Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Blaðsíða 7
Vonandi er framtíðin ekki avona: Bamlaua bær og ekki nokkur hætta á að neitt fari úr skorðum í þessum fínu stofum, þar sem hjónin tylla sér niður um helgar, þvi virka daga eru þau bæði svo önnum kafin í atvinnulífinu, að þau koma aðeins heim á virkum dögum til að sofa. orðið fyrir sárum vonbrigðum. Það er erfið- ara fyrir 38 ára gamla konu að verða bamshafandi en 22 ára. Þegar B. og L. giftust fyrir 20 árum, ákváðu þau að fresta því að eignast böm, þangað til efni og að- stæður leyfðu að þeirra dómi. Þau byijuðu að reyna að eignast böm þegar hún var rúmlega þrítug. En ekkert gerðist. „Ámm saman var ég á pillunni af ótta við að verða bamshafandi," segir hún, sem nú er 40 ára og er fjármálastjóri læknadeildar háskólans { Chicago. „Og svo kemst ég að raun um, að ég get ekki átt böm.“ Hún veit ekki, hvort hún hefði getað það fyrr, en af því að hún byijaði svo seint, er jafnvel orðið of seint að taka bam. Yngri hjón ganga fyrir um ættleiðingu ungbama. En reyndar fínnst þeim nú, að þau séu orðin of vana- föst til að byija í hlutverki foreldra. Eigi að síður segir hún: „Það hefur komið fyrir, að ég hef farið að gráta á mæðradaginn." Og þegar hún hittir hjón, sem geta átt böm, en kæra sig ekki um það, er hún furðu lost- in. „Ég held, að þau muni iðrast þeirrar ákvörðunar, þegar þau komast að því að það sé staðreynd, að þau geti ekki átt bam, en ekki bara þeirra eigin vilji." En geta hjón verið hamingjusöm alla tíð án bama? „Við hugsuðum ekki svo mikið um það og ræddum það sjaldan, meðan það kom til greina," segja hjón eftir áratuga samvistir. „Og kæmi það fyrir, sögðum við: Kannski næsta ár. Og það næsta ár kom aldrei." Þau segja, að þau hafí stundum farið að hugsa ýmislegt síðar, en þá hafi þau ekki þurft annað en að líta í blöðin eða að tala við vinafólk sitt, sem eigi böm, til þess að þau hætti að iðrast. „Við emm mjög hamingjusöm, og við emm enn gift.“ En vinimir, sem giftust um svipað leyti, hafa allir skilið, segja þau. Heillavænlegt Eða Ekki Sumar kannanir benda til þess, að það geti haft heillavænleg áhrif á hjónabandið, að engin séu bömin, ef það er vilji beggja hjónanna. í könnun, sem gerð var nýlega í Bandaríkjunum, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu, að þau hjónabönd, sem vom bamlaus samkvæmt áætlun, væm að jafnaði hamingjusamari en hin, þar sem hjónin höfðu kosið að eiga böm. „Ég held, að það sé vegna þess, að þá eigi þau meiri tíma saman,“ segir könnunarstjórinn. „Þó að böm geti verið til mikillar ánægju, þá geta þau einnig valdið miklu álagi og það býður heim árekstmm." Þó að sum bamlaus hjón geti verið ánægð yfir ákvörðun sinni, þurfa þau að stríða við arfinn frá 6. áratugnum, „þegar þau, sem ekki vildu eignast böm, áttu í vök að veij- ast“, segir Wiliiam Simon, félagsfræðingur við Houston-háskóla. „Það þótti nærri því sönnun um líkamlegan eða andlegan ann- marka. Það var talið víst, að „þeir, sem gerðu það ekki, gætu það ekki“. Það kann að vera litið á það mildari augum nú á dög- um, að hjón séu bamlaus, „en margt fólk verður enn fyrir margs konar óþægindum," segir 34 ára gömul kona í bamlausu hjóna- bandi, sem stofnað var til fyrir sex ámm. Hún segir, að fólk, sem hún þekki og hafi tekið samskonar ákvörðun, skrökvi og seg- ist enn vera að reyna, þegar fólk spyiji það, af hveiju þau eigi ekki böm. Bamlaus hjón dragast oft að öðmm bamlausum hjón- um, því að það er engin þörf á að vera í vamaraðstöðu hjá fólki, sem hefur valið sama kostinn. ÞrýstingurFrá Foreldrum Mesti þrýstingurinn kemur frá foreldmm, sem dreymir um bamaböm, og frá ættingj- um og vinum, sem eiga böm. „Það líður ekki sá dagur, að einhver spyiji mig segi, hvenær við ætlum að eignast bam eða ekki: Þú yrðir indæl móðir," segir 30 ára gömul hjúkmnarkona á fæðingardeild. Hún giftist lækni fyrir tveimur ámm, og hann átti hús og 16 ára son, sem fylgdi föður sínum. Bam var ekki í þeirri hugmynd sem hún gerði sér um hjónaband þeirra. Þess vegna leiðast henni hinar sífelidu spumingar, sem ganga þvert á ákvörðun hennar. „Poreldrar mínir em gagnteknir af hugsuninni um væntanlegt bam mitt. Faðir minn geymir kampavinsflösku síðan á brúðkaupsdaginn til dagsins, þegar ég muni tilkynna að ég sé með bami. Um daginn fór ég til háls-, nef- og eymalæknis, og ég hringdi í mömmu, þegar ég var komin heim aftur. Hún spurði strax: — Sagði læknirinn, að þú værir bamshafandi? Og jafnvel stjúpson- urinn spyr oft: — Hvenær verðum við eiginleg fjölskylda?" í augum flestra er „eiginleg fjölskylda" sú, þar sem böm em. Vonbrigði og þreyta sem em óhjákvæmilegir fömnautar á veg- ferðinni frá vöggunni til burtfararprófs úr framhaldsskóla, virðist lágt verð fyrir ánægjuna af því að fylgjast með uppvexti bama. „Ég sé alls ekki eftir því að hafa eignazt böm,“ segir Rebekka, fráskilin móðir tveggja bama, en eigi að síður skilji hún bróður sinn og mágkonu, sem hafi ákveðið að eiga ekki böm. „Á vissum tímum em öll böm óþolandi," segir hún brosandi. „Það kann að vera, að hjón, sem ákveða að eiga ekki böm, taki foreldrahlutverkið alvarlegar en þau, sem leggja út í þá tvísýnu, af því að það er ætlazt til þess. Ég veit um fólk, sem myndi vera betur sett án bama. Mér þykir vænt um mín en ákvörðun um að eiga böm ætti ekki að taka sem smámál eða sjálfsagðan hlut.“ Verður ÞRIÐJUNGUR KVENNA í ÁBYRGÐARSTÖÐUM Barnlaus? Margir lýðfræðingar spá því, að ekki færri en 20 af hundraði kvenna, sem nú em rúmlega þrítugar til hálffertugar — fyrsta kynslóð kvenna, sem stjómað hefur frjósemi sinni frá unglingsámm — muni aldrei eignast böm samanborið við 5 til 10 af hundraði lengst af á þessari öld. David E. Bloom, hagfræðingur við Harvard, sem annast hefur könnun á tengslum milli starfs kvenna og bamleysis, hefur áætlað, að 30 af hundraði allra kvenna í framkvæmda- sijórastöðum muni verða bamlausar. Hann segir, að áður fyrr hafi konur í ábyrgðar- stöðum litið á sig sem mæður, sem gegndu þeim störfum, en nú líti þær á sig sem kon- ur í ábyrgðarstöðum, sem reyndar séu mæður. Þær líti á sig í ríkari mæli eins og karlar gera. En ólíkt körlunum komast þær að raun um, að á vinnustaðnum tíðkast Qár- hagsleg refsing fyrir að eignast böm. Bloom fann það út, að konur í framkvæmdastjóra- stöðum með svipaða menntun fengju um 20 prósent lægri laun, ef þær ættu böm, en ef þær væm bamlausar. Ámóta niður- stöður hafa aðrar kannanir sýnt. En aftur á móti hafa feður yfirleitt hærri laun en menn, sem engin böm eiga. Dálítið spaugileg mynd eftir Femando Botero, kunnasta málara Bólivíu, af heimilislífi í föðurlandi hans, þar sem algengast er, að hjón eigi mörg böm og fólk búi þröngt - einn lúrir til dæm- is undir rúminu. Launamismunurinn byggist fyrst og fremst á því, að hið opinbera og atvinnulff- ið hafa ekki aðlagazt þeim gjörbreyttu háttum, sem orðið hafa á þátttöku kvenna í störfum þjóðfélagsins á örfáum áratugum. Fjölskyldur, sem báðir foreldrar vinna fyrir, eru að burðast við að laga sig að athafna- lífi þjóðfélags, sem sniðið er eftir hinni hefðbundnu fjölskyldu á 6. áratugnum, þeg- ar eiginmaðurinn var fyrirvinnan, en konan annaðist heimilið — en slfkar fjölskyldur em nú aðeins um um 10 af hundraði heimila í Bandaríkjunum. Þegar litið er á hinar ýmsu hindranir, sem á vegi kvenna em f þjóðfélaginu, er eðli- legt, að sumar konur, sem verið hafa í vafa um, hvort þær ættu að eiga böm eða ekki, hafi af þeim ástæðum valið síðari kostinn. Hann byggist því á aðlögun fremur en eigin- gimi. SVÁ - SAMANTEKT UR „NEWSWEEK" Vísur og vísnaspjall Mála-Davíð var maður nefndur, ættaður norðan úr landi, en settist ungur að austur f Skaftafellssýslum. Hann var Jónsson. Hann var frasðimaður að upp- lagi og vel hagmæltur. Hann var uppreisnarmaður í eðli sínu, bæði í trú- málum og stjómarfarsefnum, og átti í deilum við presta og sýslumenn. Hann hafði og gaman af að glettast við fleiri samtímamenn. 1829 sendi hann frá sér kvæði, sem hann kallaði „Þorrakomu". Sjálfum sér lýsti hann með þessari vísu: Lifði frítt en lítið sló, leigði part úr skoti, reykti tóbak, drakk og dó Davíð i Bakkakoti. Stefán Stefánsson, túlkur, var þjóð- kunnur maður um aldamótin síðustu. Getur nokkur sent mér línu um hann? Eftir hann hafa varðveist nokkrar vísur. Ein er þessi: / þessum heimi að þola slys og þorsta á angurbárum, og hrökklast svo til helvítis. Það hlýtur að koma út tárum. Og með eftirfarandi vísu geymist nafnið Jón frá Skúfi Jónsson. Hann orti um ísaveturinn 1902. Auðvitað er líklegt að hann eigi afkomendur, dó hann snemma, fór hann til Vesturheims, er varði hans aðeins þessi vísa? Eða væri kannski gaman að rekja ætt sfna til hans? ís við hafsins ystu rönd, inn til fjarðarbotna. Sveltir þjóð um sveit og strönd. Sólin láti hann grotna. ★ Það vilja safnast að manni vísur úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum. Stundum eru þær höfundarlausar eða upphafsstafír í nafni látnir nægja. Þetta hefur dugað þeim, sem hripaði þetta hjá sér. En þegar minni hans bilar, eða hann fellur frá, og vísnasafn hans kemst í hendur niðjanna, áhugamanna eða jafn- vel safna, eru þessar upplýsingar oft æði lítils virði. Þetta getur valdið alls konar ruglingi. Þess vegna er það mikið miskunnarverk við þá, sem eru að reyna að halda þokkalegum vísum til haga og birta þær í vísnaþáttum, að hripa mér og slíkum sérvitringum línur og leið- rétta. Ekki hugsa svo: það verður einhver annar til að gera það, — sú vitleysa, sem þegar hefur verið gerð, verður ekki bætt. Ef ég fæ leiðréttingu um höfund eða orðanna réttu hljóðan leiðrétti ég það á öruggum stað, svo að þeir, sem síðar koma til og birta kannski í bók, fá þær upplýsingar. Ef enginn gerir neitt í málinu étur hver vitleysuna eftir öðr- um, og enginn veit hveiju trúa skal. Þorleifur Jónsson var Austfírðingur, lögreglumaður og pólitíkus í Hafnar- fírði, í elli sinni í Kópavogi. Um hann samdi Jóhannes Helgi tvær æviminn- ingabækur. Hér er vísa með hans nafni svohljóðandi. En er það sá Þorleifur, sem orti, hver sker úr þvf? Óska ég þann við unaðshag eyða dögum mínum, svo við ævi sólarlag sofni í faðmi þínum. En svo dó hann auðvitað örvasa og einn á Hrafnistu. Vill nokkur sem til þekkir segja nokkuð um það? Eigi vitum vér hvort það er til eftir- breytni sem frá er sagt í þessari gömlu vísu, en margt hefur reynt verið við kvillum og ásóknum. Svona var einu sinni ort: Það er mikið þunglyndið í þeirri konu. Geispaði mjög, en grét þó eigi, gjörði ’ún þetta á hverjum degi. Hér kemur vísa sem gömul vestfirsk kona fór alltaf með þegar hún las bæn- imar sínar á kvöldin: Tárin renna tftt um kinn, tregann ber í hljóði. Hugsaðu til mín, herra minn, himnakongurinn góði. J.G.J. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. ÁGÚST 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.