Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Qupperneq 14
Mynd: Bjami Ragnar
I landi Rújúka
Smásaga eftir HEINRICH BÖLL
James Wodruff varð snemma
þekktur innan þröngs hóps sér-
fræðinga vegna mikilla hæfí-
leika sinna, og þegar ég tek
mér nú fyrir hendur að segja
frá fæmi hans, er ég með því
að inna af hendi gamla þakkar-
skuld, þó svo að við höfum verið á öndverð-
um meiði ámm saman. En hvað um það,
James Wodmff var kennari minn. Hann
hafði og hefur enn á hendi eina prófessors-
embættið í rújúkraimsóknum, sem til er í
' heiminum, og er með réttu talinn höfundur
þeirra fræða. Þó að hann hafí á síðastliðnum
þijátíu ámm ekki haft nema tvo nemendur,
má ekki vanmeta verðleika hans, því að
hann hefur uppgötvað þjóðflokkinn Rújúka
og rannsakað mál hans, siði og trúarbrögð
og stjómað tveimur leiðöngmm til hijóstr-
ugrar eyjar sunnan Astralíu. Þó að honum
hafi skjátlast í ýmsum atriðum, em störf
hans samt ómetanieg fyrir vísindin.
Fyrsti nemandi hans var Bill van der
Lohe, en af honum er það eitt að segja, að
hann sá sig um hönd, þegar skip hans var
komið í höfti f Sidney, gerðist víxlari, kvænt-
ist og gat böm og kom seinna á fót naut-
griparækt langt inni í Ástralíu. Þannig
misstu vísindin af Bill.
Hinn nemandi Wodmffs var ég. Þrettán
ámm ævi minnar eyddi ég í að tileinka mér
mál, siði og trúarbrögð Rújúka og fimm
áram í viðbót eyddi ég í læknisfræðinám
til að geta starfað sem læknir meðal Rújúka.
Ég lét þó hjá líða að taka embættispróf,
vegna þess að Rújúkar láta sig, með réttu,
prófekfrteini háskóla f Evrópu engu skipta,
heldur spyija þeir um það eitt, hvort lækn-
ir sé starfi sfnu vaxinn. Eftir átján ára nám
var ég auk þess orðinn sjúklega óþolin-
móður eftir að kynnast raunvemlegum
Rújúkum, svo að ég vildi ekki lengur bíða
eina viku, helst ekki einu sinni einn dag,
eftir að fá að lfta lifandi menn af þjóð, er
talaði tungu, sem ég kunni reiprennandi.
Ég lét farangur minn niður í bakpoka og
ferðatöskur, gekk frá ferðaapóteki mínu og
læknistösku, leit yfír ferðatékkheftið mitt
og gerði erfðaskrá mína, til að hafa allt á
hreinu, þvf að ég á nefnilega sumarhús í
Eifelhæðum og hef afnotarétt af ávaxta-
ræktarstöð við Rín. Sfðan tók ég leigubfl
til næsta flugvallar, keypti mér flugfarseðil
til Sidney, þaðan sem ég átti að fá far með
hvalveiðiskipi.
Kennari minn, James Wodruff, fylgdi mér
á flugvöllinn. Hann var sjálfur orðinn of
hmmur til að hætta á að leggja í einn leið-
angurinn til, en um leið og hann kvaddi
mig, stakk hann að mér f kveðjuskyni enn
einu sinni eintaki af hinu fræga riti sínu
Þjóð í nágrenni heimskautsins, þó að hann
vissi fullvel, að ég gat þulið þessa bók upp-
úr mér. Áður en ég steig upp í flugvélina,
hrópaði Wodruff til mín: „Brawal doidoi
duraboi!" Það mætti þýða lauslega: Megi
andar himinsins vemda þig. Nákvæmlega
myndi það hins vegar tákna: Megi vindurinn
ekki senda neina óvinveitta anda gegn þér!
Rújúkar lifa nefnilega á fiskveiðum, og
hagstæðir vindar em þeim heilagir.
Vindurinn sendi enga óvinveitta anda
gegn okkur, og ég lenti heilu og höldnu f
Sidney, steig þar um borð f hvalveiðiskipið,
og viku seinna var ég settur í land á örlít-
illi eyju, þar sem kennari minn hafði fullviss-
að mig um að byggju P-Rújúkar, sem væm
að því leyti frábrugðnir eiginlegum Rújúk-
um, að f stafrófi þeirra kæmi fyrir stafurinn
P.
Eyjan reyndist hins vegar óbyggð, að
minnsta kosti bjuggu þar engir Rújúkar.
Ég eigraði heilan dag um lítt grösuga haga
og milli þverhníptra kletta og fann reyndar
ummerki um rújúkahús, sem em þannig
gerð, að í stað steinlíms er notað eins kon-
ar fisklím, en eini maðurinn, sem ég rakst
á þama á eynni, var þvottabjamafangari í
leiðangri fyrir dýragarða í Evrópu. Þegar
ég rakst á hann, lá hann dmkkinn inni i
tjaldi sínu, en þegar ég hafði vakið hann
og sannfært hann um, að af mér stafaði
engin hætta, spurði hann mig á heldur
mddalegri ensku eftir einhverri Ritu Hey-
worth. Vegna þess að ég áttaði mig ekki
alveg á nafninu, skrifaði hann það á miða
og ranghvolfdi augunum um leið á lostafull-
an hátt. Ég kannaðist ekki við neina konu
með þessu nafni og gat engar upplýsingar
gefíð honum. í þrjá daga neyddist ég til að
sætta mig við návist þessa durgs, sem tal-
aði varla um annað en kvikmyndir. Að lok-
um tókst mér að hafa útúr honum gúmmí-
bát, sem ég greiddi honum áttatíu dollara
fyrir í ferðatékkum, og hætti lífi mínu við
að róa f kyrmrn sjó yfir til eyjar í átta kíló-
metra fíarlægð, þvf að sagt var, að þar
byggju hinir eiginlegu Rújúkar. Þetta reynd-
ist þó vera rétt með farið. Úr talsverðri fíar-
lægð frá eynni sá ég fólk standa niðri við
sjó, ég sá net, sem vom hengd til þerris,
og bátaskýli. Ég herti róðurinn og veifaði,
þegar ég nálgaðist eyna, og var kominn á
fremsta hlunn með að hrópa: „Joi wuba, joi
wuba, buweida guhal!" (Af hafinu, af hafinu
kem ég til að hjálpa ykkur, bræður.)
En þegar ég var kominn nær ströndinni,
sá ég að athygii þeirra, sem stóðu þar, beind-
ist að öðm farartæki. Vélbátur nálgaðist
með mótorskellum úr vesturátt, klútum var
veifað, og ég lenti á eynni sem ég hafði
þráð svo lengi, án þess að nokkur gæfí þvf
gaum, því að vélbáturinn lagði að næstum
á sömu stundu og ég, og allir þustu niður
á bryggju.
Þreyttur dró ég bát minn á land og tók
svo tappann úr koníaksflösku, sem var í
ferðaapótekinu mfnu, og fékk mér vænan
sopa. Ef ég væri skáld, myndi ég segja:
„Draumur minn brast" þó að draumar bresti
ekki, sem kunnugt er.
Ég beið þar til póstbáturinn var farinn,
axlaði farangur minn og gekk í átt til bygg-
ingar, sem var merkt látlausri áletrun:
BAR. Skeggjaður Rújúki húkti þar á stól
og var að lesa á póstkort. Steinuppgefinn
lét ég fallast niður á trébekk og sagði lágum
rómi: „Ðoidoi kmw mali.“ (Vindurinn hefur
skrælþuirkað kverkar mfnar.) Sá gamli
lagði frá sér póstkortið, leit á mig undrandi
og sagði á máli, sem var grautur úr rújúksku
og kvikmyndaensku: „Komdu, dengi minn,
talaðu skýrt. Viltu bjór eða viskf?"
„Viskí,“ sagði ég dauflega.
Hann stóð upp, ýtti póstkortinu í ’átt til
mfn og sagði: „Hana, lestu það sem sonar-
sonur minn skrifar."
Kortið var póststimplað f Hollywood og
aftan á því stóðu fáeinar setningar: „Þú sem
gast þann, sem gat mig, komdu yfir stóra
pollinn, hér rúlia doUaramir."
Ég dvaldi á eynni þar til næsti póstbátur
kom, sat á bamum og drakk út ferðatékk-
ana mína. Varla nokkur maður á eynni tal-
aði lengur hreina rújúksku, en hvað eftir
annað heyrði ég nafti einhverrar konu, sem
ég hélt í fyrstu, að væri goðvera. í millitíð-
inni hef ég komist að sannleikanum um,
hver uppmni hennar er, nefnilega Zarah
Leander.
Ég verð að játa, að ég lagði rújúkrann-
sóknimar á hilluna. Að vísu flaug ég til
baka til Wodmffs og lenti enn einu sinni í
stælum við hann um notkun orðsins „bu-
hal“, því að ég fór ekki ofan af því, að það
táknaði vatn, en Wodmff stóð á því fastar
en fótunum, að það táknaði ást.
Nú er orðið langt sfðan þessi mál vom
mér svo ofarlega í huga. Eg hef leigt út
sumarhúsið mitt og snúið mér að ávaxta-
rækt. Ég er enn að gæla við þá hugmynd
að kóróna læknisfræðinám mitt með emb-
ættisprófí, en ég er orðinn hálffímmtugur,
og það sem ég iðkaði áður af alvöm vísinda-
manns, hef ég nú í hjáverkum, og það
hneykslar Wodmff stórlega. Meðan ég sinni
ávaxtatijánum mínum, raula ég rújúksk ljóð
fyrir munni mér og hef sérstakt dálæti á
einu þeirra:
Woi suhal buwacha
brawal nui loha
graga, bahu, graga wiuwa
moha deiwa buwacha.
(Hví þráir þú svo, sonur minn, að halda út í heim,
ertu alveg heillum horfinn?
Þar aflast ekkert, og þar er ekkert skjól,
og móðir þín grætur son sinn.)
Á rújúksku er einnig hægt að formæla
kröftuglega. Þegar heildsalar ætla að pretta
mig, tauta ég fyrir munni mér: „Graga
weita“ (Þetta færir þér enga blessun) eða:
„Pichal grochmit" (Ég óska, að fiskbein sitji
fast í hálsi þér), sem er eitt argasta blóts-
yrði Rújúka.
En hver kann eiginlega rújúksku nú orð-
ið, nema Wodmff, sem ég sendi stöku sinn-
um epiakassa ásamt póstkorti með þessum
orðum á: „Wahu bahui" (Æraverðugi meist-
ari, þér skjátlast). Þessu er hann vanur að
svara, einnig á póstkorit: „Hugai!“ (Frávill-
ingur.) Svo kveiki ég í pípu minni og horfi
niður á Rín, sem hefur svo lengi streymt
framhjá þama niðri f dalnum.
Baldur Ingólfsson þýddi úr þýsku.
14