Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Blaðsíða 14
Hitafar á norður- hveli jarðar í janúar og febrúar 1987 lægt meðallagi, mjög hlýtt sunnan til í Síberíu og enn sami fádæma hiti yfir vestan- verðu Kananda. Nokkuð kalt var hins vegar við Atlantshafsströnd Ameríku. Myndir sem þessar sýna vel að kuldum á einum stað fylgja gjaman hitar á öðrum. Einnig sést mjög vel hversu köldustu svæð- in eru lítil um sig miðað við flatarmál alls norðurhvelsins. Ef við t.d. ímyndum okkur að svæðið þar sem hiti er meira en 10 stig- um undir meðallagi flakkaði á milli staða norðan við 50 gráður norður (hringurinn á myndunum) og kæmi ekki við á sama stað aftur fyrr en hann væri búinn að koma við alls staðar annarsstaðar liði nokkuð langur tími á milli heimsókna. Megnið af svæðinu norðan 50 gráða er mjög strjálbýlt og frétt- ir af viðkomu kulda sem þessara eru því fátíðar. En það er ekki vegna þess að þeir komi ekki fyrir. Annað mál er,_ að stærstu frávikin forðast höfin mjög. Utiiokað má t.d. telja að hérlendis komi janúarmánuður með hita 10 stig ofan meðallags. Kuldar með fráviki yfír 10 stigum eru hins vegar ekki dæmalausir hér (t.d. 1918 og 1881). Höfundurinn cr veðurfrœðingfur Eftír Trausta Jónsson Síðastliðinn vetur birtist hér á þessum síðum greinarkom um kuldana í Evrópu. í greininni var boðað að síðar yrði gefíð yfírlit um hitafar vetrarins á norðurhvelinu í heild. Fyrri myndin sýnir vik hita í janúar 1987 frá meðallaginu 1931—1960. Á myndinni koma kuldamir í Evrópu vel í ljós. Hiti var meira en 5 stigum undir meðallagi á stóra svæði norðaustantil á álfunni og einnig í Vestur-Frakklandi. Þetta kuldasvæði teygði sig austur um alla norðanverða Síberíu, en í Mið-Asíu hluta Sovétríjanna var hiti hins vegar meira en 5 stigum yfir meðallagi. Hitinn í Angmaksalik á austurstönd Græn- lands var rúmum 6 stigum fyrir ofan meðallag. Hérlendis var hiti u.þ.b. 4 stigum ofan meðallags. Vestur í Ameríku var óvenju hlýtt, hiti um 10 stigum ofan meðallags þar sem mest var, en vestan Grænlands var dálítið kuldasvæði. Á austurströnd Banda- ríkjanna var hiti rétt undir meðallagi. Síðari myndin sýnir frávikin í febrúar. Þá var langkaldast í norðurhöfum og á Norðvestur-Grænlandi sem og austast í Síberíu. Hiti um mestalla Evrópu var ná- i Guðbergur Aðalsteinsson Á veggnum hángir mynd gulur himinn komakur Vincent svartir hrafnar og maður með blautan pensil uppglennt augu í spurn endalaus kliður radda þú ert dauður dauður Á veggnum hángir mynd logandi himinn brennandi akur gargandi hrafnar og maður sem læst ekki heyra er með afskorið eyra Ljóð þetta er ort til minningar um hinn stórkostlega málara Vincent van Gogh er féll fyrir eigin hendi þann 27. júlí 1890. Höfundurinn er rithöfundur og býr á Vatnsleysuströnd. U R M I N U H O R N I Óþægileg hreinskilni Þegar síminn hringir Símnotandi. Það hef ég verið í tæp fímmtíu ár. Það er ósköp notaleg tilfínn- ing að vita að síminn er í lagi, að maður muni geta haft samband við aðra menn, jafnvel eftir eigin vali, hvenær sem maður vill. En samt er ég ekki mik- ill símamaður. Ef ég á erindi við einhvem get ég átt það til að taka heldur strætisvagninn en að lyfta símtólinu. Ég vil tala við menn augliti til auglitis. Oftast læt ég símtalið og erindið eiga sig. Bíð þangað til aðrir eiga leið til mín og það gleður mig heldur en hitt, ef einhver hringir. Of oft verður maður því miður að segja: Vitlaust númer. Mér er líka illa við löng samtöl í síma. Eins og margir vita er ég einn þeirra, sem alla ævina hef verið að ónáða fólk. Þó ekki með mjög uppáþrengjandi hætti. Ég kem erindum mínum á framfæri í gegnum. svokallaða opinbera miðla, blöð, tímarit, útvarp, sjónvarp, en þó kannski fyrst og fremst bækur. Sjaldnast á ég framkvæði að því sjálfur, lesend- ur og hlustendur era sjálfráðir, hvort þeir eiga skipti við mig. Ég er það sem kallað er rithöfundur, aldrei verið mjög vinsæll. Ég hef að vísu notið opinberra launa, sem launaðar nefndir hafa skammtað af opinbera fé, lengst af merkjum við sem slíks njótum glöggt að mörgum fínnst þeim aur- um illa varið. Um það leyti sem ég varð sjötugur hlaut ég svokölluð heiðurslaun. Þá varð ég auðvitað þakklátur og glaður. En þó er alltaf álitamál, hvort það hefði ekki verið einvher annar, sem hefði fremur verðskuldað þennan heiður, og svo háa upphæð, en einmitt ég. Maður mér ókunnur En ég bytjaði að tala um síma. Núna eitt kvöldið hringdi til mín maður, sem ég þekkti ekki. Hann sagði nafn sitt og kenndi sig við bæ. Hann mun vera eitt- hvað eldri en ég, og í samtalinu kom það í ljós, að hann talar stundum eða les í útvarpið. Þegar samtalinu var lokið giskaði ég á að hann gæti hafa verið kenn- ari, hreppstjóri eða refaskytta. Hví hið síðastnefnda? Maður, greindur karl og góður hagyrðingur, skrifaði nefnilega harðorðasta dóm um bók eftir mig, sem ritaður hefur verið. Þó kom það þá fram að hann hafði ekki lesið hana. Það var 1946, þegar Þorpið kom út í fyrsta sinn. Svo undarlega vill til að skímar- nafn þessara manna var hið sama, era báðir tilheyrandi aldamótakynslóðinni, sem yfírleitt er besta fólk, en nökkuð einstrengingslegt, hefur líklga þurft að vera það, til þess að geta leyst af hendi það hlutverk, sem forsjónin hefúr ætlað því að vinna. Og hvaða erindi átti nú nafni refaskyttunnar við mig þetta kvöld? Hann var allsgáður og vel máli farinn. Ég las eftir þig grein í Lesbók Morgunblaðsins, sagði hann. Hún var um skáldkonu, sem nú er látin. Ég vil ekki vera að nefna hana, en ég skal taka fram, að ef ég ætti að velja úr ritsmíðum mínum, sem ég hef birt í ofannefndu riti til þess að setja í bók, þá myndi mér fyrst koma þessi grein í hug. Sjálfum fannst mér hun vera lukkuð. Það er ekki mér einum að þakka heldur þessari alþýðukonu, sem ég var að skrifa um og velja vísur eftir. En viðmælandi minn var ekki að hæla mér eða hallmæla fyrir þessa grein. Hann hafði smá athugasemd sem erindi. Ég hafði ekki að hans dómi skýrt nógu rétt né greinilega frá lífshlaupi konunnar. Ég svaraði því til, að pláss mitt væri mjög takmarkað og að ævisaga konunnar hefði ekki verið neitt aðalat- riði í grein minni. Þá snéri maðurinn við blaðinu og hið eiginlega erindi hans kom í ljós. Ára- tuga gremja og illska, sem of lengi hafði verið innibyrgð, þurfti að fá útrás. Hann lét mig hreinskilnislega vita hvaða álit hann hefði á mér sem rithöfundi. Hann sagðist ekki hafa lesið eftir mig eina einustu stöku hvað þá kvæði, sem ekki væri tómt bull. Ég spurði manninn aftur að heiti, því ég hafði aðeins tekið eftir fomafninu. Þetta var ekki refaskyttan gamla. Þá spurði ég hann, hvort hann gerði sér ekki grein fyrir því, að hann væri að sýna manni sem hann þekkti ekki neitt, óheyrilegan dónaskap? En hann þóttist þekkja mig nóg. Fyrir nokkram mánuðum hefði ég í útvarps- þætti svarað spumingum um hvaða ljóðum ég hefði kynnst í æsku, og þá nefnt kvæði Þorsteins Erlingssonar. Þá hefði viðmælandinn spurt, hvort ljóð hans hefðu ekki haft áhrif á minn skáldskap. Þá svaraði Jón úr Vör: Maður var nú farinn að þroskast. Ég kannaðist nú ekkert við þetta. En maðurinn kvaðst eiga viðtalið á spolu. Ég hefði unnið óheillastarf, öll ungu skáldin, sem kynnu ekki að yrkja, væra lærisveinar mínir. Ég skyldi ekki halda að ég væri neinn sérstakur gáfumaður. Ég lagði tækið á og sleit samtalinu. Hugsaði: Lengi lifir í kolunum. JÓN ÚR VÖR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.