Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Blaðsíða 15
Séra Sigurður í Vigur fer á þing Séra Sigurður Stefánsson í Vigur var þingmaður þeirra fyrir vestan á árunum 1886—1916. Þegar hann sat á Alþingi fékk hann oftast séra Þorvald Jónsson á ísafirði til þess að gegna preststörf- um sínum í þeim forföllum. Nú bar það til, að Eggert Reginbaldsson bóndi á Kleifum f Seyðisfírði við IsaQarðardjúp þurfti á prest- þjónustu að halda á meðan sr. Sigurður var á þingi og leitaði því til sr. Þorvaldar á ísafirði. Sækir Eggert sr. Þorvald til ísafjarðar, prestur skírir barn Eggerts, þiggur góðgerðir og síðan er haldð á trillu Eggerts út Djúpið. Brátt sér sr. Þorvaldur sér til undrunar að trillan stefnir á Vigur og segir við Eggert: „En ég á heima á ísafírði." „Veit ég það vel, en sóknarprestur minn á heima í Vigur og þangað skila ég klerkinum." Varð sr. Þorvaldur að fá Vigurbændur til þess að flytja sig til ísafjarðar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. ÁGÚST 1987 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.