega 4.200 dala verðmæti fyrir hvert tonn olíu 1982, en tæplega 7.000 dala verðmæti tíu árum fyrr. í þróuðu lönd- unum voru skilin mun lakari, tæplega 1.900 dala verðmæti pr. tonn af olíu 1982, en 2.000 dala verðmæti tíu árum fyrr. Okkur landbúnaður er orkufrekur og alveg treyat á vélar við sum störf eins og heyskap til dæmis, þar sem allt gengur þeim mun betur, því minna sem handaflið kemur við sögu. að tiltölu. Það eru þróuðu löndin, sem nota bróðurpart orkunnar, eins og 2. mynd sýnir. Hér er stuðst við reglu FAO um skiptingu heimsins í þróuð lönd og þróunarlönd. Til þróunarlanda eru talin lönd Afríku, Austur- landa, Suður-Ameríku og allmörg Asíulönd. Til þróaðra landa eru talin lönd Norður- Ameríku, Ástralíu, Vestur-Evrópu, Austur- Evrópu og Sovétríkjanna. Orkunotkun í búvöruframleiðslu nemur aðeins 4—6% af allri orkunotkun þjóðanna. Árið 1982 nam hlutur landbúnaðarins 6,5% af allri orkunotkun þróunarlanda, en 4,6% af allri orkunotkun þróaðra landa. í Norður- Ameríku var þessi hlutfallstala 4,0% árið 1982. í flestum heimshlutum fer orkunotkun landbúnaðarins þó vaxandi að tiltölu. At- hyglisvert er, að amerískum bændum hefur tekist mun betur að takmarka hina hlut- fallslegu orkunotkun en starfsbræðrum þeirra evrópskum. Það segir töluvert um tæknistig land- búnaðarins hversu mikil orkunotkun hans reynist vera reiknuð á hvem starfsmann í landbúnaði. Þetta má sjá á 3. mynd. í þróunarlöndum var orkunotkun á hvem starfsmann í landbúnaði 99 kg olíu eða ígild- is hennar árið 1982, en í þeim löndum nam öll orkunotkun þjóðanna þá 343 kg á íbúa. í þróuðum löndum nam orkunotkun á hvem Það er aðeins í Norður-Ameríku sem aukin hagkvæmni orkunotkunar er merkj- anleg á árabilinu; á flestum öðmm svæðum virðist orkunýtingu hraka — þ.e. að minni verðmæti fást fyrir orkueininguna nú en áður. Þessi þróun hefur vakið ugg og efa- semdir um réttmæti hinnar svonefndu grænu byltingar hjá efnalitlum þjóðum, sem ekki ráða yfir orku- (olíu)-lindum, en græna byltingin er í eðli sínu orkukrefjandi rækt- unarumbót. litið Til Framtíðarinnar Svo sem að framan er getið, hefur þróun matvælaframleiðslu veraldar einkennst af ört vaxandi orkunotkun. Það gengur hratt á hinar auðnýttu orkulindir, þ.e. olíu og jarðgas. Krafan um hagfelldari orkunýtingu landbúnaðarins verður því sífellt áleitnari. Á áronum 1920 til 1950 byggðust fram- farir landbúnaðar iðnríkja ekki hvað sízt á vélvæðingu, er leysti mannshönd af hólmi með margföldun afkasta. Síðan tók við tíma- bil efnafræðinnar, sem svo má nefna: ríkuleg áburðamotkun, svo og notkun efna til þess að hindra vöxt illgresis og snflq'udýra og hamla gegn jurtasjúkdómum. Allt byggðist jetta á auðfenginni orku, svo sem þegar hefur verið rakið. Nú er hins vegar ronnin upp tíð líftækn- innar, þar sem menn beina sjónum að sjálfum nytjaplöntunum sem og húsdýrun- um. Margt bendir til þess að líftæknin geti leitt matvælaframleiðsluna inn á brautir sem skili skjótari og ódýrari árangri en vélvæð- ing og einföld efnafræði hafa gert. Ekki binda menn þar sízt vonir við að geta komizt af með minni orkunotkun við mat- vælaframleiðsluna en áður. Menn vænta jess til dæmis að geta aukið hæfni nytja- plantna til þess að binda köfnunarefni loftsins, en það er eiginleiki, sem nú er bundinn við fáar tegundir. Slíkt mun stór- lega spara hjálparorku til áburðarvinnslu. Menn dreymir líka um að geta aukið orku- nýtingu plantna við tillífunina, þannig til dæmis að komtegundimar skili meiri upp- skero á flatareiningu en áður. Erfðamöndl mun þannig opna nýja möguleika, en jafn- framt skapa ýmsan vanda og hættur, sem enn ero ekki ljósar, svo sem varðandi erfða- mengun tegunda. Vaxandi tilhneiging hefur verið hjá kom- yrkjuþjóðum, einkum í Norður-Ameríku, að spara plægingu og aðra jarðvinnslu kom- akra, m.a. í því skyni að spara orku við komræktina. Með þessari aðferð er einnig mælt í mörgumm löndum þriðja heimsins, ekki sízt til þess að vemda viðkvæmari jarð- veg. Til þess að halda aftur af illgresi við slíka ræktun þarf þá að nota illgresiseyðing- arlyf í meira mæli en áður, sem aftur kallar á ný afbrigði nytjajurta, er þola lyfín betur en hin eldri. Oneitanlega læðist að okkur gronur um, að á ferðinni sé ferill, sem örð- ugt geti orðið að hægja á eða breyta. í orkukreppunni kom það í ljós, að þjóðum lærðist að nýta betur orku en áður gerðist. Sumir kalla þetta fyrstu orkubyltinguna. Víða var broðlað með orku. Enn ero því taldir verolegir möguleikar til spamaðar, og að í því felist önnur orkubyltingin — þá verði mótuð orkunýtingarstefna með langtímamarkmið hagkvæmni og umhverf- isvemdar fyrir jarðarbúa í huga, þar sem orkuverð eitt og sér verði ekki látið ráða för, eins og í fyrstu byltingunni. Horfíð verði í vaxandi mæli til endumýjanlegra orkulinda, bættrar orkunýtingar og tak- mörkunar á loftmengun vegna koltvísýrings og fleiri efna, er myndast við olíubrona. Arangur annarrar orkubyltingarinnar verð- ur því ekki eingöngu metinn í einföldum og tímabundnum hagstærðum, heldur einn- ig takmörkun á óvilja veðurfarsbreytingum, minni súmun vatna og jarðvegs, minni umhverfisspjöllum og minni kostnaði við að bæta úr þeim. Hvað landbúnaðinn snertir, verði þannnig stefnt að stöðugleika til framtíðar S stað þess stigvaxtar S notkun tæmanlegra auðlinda, sem einkennt hefur matvælaframleiðslu þjóðanna undanfama áratugi og stefnt getur í öngþveiti. LitiðTilÍslands Vissulega er ísland smátt í þeim selskap, sem hér hefur verið greint frá og „ólán vort... brot af heimsins harmi“, eins og Steinn Steinarr sagði á visum stað. Engu að sSður verðum við að hugsa til framtíðar með varðveizlu og nýtingu auðlinda okkar í huga. Þær eru flestar endumýjanlegar, ef rétt er á haldið. Landið er stórt, og lega þess þannig, að grösin ero i raun einu ör- uggu fóðuijurtimar. Þau getum við nýtt með jórturdýrin sem millilið. Um grösin eig- um við ekki í samkeppni við neinn. ÖðrovSsi er með komið, þýðingarmestu fæðutegund heimsins, þar keppa húsdýrin við manninn. Að láta húsdýr bryðja kom ótæpilega, í harðri samkeppni við sveltandi meðbræður jarðarkringlunnar, er búskaparháttur sem einfaldlega gengur ekki til langframa, hvorki af mórölskum ástæðum ellegar þeim er varða auðlindanýtingu. Framlag okkar til bættrar orkunýtingar í alheimi felst þvi S að nýta meir og betur innlendar auðlindir til fóður- og fæðuframleiðslu. Það er, rétt eins og nýting fiskimiðanna, stefnumið til framtíðar og raunar ein helsta ástæðan fyr- ir þvi að við byggjum þetta land. en ekki önnur. Svo einfalt er málið. Höfundurinn hefur verið aðstoðarmaður land- búnaöarráðherra. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚLl 1987 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.