Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Page 10
Tíminn og vatnið, 1987. Alæta á stefnur megin viðfangsefnið sé strönd og haf, en ævinlega mjög stílfært og oft á mörkum hins abstrakta. Það er líka merkilegt, að þegar árin taka að líða frá því hann hætti á sjónum, virðist hafíð verða áleitnara yrkis- efni, sem það var ekki á togaraárunum. Kannski gerir Qarlægðin það blátt og ró- mantískt eins og fjöllin. Stundum koma fram geómetrísk innskot, samanber landslags- myndina, sem hér er birt og einhveijum fínnst ef til vill að sé alls ekki landslag, heldur hreinræktuð abstraktmynd. En við höfum orð málarans sjálfs fyrir því, að þetta sé landslag og hljótum að samþykkja það. Sumir þykjast sjá súrrealísk áhrif, segir Eyjólfur, „en það er ekki ásetningur". Nú þykir vissara að hafa hugmyndafræð- ina á hreinu og þegar nútíma málari er spurður um þá hlið málsins, getur maður átt von á flóknum heimspekilegum útlistun- um, sem stundum virðist aftur erfítt að heimfæra Uppá listaverkin. Eyjólfur færist aftur á móti allur undan, þegar minnst er á hugmyndafræði við hann. Hann segir: „Umfram allt er ég að skemmta sjálfum mér. Ef ég á að hætta mér út á þann hála ís að reyna að skilgreina sjálfan mig, þá er ég líklega rómantískur málari, en með mystísku ívafí. En ég hef ekki miklar teór- íur á hreinu; er alæta á stefnur og strauma og rejmi bara að vinsa úr fyrir sjálfan mig. Eg hef séð að listamenn vilja einangrast í sinni hugmyndafræði. Ég bæði óttast það og varast. Eins óttast ég og varast það trú- arofstæki í myndlist, sem var á „bannárun um“ og stundum verður vart við, en sem betur fer í margfalt minna mæli nú en áð- ur. Það er þó jákvætt fyrir hina síðustu tíma, að enginn er lengur brenndur fyrir villutrú". GS. Eyjólfur Einarsson er vel þekktur meðal þeirra sem veruleg kynni hafa haft af íslenzkri mynd- list síðustu tvo áratugina. En þótt hann hafí áður haldið 10 einkasýningar og sé vel skólað- ur og alvarlega þenkjandi listamaður, hefur Eyjólfur Einaraaon - Hef aéð að Uata- menn vifja einangrast í sinni hug- myndafræði - EYJÓLFUR EINARSSON listmálari sýnir í FÍM-salnum í Garðastræti hann kannski orðið minna þekktur út fyrir þennan hring og það er kannski vegna þess, að sjálfur er maðurinn hógvær og lítið fyrir að láta bera á sér. í samræmi við það sýn- ir hann í FÍM-salnum, sem næsta fáir virð- ast vita um og hefur gengið illa að festa hann í sessi í vitund almennings og raunar var einnig það sama uppi á teningnum með fyrri FÍM-salinn við Laugamesveg. Gagn- vart miðbænum er salurinn þó miklu betur settur núna. En það er eins og fyrri dag- inn; það sem ekki er auglýst rækilega, kann að detta uppfyrir. Þessi áminning er til þess að áhugafólk um myndlist gleymi ekki þessum sýningar- stað og má minna á, að núna eru komin í miðbæinn tvö myndarleg myndlistargallerí, Listasafn íslands svo og FIM-salurinn, svo það er hægt að koma á alla þessa staði og fá sér um leið dálítinn göngutúr um mið- bæinn. Eyjólfur Einarsson er Reykvíkingur af Stórahraunsættinni; þeir eru til dæmis systkinasynir Eyjólfur og þeir bræður Sig- urður og Kristján Guðmundssynir. Árum saman stundaði Eyjólfur sjómennsku á tog- urum, en kom í land fyrir um 5 árum og vinnur nú svo til eingongu að list sinni. Þeir sem muna eitthvað aftur í tímann, minnast þess, að Eyjólfur var hreinræktaður abstraktmálari. En á sýningu hans í List- munahúsinu 1983' urðu kapítulaskipti og síðan hefur mátt sjá ýmis þekkjanleg fyrir- bæri í myndum hans. Á þessari 11. einka- sýningu sinni, sýnir Eyjólfur 30 olíu- og vatnslitamyndir. Aðspurður um yrkisefni, segir hann að Nökkvi, 1987.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.