Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Page 15
Séra Sigurður í Vigur fer á þing Séra Sigurður Stefánsson í Vigur var þingmaður þeirra fyrir vestan á árunum 1886—1916. Þegar hann sat á Alþingi fékk hann oftast séra Þorvald Jónsson á ísafirði til þess að gegna preststörf- um sínum í þeim forföllum. Nú bar það til, að Eggert Reginbaldsson bóndi á Kleifum f Seyðisfírði við IsaQarðardjúp þurfti á prest- þjónustu að halda á meðan sr. Sigurður var á þingi og leitaði því til sr. Þorvaldar á ísafirði. Sækir Eggert sr. Þorvald til ísafjarðar, prestur skírir barn Eggerts, þiggur góðgerðir og síðan er haldð á trillu Eggerts út Djúpið. Brátt sér sr. Þorvaldur sér til undrunar að trillan stefnir á Vigur og segir við Eggert: „En ég á heima á ísafírði." „Veit ég það vel, en sóknarprestur minn á heima í Vigur og þangað skila ég klerkinum." Varð sr. Þorvaldur að fá Vigurbændur til þess að flytja sig til ísafjarðar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. ÁGÚST 1987 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.