Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Blaðsíða 11
Mynd: Bjarni Ragnar Andlit í myrkri Smásaga eftir Einar Heimisson Honum gekk illa að leysa verkefni sitt þetta kvöld. Horngrýtis kontrapunktur, hugsaði hann með sér og andvarpaði þunglega um leið og hann hallaði sér aftur í stólnum. Hann hafði minnt að hann ætti ennþá dreit- il af ódýru og bragðdaufu hvítvíni, sem hann sötraði stundum á einmanalegum síðkvöldum, en þegar hann seildist eftir flös- kunni reyndist hún vera tóm. Hann greip þá kassann með klarinett- unni, tók hana upp úr og setti saman og stillti eftir tónkvísl sinni. En hann var fá- dæma andlaus. Tómur. Hann gerði nokkrar tilraunir til að leika þáttinn úr þriðja kons- ert Crusells en tókst ekki að gæða hending- amar Hfi, hversu mikið sem hann reyndi. ‘ Hvemig í ósköpunum stendur á því að öllum þeim tónskáldum, sem heimurinn hef- ur alið, skuli ekki hafa tekist að semja fleiri skikkanleg verk fyrir klarinettu? hugsaði hann beiskur. Það er öldungis furðulegt, beinlínis fáránlegt. Hann var kvistbúi í gömlu skrifstofuhúsi nærri miðborginni. Á neðri hæð þess hafði skattaráðgjafi stofu sína, á þeirri efri líftryggingasali. Ævagömul eikartré skyggðu á húsið og bægðu skfmu götuljós- kera frá því. Gluggar þess voru girtir með rimlum, stigagangar dimmir og kaldir; og vindgnauð smó undan ijáfri. En hann þótt- ist samt heppinn að hafa fengið kvisther- bergið. Örðugt var að fá herbergi þar sem menn gátu leikið að vild á klarinettu, líkt og þama, eftir að skrifstofumenn héldu til síns heima, sfðdegis. Hann hafði þó líftryggingasalann, eig- anda hússins, gmnaðan um nokkra græsku. Okkur þykir gott að vita af einhveijum hér f húsinu á kvöldin, hafði tiyggingasalinn sagt þegar hann sýndi piltinum kvistinn fyrir rúmum Qórum vikum. Hann brosti því fágæta brosi, sem tryggingasalar einir hafa á valdi sínu, og sannfært hefur ófáar hús- mæður um nauðsyn þess að eyða hálfri aleigunni í líftryggingu. Hann ætti að hafa efni á að senda mig á námskeið í fjölbragðaglímu eða tælenskri sjálfsvöm áður en ég flyt hingað inn, hafði pilturinn hugsað með sér þegar hann brosti fegursta sparibrosi sínu framan f trygginga- salann. Fyrst eftir að hann flutti í skrifstofuhús- ið hafði hann verið myrkfælinn í einsemdinni og talið fullvfst að hvert þeirra fjölmörgu rökkurhljóða, sem hann heyrði á andvöku- nóttum, stafaði frá illgjömum vemm eða draugum. Síðan hætti hann að heyra þessi hljóð rétt eins og menn hætta eftir nokkum tfma að taka eftir lækjamiði. Hann kunni æ betur við þetta hús og þóttist hljóta af því örvun við leik sinn að sjá út um kvist- gluggann haustlitaðar skógarhlíðar að degi, en glóandi borgarljós að kvöldi. Þetta kvöld undi hann sér hins vegar illa í kvistinum. Því batt hann á sig trefíl og fór í frakka sinn gamlan og snjáðan og hnýtti á sig rúskinnsskó og þrammaði út í myrkr- ið. Ursvöl þokumóða grúfði sig yfír borgina og brá slæðu fyrir ásjónu hennar, en beit í andlit einsemdarmanninum. Húsgluggar í götunni vom flestir dimmir og hljóðir. Ljósa- staurar höfðu einungis vald á daufum bjarma og minntu á syfjulegar mannvemr sem neyðast til að vaka um nætur. Á hægri hönd gægðist kirkjugarðshlið með ígreyptri Davíðsstjömu út úr móskunni. Hann gekk gegnum lystigarðinn. Tré vom enn roðin af hausti, þótt mikið lauf lægi f óskipulegum hrúgum á gangstígnum og þvældist undir fæti. Nokkur haustblóm stóðu ennþá óbuguð í beðum sfnum, viðbúin næstu orrnstu gegn vindi og regni. Þetta hafði verið markaðsdagur í borg- inni þótt nú sæjust þess fábrotnar menjar. Markaðstorgið var autt og hljótt. Vagnar bændanna vom horfnir. Pylsusalar og guðs- menn vom horfnir. Hér vom heldur engir blindir menn með lfmkasa eða indjánar með panflautur. Engir sirkusmenn, sem leiddu beinabert kameldýr eða dapureygan smáfíl í tjóðurbandi, og skóku hvella blikkdós með peningum framan í foreldra hugfanginna bama. Engir betlarar. Einu menjamar um markaðsdaginn vom nokkur dvergvaxin epli sem komist höfðu við illan leik undan maskínum hreinsunar- manna. Hann gekk áfram eftir auðri verslunar- götunni þar sem englar og jólasveinar höfðu tekið sér stöðu í gluggum þótt tæpir tveir mánuðir væm enn til jóla. Lágvært urg úr sporvagni barst úr fjarska. Loks kom hann að fáfömu öngstræti og gekk þar inn í litla knæpu í niðurgröfnum kjallara. Knæpan tók á móti piltinum með hávær- um klið af ungum röddum og þéttum mekki af tóbaksreyk. Hann skimaði í spenningi gegnum móðuna. Og viti menn. Hún sat þama enn. Einsömul og við sama borð og áður. Margmenni var í knæpunni þetta kvöld, og hjartsláttur hans jókst að mun er hann sá að setið var við hvert borð. Djúpt úr hugskoti hans ávörpuðu hann nokkrar sundurlyndar raddir: Hvurslags aumingi ertu! Ætlarðu enn að lyppast niður og hypja þig burt með lafandi rófu! Ætlarðu að sýna ókunnugu fólki dólgs- hátt, bannsett slettirekan! Hún er ömgglega jafn einmana og þú sjálfur. Harkaðu nú einu sinni af þér. Hann náði sér f dagblað og pantaði síðan krús af tékkneskum bjór af þreytulegri gengilbeinu. Hún kinkaði kolli lítillega þegar hann spurði hvort auðu sætin við borðið væm laus, en að öðm leyti virtist hún veita hon- um afar litla eftirtekt og var ijarræn á svip. Hann grúfði sig yfír blaðið en reyndi ákaft í huga sér að fínna eitthvert tilefrii til sam- ræðna við stúlkuna, enda nagaði þögnin hann innanriQa. Eftir brösótt heilabrot um þennan vanda, hlaut hann loks nokkra hvíld er síðhærður maður, auðheyrilega franskrar ættar, tók sér sæti við gamalt og rispað pfanó í einu homi knæpunnar og hóf að kyija gamal- kunn dægurlög á tungu sinni. Hásri djúp- röddu söng Prakkinn og sló brotna hamra píanósins af alefli. Ne me quitte pas, ne me quitte pas. Knæpugestir gerðu góðan róm að þessum söng. Hann hafði oft áður séð hana á þessum stað og gjóað til hennar auga út undan dagblaði. Samt var þetta einstaklega fyrir- ferðarlítil manneskja. Hann minntist þess ekki að hafa séð hana á tali við nokkum mann. Hún var heldur ekki ein þeirra sem menn veita þegar athygli sakir fegurðan fölleit var hún og smávaxin og hreyfði sig afar hljóðlega; stundum hvarf hún gjörsam- lega án þess að hann tæki eftir því. Það hafði fyrst vakið athygli hans á stúlk- unni að hún drakk einvörðungu óblandaðan tómatsafa, en slíkir gestir vom afar tor- fundnir í þessari knæpu. Hún drakk safann einkar hægt og lauk aldrei úr glasi sínu, þótt lítið væri. En svo hafði hann tekið eftir einhveiju í analiti hennar sem örðugt var að skilgreina, en bar djúpri þjáningu vitni. Þetta fölleita andlit var ekki máð eða sett hmkkum, en samt virtist honum óvenju mikilli reynslu ofið í svip jafn ungrar manneskju. Fallegt lag, stundi hann loks þegar gleði- látum knæpugesta yfír söng Frakkans tók að linna. Honum þótti rödd sín hljóma venju fremur eymdarlega. Svar hennar er piltinum gleymt, hafí hann einhvem tíma heyrt það; á öldurhúsupi heyrist stundum illa til fólks sem hefur ekki hátt. Þetta var rúmhelgur dagur og því var LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. AGÚST 1987 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.