Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Page 16
W - - *>•4 Skúlptúr og veggmynd eftir Jón Axel. Jón Axel og Valgarður á KjarvaJsstöðum ■ Það er þriðja og sfðasta sýningarhelgin núna hjá þremur myndlistarmönnum á Kjarvalsstöðum, sem hafa kosið að skipta vestursalnum á milli sín. Þetta eru þau Björg Örvar, f.1953, Valgarður Gunnars- son f. 1952 og Jón Axel Bjömsson, f.1956. Þau eru sem sagt engir unglingar lengur, heldur fullþroskað fólk, en tilheyra þó fremur yngri deildinni í myndlist. Á síðustu Lesbók birtist forsíðumynd af Björgu og einu verka hennar og því er hún undan skilin hér. Jón Axel hefur verið geysilega ötull við sýningarhald og er skammt sfðan hann hafði viðkomu f iisbók í tilefni sýningar, en nú eru verk hans á Kjarvalsstöð- um með öðrum brag; skúlptúr kominn til sögunnar, svo hér em áfangaskil hjá honum. Jón Axel er átakamaður og vinn- ur stórt og það sýnist henta honum vel. Það skal tekið fram, að á myndinni era tvö sjálfstæð verk. Annarsvegar er stór veggmynd, að mestu úr jámplöt- um, sem hafa fengið að ryðga á náttúralegan hátt, en era þá líklega um leið ofurseldar eyðingunni. A milli þeirra er málaður myndhluti í þeim stíl, sem Jón Axel hefur tileinkað sér uppá síðkastið og túlkar að því er virðist mannlega þján- ingu öðra framar. Skúlptúrinn er í takt við þann meginstraum nú á dögum, sem nýtir allskonar efni samtímis. Mannveran sem engist þama undir rammgerðri burðargrind úr svörtum plönkum, er annað stef við þemað um þjáninguna. Valgarður Gunnarsson sýndi síðast smámyndir á Kjarvals- stöðum; þær vora unnar við ljóð og eftirminnilegar fyrir ffnleika og ljóðræna tilfínningu. Nú hefur Valgarður flutzt til Noregs f bili og ræktar sinn garð þar, en ávextimir hafa breyzt, og það er svo auðvitað álitamál, hvort breytingin er til batnaðar. Kannski er það veigamest að leitinni sé haldið áfram; að ekki sé spólað í sama farinu langtímum saman. Nógur er víst tíminn til að staðna. Valgarður sýnir einnig smámyndir, en nú era þær nánast geómetrískar, enda heitir einn nýstraumurinn neo-geo. Þessum bylgjum skolar ótrú- lega fljótt á land hér. Þær minna á fatatízkuna og nýjustu boðorðin frá París um hærri eða lægri pilsfald. En svo kem- ur sá tími í lífi hvers málara, að hann nennir ekki lengur að eltast við þessa neo-pilsfalda, sem kaupahéðnar í útlönd- um fínna upp til að glæða viðskiptin og þá fara menn að sækja sér myndefhi úr eigin umhverfí og hugmyndaheimi. GS. Málverk eftir Valgarð Gunnarsson. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.