Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Side 3
N M @ B @ [u] ® B13 H ® Sl E [n] ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoö- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gisli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Sími 691100. Forsíðan Á Kjarvalsstæðum stendur nú yfir mjög athyglisverð sýning Sæmundar Valdemars- sonar á höggmyndum úr tré, oftast rekavið. Sæmundur er einn af fáum nævistum hér á landi; myndir hans bera með sér þá uppr- unalegu tilfinningu sem böm hafa oftast og þar að auki einlægni og gamansemi. Sæmundur er sjötugur á þessu ári. Hann er Barðstrendingur að uppruna, bjó þar til fullorðinsára og starfaði bæði til sjós og lands, en fluttist 1948 til Reykjavíkur. Myndimar sem hér sjást heita „Kona“ og „Huldukona". var Svíi í hárri stöðu og af einni flnustu ætt landsins. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar þessi prúði maður • reyndist vera stómjósnari, sem hafði selt leyndarmál Atlantshafsbandalagsins og eig- in föðurlands. Oscar Wilde var geysilega frægur og umtalaður á sinni tíð og raunar em hann frægur enn. Hann þótti lifa hneykslanlegu lífemi, sem fólst m.a. í því að draga unga menn á tálar. Vegna þessa fékk hann ákæm, fangelsis- dóm og var meira að segja gerður gjald- þrota. Wennerström Ferðablaðið fjallar í þetta sinn m.a. um ferðamálasam- tök landshlutanna. Rætt er við þ’a Reyni Adolfsson starfsmann Vest-Norden á ís- landi og Óla J. Ólason framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Land og saga um framtíð samtakanna og fjárhagsstöðu. Minnið og vizkan söknuðurinn tryggðin ofureflið og ókindin. Allt barst að smátt og smátt ógreinanlega rakleitt. Úr engum stað Ljósir tindar endalausir fletir fullkomnir svo langt sem augað eygir og sorgin eins og bjarmi í loftinu. Sorgin. Og síðan langir tímar. Ljóðið er úr nýjustu Ijóðabók Sigfúsar, Útlínum bak við minnið, sem er fjórða Ijóðabók hans og kom út hjá bókaforlaginu Iðunni 1987. SIGFÚS DAÐASON Jóhann Jónsson Þegar við eigum eina sál Líf okkar virðist með ári hvetju mótast æ meira af einhverri fjölþjóðlegri flatneskju. Gamlir siðir em á undanhaldi, fomar dyggðir flestar úr sér gengnar og menn sjá unn- vörpum hættumerki í þróun íslenzkrar tungu. Sumum finnst þetta allt saman svartagallsraus. Þeir benda á að engu skipti þótt böm séu orðin leikin í ensku slangri áður en þau nái valdi yfír íslenzku beyging- arkerfi, því að tilveran sé miklu notalegri núna en þá er vinnukonur sváfu með ljóða- kver Jónasar Hallgrímssonar milli bijóst- anna eftir að hafa öslað fúamýrar á sauð- skinnsskóm og vaðmálspilsum og vom lagztar á rúmbálka sína með mygluðu heyi. Enginn vafí leikur á því, að íslendingar kosta kapps um að vera fjarska alþjóðlegir, kannski af því að einangmnin, moldargólfín og taðkestimir em svo skammt að baki. Sá þykir varla maður með mönnum, sem ekki kemst til útlanda einu sinni á ári eða oftar. Það em sólarlandaferðir á sumrin, innkaupaferðir á haustin og skíðaferðir á þorra. Svo þurfum við að geta valið úr mörgum sjónvarps- og útvarpsrásum, eiga útibú frá flestum þeim klúbbum og samtök- um sem starfrækt em í veröldinni og til- einka okkur alla þá tækni sem við höfum spumir af. Og svo rammt kveður að al- þjóðahyggjunni að fíkjutré, áþekk þeim, sem uxu í Edenslundi forðum, em það fyrsta sem erlendir gestir beija augum, þegar þeir koma hingað til lands. Samt koma þær stundir þegar Íslending- ar eiga eina sál. Og þær stundur em svo dýrmætar að engin veraldleg gæði komast þar í samjöfnuð. Þær em þmngnar eftir- væntingu og sigurvissu og þótt þær hjaðni stundum niður í vonbrigði eða þrútni út í heilagri reiði em þær mikilvægari en önnur reynsla sem íslendingur verður fyrir því að hann veit að hann deilir henni með allri þjóðinni. Þetta em þær stundir er íslending- ar senda lið út af örkinni til að sigra heim- inn, þegar kolbítur rís úr öskustó til að skjóta stórmennum ref fyrir rass og næla sér fyrirhafnarlítið í kóngsríkið og prinsess- una að auki. Hver man ekki eftir popphljómsveitum frá Islandi, sem spáð var stórsigri og frægð í fjölþjóðlegri keppni? Eða kvikmyndum, sem fæstir íslendingar höfðu nennt að sjá, en vom þó sannfærðir um að útlendingar myndu gína við. Hvað um íþróttamennina, sem æfa í stijálum tómstundum en við hik- um ekki við að telja jafnoka eða oljarla atvinnumanna frá stórþjóðum. Eða afreks- menn á sviði tónlistar og myndlistar, sem hafa unnið sig í álit erlendis með þeim afleið- ingum að landar þeirra klína á þá stóryrðun- um heimsfrægð eða jafnvel alheimsfrægð, þótt lítið sé vitað um listasmekkinn guðs um geim. Vissulega hlýtur það að ylja ungum af- reksmanni um hjartarætur, þegar hann fínn- ur að hann á alla athygli þjóðar sinnar í erfiðri baráttu erlendis. Frómar óskir og einlæg hvatniNg fleytir honum ugglaust yfir margan erfiðan áfanga, því að fátt er jafn örðugt þeim sem beijast vill til sigurs, að finna sljóleika og andvaraleysi allt í kringum sig. En þær væntingar og kröfur sem við gerum á þessum vettvangi mótast oft miklu fremur af óhemjuskap og frekju- gangi en einlægum áhuga. Háværastir í kröfugerðinni eru þeir sem engan áhuga hafa á viðfangseftiinu hveiju sinni en líta á sigur íslendings sem skrautfjöður í eigin hatt, þótt sjálfir hafí þeir aidrei teflt skák, leikið handbolta eða sungið á óperusviði. Og oft eru þetta einmitt mennimir sem íjargviðrast sem mest út af framlögum til menningarmála og gera sér tíðrætt um land- eyður sem lifí á annarra brauði. Þessar kröfur eru skaðlegar að því leyti að þær geta sligað menn, sem eru undir miklu álagi fyrir. Og þær eru aukin heldur heimskulegar því að þær bera öðru fremur vott um fímamikla vanmáttarkennd og svo nálægðina við einangrun, fátækt og niður- lægingu. Nú má enginn skilja þessi orð svo, að ég telji þjóðarvitund vera skaðvænlegar hégilj- ur og uppskafhingshátt. Því fer víðs §arri. Sú samkennd, sem íslendingar eiga með sér, hefur miklu fleiri bjartar hliðar en dökk- ar og af henni erum við öfundsverð meðal stórþjóða. En skuggahliðamar, sem líka blasa við, eru óþarfar. Við höfum fyrir löngu sannað tilvemrétt okkar í heiminum og þurfum engan veginn að láta popphljóm- sveitir, skáksnillinga og fegurðardrottning- ar burðast með samanlagðan heiður okkar og sóma. Bezta leiðin til að vera gjaldgeng á alþjóðlegum vettvangi er einmitt sú að leggja rækt við það sem við eigum sameigin- legt og hlúa jafnframt að hugviti og frum- legri sköpun, sem hér sprettur fram. Og það er líka öruggasta leiðin gegn því að fjölþjóðaflatneskjan færi hér allt í kaf. GUÐRÚN EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. FEBRÚAR 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.