Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Blaðsíða 15
Daði Guðbjömaaon við eitt af verkunum, aem hann aýnir nú í Gallerí Borg. alveg hrikalegt í eina tíð, þegar málverkið var svo alvarlegt mál, að málurunum sjálfum mátti ekki stökkva bros í námunda við það. Daði sýndi síðast í Gallerí Borg fyrir ári, en jafnframt hefur hann verið með stór fram- lög á samsýningum í Hollandi og Noregi. A samsýningunni í Hollandi var hann ásamt Jóni Sigurpálssyni og í Moss í Noregi ásamt Sigurði Örlygssjmi og Einari Hákonarsyni. Eins og að líkum lætur hafa litlar eða eng- ar breytingar orðið á myndum Daða frá því hann sýndi síðast. Þetta er í beinu framhaldi af því sem áður hefur sést, en hann leggur núna meiri áherzlu á olíumálverk en graflk, sem er þó áfram einskonar aukabúgrein hjá honum. „Ég veit ekki hvort þetta flokkast undir nýjan súrrealisma eða nýja abstraktið", segir Daði. „Það er einhverskonar blanda, en list- sagnfræðingamir hafa ekki kveðið upp úr- skurð, svo ég verð áfram að lifa í óvissunni. Ekki svo að skilja, að það sé slæmt, heldur þvert á móti mjög þægilegt að vera laus og liðugur og ekkert bundinn á bás. Norðmenn þóttust sjá í verkum mínum einhverskonar tengingar við tölvur og transistora. Hollend- ingar nefndu það ekki, en höfðu þetta samt á hreinu; þeir eru fljótir af afgreiða svona myndlist og segja bara að höfundurinn sé bijálaður. Allt á að vera svo hreinlegt og snyrtilegt í hinu blauta Hollandi og þetta féll ekki í kramið þar; að minnsta kosti ekki hjá fræðingunum. Ég tel sjálfur, að myndefn- ið hjá mér sé einhverskonar uppstillingar; frásagnarleg myndlist er það varla. Ætli við segjum ekki til að segja eitthvað, að þessar myndir séu á tilfinningasviðinu. Annars legg ég minna uppúr því að sýna erlendis en áður, nema kannski að vera með í grafíksýningum. Ekki fínnst mér heldur, að það sé eitthvert takmark i sjálfu sér að sýna þetta útlendingum, sem eru áreiðanlega ekki neitt gáfaðri á þessu sviði, enda ekki hægt, þar sem við íslendingar erum gáfaðastir af öllum. Það er þó sérkennilegt við mat íslend- inga á listamönnum, að okkar nýlistamenn eru miklu jmgri en erlendis. Hér eru þeir 20-30 ára, en erlendis er algengt að nýlista- menn séu á milii fertugs og fimmtugs og jafnvel þar jrfir. Samt geta þeir verið nýlista- menn. Þetta sýnir, að öldrunin er mjög hröð á íslandi, eða þá að þetta stendur í sambandi við æskudýrkun. Eftir þrítugt eru menn ann- aðhvort orðnir gamlir og lummó eða klassísk- Á tilfinningasvíðinu Ihópi yngri kynslóðarinnar meðal myndlistarmanna hefur Daði Guðbjörnsson verið meðal þeirra mikil- virku í sýningarhaldi. Hann er einn af þeim, sem kýs að sýna árlega, en sumir töldu og telja enn, að markaðurinn hér þoli ekki slík umsvif. og að DAÐI GUÐBJÖRNSSON myndlistarmaður opnaði fyrir tveimur dögum sýningu í Gallerí Borg dugnaðurinn komi þá í bakseglið hjá lista- manninum. Trúlega þolir markaðurinn það betur en áður, að ungir menn á uppleið haldi oft sýningar; hitt er svo annað mál, hvort sýningaríjöldinn sem af þessu leiðir valdi þrejrtu og leiða og minnkandi aðsókn að sýn- ingum. Það er margt sem bendir til þess að svo sé og æði oft heyrist fólk segja: - Áður fór ég á allar sýningar, en nú hef ég gefist upp á því og fer ekki nema á fáar. Frá sjónarhóli myndlistarmanns er æskileg- ast að geta sýnt árlega eða annað hvert ár og þurfa þá ekki að sýna meira en 20-30 mjmdir til dæmis. Þetta gera myndlistarmenn erlendis, sem geta farið milli borga og þurfa þá ekki að sýna á sama stað nema á nokk- urra ára fresti; auk þess gildir annað lögmál í stórborgum, þar sem fjöldi sýningarstaða er. Ennþá verðum við að taka tillit til smæðar- innar og vitaskuld væri æskilegt að til væru raunhæfir möguleikar til sýningarhalds úti á landi, annarsstaðar en á Akureyri. En svo er ekki, því miður. Ég hef áður vakið athygli á því, að hinar árlegu smásýningar margra ungra mjmdlist- armanna vekja sjaldnast verulega athygli og koma á þann veg niður á listamönnunum sjálf- um, sem halda áfram að vera óþekkt nöfn, nema í hópi hinna innvígðu. Trúlega eru smásýningum af þessu tagi hvergi í veröld- inni gerð önnur eins skil í blöðum eins og gert er í Morgunblaðinu og Lesbók. En það er eins og það hrökkvi ekki til. Fólki finnst að það sé verið að bera í bakkafullan lækinn; það yptir öxlum og segir: Æ, einn enn frá Hollandi. Daði Guðbjömsson hefur vakið athygli fyr- ir sérstæðan og persónulegan stíl, sem oft er á mörkum hins dekoratífa, eða skrejrti- kennda. En það er ekki hvað maður gerir, sem skiptir máli, heldur hvemig það er gert. Daði hefur maleríska tilfinningu, sem leynir sér ekki í verkum hans; þau em oft gaman- söm, sem er þó fremur fágætt og hefði þótt Ein af myndunum á sýningn Daða - ab- strakt form með ívafi skreytingar- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. FEBRÚAR 1988 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.