Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Blaðsíða 5
í Ástralíu eru nú 3 milljónir innflytjenda og virðast aðlagast vel nýjum stað- háttum. Meðal innflytjenda eru Víetnamar fjölmennir og búa þeir sér. Myndin er tekin í víetnömsku hverfi. eiga þeir lítil sem engin samskipti við annað fólk. Sumir segja að þar sé litið á þá sem furðuverur úr frumskóginum eða sjaldgæfa tegund pokadýra. Og að þessi afstaða skap- ist af fordómum, þekkingarleysi og gamal- grónu samviskubiti. I norðurhluta Astralíu eiga hvítir menn og frumbyggjar nokkur samskipti — þeir vinna hlið við hlið á bændabýlum og fá sér hressingu á sömu kránni að loknum vinnu- degi. Þessir félagar frumbyggjanna af hvíta kynstofninum líta þó á þá sem óæðri sér, þótt þeim fínnist þeir á vissan hátt forvitni- legir. Og þeim finnst óhugsandi að þetta skrítna fólk geti aðlagast lífsháttum hinna — geti t.d. aldrei stundað fasta vinnu eða lært að kunna sér hóf í áfengisneyslu. Þeir sem vilja bæta hag frumbyggjanna mæta því mótspymu frá miklum meirihluta þjóðar- innar. Áður en farið var að huga að velferð frum- byggjanna höfðu þeir þó verið hraktir af sínu landi vegna ágangs stórbænda og námufélaga. Nú hefur þeim að vísu verið afhent landsvæði á ný en vandinn er ekki þar með leystur. Þetta fólk getur aldrei ein- angrað sig á afmörkuðum svæðum því menningaráhrif frá þeim hvítu allt um kring hljóta að ná yfírhöndinni — og þá ekki síður hinar óæskilegu hliðar. SÁNARBLETTUR Á ÁSTRÖLUM Þá víkur sögunni að hinum vandamála- hópnum: bömum og unglingum. Stundum er engu líkara en Ástralíubúar hafi álíka tilfinningar gagnvart bömum sínum og krókódflar til unga sinna, segir fýrmefndur greinarhöfundur, en krókódflar eru þekktir að því að éta unga sína upp til agna ef þeir eru ekki nógu fljótir að skríða úr egginu. Og ennfremur: Ástralíubúar virðast ekki kippa sér upp við það að 14 ára gömul böm séu orðin áfengissjúklingar, eða að þau hætti í skóla áður en þau hafa fengið lág- marksmenntun. Þeir horfa á þau veslast upp í hrikalegum spillingar- og eiturlyfjabælum sem varla eiga sér sinn líka annars staðar í veröldinni. Tveir þriðju hlutar unglinga í Ástralíu skeyta engu um framhaldsmenntun eftir 16 ára aldur — komast ekki í atvinnu en nota atvinnuleysisbætumar til áfengis- kaupa. Einn fjórði hluti þjóðartekna fer beint í framfærslueyri til þegnanna. Kings Cross-hverfíð í Sidney er eitt al- Fmmhyggjarnir eru um 160 þúsund og aðlagast ekkinema takmarkað Iífsháttum hvítra manna. ræmdasta hverfíð sem um getur, og það sem veldur hvað mestum hryllingi ókunnugra er að venjulegir borgarar í helgarfríi fjöl- menna þangað til virða fyrir sér ósköpin — horfa á kófdrukkna unglinga veltast um götumar og eiturlyfjasjúklinga á síðasta snúningi snapandi eftir ölmusu og þeir virð- ast hafa nautn af að horfa á niðurlægingu þessarra vesalinga. Innan um má svo sjá lögregluþjóna, tvo og tvo saman. En þeir láta sig engu skipta það sem fram fer. Sumir segja að glæpasam- tök og eiturlyfjasalar hafí mútað þeim til að láta kyrrt liggja. Hvort sem satt reynist eður ei, þá er þessi staður og það sem þar fer fram smánarblettur á áströlsku þjóðinni. FólkiLeiðist? En almenningur í landinu lætur sér fátt um fínnast, hvort heldur er ástandið Kings Cross, ungiinga sem hafa orðið eiturlyfjum að bráð eða efnahagsástandið, sem er væg- ast sagt ótryggt um þessar mundir. Germaine Greer, frægur ástralskur rit- höfundur sem hefur staðið framarlega í kvennabaráttunni síðustu áratugi, segir að þetta afskiptaleysi gagnvart vaxandi vanda- málum stafí einfaldlega af því að fólki leiðist. Það þurfí ekkert fyrir lífínu að hafa, hafí ekki tileinkað sér nein persónuleg mark- mið í lífinu né metnað sjáífu sér til handa. Frumstætt og harðsnúið líf er enn til meðal nautgripabænda í fjallahéruðum. Samheldni Og Hjálpsemi En lífið á sér margar hliðar í Ástralíu eins og hjá öðrum þjóðum — og auðvitað margar jákvæðar. Meðan verið var að bijóta land til ræktunar voru það óskráð lög að nágrannar réttu hveijir öðrum hjálparhönd þegar þörf var á og ætluðust ekki til endur- gjalds. Þá var líka oft um líf eða dauða að tefla. Slík samheldni og hjálpsemi fyrir- fínnst ennþá til sveita og þrautseigju og dugnaði er við brugðið. Dæmi má taka um búhöld sem varð fyrir gífulegu tjóni vegna hvirfilbyls sem gekk yfir land hans. íbúðar- og gripahús gereyðilögðust og 2500 naut- gripir drápust. En hann lagði ekki árar í bát, fór að „vinna sig upp“ eins og kallað er þar og nautgripimir era nú orðnir 50 þúsund. Fleiri dæmi maetti nefna um afburðamenn á viðskiptasviðinu. í Ástralíu er nú t.d. rek- ið í einkaeign eitt stærsta ölgerðarfyrirtæki í víðri veröld. Ástralskir siglingakappar láta ekki deigan sfga í bikarkeppninni sem fylgst er með um allan heim. Áthafnamaðurinn og fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch er Ástralíumaður að upprana en er nú reyndar nýlega orðinn bandarískur ríkisborgari til að hafa fijálsari hendur um ráðstafanir á fjáirnálasviðinu. Ástralíumenn eiga líka skæða keppinauta á viðskiptasviðinu. Bandaríkjamenn greiða t.d. niður komframleiðsluna hjá sér sem fará á til Kína og Sovétríkjanna, Japanir era að reyna að ná niður kolaverðinu frá Ástralíu vegna þess hvað yen-ið er hátt á heimsmarkaðnum. Frakkar era æfír í garð Ástralíumanna vegna þess að þeir styðja frelsisbaráttu íbúanna í Nýju-Kaledóníu, sem er frönsk nýlenda að hluta og hafa bannað allar opinberar heimsóknir franskra framámanna til Ástralíu þess vegna. En til era þeir ástralskir ættjarðarvinir sem fagna næstum slíku mótlæti. Þeir segja að þjóðin sofni þá síður á verðinum í öllu góðærinu. Gough Whitlam, einn fremsti stjóm- málaleiðtogi í Ástralíu, heldur því fram að nú sé Ástralíubúum fyrst að verða það ljóst að Bandaríkjamönnum finnist þeir á engan hátt skuldbundnir Ástralíu þótt viðskipta- böndin milli þessara ríkja hafí verið sterk áður fyrr. Sama megi segja um Japan og Vestur-Evrópuríkjn. Sú staðreynd breytir mjög sjálfsmynd Ástralíubúa og stöðu þeirra í samfélagi þjóðanna. Því nægi að synda í sjónum, leika tennis og brana á brimbrettunum, drekka vín og stunda líkamsæfingar. Viðfangsefni Kali- fomíubúa er nákvæmlega það sama, segir Germaine Greer, en þar berst fólkið líka fyrir bjartari framtíð bama sinna. Nefni menn einu orði þessi vandamál varðandi unglinga við Ástralíubúa, þá er þeim undir- eins vísað á bug. Það er engu líkara en hóglífíð hafí sljóvgað menn — gert þá ófæra um að horfast í augu við vandamál og ráða fram úr þeim. Ástralía er afar auðugt land að náttúra- gæðum og gefur þeim 16 milljónum manna sem þar búa vel í aðra hönd. Um 10% þjóðar- innar vinna við framleiðslu útflutningsvam- ings, 90% vinna við þjónustustörf, iðnað og dreifíngu. Þeim fer þó íjölgandi sem horfa til þess með nokkram kviða að álfan öll verði ein allsheijar ferðamannaparadís — íbúamir glati eðlilegri þjóðemisvitund og gangi túrismanum alveg á hönd. Greinarhöfundur í Melboume hefur bent á að „ ferðamannaútvegur" skapi atvinnu margra í byijun, en þegar uppbyggingin hefur átt sér stað, er ekki aðra atvinnu við þessa grein að hafa en þjónustustörf- lág- launavinnu. Það sýni dæmin þar sem málin hafa þróast á þennan veg, t.d. í svokölluðum „bananalýðveldum". Þess vegna beri að varast einhliða áherslur í atvinnuuppbygg- ingunni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. ÁGÚST 1987 5 Seglbretti eru vinsæl á baðströndum Ástralíu og lífsstíllinn svipar til Kalifomíu og Miðjarðarhafslanda. Það lítur vel út, en undir niðri ríkir tómleiki og vandamálið er kannski það, að eitthvað vantar til að berjast við. Framtíðarkvíði Nýlega fór fram könnun á vegum sál- fræðideildar háskólans í Queensland þar sem fram kemur að einn af hveijum tuttugu sem spurðir vora, era haldnir óskilgreindum kviða um framtíðarhorfur. Fyrmefndur greinarhöfundur ályktar að fyrir nokkram áram hefði þessi kvíði sennilega tengst fót- boltakappleik — nefnilega hvort Colingwood Australian Rules mundu tapa fyrir Carlton — eða hvort brimið við Bondi-strönd yrði ekki nægilegt fyrir brimbrettakeppnina. Nú sé annað uppi á teningnum. Óttinn við eyðni gæti verið nærtækari skýring þótt enginn þori um það að spá. En eins og áður sagði eru margir þeirrar skoðunar að þessir andfætlingar okkar Evr- ópubúa hafí bara gott af svolitlum áhyggjum °g öryggisleysi um framtíð sína. Hjá þeim mættu vel vakna efasemdir um hvort hóglífi velfarðarinnar muni standa endalaust — og ef svo væri — hvort áhuginn ætti þá ekki að lúta að öðra en holdlegum lystisemdum. Nú sé kominn tími til að horfast í augu við vandamálin og leita lausna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.