Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Blaðsíða 3
I.1WM*
@ ® S1 ® lal ® B B H B ® E 0 ®.
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvatj.:
Harsidur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AðstoA-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjómarfulltr.:
Gísli Sigurðsson. Augiýsingar: BakJvin Jóns-
son. Ritstjóm: Aðalstrœti 6. Sími 691100.
Forsíðan
er sjálfsmynd bandaríska
málarans Lelands Bell, sem er einn af
„tengdasonum íslands" og er birt hér í tilefni greinar
um hann.
Veizla
í farangrinum, heitir grein eftir Braga Ásgeirsson um
bandaríska málarann Leland Bell, sem margir hér
kannast við sem eiginmann Louisu Matthíasdóttur.
Þessi listahjón búa í New York og þangað koma Bragi
ásamt Tryggva Ólafssyni, málara í Kaupmannahöfn.
Ástralía
hefur þótt gósenland og fólk víðsvegar úr heiminum
hefur flutzt þangað, þar á meðal eru nokkrir
íslendingar. í þýddri grein um Ástralíu nútímans kemur
hinsvegar fram, að kannski sé dýrðin bráðum búin.
Barnleysi
fer í vöxt hjá hjónum á Vesturlöndum, ekki endilega
vegna þess að þeim verði ekki bama auðið, heldur
vegna þess að böm henta ekki framtíðaráformum
fólks, sem hefur metnað til að ná langt í atvinnulífinu.
STEFÁN SIGURKARLSSON
EINÞÁTTUNGUR
Gott kvöld,
sagði dauðinn.
Má ég spyija um aldur?
Svona ungur, já
svona ungur?
Nokkuð smeykur,
á ég að opna glugga?
Stétt og staða?
Glæsiiegt!
Glæsilegt!
Og fjölskyldan?
...og tvö börn?
indælt er það.
Eignir?
Nú það er naumast!
Hægan, hægan —
nú skal ég sækja glas af vatni.
Og heilsan?
Stórkostlegt!
Eigum við þá að koma?
Höfundur er lyfsali og Ijóöskáld í Reykjavík og hefur gefiö
út Ijóðabókina Haustheima 1985.
Nesjamennska
nútímans
Nesjamennska er þröng-
sýni og skortur á
umburðarlyndi við
skoðanir annarra sam-
kvæmt skýringu höf-
undar hugtaksins,
Sigurðar Einarssonar
(síðar prests í Holti
undir Eyjafjöllum). Sem dæmi um nesja-
mennsku nefndi hann í samnefndri grein
vestfírzku konuna, sem vildi kaupa útvarps-
tæki, sem yrði að hafa þann eiginleika að
loka mætti fyrir helvítið hann Jónas (frá
Hriflu). Prýðilegur jarðvegur nesjamennsku
væri m.a. einhæfni íslenzkra atvinnuvega.
Sigurður útskýrði fyrirbærið nánar með til-
búnum skýringardæmum, sem hann stað-
færði í Þorskafirði og við Mývatn.
Á dögunum leit eg í grein Sigurðar í rit-
gerðasafni hans, Á líðandi stund (1938),
til að rifja upp uppruna þessa einkunnar-
orðs. Hann skrifaði af eldmóði og sannfær-
ingarkrafti, og ég hlaut að fyrirverða mig
fyrir þjóð mína og sérstaklega þá, sem voru
svo ógæfusamir að eiga heima á nesjum.
M.a. sagði hann:
Vér erum of fjarlægir umheiminum
og of ómerkilegur liður í viðskipta-
keríi nútímans til þess, að menning-
arleg viðfangsefni leiti hér á hugina
að staðaldri eins og þungur óslitinn
straumur, svo þungur, að hann knýi
málæðið annað veifið á stampinn.
í greinarlok stóð birtingarár greinarinn-
ar, 1932. Þegar ég rak augun í það varð
mér hugsað til þess, að einmitt það ár var
hin voðalegasta þröngsýni að taka völdin í
Mið-Evrópu. Þar voru ekki einhæfir atvinnu-
vegir, heldur framsækið iðnaðarþjóðfélag
fjarri öllum útnesjum.
Kunningi minn, ættaður úr sveit, alllengi
búsettur í Reykjavík eftir langskólanám þar
og erlendis, heldur því fram, að Reykviking-
ar séu þröngsýnni en aðrir landsmenn. Það
stafaði af því, að fólk úti á landi hlyti og
yrði að kynnast höfuðborginni vel. Þar
byggju böm þess, systkini og sveitungar,
og þangað ætti það mörg nauðsynjaerindi.
Öðru máli gegndi um innboma Reyk-
víkinga. Þeir ættu margir ekki venzlafólk
utan Reykjavíkur og ættu fá nauðsynja-
erindi út fyrir borgina. Ef þetta stæðist,
mætti segja, að nesjamennskan ætti nú
heima á Seltjamamesi og næstu nesjum.
Ekki skal ég, Reykvíkingurinn, dæma um,
hvort svo er. í Reykjavík eru vissulega
margir, sem hafa góð tækifæri til að kynna
sér mál alls landsins, svo sem í stjórnarráð-
inu og í hinum ýmsu stofnunum, samtökum
og fyrirtækjum, sem starfa um allt land.
Þar tengist allt landið.
í kosningabaráttunni í vor var einstakt
tækifæri til að fylgjast með málflutningi
frambjóðenda og kjósenda um land allt í
útvarpi og sjónvarpi. Þar var hamrað á sér-
hagsmunum. Þeir gátu varla verið öfunds-
verðir, sem áttu að tengja kjördæmin aftur,
svo að úr yrði ein þjóð eða að minnsta kosti
meirihluti á alþingi um þau mál, sem hveiju
ríki eru nauðsynleg. Þótt flokkamir sundri
þjóðinni, tengja þeir hana líka saman (nema
þá sem eru utan flokka — þeir eru útlæg-
ir). Sérhagsmunaframbjóðendurnir verða að
ná samkomulagi, þegar á þing er komið,
innan síns flokks og milli flokkanna.
Vel kom fram við útreikninga til úthlutun-
ar þingsæta í vor, að reglur um jöfnun
þingsæta milli flokka og skiptingu þeirra á
kjördæmi tengja kjördæmin saman, þar sem
kjósandi veit ekki örugglega, hvaða kjör-
dæmi muni njóta atkvæðisins. Reglumar
mættu því hamla gegn þröngsýni. Skyldu
þeir tímar koma, að ekki verði ástæða til
að eigna vestfírzkum konum, Mývetningum
og nesjamönnum þröngsýni öðrum fremur?
Það eykur víðsýni þjóðarinnar, að margir
hafa sótt skóla og starfsreynslu til útlanda.
Fyrir vikið hafa t.d. rannsóknarstofnanir
landsins persónuleg sambönd við vísinda-
menn víða um heim og þar mætast menn
með ólíka reynslu og viðhorf, og ætti því
að vera minni hætta á því, að þeir staðni.
Þröngsýnin, sem réð ríkjum í Þýzkalandi
fyrir hálfri öld, stafaði ekki af því, að þjóð-
félagið væri einhæft. Þröngsýni lýsir
öryggisleysi. Nú hefur þjóðin öll tækifæri
til að fylgjast beint með öllum heiminum.
Það eru vitaskuld takmörk fyrir því, hvað
menn geta innbyrt af þekkingu og listum.
Svo undarlega bregður við, að tækifærin,
sem menn hafa öðlazt til að velja útvarps-
efni, virðast notuð til að velja sér sem mest
það sama. Nýju stöðvamar, sem hlustendur
dragast að, eru einstakar uppeldisstöðvar
þröngsýni og fáfræði. Þar er lítið, sem reyn-
ir á einbeitingu og íhygli og mikið höfðað
til álits múgsins með vinsældalistum. Fólk,
sem hefur haft útvarpið (rás 1) á til að
heyra rækilegar veðurfréttir, hrekkur sumt
við, þegar tilkynnt er að hefjist tónleikar
með verkum eftir t.d. Mozart. Menn virðast
hræddir við að ganga úr skugga um, hvort
þar komi eitthvað, sem hlustandi er á.
Eitt sinn sameinaðist þjóðin um að nota
útvarpið sem heimilsskóla með allvænum
skammti af afþreyingarefni. Alhliða út-
varpsdagskrá hélt við þeirri hugmynd
þjóðarinnar um sjálfa sig, að þjóðin vildi
menntast um mál og listir sjálfrar sín og
annarra þjóða. í skóla þarf að sýna nokkra
þolinmæði og menn mega vita, að aðeins
þjálfun og ástundun leiðir til þroska og
þekkingar og að menn verða að umbera
framandi efni og breytilegt, áður en því er
ýtt frá. Allstór hluti þjóðarinnar notaði tæki-
færið, þegar Keflavíkurútvarpið hófst, til
að slá slöku við í íslenzka heimilisskólanum
og valdi í eyrun hermannasíbylju. Nú hlust-
ar varla nokkur á það útvarp, en íslenzkar
útvarpsstöðvar hafa komið í staðinn, og nú
lifa margir í heimi eigin stöðvar með mjög
einhæft efni. Sú hugmynd ijarlægist, að á
íslandi búi þjóð, sem vilji stöðugt menntast
með vönduðu og Ijölbreyttu útvarpsefni.
Áður einkenndu einhæfir atvinnuvegir þjóð-
ina, nú einkennir stóran hluta þjóðarinnar
einhæfni andans, svo að ekki sér mun dags
og nætur né hátíðar og hversdags. Er ekki
þetta einhæfa útvarpslíf nesjamennska nú-
tímans?
BJÖRN s. stefánsson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. AGÚST 1987 3