Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Side 11
U R MINU HORNI
Bókmenntaleið
til frægðar og vinsælda
lítel Sorgarbók
au eru ekki öll stór ljóða-
kverin, sem koma út fyr-
ir jólin. Ég bý í næstum
því nama húsi og Bóka-
safnið í miðbæ Kópavogs
og hef því aðstöðu til að
renna augum yfir öll dag-
blöðin, tímaritin, nýju og
gömlu bækumar um leið og öll þessi ósköp
berast að. Ég geri það að sjálfsögðu nokkuð
flausturslega, svona til að byrja með, kjmni
mér hvað um er að vera. Leita svo síðar til
þess efnis, sem ég hef hug á að lesa.
Eitt minnsta kverið í ár heitir Bókin utan
vegar eftir miðaldra konu, sem helgar hana
syni sínum tvítugum, sem hún nýlega hefur
misst af slysförum, áður höfðu þau séð á
bak föður hans. Þetta eru harmljóð særðrar
móður. — Hún hefur áður gefíð út smásög-
ur, ljóð og bamabækur. Höfundur heitir
Steinunn Eyjólfsdóttir, vestfirskrar ættar.
Guðrún Svava Svavarsdóttir hefur lýst bók-
ina með hóflega gerðum og smekklegum
myndum, sem hæfa ljóðunum vel.
„Þessi bók er ekki til ykkar
sem ennþá þyrlist um vegina
á glampandi tækjum
með vindinn þjótandi
um hár og vanga
augun leiftrandi af lífsgieði
ungar sterkar hendur
krepptar um stýri
brosandi lífsþyrstar varir.
... Hún er til ástvina ykkar
þegar lokkamir ykkar fögru
eru orpnir moldu
augun lokuð að eilffu.
... Öll böm elska lífið
blómin, kettlingana, lömbin.
Þau gráta þegar við skjótum...
Þú grést þegar stóri
hvíti hundurinn var drepinn
og þú sagðir.
Hleypir Guð hundunum inn?“
Ég er ekki að ritdæma, aðeins benda á
fallega, yfirlætislausa, umhugsunarverða
bók.
Braut Þyrnum Stráð
Eins og við vitum er nú mikil gróska í
útgáfu ungra manna, nokkrir tveggja til
þriggja bóka höfundar em efnilegir. Við sem
eldri emm í þessum greinum emm oft
spurð, hvemig okkur lftist á þessa höfunda.
Flest. okkar afgreiða slíkt með nokkmm
tvíræðum orðum, því það sem við segjum,
berst víðar en ætla mætti, og stundum með
öðmm orðum en okkar, og getur valdið
misskilningi.
Oft hefur það verið sagt, og fátt er sann-
ara, að listabrautin er þymum stráð. Það
er nokkuð sama hvaða grein menn ætla að
stunda og oft verða menn í upphafi að
velja, því hæfileikar em fyrir hendi í fleiri
en einni. Ég mæli með því að það sé fyrsta
sporið. — Það er, held ég, nokkuð sama
hvort við tilheyrum litlu eða stóm samfé-
lagi, fámennri eða stórri þjóð. Miklir sigrar
verða hvergi léttunnir. Hér er ekki rúm
fyrir málalengingar, tölum því aðeins um
rithöfunda.
Næsta spor höfundarefnis er að afla sér
þeirrar almennu menntunar, sem líklegust
er að slíkum mönnum komi að gagni. Nú
em meiri efnahagslegir möguleikar til skóla-
göngu, jafnvel upp langan lærdómsstiga,
en var á tíð minnar kynslóðar. Löng skóla-
ganga á heldur ekki við alla, með sæmi-
legri undirstöðu f skólum getur sjálfsnám
fleytt efiiilegum mönnum furðu langt. Og
víkjum aftur að framtíð höfundar. Utgáfa
bókar á eigin kostnað, ótímabærar bam-
eignir eða hjúskapur á fyrstu ámm höfund-
arferils geta sett afdrifarík strik í framaupp-
dráttinn. Hér gef ég engin ráð, bara nefni
þetta. Ég mæli ekki með, beinlínis ræð ung-
um mönnum frá of ömm bókaútgáfum.
Þessa skoðun mína styður einmitt mikið
byijunargengi nokkurra þeirra höfunda,
sem nú láta mest á sér bera, og mest fá
hrósið hjá velviljuðum, en _ að mínu viti
skammsýnum ritdómumm. Ég óttast bak-
slagið. Um þau em mörg dæmi hér og er-
lendis. Of mikil velgengni getur leitt til slök-
unar höfundanna á sjálfskröfum.
Reynsla minnar kynslóðar af fómfysi og
skilningi bókaútgefenda er yfirleitt ekki til
þess að húrra fyrir. Jafnvel vinir, sem gerð-
ust bókabissnessmenn, vom ekki lengur við-
talshæfir fyrir barlómsvæli og ótta um að
maður ætlaði að fara að pranga upp á þá
handriti. Undirritaður komst jafnvel í þá
aðstöðu að þurfa að líta í aðra átt eða taka
á sig krók til þess að þurfa ekki að mæta
gömlum kunningjum og.málvinum, sem
áður gat verið gaman að tala við um bók-
menntir.
JÓN ÚS VÖR
r
BIRGITTA JÓNSDÓTTIR
Plánetur
hugans
• / tákni boltans
eru segulskaut
°g dynjandi fossar.
í hellum og íjöllum
eru ókannaðar lendur.
í óravídd óendanleikans
eru plánetur hugans.
Og andinn siglir um í
anddyri holdsins.
Námumenn
Þrjúþúsund einlit spor.
Djúpar grafir.
í leit aö hamingju
stingast skóflur
dýpra inn i öldina
sem leið.
í fjarska eru jöklar
ókannaðir.
Heitir af visku.
/ mistrinu og dögginni
sem drýpur
eru óbeislaðir kraftar
og auga.
augalands
Æsku-dauði
Ljúfa jörð,
þín lögun er lík lambi
augað mótað úr jökli.
Frostbitnir fætur
snerta funheita
mold þína.
Langt í iðrum þínum
er kraftur og ólgandi
hiti jarðstöðva.
Hver man ekki æsku
og auga án sorgar.
Kvöld eitt er brumið horfið
og augað líflaust.
Hin grimmu örlög
enn að verki.
Þó má fínna að nýtt
líf er hafíð.
Ég leggst á magann
naflastrengur þrýstist
inn í hörund þitt.
Ég er föst, þó frjáls.
Á botnum djúpra vatna
hef ég leitað að
hjartslætti þínum,
sem er þung jaröhræring.
Stund trega og sorgar
senn á enda.
Þvf með hvetju sáru spori
lærist að þetta er aðeins
stig frá stígi
lfffrá Iffí.
Höfundurinn er ung Reykjavíkurstúlka.
ÞRÖSTUR J. KARLSSON
Eitt síðsumars
kvöld
Við kneifuðum ljúfar veigar
eitt síðsumarskvöld.
Sfðan þá
hefurðu lifað grandvöru Iffí
og aldrei gert neitt
er syndsamlegt getur talist
— núna á þínum efsta degi
var þér aðeins eitt í huga Ijúfast
gamla flón
— eitt sfðsumarskvöld.
.
Einn
Á þilfarinu
sit ég í mínum sólstól
með minn gula stráhatt og sólgleraugu
þjónn f stuttum hvítum jakka
og svörtum buxum færir mér cuba libra
Ég nýt þess að vera einn innan um
allt þetta fólk
Það er bætt í glas galdramannsins sé ég
hinum megin við sundlaugina
— Og lítíll strákur með luktir í augum
hrópaði er við sigldum framhjá Waterloo:
„Sjáið þið ekki skipin með svörtu seglin?“
Höfundurinn er rithöfundur í Reykjavík.
ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR
Skin
Og svo kom ég og truflaði
sagðirðu og brostir.
Truflaðir spurði ég undrandi
með augun full af sólskini.
Sólin truflar engan
ástin mín
sólin truflar engan.
Höfundurinn er kennari i Reykjavík.
ÞÓRUNN
GUÐMUNDSDÓTTIR
Snjókorn
Snjókomin féllu jafnt og þétt,
voru eins og veggur,
heimurinn Ifkt og eitt herbergi
sem sameinaði og þjappaði okkur saman.
Við hlupum um geislandi af gleði
sem gagntók hverja taug lfkamans
og braust út f gáska og hlátri.
Við veltumst um í snjónum,
fundum hann bráðna á heitu hörundinu,
hnigum niður örmagna
en sæl í faðmi hvors annars.
Stjömumar bmstu við okkur,
skildu gleði okkar.
Norðurljósin stigu dans.
Það var sem við svifum um á dúnsæng
í þessari snjóhvftu veröld.
Höfundurinn er skrifstofustúlka í Reykjavík.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. FEBRÚAR 1988 11