Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Side 6
- Stjarnvísi í Eddu: Er Baldur sólin sjálf? Síðari hluti Höfundurinn hefur skrifað bók um samsvörun á stjömum og stjörnumerkjum við norræna goðafræði, eða stjarnvísi í Eddum, og er í athugun að hún komi hér út á þessu ári. Hér em alþýðlegar skýringar á efni, sem nokkuð er erfitt að festa hendur á. Eftir BJÖRN JÓNSSON Eddumar hafa margar undarlegur sögur að geyma. En þótt sögur þessar séu í frásagnastíl tel ég sumar þeirra vera hreinar stjarnfræðilegar hjásagnir, eða með-sögur frásögunnar sjálfrar. Slíkur sambræðingur nefnist meta-narratíf og var sterkur leikur á miðöldum. Sumar þessar goðsagna-launsagnir eru svo ná- kvæmar í stjamfræðilýsingum að hægt er að tímasetja þær flestar og jafnvel stað- setja sumar þeirra líka. Ein slík er sagan af dauða Baldurs og bálför hans. Banavald- urinn var Höður, blindur bróðir hans, og banaspjótið var mistilteinn. Goðin voru nærstödd, en þeim féllust hendur. Allir hlut- ir gráta Baldur. Þennan míta tel ég lýsa, á dulmáli hjásagnarinnar, eftirfarandi sýni- legum atriðum á himni: Almyrkva sólar; í Nautsgeira; á voijafndægri; við sólsetur; af vesturströnd lands. Allar klassísku reiki- stjömumar (nema Júpiter) eru í samstöðu, í eða nær Nautsgeira; Júpiter er í andstöðu í Sporðdrekageira. Þessi viðburður hefur verið dagsettur 21. mars 619 e.Kr., við sól- arlag á suðvesturströnd Noregs. Tilgáta þessi skýrir meðal annars torskil- in heiti, t.d. gýjamafnið Hyrrokkin. Orðið er talið merkja sótug, af því að sitja við eld. Gefur vart betri lýsingu á biksvörtu tungli sólmyrkvans. Hringhomi, heitið á báti Baldurs, skýrist einnig af framvindu sólmyrkvans: fram- og afturstefni bálfararskipsins em sigðbogar sólskífunnar þegar tunglið gengur yfir sólina. Eldur hraut úr hlunnunum þegar nökkv- anum er hmndið fram: það em blossar sem verða þegar sólin er rétt að ganga undir og undan rönd tunglsins og geislar hennar brotna og dreifast af fjallgörðum þess. Þeir blossar em nefndir Bailys-perlur, eða dem- antshringur sólar- og tunglsgiftingarinnar, sem er sólmyrkvinn. Hringurinn Draupnir, þ.e. sá sem drýpur af sér. Níundu hveija nótt dmpu af honum 8 gullhringir jafnhöfgir. Einar Pálsson hefur rökstutt þá skýringu að hér sé átt við hring helga ársins, með 72 vikum og einni til. Hringhugmyndin er frekar styrkt af hring- myrkva, en þeir, ásamt almyrkvum og deild- armyrkvum vom óvenjumargir á þessari öld, af vesturströnd Noregs, eins og síðar mun getið. í Baldursdraumum er grein frá því að Óðinn reið Sleipni til niflheljar að ráðgast við dauða völu um draumfarir Baldurs. Mætti hann þá hundi á leið upp frá helju. Hundurinn var alblóðugur um bijóstið og gól eða ýlfraði lengi að Óðni. Reið Óðinn svo austur fyrir dyr að leiði völunnar. Næturskuggsjá himins sýnir eftirfarandi mynd: Merkúr er á leið austur til Sporð- drekageira frá Nauti á síðustu umferð sinni fyrir sólmyrkvann 21. mars 619. Hann fer allt að 7 gráðum fyrir neðan sólbaug og þá rétt meðfram Procyon, Litla hundi. Það er gild stjamfræðileg túlkun dulfrásagnar- innar, en nokkuð litvörp og ófullnægjandi þar sem hún tekur ekki tillit til eymdar skepnunnar sem kemur fram í því langa góli. Síríus, hundastjaman, er í sama geira og því jafngild. Þar að auki er hún bjartasta stjama himins. En hún er hvít, a.m.k. núna. Allir höfundar fomaldar lýsa Síríusi hins- vegar sem rauðum, „rauðari en Mars“, seg- ir Seneca. Og við ris Síríusar fómuðu Róm- veijar honum rauðum hundum. Gregoríus af Tours lýsir Síríusi sem rauð- eða ryðlituð- um árið 577 e.Kr. Því hefur nýlega verið haldið fram að Síríus hafi áður verið rauð risastjama, sem ÞÖR Júpiter (í Skorpiusij Saturn BALDUR Perseus ☆NANNA Venus MISTILTEINN Naut, horn og haus LITUR Mars HERMÖÐUR Merkúr Dauöi Baldurs: 21.mars, 619 e.Kr. alger sólmyrkvi við sólarlag sigðbogar sólskifu: Hringhorni blossaperlur Bailys: hlunna eldar sólkóróna: skipsbálió samstaða allra reikistjarnanna nema Júpiters, sem er i andstöðu i Skorpiusi Bálför Baldurs 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.