Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Qupperneq 6
Þarna voru í kjöri Bergur Jónsson sýslumaður, sem varð að setja í embætti með valdi, Gísli Jónsson kenndur við Bíldudal, Sigurður Einarsson, síðar prestur í Holti og Hallgrímur Hallgrímsson. Kosningadagur í Arnar- firði fyrir hálfri öld rá árinu 1937 er mér enginn dagur jafn minnis- stæður og kosningadagurinn 20. júní. Hann var hlýr og bjartur og lognið stafaði fjörðinn. Ég var á níunda árinu og átti heima á Fífustöð- í Fífustaðadal, næstysta byggða dalnum um Eftir séra SIGURJÓN EINARSSON sunnan megin Amarfjarðar. Á Pífustöðum var þingstaður Ketildalahrepps, sem þá var blómleg byggð þótt nú séu þar aðeins örfá- ir bæir. Barðastrandasýsia var einmennings- lqördæmi og barátta milli flokka og frambjóðenda miklu persónulegri en síðar varð. Þennan dag lögðu hreppsbúar leið sína heim að Fífustöðum að kjósa sér þingmann til næstu flögurra ára. Aldrei fyrr hafði ég séð svona margt fólk, aldrei fyrr hitt svona marga frændur og frænkur. Akaflega fannst mér þetta skemmtilegt og síðar eftir- minnilegt enda fyrstu kosningar, sem ég man eftir. Ég vissi að nú fékk miklu fleira fólk að kjósa en nokkru sinni fyrr því að kosningaaldur hafði verið lækkaður í 21 ár. Ég var ekki á framboðsfundinum, sem nokkru áður var haldinn í ungmennafélags- húsi sveitarinnar á Bakka, en skynjaði, að eftir þennan fund tók að hitna í kolunum og urðu kosningamar helsta umræðuefni fólksins. Þegar kosningadagurinn nálgaðist var ég orðinn hörkupólitískur og fylgdi sama flokki og foreldrar mínir. BergurOgGísli ÁTTUMESTFYLGI Öllum var ljóst, að frambjóðendur Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks, þeir Bergur Jónsson sýslumaður og Gísli Jónsson for- stjóri, berðust um þingsætið, en hinir frambjóðendumir, séra Sigurður Einarsson og Hallgrímur Hallgrímsson, vom líka vask- ir menn og líklegir til að ná töluverðu fylgi. Bergur Jónsson hafði unnið þingsætið af Hákoni Kristóferssyni í Haga vorið 1931, þingrofsvorið fræga. Mátti Hákon eftir 16 ára þingmennsku láta sér lynda 332 at- kvæði á móti 747, sem Bergur sópaði að sér. Þá fékk þriðji frambjóðandinn, Ámi Ágústsson alþýðuflokksmaður aðeins 61 atkvæði. Bergur Jónsson varð sýslumaður Barðstrendinga í desember 1927 og var kosningasigurinn 1931 ekki síst miklum vinsældum hans að þakka. Setning Bergs í sýslumannsembættið var þó bæði sérstæð og söguleg. Dómsmálaráðuneytið hafði með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.