Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Blaðsíða 10
einungis einn af mörgum ágætum tengda- sonum þjóðarinnar, því að hann er vel metinn uppfræðari við kunnan listaskóla í New York og eftirsóttur fyrirlesari auk þess að vera virtur málari. Leland Bell er fæddur í Cambridge, Maiy- land, árið 1922, en ólst upp í Flatbush-hverfi í Brooklyn. Seinna fluttist fjölskyldan til Washington, þar sem hann gekk í fram- haldsskóla. Strax á bamsaldri fékk Leland mikinn áhuga á myndmennt, og þannig teiknaði hann upp forsíður laugardagskvöldblaðsins, sem voru eftir Norman Rockwell og mynd- lýsingar kúrekabókar Wills James, þegar hann var sjö eða átta ára. Svo þegar hann var dálitlu eldri, þá færði hann út kvíamar í því skyni að verða sér úti um skilding og bauðst til að teikna skopmyndir af hveijum og einum á King’s Highway fyrir tíu sent. Þegar hann var í sjöunda bekk, teiknaði hann hvem sem þess óskaði á sviði hátíð- arsalar skólans. Það má segja, að snemma hafí beygst krókurinn í þessu tilfelli, því að í stað þess að vera tímabundin ástríða hefur áhuginn enst allt lífíð, en með tímanum tekið á sig æ þroskaðri mynd og orðið til fyliri lífsnautnar. Annað, sem tók hug Lelands allan, var jasstónlist, og hann þurfti að borga heil 25 sent fyrir sæti í gamla Paramount-leik- húsinu í New York, en sat þar fyrir vikið sem fastast allan daginn. Á þeim árum var Benny Goodman kóng- urinn, síðan var farið í Savoy-danssalinn og hlustað á Chick Webb og A1 Cooper og Savoy-soldánana hans með Razz Mithcell við trommumar og Rudy Williams á altófón- inn. Á framhaldsskólaárunum þótti Leland hafa um tvennt að velja, að gerast trommu- leikari eða listmálari. Á tímabili var tromman yfírsterkari pentskúfnum, og hann lék í hljómsveit og var eini hvíti maðurinn meðal blakkra. Og ef til vill var það vegna þess, að hann var ekki af kynflokki nætur- innar, að penslamir urðu kjuðunum að lokum yfírsterkari. En hann metur ennþá menn eins og Lester Young, Louis Arm- strong og Charlie Parker til jafns við þá stærstu í allri list. Lester sem Mozart, Lou- is sem Bach og Charlie sem Stravinsky. Hann teiknaði þessi goð sín í jassinum, og eitt sinn áritaði Louis Armstrong eina teikn- inguna og Lee var alsæll, en allar þessar myndir em glataðar. Aðdáun Lelands á jass og slagverkinu hefur þó haldist lífíð í gegn, og þannig er tónlistarherbergi í húsinu og á miðju gólfí forláta tromma, sem jafnvel Gene Kmpa hefði þótt sér sómi að meðhöndla. Leland Bell er af þeirri kynslóð málara, sem er mjög vel menntaður í myndlist ald- anna og hefur víða yfírsýn. Þeir hafa ferðast vfða og staðið augliti til auglitis við lista- verkin bæði á söfnum og í þeirra rétta uppmnalega umhverfí. Þetta bera eftirmyndimar á veggjunum með sér; grískur skúlptúr, indversk hella- málverk svo og málverk eftir Cranach, Chardin, Corot, Seurat, Rouault. Er Leland eitt sinn tók þátt í hringborðs- umræðum um erfðavenju í listum, hélt hann því fram, „að listfræðingum hætti til að gera hugmyndina um erfðavenju gilda með því að skipta henni í flokka, draga í dilka. Listasagan segir stúdentum t.d. að taka eftir mismuninum á fyrri tíma ítalskri list og Watteau og Gris, að búa til flokka í stað þess að ijalla í raun um einstaklinginn. Að hans áliti eiga menn þess í stað að athuga hið sameiginlega"! Það er þannig að hans dómi tvennt ólíkt að skírskota til mismunar og þess, sem ein- staklingar af ólíkum uppruna hafa sameigin- legt, og að mínu mati kemur hér fram mismunurinn á afstöðu atvinnumálarans og sagnfræðingsins. Og Leland segir: „Þegar ég fer með nem- endur mína á Metropolitan-safnið geri ég það til að sýna þeim málverk Bosch og Breughel, Giotto og Cézanne, ekki sem til- búna hluti, ekki sem hluti úr fortíðinni, heldur sem verk, sem hafa haldið ferskleika sínum og eru lifandi í dag. Málverk Rou- aults frá seinni tíma ferils hans, „Versailles- garðurinn", er við hliðina á málverki Rafaels „Helstríðið í garðinum", sem undirstrikar eðliskosti málverka Rafaels. Þótt málverk Rouault sé hijúflega málað og hafí ekkert af mýkt málverks Rafaels, er hér um að ræða vissan skyldleika og framhald tækn- innar. Rouault er í snertingu við erfðavenj- una, sem eftirhermur Rafaels á nítjándu öld eru ekki. Við hliðina á raunverulegum Rafa- el falla stælendur hans um sjálfa sig, þeir hætta að vera til. Þá skortir liðamótin, eins og við nefnum það, þeir nema ekki dular- mögn svipmótsins. Derain, Balthus og Giacometti vildu miðla svipmóti hlutanna Ulla, 1951. Kol á pappír. sem atriði rótgróinnar erfðavenju. Það var ekki um það að ræða að hverfa til fortíð- arinnar, heldur að leita hins sama að vissu marki. Þegar ég geri innimynd með mann- eskjum, reyni ég þannig að ná fram nándinni, innileikanum milli fígúranna og niðurskipunar þeirra, svo og skarpleika. Ég rejmi að ná sérhveijum limaburði rétt. Mér líkar ekki við að vera „monumentalískur" eins og Léger, en ég óska þess, að hin ljósa regla Chardins skipi öllu á sinn rétta stað. Ég vil ekki, að málverk mín líkist málverk- um þeirra; ég æski einungis að lýsa svipmóti hlutveruleikans í kringum mig eins vei og ég mögulega get, og á eins ferskan og skil- virkan hátt og mögulegt er. Ég óska eftir hreyfíngu og bergmáli, og að sjálfsögðu dulúð." — Það er svo sárlega erfítt að mála. Framanskráð lýsir málaranum Leland Bell og alþjóðlegri stöðu hans á myndlistar- vettvangi vafalaust mjög vel, og betur en margir dálkar af fræðilegri umfjöllun, því Sjálfsmynd, kol á pappír, 1979. að hér er á ferð óvenjuleg og hispurslaus hreinskilni, sem hittir í mark. Menn taki eftir því, sem hann segir í lokin, sem er svo langt frá sjálfumgleði og sjálfsdýrkun seinni tíma málara. Enda er hér um sannan mál- ara að ræða, en ekki fjölþjóðlega útgáfu löggiltra nýviðhorfa. Það er lífrænt innihald verkanna, sem Leland Bell er öðru fremur að hugsa um, er hann málar og ræðir um myndlist, en ekki einhveijar ákveðnar stefn- ur og stílbrögð. Og um mynd sína af Louise í hvíldarstól, sem fylgir þessari grein, hefur hann m.a. þetta að segja: „Ég stefni að skipulagi í uppbyggingu og að innimyndin komi um leið, ég leita eftir hrynjandi, sem er óvænt og rík. Hugsið um það, hve Corot og Chardin báru mikla virðingu fyrir „áþreifanlegri" hiynjandi! Lítið svo á þá mörgu svokölluðu raunsæismálara í dag, úrkynjun hinna stóru myndskreytinga þeirra, svo flatra og tómra. Fyrir þeim er þáttur litanna tilgangslaust, flatt yflrborð. Þá skortir tungumál forms- ins. Aftur á móti greiðir Balthus sinn toll og er sér alltaf vitandi um kröfur mynd- byggingarinnar, samsetningarinnar. Hann , er ábyrgur fyrir skyldleika lita og forma í myndum sínum; þær rísa upp sem nákvæm athugun og vel heppnuð myndbygging. Ég hef við sömu vandamál að stríða gagn- vart hiynjandi og samræmingu lita og forma og í því, sem ég var að gera fyrir nær þijátfu árum, þegar málverk mín voru alveg abstrakt — með þeim sjónrænu áhrifum sem umkringja okkur, er ég spyr sjálfan mig: „Lítur þetta rétt út? Líkist þetta hendi?" Og þar næst: „Hefur þetta hrynjandi?" Er ég að gera glórulausa hluti, sem ske þetta ákveðna augnablik milli hlutar og hrynjandi sem höndlar kjarna raunveruleikans?" Leland Bell vitnar gjaman til heims- þekktra myndlistarmanna aldarinnar svo sem Derain, Jean Hélion, Balthus, Giaco- metti o.fl. en aldrei úr fjarlægð, því að þetta voru vinir hans. Og hann getur vottað, hvemig þessir nýskapendur leituðu hiklaust til fortíðarinnar að hugmyndum, sem þeir klæddu svo í nútímabúning. Og að sjálfsögðu urðu margir fleiri heims- þekktir myndlistarmenn á vegi Lelands, svo og aðrir er áttu eftir að slá í gegn. í safni óhlutlægrar listar kjmntist hann t.d. Jackson Pollock, sem vann við ramma þar. Þeir áttu báðir heima í Village-hverfínu og urðu sam- ferða í neðanjarðarlest þangað. En það tókst þó ekki náið samband þeirra á milli. Lee þótti Pollock illorður þegar hann var undir áhrifum og beinlínis ógeðfelldur í afstöðu sinni til Arps og Klee. Pollock sagði við Lee, að hann hefði aldrei getað málað af viti ef hann hefði verið aðdáandi þessara tveggja málara! Þetta að leita til fortíðarinnar — er rétt að skilgreina aðeins nánar ókunnugum til glöggvunar. A tækniöld hefur nútímamaðurinn í æ ríkari mæli leitað á vit hins frumstæða og upprunalega, og því meiri sem tæknin hefur orðið, því meir eykst þörfín. Skildu þetta vera nokkuð annað en ósjálfráð viðbrögð dýrsins, sem vill halda lífí og skynjar hætt- una í öflum, sem það ræður ekki við? Og það er einmitt fortíðin og þá einkum hið náttúrulega og eðlisbundna, sem list 20. aldarinnar grundvallaðist á, allt frá því að Matisse kom heim frá Afríku með negra- skúlptúrana í farangrinum og sýndi vinum sínum og þar á meðal Picasso. Áður hafði Cézanne með byggingarfræðilegum tilraun- um sínum í málverkinu þurrkað út öll smáatriði og nálgast einfaldleikann í gegn- um einföld frumformin, og frá síðustu mjmdum hans til kúbisma þeirra Braque og Picasso var örstutt leið. Áður hafði Gauguin kjmnt dýrðarheima hins einfalda og frumstæða í myndum sínum frá Tahiti, og enn áður höfðu impressjónist- amir heillast af hinu einfalda og stórbrotna í línuskurði japanskra tréristumeistara. Siðmenningin var komin of langt frá uppruna sínum og hér sá myndlistarmaður- inn björgun í ferskri endumýjun myndmáls- ins með því að þrengja sér inn í kjaraa hlutanna — og í raun hafði iðnbyltingin nejrtt menn til þess. Hið merkilega og ófyrir- sjáanlega skeði, að við þessa blöndu og árekstra spmttu upp ótal ný stílbrigði, sem enn em í fullu gildi og geta sífellt af sér nýjar stefnur og strauma. Þannig má ekkert rífa niður, nema það sé gert af þekkingu og standi traustum rótum í fortíðinni og uppmnaleikanum — og því hefur manninum tekist að halda velli með óskráðum lögmálum eðlisávísunarinnar og sjálfsbjargarhvötinni í milljónir ára. Hjá forfeðrum okkar varð allt að trúar- táknum og guðsdýrkun, sem við nú nefnum lýst, og þannig er jafnvel hljómur tmmbunn- ar trúarlegt tungumál og myrkvi himin- tunglanna ekki hljóðlaust náttúmfyrirbæri, heldur trúartákn til samfélagsins. Allt þetta er vert að gaumgæfa er nútíma- listin er kmfin svo og fulltrúar hennar. Og þannig er það með list Lelands Bell, hún er full af táknum, sem tekur tíma að kjmn- ast og melta, en verða þeim mun hljómmeiri, er þeim áfanga er náð. Hún er jafnt byggð á þekkingu á mjmd- list sem þeim trúarlegu táknum, sem hljómar tmmbunnar flytja eymm manna. Og því er fyllsta samræmi á milli áhuga Lelands Bell á uppmnalega jassinum — ættuðum úr frumskógum Afríku og slag- verkinu, sem er persónugervingur trúarlegs tungumáls, svo og einföldu, en hljómmiklu mjmdmáli hans, er streymir úr safaríkum pentskúfnum. BRAGI ÁSGEIRSSON (Bókin um Leland BeU eftir Nicolas Fox Weber með formála eftir Andrew Forge var gefin út af Hudson HiU Press, New York 1986. Allar heimUdir í þessari grein eru sóttar i hana.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.