Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Blaðsíða 12
-rt Sumarganga að Hvanndalabjargi eir eru nánast óteljandi staðimir á íslandi sem heilla þá sem útivistar vilja njóta. Samt eru sumir staðir vinsælli en aðrir. Stundum er það vegna nálægðar þeirra við mesta þéttbýli- skjama landsins, stundum vegna þess að mikið knæpunni lokað laust eftir miðnætti. Frakk- inn stýrði gestum með ýktum nótnaslætti og höfuðhnyklqum í síðasta viðlaginu. Því næst tygjuðu menn sig á brott. Lokkaður af alkunnum hrævareldi þóttist pilturinn eiga sömu leið heim og stúlkan. Hann kvað það henta sér ágætlega að rölta gegnum gamla bæinn, framhjá dómkirkj- unni, ráðhúsinu og gamla háskólanum í átt til suðurhluta borgarinnar, þótt raunveruleg stefna hans lægi nokkum veginn í hánorður. Merkiieg tilviljun, sagði hann og reyndi að beita fábrotnum leikhæfileikum sínum til að hljóma sannfærandi. Hún var engu margmálli en áður, og þau gengu hljóð um mjóar götur gömlu mið- borgarinnar. Þetta var eitt þeirra kvölda síðla hausts þegar menn, sem ganga f slitn- um frökkum, skynja nálægð vetrar. Væturakt og kalsalegt loftið smó án fyrir- stöðu inn um rifið fóðrið í frakka hans. Þau höfðu ekki gengið ýkja lengi þegar kom að fáfömu og móskulegu stræti, þar sem einkum var höndlað með gömul föt og gamlar bækur í smáum og óhjjálegum búð- arholum. Hann fann skyndilega að stúlkan hægði á göngunni og leit til hliðar í átt að einni þessara litlu verslana. Þar sá hann að vottaði fyrir tveimur mannvemm sem stóðu álútar undir vegg og baukuðu við ein- hvem hlut sem þær beygðu sig yfir og vildu augsjáanlega ieyna. I fyrstu veitti hann þessum hnípnu vemm enga sérstaka athygli og vildi hraða sér áfram, kaldur orðinn í gauðrifnum frakka sínum. En önnur þeirra hafði veitt athygli mannaferð og leit flóttalega upp frá iðju sinni. Daufa skimu frá götuljóskeri lagði eitt andartak í andlit þessari manneskju, — stúlku sem varla var komin yfir tvítugt. Andlitið sem gægðist út úr myrkrinu var svo hvítt að það minnti fremur á ásjónu látins mans en lifandi. Sjáöldur augna þess vom þanin og starandi og vonleysisleg líkt og í vannærðu bami, en að öðm leyti var andlitið gjörsamlega svipbrigðalaust; per- sónuleiki þess horfinn líkt og letrið af máðum legsteini. Þau horfðust örskamma stund í augu við þessa manneskju, uns hún faldi andlit sitt að nýju í myrkrinu. Þá héldu þau áfram niðureftir götunni. Hann heyrði lágværa rödd við hlið sér. Hún var undarlega fjarræn, líkt og hún væri fremur að tala út í buskann en við hann. Það var löng þögn milli orðanna. Ef ég hefði ekki gefið honum þær væri hann ömgglega dáinn ... Ömgglega dá- inn___ Röddin þagnaði nokkra stund, en bætti svo við líkt og hún vildi forðast spumingar. Eitrið er svo óhreint... Þeir drýgja það með gifsi og sementi... Það fer svo illa með hann ... Þess vegna er betra að hann fái pillumar úr verksmiðjunni... Annars væri hann ömgglega dáinn. Hún hélt áfram. Hann fékk það gefins fyrst... Svo vand- ist hann á það ... Þá fékk hann það ekki lengur gefíns ... Hún þagnaði og leit undan. Hann stendur sjálfsagt niðri á jámbraut- arstöðinni núna ... Úti í homi... Þar bíður hann ... En þeir vilja hann ekki lengur... Vilja hann ekki lengur... Hann er orðinn svo fyr... Helvítis öfuguggamir! Hann gengur ekki út lengur... Eitrið er búið að éta úr honum tennumar... Já! éta úr hon- um tennumar . . . Enn varð þögn. Það er búið að leggja hann tvisvar inn... Nei! Það þýðir ekkert... Þeim tekst alltaf að fá hann aftur með sér í eitrið ... Hann fer alltaf og fær meira eitur... Meira eit- ur... Eða þá að hann kemur til mín og fær pillumar... Ég hnupla þeim í vefksmiðj- unni... Það er betra fyrir hann að fá þær ... Eitrið er svo óhreint... Hann væri ömgglega dáinn ... Öragglega dáinn ... Þegar þau komu að húsi stúlkunnar bauð hann góða nótt, en hélt svo til baka gegnum endilanga borgina. Hann hljóp við fót, og var furðaniega fljótur á leiðinni. Þegar menn komu til vinnu sinnar í gamla skrifstofuhúsinu í birtingu morguninn eftir, var ómurinn af þriðja klarinettukonsert Cmsells tæpast hijóðnaður úr hvelfíngu þess. Höfundurinn er ungur Reykvíkingur. Eftir FRIÐRIK G. OLGEIRSSON hefur verið um þá fjallað í ræðu og riti. Raunar liggja fleiri ástæður þar til gmdvall- ar en í flestum tilfellum eiga vinsælustu ferðamannastaðimir það sameiginlegt að náttúrufegurð og einhver ummerki geng- inna kynslóða, rústir eða gömul tóftarbrot, sem orka svo á hugann að sá er um landið gengur fer ósjálfrátt að hugsa til fortíðar- innar. Sumarganga að Hvanndalabjargi sameinar hvort tveggja. Landið milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar er ákaflega hálent. Það þarf því ekki að koma á óvart að það heitir Tröllaskagi. Þó er haft fyrir satt að sú nafngift sé vart meira en aldargömul og er hún eignuð Pálma Hannessyni. Inn í þennan hálendis- hrygg skerast Sigluflörður, Héðinsfjörður og 01afs§örður. Ekki er lengur byggð í Héðinsfírði en meðan svo var töldust íbúam- ir til Hvanneyrarhrepps, þ.e. Siglufjarðar. Svo var einnig um ábúendur Hvanndala og em hreppamörk Ólafsfjarðar og Sigluflarðar við Hvanndalabjarg. Þangað er gönguför okkar heitið. Það var á liðnu sumri að gamall draumur minn rættist. Ég lét loks verða af því að ganga út vesturströnd Ólafsflarðar, út í Fossdal og að Hvanndalabjargi sem líkleg- ast er hæsta standberg hér á landi, 600 m þar sem það rís hæst. Á unglingsámnum hafði ég eitt sumar verið á dragnótarveiðum á mb. Guðmundi Ólafssyni. Þá var m.a. mikið sótt á Héðinsfjörð. Við sigldum því tvisvar á dag fram hjá Hvanndölum og Hvanndalabjargi og ég man að ég góndi oft upp í bjargið, heillaður af þessu nattúm- trölli. Gönguferðin hófst á Kleifunum, örlitlu þorpi um tvo kílómetra frá Ólafsflarðar- kaupstað, að vestanverðu í fírðinum. Fram á áttunda áratuginn var þar tiltölulega blómleg byggð, útræði og landbúnaður, en nú em Kleifamar að mestu í eyði og húsin þar nýtt sem sumarhús. Þó er enn búið á Syðri—Á. Leiðin út ströndina er greið og gamlar flárgötur em til vitnis um liðinn tíma þegar landbúnaður var og hét f landinu. Hér sjást þó engar kindur og ferðalangar hafa því einir götuna. Með mér em kona mín og tvö böm, 11 ára drengur og 6 ára stúlka. Það er til marks um að gönguferð þessi er síður en svo glæfraleg eða hættuleg eins og halda mætti þegar horft er á strand- lengjuna úr Múlanum hinum meginn Ólafsfjarðar. Þaðan virðist vesturströndin brött og vart fær nema fuglinum fljúgandi. Okkur kom það því öllum skemmtilega á óvart hversu leiðin er auðveld og eiginlega flestum fær. Þó em brattar skriður á tveim- ur eða þremur stöðum þar sem fara verður með mikilli gát. Eitt af því sem vekur athygli er gróður- inn. Hann er öðmvísi en maður á víðast að venjast í byggðarlögunum á þessum slóðum. Alls staðar er lágvaxið birkikjarr og falleg- ar plöntur. E)júp gil em mörg, víða fyllt safaríkum fjalldrapanum sem fyrmm var nýttur til kolagerðar og eldiviðar og jafnvel sem tróð á langbönd í þökum burstabæj- anna. Það er löngu aflagt og þess í stað fær hann að prýða landið og gefa því aðlaðandi og vinalegt svipmót. Þegar fagur sumarskrúðinn rennur sam- an við há og hrikaleg fyöllin, Látraströnd handan EyjaQarðar með hvítt bakið, Múlinn og Finnurinn til beggja handa, þá kemst ferðamaðurinn vart hjá því að verða snort- inn af fegurð náttúmnnar. Sá sem þessar línur skrifar varð svo heillaður að á þessum stað og stund mundi hann ekki eftir ann- arri skemmtilegri ferð nema þá helst útivist í Þórsmörk. Að vísu skiptir miklu á þessum norðurslóðum að vera heppinn með veður. Þennan dag skein sól og það var logn og kyrrð. Eftir því sem utar kemur breytist landið, gróður verður fátæklegri og fjallshlíðin víða ber og brött. Um tíma sést vel inn Eyja- flörð, Hrófssker utar, Hrísey innar og spegilfagur sjórinn. Til hafs sést Grímsey vel út við sjóndeildarhringinn. — Þar sem ijallshlíðin beygir til norðvesturs er viti sem lýsir sjómönnum sem þama eiga leið um. Þegar við áðum og borðuðum nesti sáum við einn af togumm Ólafsfirðinga sigla út úr flarðarmynninu. Merkilegt hvað jafn stórt skip virðist lítið séð svo langt að ofan úr flallshlíðinni. Eftir um það bil einnar og hálfrar klukku- stundar göngu komum við í Fossdal. Hann er fremur þröngur og innst er hann alger- lega lokaður af miklum hamravegg, Víkur- byrðu eða VíkurdalsQalli eins og fjall þetta var einnig kallað fyrr á tímum. Bak við það er Víkurdalur, afdalur HéðinsQarðar. í Foss- dal em vesturmörk Ólafsflarðar og þar hefur verið einn af afréttum heimamanna frá því flörðurinn byggðist. Það er ef til vill tákn nýrra tíma að þama sást ekki ein einasta skjáta, ekkert jarm heýrðist, aðeins fugla- garg frá bjarginu sem rauf þögnina. Ég verð að játa að ég saknaði þess að sjá ekki svo sem eina á með lambi. Gömul tóftar- brot austanmegin í dalnum bám þess þó vitni að hér hafði einhvem tíma verið fólk að sýsla við sauðfé. Eftir miðjum Fossdal rennur fremur lltil en staumhörð á. Neðst þar sem hún fellur fram úr dalnum og niður í sjó myndast foss Áð í Fossdal við utanverðaa Eyjafjörð. Hinum megin er Látraströnd. Ysti dalurinn þar heitir líka Fossdalur. Látrajörðin var þar nokkru innar. 2 -f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.