Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Blaðsíða 9
 * ■' Jg Temma í hvítum stól, 1975. iri i and Abstrktion I, 1942-45. er fyrir urðu, og á 16. götu vestur og stað- næmdist loks við vinalegt hús, sem skar sig úr öðrum fyrir þokkafullan millibláan lit á framhliðinni — en dyr og gluggakarmar í dökkbláu. Þannig séð var húsið líkast vin í lengju frekar grárra og eintóna húsafram- hliða. Aðkoman var því vinaleg og móttökumar eftir því, og þama áttum við einstakt kvöld, nutum kunnrar matargerðarsnilli húsfreyj- unnar og samræðugleði húsbóndans, sem liggur mikið á hjarta, þegar hann talar, en flytur mál sitt af rósemi og dýpt rökhyggju- mannsins. Málverk eftir húsráðendur voru í stöflum upp við veggi, en á þeim sjálfum hékk úr- val málverka og teikninga ýmissa meistara, er þau hjónin hafa þekkt og átt að vinum svo sem Femand Léger, Jean Hélion og Andre Derain, en eftir þann síðastnefnda eiga þau mikinn íj'ölda teikninga. Húsið, sem er á þrem hæðum, rúmar einn- ig vinnustofur þeirra hjóna, og seinna um kvöldið dvöldum við þar um stund innan um málverk, sem voru enn blaut á strigan- um, angandi af olíulit og terpentínu. Við dokuðum alllengi á vinnustofu Leland Bell á efstu hæð undir ijáfri hússins, því að þar var mikið að gerast og myndir í hólf og gólf ekki síður en á málaratrönunum. Leland var einmitt að undirbúa sýningu á Phillips-safninu í Washington, sem er eitt hið þekktasta í Bandaríkjunum fyrir óvið- jafnanlega gott úrval myndlistar.. Það er dijúgur heiður að fá boð um að sýna í þeim húsakynnum, sem eru á 21. götu í Wash- ington, og minnist ég þess, að þá voru einmitt rúm 21 ár, síðan ég skoðaði safnið, en þá var þar eftirminnileg sýning á verkum Ulla í City des Arts, 1978. (Ulla er kona málarans, Louisa Matthíasdóttir) hins ágæta málara Milton Avery. Þótt ég væri ekki ýkja hrifínn af henni þá, upp- fullur af nýviðhorfahugmyndum, hefur sýning þessa hógværa málara geymst í minni mínu, á meðan ótalmargt háværara er löngu gleymt. Bell hefur þann háttinn á að vinna að allt að 20—30 myndum í einu, jafnt gömlum sem nýjum, — vflar því ekki fyrir sér að mála ofan í eldri verk. Meðal þess, sem við fórum með út úr húsinu, er heim var haldið eftir mun lengri dvöl en ráðgert var, voru tvær nýútkomnar bækur um þau hjón og var önnur þeirra hin fyrsta, sem gefin er út um list Leland Bells. Tilgangurinn með þessu skrifi er fyrst og fremst að kynna bækumar, en í ffarn- hjáhlaupi get ég ekki stillt mig um að bregða upp öriítilli mynd af menningarlegu heimili hjónanna. Þá eru heimsóknir sem slíkar ‘ómetanleg viðbót við allar safna- og sýning- arskoðanaferðimar. Maður kyngir og meltir þetta allt betur, ef maður fær tækifæri til að ræða hlutina við heimamenn og hvað þá fólk, sem er öllum hnútum kunnugt. Það var einmitt þetta kvöld, sem hug- myndin um framlengingu ferðarinnar til Fíladelfíu vaknaði, en þar eru óviðjafnanleg meistaraverk Cézanne auk Bames-safnsins fræga í Mérion. Vafalítið búum við Tryggvi lengi að þessari heimsókn, hvor á sinn hátt, sem var eins og fyrr segir góð viðbót með þá veiziu í farangrinum, sem við héldum á brott með frá heimsborginni — þetta vom engir forgengilegir tertubotnar, heldur gró- mögn sem blómstra og gera gott. Mig langar að byija á að kynna bókina um málarann Leland Bell, sem er næsta óþekktur á íslandi fyrir annað en að vera eiginmaður Louise Matthíasdóttur. Leland er þó miklu meira en það að vera LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. ÁGÚST 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.